Helgarpósturinn - 08.09.1983, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 08.09.1983, Blaðsíða 7
„Verð fyrir áhrifum af vel sagðri ■■ c c sogu — segir Stefanía Þorgrímsdóttir, sem sendir frá sér fyrstu skáld- sögu sína í haust „Þetta er fjölskyldubaktería. Ég hef skrifað lengi fyrir sjálfa mig og það endaði með þessu.“ „Þetta" er skáldsaga, reyndar fyrsta skáldsaga höfundarins, sem heitir Stefanía Þorgrímsdóttir og býr norður í Mývatnssveit, dóttir Jakobínu Sigurðardóttur rithöf- undar. FRIÐARHÁTÍÐ í REYKTAVÍK: Bók Stefaníu gerist að mestu leyti í sveit. Þar segir frá ungri stúlku, Önnu, og ungum pilti, Helga. Þau alast upp í sömu sveit, giftast ung, flytja til Reykjavíkur um tíma á meðan þau eru í námi, en flytja síð- an aftur í sveitina til að setjast þar að. „Sagan fjallar aðallega um þessi hjón og það fólk, sem kemur við þeirra sögu|‘ sagði Stefanía í sam- tali við Helgarpóstinn. En saga þessi hefur ekki enn hlotið endan- legt nafn. En heldur dóttir frægs rithöf- undar ekki að hún verði borin saman við móður sína? „Jú. Ætli ég hefði ekki verið búin að gefa út fyrr ef svo hefði ekki ver- iðþ sagði Stefanía, en bætti svo við: „En við erunt ekkert líkar" Hún neitar því þó ekki að hafa orðið fyrir áhrifum af Jakobínu. „Hljóta ekki allir að vera undir áhrifum frá nánasta umhverfi sínu? En ég er ekki undir meiri áhrifum frá henni en öðrum höfundum. Ef maður les mikið, hlýtur maður að verða fyrir áhrifum af velsagðri sögu!‘ — Ertu með aðra sögu í smíð- um? „Ætli ég verði ekki að svara því játandi. Ég er með ýmislegt í tak- inu“ Meira vildi hún ekki segja að sinni. „Viö krefjumst framtíðar“ Neyðarkall frá norðurslóðum: Stuðmenn vantar gögn Egill Ólafsson: Poppsagan jafn merkileg og hver önnur saga. Rauð jól, hvít jól, Brandajól. Ekkert af þessu skiptir máli á með- an það eru Stuðmannajól. í fyrra var það kvikmynd, nú er það bók., „Við ætlum að gera poppsögunni skil og hún er jafn merkileg og hver önnur. Það er mikið þarfaþing að koma þessari bók út“, sagði Egill Ólafsson þegar hann var spurður hvers vegna þeir stæðu í þessari bókarútgáfu. Til þess að bókin geti orðið jafn bitastæð og efni standa til, senda Stuðmenn nú út neyðarkall til allra landsmanna. Jú, ævi og ástir ein- stakra hljómsveitarmanna er svo yfirgripsmikið efni, að enginn einn maður hefur allar heimildir þar að Iútandi í handraðanum. „Þess vegna heita Stuðmenn á alla þá sem kunna að eiga í kistum og handröðum ljósmyndir, högg- myndir, dagbókaslitur eða hvað- eina, ekki bara um Stuðmenn held- ur um allar þær hljómsveitir sem völlur að íslenska poppmynjasafn- inu, sem verður skýrt nánar frá síð- ar. „Sem sagt allt, við endurtökum ALLT, ALLES, EVERYTHING, sem tengja má poppgeiranum síð- ustu áratugi; myndir, hluti af ýmsu tagi (t.d. dýragrímurnar sem sumir stálu árið 1975 og hafa ekki sést síð- an)“, segir að lokum í neyðarkall- inu. Þeir sem vilja liðsinna Stuð- mönnum eru beðnir að koma mun- um sínum til Svipmynda að Hverf- isgötu 18 í Reykjavík. Og hafið nú hraðann á. Bókin verður að koma út fyrir jól. Annars verða engin jól. Stefanía Þorgrímsdóttir er með rit- höfundabakteríuna. Hún gefur út sína fyrstu skáldsögu í haust. Er nokkur framtíð í framtíð- inni? Því verður hver og einn að svara fyrir sig, en þeir sem standa að tónleikunum í Laugardalshöllinni á laugardag eru svo sannarlega á þeirri skoðun. „Við krefjumst framtíðar", segja þeir og nota það sem yfirskrift á uppákomuna. Tónleikarnir verða hápunktur friðarhreyfingar sem hófst í Reykjavík á þriðjudag og lýkur á sunnudag. Meðal gesta á tónleik- um þessum verður breska hljóm- sveitin Crass, auk nokkurra íslenskra banda, eins og Egó, Ikarusar, Vonbrigða og Kukls. Að ógleymdum Megasi. Önnur merk skemmtun verður haldin í Þjóðleikhúsinu á sunnu- dag. Þar er það hópur listamanna sem segir: „Lífið er þess virði“ Þar koma fram bæði leikarar, tónlistarmenn og dansarar, og jafnframt Halldór Laxness rit- höfundur. Tveir erlendir gestir munu flytja ávarp á skemmtun- inni, þau Dan Smith, formaður evrópsku friðarhreyfingarinnar, og Christine Cassel, stjórnarmað- ur í samtökum bandarískra lækna, sem berjast gegn kjarn- orkuvígbúnaði. Margt fleira verður boðið uppá á friðarhátíðinni. Götuleikhúsið Svart og sykurlaust mun láta að sér kveða á götum Reykjavíkur, kjarnorkusprengjunnar á Hiro- shirna verður minnst í Hallgríms- kirkju í kvöld, fimmtudag, með kvikmyndasýningu, tónlist, ljóðalestri og fleiru. Þá verður bókakynning í bókabúð Máls og menningar á föstudag og einnig verða flutt erindi. „Útrýmum kjarnorkuvopnum á láði og legi!‘ Tökum hressilega undir þessi kjörorð hátíðarinnar. Leikhópurinn Svart og sykurlaust mun hressa upp á bæjarlífið á meðan friðarhátíðin stendur yfir. hugsanlega geta með einhverju móti tengst Stuðmanna-sveitinni“, eins og segir í ákalli félaganna. Og þær eru ekki svo fáar hljóm- sveitirnar, sem þessir sveinar hafa lagt lag sitt við. Þar má nefna Litla matjurtagarðinn, Trix, Glauma og Laulu, Pelikan, Rifsberja, Ríó, Hauka, Mods, Hljóma, Tóna, Ice- cross, Glampa og Komplex úr Rétt- arholtsskóla. Ef landsmenn taka vel við sér, er ætlunin að gripirnir verði grund-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.