Helgarpósturinn - 08.09.1983, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 08.09.1983, Blaðsíða 9
He/aai----v-1- Posturínn Fimmtudagur ®- september 1983 9 Astvinir sveifiuþjóðarinnar Það er hluti af djassgeggjun- inni að standa í flughöfninni í Keflavík klukkan sex að morgni og bíða eftir Hinum átta stóru,-fá að vita að flugvélinni hafi seinkað um fimm tíma, æða útá flugvöll aftur klukkan ellefu og keyra Hina átta stóru í bæinn. En hverjir eru Hinir átta stóru? Draumar tveggja kynslóða djass- geggjara rætast í þeim! Hinir eldri muna Teddy Wilson, Red Norwo, Billy Butterfield og Johnny Mince og hinir yngri (þó engin unglömb séu) Buddy Tale, Alwell Shaw, Sam Woodyard og Tal Farlow. Þeir sem fylgjast eitthvað með muna þá alla. Það var mikil upplifun að sitja í Gamla Bíói troðfullu og hlusta á meistarana, og það kom fljótt uppí hugann hvernig eetti að leysa vandann: átta stórstjörnur í einni hljómsveit. Rósettan hans Earl heitins Hines var fyrst á dagskrá: upphitun fyrir bandið, en síðar fékk hver og einn þetta tvo, þrjá einni stærstu hótelkeðju Banda- ríkjanna fyrir að leika of hot: þar hljóta gestir að vera úrkynjaðir upptil hópa. Billy Butterfield var sjálfum sér líkur, Weep For Me var vel blásið en það þarf dirfsku til að blása Dear Old Southland eins og hann gerði. Þetta er eitt af helstu Snilldarverkum Louis Armstrong: hljóðritað upphaf- lega 1930 og byggt að hluta á sálminum fræga: What Do I Feel as A Motherlike Child. Billy blés þannig að hörðustu Louis aðdáendur táruðust. Red gamli Norvo er 75 ára gamall og velkominn í 83 væbsafn Jazzvakningar, þar sem fyrir eru Lionel Hampton og Garry Burton. Þrátt fyrir að heyrnin sé skert hjá meistaranum er ekkert að tónhugsuninni og vænt þótti okkur um kliðmjúka víbrafón- sólóana. Teddy Wilson er Teddy Wilson og einn af helstu snillingum djasspíanós fjórða áratgsins. opusa til að sýna ágæti sitt. Þar var margt fallega gert og oft snilldarlega og er ekki um það að villast að Hinir átta stóru eiga ýmislegt ósagt áður en þeim gefst foldar friður. Fyrstur á vettvang var kallaður klarinettuleikarinn Jolinny Mince. Johnny býr nú í Florída og var loðfóðraður þegar hann lenti í Keflavík. Dóttir hans hafði eitt- hvað frétt af sumrinu íslenska. Það er gaman að heyra fyrsta flokks svíngklarinettuleikara blása! Of oft höfum við heyrt skuggamynd Benny Goodmans í fjölmiðlum. Johnny Mince var enginn skuggamynd af sjálfum sér; í það minnsta fannst mér hann blása betur í Gamla bíói en hann gerði í Tommy Dorsey band- inu þegar Frank Sinatra söng. Þegar hann tryllti í The Man I Love undraðist maður fréttirnar að hann hefði verið rekinn úr hljómsveitarstjóradjobbi hjá Það var ljúft að heyra hann túlka Sophisticated Lady og Tea For Two — þar var hin eilífi Wilson- glans í hlaupum og trilIum.Verra var þegar farið var í St. Louis BIues,þar ræður búgginn ríkjum og Arwell Shaw tók völdin — þessi hraustlegi útblásni fýsibelg- ur! Hann var þarna kominn í stað Slam Stewart, sem nú liggur banaleguna. Kannski voru það forlögin sem ákváðu þetta: þegar Louis Armstrong kom hér 1965 átti Arwell Shaw að leika í band- inu en Arwell fékk slæma flensu svo Jack Lesberg mætti fyrir hönd Chicago skólans. En við sem söknum þó Slams og vonum og biðjum að hann nái sér enn einu sinni og komi til Reykjavíkur og Ieiki á bassann vorum ekkert óhress með Arwell. Djöfull var það óvænt geggjun að heyra hann blása bassann. Hann strauk Yesterdays, eins og sá sem valdið hafði og söng Summertime svo públikumið lyftist í sætunum. Það var eins og á Goodman tónleikunum ’76. Buddy Tate leit ekki út fyrir að vera nema rétt um fimmtugt og þegar hann blés East of the sun í þessum gullhamraða Websterstíl táruðust fleiri en ég. Oh boy! þessi maður er djass- tenorinn samankýldur! Tal Farlow var sá þeirra félaga sem kannski átti mest erindi við okkur öll. Gamla hljómatröllið hafði engu gleymt og stíll hans var enn svo ferskur að undrun sætti. Jón Páll var í salnum, en sá ágæti kappi er á leið til LA í gítarnám ( svo lengi lærir sem lifir), Hann hefur s.l. áratug reynt að ná Farlow „Iæf“. Það tókst loksins í Reykjavík (aukanafla alheims- ins!) Ég fullyrði að sólóar Farlows voru ekki aðeins mér heldur öll- um til unaðar! Þegar sjömenningarnir voru komnir frá N.Y. á Hótel Loftleiðir greip um sig dálítill órói. Hvar er Sam Woodyard? Gertt Mayer umbi sveitarinnar stikaði um gólf og hringdi heimshorna á milli. En óttinn var ástæðulaus. Sam Woodyard, Ellingtontrommarinn mikli, hafðu komið til landsins með sömu seinkunarvélinni og þeir félagar höfðu mátt þola að fljúga með. Hann hafði tekið hana frá Lúxemburg. Þeir frá New York. Og satt aðsegja var Woodyard í rosastuði. Hann var búinn að hvílast í Reykjavik í sólarhring, hafði ekki eins og Teddy þurft að fljúga frá Colorado, hírast í fimm tíma á Kennedyflugvelli í New York vegna seinkunar og koma til Reykjavíkur um hádegi konsert- dagsins nær dauða en lífi. Sam sá um allt, rýþminn eins og hver vildi og sólóarnir leiftrandi af músíkaliteti.Það var eðlilegt að Ellington heitinn réði auka- trommara til að þurfa ekki að segja Sam upp þegar hann týnd- ist: tók vitlausa lest, flugvél eða skip! það er aðeins einn Sam Woodyard og hann lamdi allt í klessu I Óperunni eins og stór- trommara sæmir. Þetta var sveiflukvöld sem sagði sex! Drengirnir léku lög sem allir kunnu en betur en aðrir kunna. ur Sæmundsson segir frá fjallaferð endur fyrir löngu. 14.40 Á frívaktlnni. Margrét Guömunds- dóttir kynnir Gylfa Ægisson og vini hans, hásetana slöppu, sem ekkert fiska. Bara dorma á Dormbanka. 19.50 Viö stokkinn. Ólafur Haukur segir skemmtilega frá ævintýrum sinum. Hann hefur sko hugmyndaflugiö í lagi sá maöur. Börnin kunna aö meta þaö. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg. 23.00 Náttfari. Gestur E., Jónsson frá Akureyri talar unglingana i svefn. 01.10 Á næturvaktinni.ÁsgeirTómasson sór um fulloröna fólkið. 03.00 Dagskrárlok. Er nokkur eftir? Laugardagur 10. september. 8.20 Morguntónleikar. Merkileg blanda af andlegri tónlist. 10.25 Óskalög sjúklinga. Lóa Guöjóns- dóttir er ekki orðin þreytt. Ég finn þaö á mér. Ég er aftur á móti þreytt- ur mjög. 11.20 Sumarsnældan. Sigríður Eyþórs- dóttir meö synina tvo annast um- sjónarþátt fyrir yngstu þörnin. 13.35 Á ferð og flugi. Um málefni liöandi stundar. Um veröbólguna? Um kjaraskeröinguna? Um vanda hús- byggjenda? 14.35 Um nónbil í garðlnum. Hafsteinn á hrós skiliö fyrir rósirnar sem hann gaf okkur um daginn. Góöur þáttur. 16.20 Að elska og umbreyta. Danskur prestur og lýöháskólafrömuöur er tvö hundruö ára um þessar mundir Hér er fjallaö um hann. 19.35 Óskastund. Hér er þaö svo Þing- vallapresturinn sem segir okkur frá draumum sinum. 20.30 Sumarvaka. Tveir menn. 24.00 Listapopp. Gunnar Salvarsson fer með okkur I tónlistarferö um helstu höfuöborgirnar. Sunnudagur 11. september 9.05 Morguntónleikar. Vaffalaus and- leg tónlist eftir meistara meistar- anna. 10.25 Út og suður. Guömundur Arn- laugsson segir okkur frá ferö skák- manna til Argentinu 1939. Siðari umferö. Sú fyrri var bráðskemmti- leg. 11.00 Messa. Guö er nú i Grenivík, gettu hvaö hann heitir... (Bjart er yfir Betlehem) 13.30 Sporbrautin. Ólafur Torfason og Örn Yngi finkemba Norðurlandið. Merkilegt hvað þeim tekst aö grafa upp af skemmtilegu fólki. 15.15 André Heller. Bokkinn sá er aust- urriskur og syngur Ijóöin sin. Guöni Bragason og Hilmar Oddsson segja frá. 16.30 Rós til Emilíu. Smásaga eftir% Faulkner. 17.00 Síðdegistónleikar. 18.00 Þaö var og. Þráinn Bertelsson út um hvippinn og hvappinn. Hefur þessi maöur ekkert annaö að gera? 19.35 Samtal á sunnudegi. Fólk frá óvenjulegum sjónarhornum. 19.50 Hrafninn. Þorsteinn frá Hamri ætl- ar aö krunka fyrir Edgar Allan Poe. 23.00 Djass. Jón Múli er ekki enn búinn aö ná sér eftir áttmenningana. llíOIII .['★★★★ framúrskarandi ★ ★ ★ ág»t ★ ★ góð ★ þolanleg O léleg Bíóhöllin: Get Crazy. Bandarisk kvikmynd, ár- gerð 1983. Leikendur: Anna Björns, Malcolm McDowell, Allen Gorwitz, Daniel Stern. Leikstjóri: Allan Arkush. Gamlárskvöld 1983-4. Fjölmargir skemmtikraftar koma fram á diskótek- inu Saturn. Heilmikiö grin og glens og tónlist. Áramótafagnaöur i sérflokki meö okkar einu og sönnu Önnu Björns. Snákurinn (Venom). Bresk kvik- mýnd, árgerð 1981. Leikendur: Oli- ver Reed, Klaus Kinski, Susan George. Ágæt spennumynd um eitraða snáka og saklaust fólk. Tekst þeim að kála ófögnuöinum? Utangarðsdrengir. (The Outsiders). Bandarísk. Árgerð 1983. Handrit: Kathleen Knutsen Roweil eftir bók S.E. Hinton. Kvikmyndataka: Stephen H. Burum. Tónlist: Carm- en Coppola (faöir leikstjórans). Leikendur: C. Thomas Howell, Ralph Macchío, Matt Dillon o.fl. Leikstjórl: Francis Ford Coppola. Þetta er spennandi strákasaga með slagsmálum, sorg, hetjudáðum og dauöa. Og svo auövitaö stelpum. þeim miklu örlagavöldum. *** - LÝÓ. Allt á floti. (Take this Job and Shove it). Bandarísk kvikmynd. Árgerð 1982. Aðalhlutverk: Robert Heys, Barbara Hershey, David Keith, Art Carney, Eddie Albert. Leikstjóri: Gus Trikonis. Þessi grínmynd fjallar um bjórbrugg- araog lögmál frjálsrarsamkeppni hiö vestra. Sú göldrótta. (Bedknotes and Broomsticks) Walt Dlsney mynd. Aðalhlutverk: Angela Lansbury og Roddy McDowell. Leikstjóri: Robert Stevenson. í þessari er einn sá mesti kappleikur sem sést hefur lengi. Myndin er bæöi leikin og teiknuö. Bekkjarklikan. (National Lampoons Class Reunlon). Bandarfsk, árgerð 1983. Lelkendur: Gerrit Graham, Stephen Furst, Fred McCarren. Leikstjóri: Michael Miller. Þessi mynd er framhald Delta klik- unnar sem sýnd var hérfyrir nokkrum árum. Nú á klíkan 10 ára afmæli og taka þá hinir fyndnustu hlutir að ger- ast. Regnboginn: Eyðum saman nóttlnni (Let’s spend the Night together). Bandarísk kvikmynd, árgerð 1982. Leikstjóri: Hal Ashby. Rollingarnir á þeytingi um þver og endilöng Bandarikin. Nokkrir tugir uppáhaldslaganna okkar allra. Truck Turner- (Trukkasnerill). Bandarísk kvikmynd. Leikendur: Isaac Hayes, Yaphet Kotto. Svört sakamálamynd, eins og gengur og gerist. Vinsæl poppstjarna og frá- bær leikari. Gæti veriö þokkon. Annar dans (Andra dansen). Sænsk kvikmynd, árgerð 1982. Handrit: Lars Lundholm. Leikend- ur: Kim Anderzon, Lisa Hugoson, Sigurður Sigurjónsson, Tommy Johnson. Leikstjóri: Lárus Ýmir Óskarsson. * * * í myndinni ríkir sterk Ijóöræn skynjun og umfram allt er hún uppfull af skemmtilegheitum. Lárus Ýmir sýnir umtalsverðan listrænan þroska, fyrir utan tæknilegt vald á miölimum. — ÁÞ Leitin að dvergunum. Bandarísk kvikmynd. Leikendur: Deborah Reffin, Peter Fonda. Ungt fólk i frumskógum Filippseyja. Hvar eru dvergarnir? Spenna og glæpamenn á hverju strái. Rauðliðar (Reds) Bandarisk, árgerð 1981. Handrit: Trevor Griffith, Wárr- en Beatty. Aðalhlutverk: Warren Beatty, Diane Keaton, Jack Nichol- son, Maureen Stapleton. „...Beatty hefur óneitanlega unnið verulegt leikstjórnarafrek með vold- ugum sviösetningum á viðamikilli .sögu. Eftirminnilegastur er þó leikur Jack Nicholsons i hlutverki leikrita- skáldsins Eugene O’Neill sem verður vinur Reeds og elskhugi Bryants og ekki síst stórbrotin myndataka Vittorio Storaro." — ÁÞ. Háskóiabíó: Ráðgátan (Enigma). Bandarisk, ár- gerð 1982. Handrit: John Briley. Leikendur: Martin Sheen, Sam Neill, Brigitte Fossey, Michel Lons- dale, Derek Jacobi. Leikstjóri: Jeannot Schwarc. Sovéska leyniþjónustan KGB ætlar aö ráöa af dögum fimm fyrrum Sovét- borgara sem búa erlendis. Vestrænir leyniþjónustumenn ætla að reyna aö koma i veg fyrir þaö. Og þeim tekst það. Toppleikarar i hverju rúmi. Bíóbær: Einvigið (Harry’s War). Bandarisk kvikmynd. Leikendur: Edward Her- man, Geraldine Page. Endursýnd gamanmynd um óvenju- legan mann sem segir yfirvöldum stríö á hendur. Ljúfar sæluminningar. The hottest film in town. Fer úr landi um helgina. Frumsýning á sunnudag: Polyester. Bandarisk gamanmynd um hjónabandsvandamál og sam- búðarerfiðleika. MYND MEÐ ILM- TÆKNI. Komið i bió og finnið góöa lykt. Eina myndin sinnar tegundar i heiminum. Austurbæjarbíó: Firefox (Eldrebbi). Bandarfsk kvik- mynd, árgerð 1982. Leikendur: Clint Eastwood, Freddie Jones. Leikstjóri: Clint Eastwood. Clint gamli leikur ofurhuga amerísk- an, sem fær það verkefni að fara til Moskvu og stela þar nýjustu orrustu- flugvél Rússa. Upphefst nú mikill og spennandi eltingaleikur yfir þvera Evrópu. Aö sjálfsögðu tekst mannin- um þaö, enda sinn eigin leikstjóri. Laugarásbíó: Ghost Story (Reimleikar). Banda- rísk, árgerð 1982. Handrit: Lawr- ence D. Cohen. Leikendur: Fred Astaire, Melvyn Douglas, Douglas Fairbanks jr., John Houseman. Leikstjóri: John Irvin. Nokkrir gamlingjar hafa það fyrir sið aö hittast og segja draugasögur. Eitt kvöldiö ber svo viö að ung stúlka sem þeir drápu hér á árum áöur, fer aö ganga aftur og gera þeim lifiö leitt. Bæjarbíó: Þjófur á lausu. Richard Pryor leikur skilorösþjóf, sem ferðast með skólabörn yfir Usa. Stjörnubíó: *** Gandhi. Bresk-indversk kvikmynd. Árgerð 1983. Handrit: John Briley. Leikendur: Ben Kingsley, Candice Bergen, Edward Fox, John Gielgud, Trevor Howard, John Mills, Martin Sheen. Leikstjóri: Richard Atten- borough. „Prýðiskvikmynd sem er löng, en ekki leiöinleg. Merkilegur hluti sam- timasögunnar, sem er fegrun, ekki lygi. Óvægin sjálfsgagnrýni Breta, sem gerir þeim mögulegt aö liða bet- ur á eftir, eins og katólikka, sem er ný- búinn aö skrifta." — LÝÓ. Tootsle. Bandarfsk kvikmynd, ár- gerð 1983. Lelkendur: Dustin Hoff- man, Jessica Lange, Terry Garr, Charles Durning. Leikstjórl: Sidney Pollack. Dustin Hoffman fer á kostum i aöalhlutverkinu og sýnir afburöa- takta sem gamanleikari. Tootsie er ó- svikin skemmtimynd. Maöur hlær oft og hefur litiö gleöitár i auga þegar upp er staðiö. * * * — LÝÓ Tónabíó: The Loop Hole (Glufan). Bresk kvik- mynd, árgerð 1981. Leíkendur: Al- bert Finney, Martin Sheen. Leik- stjóri: John Quested. Einn náungi er blankur og annar fær hann meö sér niður i siki Lundúna, en þaðan ætla þeir aö komast innum glufu i banka og ræna peningum. Sakamálamynd af betra taginu frá Tjallanum. Nýja bíó: *** Poltergeist. Bandarisk, árgerö 1982. Handrit Steven Spielberg, Mlchael Grais, Mark Victor. Leik- stjórl: Tobe Hooper. Aðalhlutverk: Jobeth Wllllams, Cralg T. Nelson, Beatrice Straight. ...þeir keyra hryllinginn áfram meö sívaxandi þunga og yfirburða tækni, sem lauslega dregnar persónur og nokkurvæmni náekkiaðeyöileggja.'' — AÞ. foillisl Menningarmiöstööin Gerðuberg: Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanó- 'leikari heldur tónleika í kvöid, fimmtu- dag kl. 20.30. Þorsteinn Gauti leikur tónlist eftir 17. og 20. aldar tónskáld. Stúdentakjallarinn: Hrægammarnir hremma þig í viöjur djasssveiflunnar á sunnudag kl. 21 og fram eftir kvöldi. Mjaömahnykkur- inn er. góöur. viftlMinYir Kjarvalsstaöir: Videólist á myndböndum alla helgina á samsýningu Hagsmunafélags myndlistarmanna. Á laugardag kl. 15 verður svokölluð videoinstallasjón eftir Ástu Ólatsdóttur og kl. 16 eftir Guðrúnu Hrönn Ragnarsdóttur. Á sunnudag kl. 16 verður svo videoin- stallasjón eftir Þór Elis Pálsson.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.