Helgarpósturinn - 30.06.1983, Síða 8

Helgarpósturinn - 30.06.1983, Síða 8
8 sýiiiiM|«irs;ilir Ásgrímssafn: Búiö að opna. Opiö daglega kl. 13.30—18 nema mánudaga. Til ágústloka. Strætó 10 frá Hlemmi. Árbæjarsafn: Opið i sumar kl. 13.30—18 alla daga nema mánudaga. Ásunnudaginn kl. 14 er gönguferö um Elliðaárdal. Lagt af staö frá safninu. Gallery Lækjartorg: Sýning á verkum eftir Jóhann G. Jó- hannsson veröur opnuö á laugardag- inn kl. 14.00. Henni lýkur 10. júlí. Sýn- ingin er opin daglega kl. 14—18 nema fimmtudaga og sunnudaga kl. 14—22. Norræna húsið: í kjallaranum er sumarsýningin; 40 myndir eftir Ásgrím Jónsson, allar í eigu Ásgrimssafns. I anddyri hússins er sýningin islenskir sjófuglar sem Náttúrufræöistofnunin er meö. Ásmundarsafn: Ásmundarsafn við Sigtún er opiö daglega nema mánudaga frá kl. 14—17. Kjarvalsstaðir: „Kjarval á Þingvöllum" er i Kjarvals- sal. Opin í sumar. 20 listmálarar List- málarafólagsins sýna í vestursal, á göngum hússins sýna fimm grafíker- ar sem útskrifuðust úr Myndlistar- skólanum i vor og Richard Valtingojer sýnir litla grafiska bók. Þrjár siðast nefndu sýningarnar eru opnar til 10. júli. Mokka: ítalski myndlistarmaöurinn Ricardo Licate sýnir verk sín. Listasafn Einars Jónssonar: Opiö miövikudaga og sunnudaga kl. 13.30—16. Stórfenglegar höggmynd- ir. Bogasalur: Myndir úr íslandsleiööngrum og fleira nýtt. Opið alla daga kl. 13.30-16. Sýningin stendur út ágúst. Gallerí Langbrók: Langbrókarmunir til sýnis og sölu. Opiö virka daga kl. 12-18. Icikluis Stúdentaleikhúsið: Óstöðvandi flaumur er yfirskrift fjög- urra einþáttunga eftir Samuel Beck- ett. Tvær sýningar eftir. Fimmtudag- inn 30. júní og laugardaginn 2. júlí. — Sjá umsögn Listapósti. Platero og ég eftir Juan Ramón Jiménez veröur flutt sunnudaginn 3. júli. Þetta verk er fyrir upplestur og gitar og veröur flutt af þeim Johanni Siguröarsyni og Arnaldi Arnarsyni, en auk þess spilar Arnaldur þrjú smá- verk eftlr Isaac Albeniz f útsetningu F. Tarrégo. Fimmtudagur 30. júní 1983 fielgai----- pösturinn. Nú er tími til að dansa Einar Ola/sson: Augu við gangstétt Ljóð 102 bls. Mál og menning 1983. Einar Ólafsson er í hópi þeirra skálda sem komu fram um og uppúr 1970. Á árunum 1971 til 1974 komu út eftir hann fjórar ljóðabækur. Þær eru ekki sérlega djúptækar svona eftir á að hyggja en þó nóg til þess að mér og ef- laust fleirum fannst á þeim tíma Einar vera með eftirtektarverðari skáldum sinnar kynslóðar. Síðan 1974 hefur lítið frá Einari heyrst, aðeins hafa birst eftir hann eitt og eitt ljóð í blöðum og tímaritum, en alls ekki nóg til þess að hægt væri að átta sig á hvert skáldskap- ur hans væri að fara. Það er því með nokkurri for- vitni sem opnuð er ný ljóðabók frá Einari Ólafssyni. Ög ekki veldur hún vonbrigðum. Greini- legt er að Einar hefur náð sterku valdi á ljóðforminu og yrkir af ör- yggi og smekkvísi skálds sem veit hvað hann er að gera og til hvers. Augu við gangstétt er fjölbreytt ljóðabók. Þar er bæði að finna löng og mælsk ljóð og stutt og hnitmiðuð. Fjölbreytni gætir í formi og tjáningarmáta, þó að þau ljóðin séu fleiri þar sem mælska ræður ríkjum, en þar kemur á móti að hvergi er skortur á hugmyndaflugi og hugmynda- auðgi. Eitt besta ljóðið í bókinni er lokaljóð hennar sem er eiginlega ljóðaflokkur sem heitir Ösku- tunna. Þar er öskutunna notuð sem einskonar tákn fyrir það sem er stöðugt og varanlegt í tilverunni og tekur möglunarlaust við lífinu þegar það hefur liðið hjá. Út frá því tilviljunarkennda dóti sem í tunnunni lendir leitar skáldið til baka að notagildi þess og hlut- verki og verður úr fjölbreyttar svipmyndir og óvæntar frá því lífi sem á endanum sameinast í tunn- unni. Einar Ólafsson Oskutunna þú tekur við lífi okkar þú tekur við gleði okkar og sorgum ást og einsemd þú umlykur líf okkar svo lítillát beygluð og ryðguð hér og þar Ljóð sem hafa að innihaldi svipmyndir frá því sem kalla má daglegt líf, hvort sem er frá vinnu- stað eða einkalífi, eru veigamikill þáttur þessarar bókar. Ljóðin af vinnustöðum túlka yfirleitt leiða og tómleika einhæfrar vinnu og eru sum einfaldar og skýrar svip- myndir eða að þau hleypa ímynd- unaraflinu af stað og tjá mótsögn einhæfninnar annarsvegar og lífs- þrárinnar hinsvegar: I kaffitímanum orti strákurinn á malbikunarvélinni um blóm rétt í þá mund sem þotuflugmaðurinn kastaði fram stöku um kyrrðina á leið yfir norðurþólinn (bls. 21) Þau ljóð sem eru persónuleg tjáning skáldsins á tilfinningum erufullaf lífsþorsta og lífsþrá og kemur það mjög skýrt fram í upp- hafsljóði bókarinnar Nu er dagur til að dansa: hœ! nú er dagur til að dansa, hœ! vélritunarstelþur og frystihúsaþiur nú er dagur til að dansa, hœ! strákur í drulluskurði, nú er dagur til að dansa, plamþaðu með okkur, Ástin skipar töluvert rúm í þessari bók og kemur hún fram á margvíslegan hátt. Meginviðhorf til hennar er þó það að hún sé eitt af því fáa sem verði manni til bjargar í ruglaðri tilveru, en kraf- an um ást er ekki aðeins persónu- leg heldur felst einnig í henni krafa um frelsi og samstöðu eða eins og segir í lok ljóðsins Er ástin snýkjudýr? Er ástin kannski við öll án hlekkja, án þreytu, án vonleysis, við öll saman? Söguleg ljóð og pólitísk setja nokkurn svip á bókina og má þar til nefna ljóð um Febrúar 1848 og Til verkamanna Parísar 1871 og öreiga allra landa auk þriggja ljóða flokks um byltinguna í Rússlandi 1917. Þessi ljóð eru nokkuð misjöfn, stundum verður mælskan of áberandi og nálgast predikun en á öðrum stöðum tekst höfundi að tjá þrá sína eftir betri og bjartari heimi á mynd- rænan og hrífandi hátt. Yfir Ijóðum Einars Ólafssonar liggur ævinlega sterk einlægni og jafnvel hlýja hvað svo sem hann er að yrkja um. Þessi eiginleiki þeirra er nátengdur grundvallar- viðhorfi sem víðar brýst í gegn en það er þráin eftir samstöðu manna á ást, frelsi til handa mönnunum til að lifa hamingju- sömu lífi. Lífið er ekki kvöl i aug- um Einars heldur byggir það á von sem á sér kannski erfitt uppdrátt- ar en á sér möguleika þrátt fyrir allt. G.Ást. I 17. himni yfir stríði U2 — War hljómsveitinni sinni og hrifist svo af að honum þótti einskisvert það sem hann hafði sjálfur verið að gera. Þessi uppáhaldshljómsveit Springsteens, kemur frá írlandi og heitir U2. Er hún einhver allra vinsælasta hljómsveitin vestan hafs um þessar mundir, þar sem platan þeirra War fór m.a. inn á topp tíu fyrir nokkru. U2 varð til árið 1978 er nokkrir strákar tóku sig saman eftir skóla og æfðu í hljómsveit. Vegna þess hversu reynslulitlir meðlimir hljómsveitarinnar voru á tón- Þær fréttir hafa borist hingað að Bruce Springsteen hafi verið tilbúinn með nýja plötu en þegar gefa átti gripinn út, hætti kappinn snögglega við, henti böndunum upp í hillu og hélt á ný inn í stúdíó til upptöku á nýju efni. Ástæðan fyrir þessu er sögð sú að hann hafi heyrt nýja plötu með uppáhalds- listarsviðinu, reyndist þeim úti- lokað að leika lög eftir aðra, svo þeir sömdu sína eigin tónlist. En þó hljóðfærakunnáttan væri af skornum skammti í upphafi höfðu þeir ávallt trú á því að þeir væru að gera merkilega hluti. Þeir fóru því áður en langt um leið að þreifa fyrir sér um plötusamning á Englandi. Fyrst sendu þeir öllum meiriháttar tónlistarblöðum reynsluupptökur sem þeir höfðu gert og fengu út á það töluverð og jákvæð skrif. Því næst héldu þeir i tónleikaferð um England. Fáir létu þó sjá sig á konsertum þeirra og það sem verra var að þeir vöktu engan áhuga hjá hljómplötufyrir- tækjum. Þeir hættu því við ferð- ina eftir örfáa tónleika og héldu aftur heim til írlands. Þar fóru þeir í tónleikaferð, sem gékk öllu betur og enduðu þeir hana með 2000 manna tónleikum í Dublin. Á þeim tónleikum var mættur „þefari" frá Island hljómplötu-. fyrirtækinu og fékk hann það til að gera samning við U2. Þess má geta að rétt áður en hljómsveitin gerði samning við Island, höfðu þeir sent Warner Bros., sem dreifir m.a. Island plöt- um í Bandaríkjunum, upptökur. Þeir fengu þær sendar til baka, með kurteisislega orðuðu bréfi þess efnis að enginn áhugi væri fyrir hendi hjá fyrirtækinu fyrir hljómsveitinni. En þá gátu U2 sent bréf aftur um hæl þar sem þeir greindu WB frá því að innan örfárra mánaða myndi fyrirtækið samt sem áður gefa út plötu þeirra, þar sem þeir höfðu þá gert samninginn við Island. Þegar fyrsta stóra platan þeirra, sem heitir Boy, kom út snemma árs 1981, fóru þeir í hljómleika- ferð um Bandaríkin og árangur- inn varð sá að platan seldist í yfir j 200.000 eintökum, sem var mjög gott þar í landi hjá óþekktri breskri hljómsveit á þeim tíma. Undir lok árs 1981 sendu svo U2 frá sér sína aðra plötu en hún ber nafnið October. Hún gekk einnig nokkuð vel, þó ekki bættu þeir neitt sérlega mörgum nýjum kaupendum í hópinn. Fyrir nokkru kom svo platan War, sem hlotið hefur frábærar viðtökur, sérstaklega í Bandaríkj- , unum. Hins vegar voru gagnrýn- endur í Englandi ekki neitt sérlega hressir yfir plötu þessari. Per- sónulega er ég ekki sammála þess- um slæmu dómum, en ég þekki þó fólk sem alls ekki getur þolað hljómsveitina og finna henni flest til foráttu. Eina slæma gagnrýnin sem ég get að nokkru tekið undir er að ég er ekki sérlega hrifinn af textum þeirra en það er þó auðvelt að láta þá ekki fara í taugarnar á sér, með því einfaldlega að leggja sig ekki eftir því að hlusta á hvað þeir fjalla um. Þrír meðlima hljómsveitarinnar eru trúaðir mjög og gætir trúar þeirra nokk- SJOKVAKP Föstudagur 1. júlí 20.30 Auglýsingar. Það á að banna aug- lýsingar. Þær eru gjörsamlega ó- þolandi. 20.50 Steini og Olli. Maöur er bókstaf- lega að springa úr hlátri... Ha? 21.15 Setið fyrirsvörum. Já, það ereng- inn miskunn. Nú veröur Steingrimi Hermannssyni stillt upp við vegg. Ekki er ráö nema í tima sé tekið. 22.10 Rugguhesturinn. Bresk mynd frá '49 gerð eftir sögu D.H. Lawrence; The Rocking Horse Winner. Grah- amehjónin lifa um efni fram og eyða timanum í skemmtanir. Paul sonur þeirra er einmana og saknar for- eldranna, sér i lagi móður sinnar. Þá er það að hann fær rugguhest i jólagjöf. Taka nú hjólin aö snúast... Laugardagur 2. júlí 20.30 í blíðu og stríðu. Ójá. Ég getekkert sagt. Eg missi endalaust af.. Skyld'ann vera skondinn? 20.55 Rósa rafvirki. Bandarísk mynd eftir Connie Field sem lýsir því hvernig konur i Bandarikjunum gengu aö karlmannsverkum i hergagnaverk- smiöjum og skipasmiðastöðvum á striðsárunum og hvernig þeim var ýtt af vinnumarkaönum þegar stríð- inu lauk. Fimm konur segja frá reynslu sinni. Aha. Gott. 22.00 Ó, þetta er indælt striö. Endursýnd frá '79. Mynd eftir R. Attenborough frá '69. Háð um stríösrekstur og mannfórnir i fyrri heimsstyrjöld. Með L. Olivier, J. Gielgud og fleir- um. Sunnudagur 3. júlí 18.00 Sunnudagshugvekjan kemur frá Hrisey. Já ég segi Hrisey. Sr. Sig- urður Arngrimsson flytur. 18.10 Magga í Heiðarbæ. Þefta er nýr þáttur fyrir börnin. /Eskuminningar miöaldra konu um samskipti manna og dýra. Satt! 18.40 Kærir vinir i kóralhafinu. Ein af þessum náttúrulifsmyndum. 20.50 Blómaskeið Jean Brodie. Nýr framhaldsmyndaflokkur sem gæti verið spennandi. Hann er skoskur og gerist i kvennaskóla i Edinborg ca 1930 en þangað fer Jean sem kennari. 21.40 Og enn er dansað. Rudolf Nureyev rekur sögu Elizabeth Twistington Higgins sem var þekkt ballettdans- mær þegar hún fékk lömunarveiki og likami hennar lamaðist, en komst til starfa aftur við ballettinn. HTVAKP Föstudagur 8.30 Ungir pennar. Já ungir og upp- rennandi, ungir og friskir. Nýjar hugmyndir. Þetta er þáttur sem allir ættu að hlusta á. 10.35 „Mér eru fornu minnin kær“ Já það má enginn missa af honum þessum. Ég hlusta alltaf. Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli sér um þáttinn. 11.05 „Ég man þá tið“ Og nú eru allir til- búnir í sveifluna með Hermanni Ragnari Stefánssyni. Við tölum nú ekkert um gullið, Hermann. 14.00 „Refurinn í hænsnakofanum" - Þaðermiödegissagan. Húnerbúin að vera þarna frá þvi ég var ung. Ég er ennþá ung, en ég var ótrúlega ung þarna um árið. Róbert Arn- finnsson les söguna hans E. Kish- on í þýðingu Ingibjargar Bergþórs-

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.