Helgarpósturinn - 30.06.1983, Qupperneq 12
12
Fimmtudagur 30. júní 1983
Jpasturinn.
I litlu húsi í HveragerÖi dvelur Gunnar Dal skáld sumarlangt og skrif-
ar. A vetrum gegnir hann erilsömu starfi íslenskukennara í Fjölbrauta-
skólanum í Breiðholti. Gunnar Dalfœddist árið 1923 í SyÖsta-Hvammi
í Kirkjuhvammshreppi, er því nýorÖinn sextugur. Hann hefur skrifaÖ á
fjórÖa tug bóka, IjóÖ, skáldsögur og heimspekileg rit. Ungur maöur lagÖi
hann land undirfót og settist á skólabekk i Kalkútta á Indlandi.
JHTelffa rp ós ts zj iðtcilið:
Gunnar Dal rithöfundur
— Hvernig stóð á því ab þúfórst til Indlands?
„Eg fór upphaflega til Edinborgar að
leggja stund á heimspeki, lærði þar á hefð-
bundinn hátt venjuleg háskólasjónarmið.
En mig langaði að kynnast rödd Indlands,
svo að árið 1951 innritaðist ég í háskólann
í Kalkútta og var þar í tvö ár. Þar viðaði ég
að mér gögnum í austrænni heimspeki;
saga heimspekinnar byrjar í Austurlönd-
um, ekki í Grikklandi. Ætli megi ekki
segja að ég hafi ætlað að skrifa yfirlit yfir
það sem hafði verið hugsað á plánetunni"
segir Gunnar og glottir.
— Lagbirbu ekki slund á endurholdgun?
„Nei, það gerði ég ekki þótt sumir hafi
sagt það í gríni. Endurholdgun er kenn-
ingin um fortilveru og endurfæðingu, sem
er bara ein af fimm aðtilkenningum ind-
verskrar heimspeki. Sagt er að fyrstu fimm
aldir kristinna manna hafi þeir trúað á
endurholdgun. ‘ ‘
En Gunnar hefur þá grundvallarreglu
að deila ekki um trúmál.
„Guðfræðingar verða samt að leiðrétta
skoðanir sínar. Eg hef alltaf borið mikla
virðingu fyrir indverskri menningu“.
Og líkast til er það gagnkvæmt því fyrir
nokkrum dögum barst Gunnari einkabréf
frá Indiru Gandhi forsætisráðherra Ind-
lands þar sem hún segir m.a.: „Við berum
mikla virðingu fyrir íslensku þjóðinni,
sem hefur lagt einstakan skerf til heims-
menningarinnar"
— Hvers vegna færbu bréf frá Indiru Gandhi?
„Það stendur til að þýða bók mína Gúró
Góvinda á Hindí sem er opinbert mál, hún
hlýtur að hafa haft einhverjar spurnir af
því, hún þakkar mér fyrir bókina“, segir
Gunnar og við dáumst að gamaldags
rauðu innsiglinu aftan á bréfinu sem í er
stimplað: Prime minister of India, New
Dehli.
JFriður
og Gandhi
— Er til íslensk-indverskt félag hér?
,Já, Indlandsvinafélagið hefur verið til
í áratugi, en meðlimir eru fáir og það er
heldur óvirkt“.
— Hefur verib bebib um abstob ykkar vib t.d.
flóttafólk?
„Nei, ég man ekki eftir að nokkur Ind-
verji hafi sótt um hæli á Islandi gegnum
okkur. Þó þekki ég nokkra Indverja sem
eru búsettirhér, þeim hefur vegnað vel. En
við í Indlandsvinafélaginu höfum lítillega
tekið þátt í Moðir Theresu söfnun, for-
maður félagsins Þóra Einarsdóttir hefur
farið út með fatnað og vistir“.
— Fyrir svona tíu til fimmtán árum þegar
vestrænn œskulýbur ólst uþp í velmegun mikilli
samhliba vibbjóbi Vietnamstríbsins, þá leitabi
hann á nábir austurlenskrar heimsþeki, snerist
meira að segja til indverskra lifnaðarhátta; get-
urðu skýrt það?
„Það er samband milli friðar og Ind-
verja. Grundvallartakmark indverskrar
heimspeki er Friður“.
— Nú er búib ab hrista rykib af Gandhi; geta
vesturlandabúar leitab til Indverja þegar í harb-
bakka slær?
„Menn telja það sjálfgefmn hlut að
Gandhi sé talsmaður indverskrar heim-
speki, en það er ekki rétt, nema óbeint.
Tveir menn leggja grundvöllinn að „non-
violence“ heimspeki Gandhis, annar
Russi, hinn Bandaríkjamaður. Rússinn er
Tolstoi, Bandaríkjamaðurinn Thoreau.
Báðir þessir rithöfundar eru mótaðir af
kristinni og austurlenskri heimspeki. Ég
held það sé frekar að snúa sér til Krists en
indverskrar heimsspeki þegar vestrænn
heimur er í klípu“.
— Ertu trúabur?
„Eg trúi á Krist, en það er öðru nær að
ég sé guðrækinn á háttbundna vísu, ég er
ekki kirkjurækinn“.
Róttœkir
rithöffundar
íhaldssam ir
— Þú ert kennari; er ungtfólk á Islandi hugs-
andi yfir heimsmálunum?
, Já. Ungt fólk núna er miklu greindara
en ég og mín kynslóð. En það á erfitt með
að tjá sig“.
— Af hverju?
„Vegna þess að málið er erfitt. Erfitt