Helgarpósturinn - 08.09.1983, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 08.09.1983, Blaðsíða 20
20 Fimmtudagur 8. september 1983 J^pBsturinn Börn þekktra foreldra io3* að vera Börn frægra foreldra. Einhvern veginn er hálfgerður Hollywood- stíll yfir slíkum vangaveltum. Maður sér fyrir sér glampandi myndavélar, silkikjóla, skinn og smókinga, frægt fólk sem ryðst gegnum mannþröng í áttina að bíóhöll eða samkvæmisstað, blaða- menn í hrönnum sem elta fólk á röndum. Líklega kannast börn þekktra Islendinga ekki við þennan veruleika en skyldu þau ekki hafa upplifað eitt og annað sem fylgir átökum stjórnmála, athygl- inni sem beinist að listamönnum og embættismönnum sem kalla að sér annríki og umstang. íslendingar hafa löngum verið spenntir fyrir ættfræði og þvi er varla til sá maður sem ekki hefur fengið þessa spurningu: hverra manna ert þú? Þeir sem eiga fræga foreldra þekkja þau áhrif sem þekkt nafn, ættarnafn, starf eða framlag foreldra, jafnvel afa og ömmu geta haft, bæði til góðs og ilis. Helgarpósturinn leitaði til nokkurra karla og kvenna með þá spurningu hvaða áhrif það hefði haft á líf þeirra að eiga frægan föður eða móður. Sigríður Halldórsdóttir sem er lesendum Helgarpóstsins að góðu kunn sem einn af riddurum hring- borðsins, er dóttir Halldórs Laxness og Auðar Sveinsdóttur. Hún fæst lítillega við að skrifa, fyr- ir utan hringborðið hefur hún tekið viðtöl fyrir HP, en hennar aðalstarf er að annast börn og bú í Mosfells- sveitinni, í túninu heima hjá pabba og mömmu. Sigríður: Það hafði töluverð áhrif á mig sem krakka að vera dóttir Halldórs Laxness, en það hefur það ekki lengur. Það gat verið erfitt að vera Kiljansdóttir. Ég brást þannig við sem unglingur að ég bjó mér til töff ímynd sem var kannski allt öðru vísi en ég var í raun og veru. Ég vildi alls ekki vera þessi góða, vel uppalda dóttir hans Halldórs Laxness. Á tímabili geng- umst við systurnar upp í því að prótestera, vorum bæði drullugar og druslulegar. Óneitanlega kom frægðin niður á heimilislífinu. Það var mikill gestagangur, við þurftum að læðast um, og eitt það versta sem fyrir kom var þegar við vorum kallaðar niður til að heilsa fólki. Seinna fórum við að hjálpa til, og fórum að líta öðrum augum á þetta samkvæmislíf sem fylgdi frægð- inni. En auðvitað hafði frægðin sínar góðu hliðar. Við kynntumst fullt af fólki, bæði útlendingum og íslendingum, en ég fór líka fljótlega að aðgreina frægðina og heimilis- lífið. Fyrir mér vorúþau pabbi og mamma, sem voru oft i burtu en líka oft heima. Við liðum aldrei neitt fyrir þetta. Ég var oft mjög stolt af pabba og auðvitað lærði ég margt af honum. Mér er það minnisstætt hvernig ég skynjaði frægð hans í fyrsta sinn. Þá var ég pínulítil, það hefur annað hvort verið þegar hann fékk Nóbelsverð- launin eða þá að þau voru að koma að utan. Það var mikið húllumhæ á bryggjunni og mér fannst það furðulegt og fór öll hjá mér. Stundum spurði fólk, hvernig það væri með hann pabba minn hvort hann ynni aldrei neitt. Ég var viðkvæm fyrir því og hugsaði að fyrst við ættum heima í sveit gætum við þó haft beljur, i það minnsta hænsni. Það liti betur út. Ég naut góðs af frægðinni t.d. þegar ég flaug inn í Kvennaskólann á nafninu. Það hlýtur að hafa verið áfall fyrir kennarana hvað ég var treg til náms. Það var og er kannski enn ætlast til þess að þetta afkvæmi skáldsins búi yfir duldum neista, en það hvarflaði aldrei að mér að fara að skrifa fyrr en eftir að ég var orð- in fullorðin. Þegar á heildina er litið held ég að við systurnar búum vel að því uppeldi og andrúmslofti sem við ólumst upp í, við lærðum snemma að standa á eigin fótum, við stóðum saman og gerum enn. Ásgeir Thoroddsen er lögfræð- ingur. Frá blautu barnsbeini hefur hann alist upp við stjórnmál og athygli sem beindist að foreldrum hans og ekki bara þeim heldur líka afa og ömmu. Ásgeir er sonur Gunnars Thoroddsen fyrrv. for- sætisráðherra og Völu Ásgeirsdótt- ur (Ásgeirssonar fyrrv. forseta íslands). Hvaða áhrif hefur frægð- in haft á hann? Ásgeir: Ég held að uppruni minn hafi haft góð og hvetjandi áhrif á mig. Ég vandist því frá byrjun að faðir minn var í pólitíkinni og við fylgdumst alltaf vel með því sem hann var að gera. Heima var slegist um blöðin á hverjum morgni. Auðvitað varð ég fyrir skítkasti en maður fékk á sig skel. Við vorum ekkert að flagga því hvað pabbi gerði. Þegar hann var borgarstjóri sögðum við að hann ynni hjá bæn- um, ef við vorum spurð. Fólk spurði alltaf hvaða Thoroddsen þegar það heyrði nafnið því ættin er stór. Ég hef alltaf verið hreykinn af nafninu og það hefur aldrei hvarflað að mér að kalla mig Gunnarsson. Ég var stoltur af foreldrum mínum og^það hafði þau áhrif að ég vildi reyna að standa mig. Það er misjafnt hvernig menn bera vinnu sína með sér heim. Við vöndumst því að pabbi fór að heim- an snemma á morgnana og kom heim um kvöldmatarleytið, en hann dembdi aldrei vandamálum sínum yfir fjölskylduna. Hann kom inn með bros á vör og það var talað í léttum tón um pólitík. Við fundum ekki fyrir því þótt mikið gengi á. Hann vann mikið og iðulega beið hans einhver ræðan sem þurfti að semja á kvöldin. Hvað varðar afa og ömmu hafði staða þeirra líka jákvæð áhrif á okkur. Fyrir okkur systkinin voru þau fyrst og fremst afi og amma. Við heimsóttum þau oft um helgar, vorum hjá þeim á vorin áður en við fórum í sveitina og þegar við kom- um á haustin. Þá var rekið bú að Bessastöðum með skepnum og fyrir okkur var þar ævintýraheimur. Við minnumst þess tíma með ánægju. Það hefur aldrei hvarflað að mér að fara út í stjórnmál þótt faðir minn hafi helgað sig stjórnmálum, það hefur heldur aldrei hvarflað að mér að samband væri milli þess að hann var lögfræðingur að mennt og ég líka. Fyrir mér er hann stjórn- málamaður. Þegar á allt er Iitið held ég að ég hafi notið góðs af fjölskyldu minni. Ég finn traust, kannski hafa ein- hverjar pólitískar væringar komið niður á mér, en það hefur hjálpað mér að hafa þann bakgrunn sem ég hef, að vera sá sem ég er. Kristín Ólafsdóttir er í þann mund að ljúka prófi sem bóka- safnsfræðingur frá Háskóla íslands. Hún er dóttir Sigríðar Hagalín leikkonu sem um áratuga- skeið hefur leikið á fjölunum í Iðnó og ólst upp hjá henni og stjúpföður sínum Guðmundi Pálssyni leikara. Kristín: Ég minnist þess ekki að hafa upplifað neitt sérstakt vegna þess að mamma mín var þekkt leik- kona. Ég skynjaði foreldra mína sem foreldra,ekki sem einhverjar LITMYNDIR SAMDÆGURS! Filman inn fyrir kl. 11 —Myndirnar tilbúnar kl. 17 Verzlið hjá fagmanninum LJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN S.F.J LAUGAVEGI 178 REYKJAVÍK SIMI85811

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.