Helgarpósturinn - 30.06.1983, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 30.06.1983, Blaðsíða 14
14 hielgai----------- pösturinn Blað um þjóðmál listir og menning- armál. Ritstjórar: Árni Þórarinsson og Björn Vignir Sigurpálsson Ritstjórnarfulltrúi: Guðjón Arngríms- son Blaðamenn: Guðlaugur Bergmunds- son, Ingólfur Margeirsson, Magdalena Schram, Þröstur Haraldsson. Útlit: Kristinn G. Harðarson Ljósmyndir: Jim Smart Útgefandi: Vitaðsgjafi hf. Framkvæmdastjóri: Guðmundur H. Jóhannesson Auglýsingar: Áslaug G. Nielsen Dreifingarstjóri: Ingvar Halldórsson Innheimta: Helma B. Jóhannesdóttir Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir Lausasöluverð kr. 20 Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Reykjavík, sími 81866. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 38. Símar 81866 og 81741. Setning og umbrot: Alprent hf. Prentun: Blaðaprent hf. Skipulagið kemur okkur við! Skipulagsmál eru e.t.v. ekki málaflokkur ,sem lætur spenn- andi í eyrum. Þó er þaö nú svo, aö skipulag þess umhverfis sem viö lifum og hrærumst í, snertir tilver- una verulega og getur jafnvel átt sinn þátt í aö móta hana. Húsiö og hverfiö sem viö búum í, skólinn, vinnustaöurinn, skemmtistaður- inn, göturnar og gangstéttirnar — já; jafnvel gröfin, sem við leggjumst aö lokum í er háö skipu- laginu. Svo auðvitað kemur okkur skipulagiö viö. Helgarpósturinn telur einnig aö skipulag höfuðborgarinnar komi okkur öllum viö. Hvernig borg viij- um viö eiga, hvernig á höfuöstaður þjóðarinnar aö líta út og hvernig getur okkur liöiö sem best í hon- um? Hvar á miðbærinn aö vera og hvernig má haga t.d. umferð þann- ig aö hún sé hættuminnst, afkasta- mest og þægilegust um leið? Borgarskipulag Reykjavíkur hefur það fyrir verkefni aö safna upplýs- ingum til handa þeim sem síðan taka ákvarðanir um skipulag, þ.e. kjörnum fulltrúum borgarbúa, sem sitja í nefndum og ráöum borgarinnar. Borgarskipulagiö hefur yfir liöi fagmanna aö ráöa, sem kanna aðstæður, draga álykt- anir, meta kosti og leggja síðan fróöleik sinn á borð stjórnmála- manna til að byggja ákvarðanir á. í grein HP í dag um tillögur aö nýj- um miöbæ sem kallaður hefur ver- iö, i Kringlumýrinni, koma fram dæmi um slíka undirbúningsvinnu skipulags og hvernig sú vinna nýt- ist þegar til kasta pólitíkusanna kemur. í greininni kemur fram að borgaryfirvöld hafa gefiö reyk- vísku fyrirtæki vilyröi fyrir lóö undir stórmarkað á Kringlumýrarsvæö- inu. Stórmarkaður af því tagi sem um ræöir, „dregur til sín bílaum- ferð eins og hunang flugur” eins og þaö er orðað í greininni og mun, verði tillagan aö skipulagi svæöisins samþykkt, aö mati sér- fræöinga skapa mikinn umferðar- vanda allt um kring. Bílastæða- stressið, umferöaröngþveitið, hætturnar, ... þetta er þaö sem mun einkenna stórt þjónustu- og verslunarsvæði í miöborg Reykja- víkur ef aö líkum fer. Skiptir það okkur ekki máli? Þaö broslega er aö sérfræðingar Borgarskipulags hafa mælt gegn slíkri þróun sem þarna stendur til aö eigi sér stað en stjórnmála- menn horfa framhjá áliti fag- manna og byggja skipulagið á eig- in geöþóttaákvöröunum. Það kemur okkur líka við. Fimmtudagur 30. júní 1983 1904. I ritdómi um stórvirki Joyce, „Ulysses“, sagði prestvígður gagn- rýnandi í Dublin Review: „Gáfu- maður mikill, sem jesúitar hafa þjálfað, er genginn hinum illu öfl- um á hönd, fullur illgirni og hæðni“. Nú gat Joyce ekki fremur en aðrir „hætt að vera kaþólskur“, þrátt fyr- ir andúð sína á kirkjunni, spott og spé um biblíuleg efni og óskírð börn sín í óvígðri sambúð. Hann var gagnmenntaður í skóla Jesúíta og naut mikils álits í röðum kirkjunnar manna á unga aldri. Þegar mynd- höggvarinn August Suter frá Sviss spurði hann löngu síðar á lífsleið- tíma og tvö merkilegustu skáld íslands. Hitt er þó annað, og sýnu merki- legra, að nú hefur James Joyce fylli- lega verið tekinn í sátt, bæði á írlandi og innan kirkjunnar. Af þeim sökum er meiri sannleikur fólginn í orðum Ingólfs en ætla mætti. Því þegar litið er dýpra kem- ur i ljós að þessi kjaftfori og klæmni rithöfundur var innilegur þátttakandi í kristilegum vangavelt- um um tilveruna. T.S. Eliot taldi 1934 „að verk Joyce væru gegnsýrð kristinni tilfinningu“. Fæstir báru skynbragð á sannleika þessara ummæla þá. Kaþólsku rithöfundarnir — einkum Joyce í ágætri nasasjón Ingólfs Margeirssonar af Kaþólsku kirkj- unni í Helgarpóstinum 16. júní sl. furðaði ég mig á smáatriði, sem gáman er að leggja dálítið út af. Um leið og Ingólfur lýsir endur- reisn kaþólskrar hjarðar hérlendis og samrekstri Halldórs Laxness og Stefáns frá Hvítadal við hana, vík- ur hann að kaþólskri vakningu í röðum rithöfunda í Evrópu á fyrsta þriðjungi aldarinnar. Hrýtur þá ekki í leiðinni úr skriffæri blaða- mannsins sjálfur James Joyce frá írlandi! Nú vill svo til að á þessu tímabili voru kirkjunnar menn allajafna ekki alveg vissir um, hvort hentaði betur til að stinga upp i Joyce, þögnin eða bannið. „Ég hef nú lýst opinberlega yfir stríði á hendur henni kirkjunni, með því sem ég skrifa, segi og geri“ ritaði Joyce í bréfi til sambýliskonu sinnar Noru inn hvað hefði reynst honum mikil- vægast úr jesúítamenntuninni, svaraði Joyce: „Að koma hlutunum þannig fyrir, að unnt sé að nema þá og dæma“. Sem dæmi um langvinnt andóf kirkjunnar gegn Joyce má nefna, að þegar liðið var fram á árið 1958 (17 árum eftir lát Joyce), neitaði erkibiskupinn í Dublin að syngja messu við opnun Tóstal-Iistahá- tíðarinnar, ef staðið væri við þá ákvörðun að flytja þar leikgerðina „Bloomsday“ eftir skáldsögunni „Ulysses“. Biskupinn hafði sitt fram og verkið var ekki sýnt. Af þessu sem hér var skrifað má etv. ráða hvers vegna mér þótti Ingólfur Margeirsson örlítið renna á skjön við efnið, þegar hann vildi fræða lesendur Helgarpóstsins á því að James Joyce hefði orðið fyrir „kaþólskri vakningu“ á svipuðum Afstaða kirkjunnar á írlandi gagnvart Joyce fór að breytast upp úr miðjum fimmta áratugnum, og á aldarafmæli hans 1982 mátti sjá á veglegum hátíðahöldum þarlendis að menn hafa tekið hann í tölu þjóðskálda. Og bókmenntafræð- ingar eru margir fyrst og fremst farnir að meta Joyce sem „kaþólsk- an anda“. „Þegar kaþólskur alvörurit- höfundur fer að búa til helvíti þá verður það helvíti“, eins og einn þeirra sagði og þykja þau ummæli eiga við um sitthvað í hamförum Joyce. Þegar skelinni hefur verið flett af er hann kaþolskur kosta- gripur, burðamikill og næmur, kjaftfor ög skyggn. Og vitanlega til lítils að reyna að lesa hann án þess að hafa bakhjarl í kaþólskri menn- ingu og arfleifð. Fremur en raunar Halldór Laxness og Snorra Sturlu- son eða aðra höfunda fyrr og síðar sem marktækir geta talist í sagna- gerð hérlendis. Kaþólismi í bók- menntum hefur hefur yfirleitt ekki verið hreinn tepruskapur. Táknmál og arfleifð kirkjunnar bera uppi verk þessara manna, þótt ekki hafi nema útlendingar fengist við það í alvöru að skýra það út hvað Hall- dór Laxness varðar. En til að ljúka þessari Iitlu hug- leiðingu um kaþólikkan í James Joyce er rétt að upplýsa, að í „stríði“ sínu við kaþólsku kirkjuna hafði hann ævinlega í fórum sínum áritað skólaeintakið af „Breytni eftir Kristi" og lét helst ekki hjá líða að sinna þeirri megindyggð krist- inna manna að halda vel páskahá- tíðina. Hann nefndi dóttur sina Lúsíu, því eldvígsla páskanætur- innar, elsti helgisiður kristninnar, var honum hugleiknasta atvik árs- ins. Joyce var afurð Kaþólsku kirkj- unnar, eins og raunar þið öll, lesendur íslenskra orða. Ólafur H. Torfason, Reynivöllum 4, Akureyri í útvarpi en sjónvarpi, því að án myndarinnar er enn erfiðara að halda einbeitingu langt atriði á enda. Og hitt atriðið: Auglýsingarnar eru siendurteknar, dag eftir dag, viku eftir viku, og krakkar horfa ekki síður á þær gömlu og gat- slitnu. Alveg eins og krakkar hafa gaman af að láta lesa sér sömu upp- áhaldssögurnar tíu, tuttugu, þrjá- tíu sinnum. Endurtekningarþörfin liggur bara i barnseðlinu, og hana ber okkur að virða. Krökkunum er svo margt framandi og torskilið, skinnunum, litlu, að þeim er síst of- gott að leita trausts og halds í og sýna hana svo í barnatíma fimm daga í röð, kannski aðra fimm seinna í mánuðinum. Eða, ef efnið er fyrir aðeins stærri krakka, að nota það í hverjum mánuði heilt ár. Svo má auðvitað líka endurnýta þetta að nokkrum árum liðnum. Er ekki pláss í dagskránni? Heyr á endemi! Börnin eiga að vera for- gangshópur í dagskránni nefnlega, ásamt gamla fólkinu; okkur á hressasta starfsaldri er ekki vork- unn þó dagskráin sé ekki samfelld og endilöng við okkar hæfi, eða höfum við ekki ráð með að gera eitthvað annað stund og stund? Svo Hvað má læra af auglýsinga- glápi krakkanna? Það er kunnara en frá þurfi að segja, að sjónvarpsauglýsingar eru yndi og eftirlæti fjölmargra barna, jafnvel frá lygilega ungum aldri. Það mætti sjálfsagt búa til mjög vinsæla barnatíma bara úr auglýs- ingunum og slá þannig tvær flugur í einu höggi. Ekki viljum við það nú, af því-að við trúum að önnur skemmtun geti verið börnunum hollari, fróðlegri og þroskavænlegri. Samt er íhugun- arvert hvað valdi áhuga ungra barna á auglýsingum, og hvort eitt- hvað megi af þeim læra um heppi- lega gerð barnaefnis. Það er sjálfsagt margt sem laðar börnin að auglýsingunum, en tvennt ætla ég að benda á sérstak- lega: Auglýsingatímarnir eru gerðir úr stuttum, sjálfstæðum einingum, svo að áhorfandinn þarf aldrei að halda þræði lengi í einu. í þar til gerðu barnaefni væru það auðvitað of þröngar skorður að háfa öll at- riði eins stutt og auglýsingarnar, en þó mætti færa sig í þá áttina, hafa sem mest af sem stystum atriðum. Einkum í því efni sem ætlað er yngstu börnunum, og þá ekki siður skemmtiefni sem þau nauðþekkja. Á fullorðinsaldri er það svo margt sem við nauðþekkjum, að við leit- um tilbreytingar í sínýju skemmti- efni, spennandi og óvæntu, en það er allt annað viðhorf; krakkarnir þurfa sína blöndu af dálitlu nýju og miklu gamalkunnu. Svoleiðis á líka barnaefnið að vera í útvarpi og sjónvarpi, a.m.k. það sem ætlað er yngstu börnum. Það á að vera glás af barnatímum. Svo á að búa til slatta af reglulega vönduðu barnaefni, gjarna í mjög stuttum einingum eftir því sem við verður komið. Og svo á að endur- taka það botnlaust og vitlaust. Endurtaka svo rosalega að full- orðnir hlustendur eða áhorfendur gengju af göflunum að fylgjast með barnatímunum. Barnatímarnir eru nefnilega ekki fyrir fullorðná og mega vera hundleiðinlegir fyrir fullorðna. Ég er ekki að meina svona endur- tekningar eins og við eigum að venj- ast, að það sé verið að lauma inn aftur tveggja, þriggja eða sex ára gömlum þáttum. Nei, endurtekn- ingar eins og í auglýsingunum. Búa er að koma nóg pláss, ný rás hjá út- varpinu og júlísjónvarp. Hvort sem er ekki til nógir peningar að fylla þessar viðbætur af almennilegu efni, svo að við færum bara eitt- hvað af fullorðinsefni yfir á nýju rásina og yfir í júlímánuð og fyllum skörðin með barnaefni. En kostar barnaefnið þá ekki líka peninga? Ekki nærri eins mikla ef það er endurtekið eins oft eins og börnunum hæfir. Hugsum okkur framhaldssögu handa litlum krökkum, lesna í útvarpið fimm mínútur á dag. í staðinn fyrir að lesa nýjar fimm mínútur á hverjum degi, þá endurtökum við fjórar þær síðastu og bætum svo við einni mín- útu fram yfir síðasta lestur. Sagan endist fimm sinnum lengur, er það ekki? Og ekki kostar hún fimmfalt þó eitthvað þurfi að borga fyrir endurtekninguna. Kannski er jafnvel borgað óþarf- lega mikið fyrir endurtekningarnar, og mætti lækka ef höfundar og flytjendur barnaefnis mættu eiga vísar mjög margar endurtekningar á efni sínu. Hvað sem því líður ætti stefnubreyting þessi að gera vinn- una að barnaefni talsvert arðvæn- legri en nú er, svo að framboð á efni ykist, og hægt yrði að láta höfunda og flytjendur nostra meira við það. Raunar þarf yfirleitt að leggja til- tölulega meiri vinnu í örstutt atriði eins og ég var að mæla með hér að ofan. Frá peningasjónarmiðinu er samt kjarni málsins sá, að miklar endurtekningar geta valdið stór- kostlegum sparnaði í dagskrárgerð. Þennan sparnað eigum við að nota á þrennan hátt: Fjölga barnatímun- um heil ósköp. Nostra meira við gerð barnaefnisins. Og bæta með endurtekningargreiðslum kjör þeirra sem efnið vinna, svo að velja megi úr fólki til slíkra starfa og gera til þess hinar ströngustu kröfur. Sparnaðurinn er ekki gerður á kostnað hinna ungu horfenda og heyrenda, því að endurtekningarn- ar eru einmitt við þeirra hæfi, og þau fá þar á ofan vandaðra efni og lengri dagskrártíma. Allir græða!

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.