Helgarpósturinn - 08.09.1983, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 08.09.1983, Blaðsíða 22
Fimmtudag T5f'3eptember 1983 ~^p^sturínn Það gætti nokkurrar furðu í málrómi Sigurðar Sigurðssonar, fyrrverandi íþróttafréttamanns, þegar hann bar saman stemmn- inguna á landsleikjum fyrri ára og það sem hann sá á vellinum þegar lands- lið okkar lék við Svía um daginn og tapaði stórt. Sig- urður hafði ekki komið á völlinn í þrettán ár og var að vonum hlessa, ekki að- merkingu en áður. Fyrir daga sjónvarpsins sáu venjulegir knatt- spyrnuáhugamenn ekki er- lenda leikmenn nema í landsleikjum, og „gesta- leikjum" sem voru miklu algengari þá en nú. Hinar erlendu stjörnur voru að- eins ljósmyndir í blöðun- um og stór lýsingarorð fréttamanna, og þegar von var á frægum knattspyrnu- séð hann í leik 10—20 sinn- um á hverjum vetri, á með- an við sjáum atvinnu- mennina okkar 2-3svar á ári í besta falli. Ásgeir Sig- urvinsson er ekki til sýnis fyrir íslenska áhorfendur nema svona að meðaltali einu sinni á ári. Venjulegur íslenskur knattspyrnuá- hugamaður þekkir betur leikstíl manna eins og Maradona, Rummenigge, Landsleikir ,,nú til dags‘ eins á getuleysi landsliðsins heldur ekki síður áhuga- leysi knattspyrnuáhuga- manna, því aðeins um 4 þúsund manns borguðu sig inn á völlinn. Þegar Sigurður var fastagestur á landsleikjum, fyrir 1970, var stemmning- in allt önnur, og áhorf- endafjöldinn fór sjaldan niður fyrir 10 þúsund. Ef leikið var við þekkt lið, eða erkióvinina Dani, nálgað- ist fjöldinn 15 þúsund, og leikinn við Benfica sáu lík- lega uppundir 20 þúsund. Þetta er liðin tíð. En þó breytingin sé að sönnu sárs- aukafull fyrir pyngju KSÍ er hún í raun ekki undar- leg. Þróunin hefur verið hæg og alveg í takt við tím- ann. íslendingar nú líta allt öðrum augum á landsleiki og sjálf orðin: Landslið og Landsleikur hafa allt aðra mönnum á Laugardalsvöll- inn (Og Melavöllinn áður) tók fólk við sér, en íslenska landsliðið í sjálfu sér dró ekki eins mikið að. Nú er þessu allt öðruvísi farið. Næsti landsleikur okkar hér heima er við íra, nú eftir miðjan september. Það er dæmi um þá miklu breytingu sem orðið hefur, að ef báðar þjóðir tefla fram sínum sterkustu lið- um, þá er Frank Stapleton, íri, líklega sá leikmaður sem flestir áhorfenda þekkja best til! Gera má ráð fyrir því að flestir þeirra sem leggja það á sig að fara á völlinn horfi á ensku knattspyrn- una að staðaldri, og þar hefur Stapleton verið reglulegur gestur i uppund- ir áratug, fyrst með Arsen- al og síðan með Man- chester United. Við höfum leikmanna. Enginn leik- mannanna í honum er sjálfsagðari i landsliðið en annar. Þannig er nú hægt að stilla upp a.m.k. þremur landsliðum, sem á papp- írnum eru álíka sterk. Úr þessum hópi: Markveröir: Þorsteinn Bjarnason Ögmundur Kristinsson Stefán Jóhannsson Bjarni Sigurösson Guömundur Baldursson Bakverðir: Ómar Rafnsson Kristján Jónsson Þorgrímur Þráinsson Hafþór Sveinjónsson Óskar Færseth Viðar Halldórsson Miðveröir: Siguröur Halldórsson Ólafur Björnsson Jón Gunnar Bergs Stefán Halldórsson Slguröur Lárusson Ásgeir Ellasson Höröur Hilmarsson Miöjumenn: Ragnar Margeirsson Árni Sveinsson Ómar Torfason Ómar Jóhannesson Gunnar Gíslason Sveinbjörn Hákonarson Hlynur Stefánsson Sigurður Jónsson Aöalsteinn Aöalsteinsson Sæbjörn Guömundsson Framherjar: Siguröur Grétarsson Páll Ólafsson Óli Þór Magnússon Ingi Björn Albertsson Heimir Karlsson Sigurlás Þorleifsson PálmiJónsson Jón Oddsson Helgi Bentsson Þetta er álitlegur hópur, og eflaust eiga ýmsir fleiri heima í honum. En svona mikið úrval jafn góðra knattspyrnumanna hefur ekki verið til hér á landi í aðra tíð. Samt kæmust ekki nema örfáir þeirra í okkar sterkasta landslið. Það lið er nánast eingöngu skipað atvinnumönnum, og ég er þess fullviss að þetta er langbesta landslið sem við höfum nokkurn tíma átt. Bjarni Sigurðsson Janus Guðlaugsson Sævar Jónsson Siguröur Lárusson _ Ómar Rafnsson Pétur Ormslev Ásgeir Sigurvinsson Arnór Guöjohnsen Pétur Pétursson Lárus Guömundsson Atli Eövaldsson Dalglish og Robson, svo nokkrar frægustu knatt- spyrnustjörnur heims séu nefndar, en okkar eigin landsliðskappa, sem við sjáum nánast aldrei í leik við þær aðstæður sem þeir eru vanir, og meðal jafn- ingja í Evrópu. Það er því enginn vafi á því að nú er það fyrst og fremst íslenska landsjiðið sem trekkir á völlinn. Ég er ekki í nokkrum vafa um að liðið sem ég stilli upp hér í lokin dregur 10—15 þús- und manns á völlinn ef veður er ekki þess verra, burtséð frá því hver mót- herjinn er. Þessi staða landsliðs- mála er auðvitað afleiðing þess að æ fleiri knatt- spyrnumenn okkar fara í atvinnumennsku strax á unga aldri. Önnur afleið- ing þeirrar þróunar er að hér heima verða þeir eftir sem ekki skara þeim mun meira frammúr, enda hefur fyrstu deildar keppnin undanfarin ár verið með fádæmum jöfn. í hverju liði eru tveir til þrír leik- menn sem standa feti fram- ar en félagarnir, og þessir leikmenn mynda 30 til 40 manna kjarna jafngóðra Heimur hinna blindu Ég eyði talsverðu fé í leigubíla. Það stafar af því, að mér bráðligg- ur á að komast á milli staða og ætla mér oft of skamman tíma til þeirra hluta. Þar sem ég er seinfær ekki vegna ellihrumleika, heldur af öðrum ástæðum, þá er mér tamt að grípa símann og hringja á bíl. Þetta gerðist m.a. s.l. mánudag kl. 17.16. Bílstjórinn var með útvarpið opið og ég þóttist þekkja þar rödd Garð- ars Baldvinssonar. Þar sem hann var að lesa söguna Land hinna blindu. Þetta minnti mig á, að fyrir svo sem tæpum tveimur áratugum las Gísli Alfreðsson leikari þessa sögu í útvarp. Nú hefur Garðar endurþýtt söguna, gerði það vel og las hana ágæt- lega. í sögunni kemur fram sá skemmtilegi eða óskemmtilegi og alls ekki óleiðinlegi misskilningur að blint fólk lifi í algjöru myrkri. Sumt blint fólk gerir það, ef sálar- tetrið er eitthvað veikt, annað ekki. Mér er sagt, að þetta sé ein- hvers konar tóm, sem eigi ekkert skylt við myrkur. Sumir reyna að líkja eftir blindunni með því að binda fyrir augu manna og einu sinni var tíðkaður svo kallaður Blindingsleikur, þar sem krakkar bundu fyrir augu félaga sinna og Iétu þá ganga um og rekast á. Mig rekur minni til þess, að ein leik- systir mín hafi handleggsbrotnað í einum slíkum leik. Svo að ég víki aftur að sögunni, þá á Garðar hrós skilið fyrir bæði þýðingu sína og flutning. Reyndar hefði mátt velja sögu þessari betri stað og stund í dagskránni, en það er mikið vandaverk. Ég hlustaði nokkuð á barna- efni útvarpsins vikuna 21. — 27. ágúst. Karl Ágúst Úlfsson var við stokkinn og sagði börnunum söguna um hljóðin. Ég stór- skemmti mér yfir henni. Sagan sagði frá því, hvernig hljóðin rugluðust, hundurinn mjálmaði, það heyrðist í dyrabjöllu, þegar gengið var upp stigann og svo framvegis. Þarna sýndi Karl, að hann hefur bæði kunnáttu og getu til þess að framreiða barna- efni á einfaldan og skemmtilegan hátt með því að nota viðeigandi hljóð. Þessi saga hans Karls ætti að vera kennsla í því, hvernig má framreiða efni handa börnum, en í slíkt efni verður að eyða miklu meiri tíma, fé og fyrirhöfn en nú er gert. Reyndar þyrfti að gera enn meiri kröfur til gerðar dagskrár- efnis fyrir börn en fullorðna. Framsetningin skiptir þar mun meira máli og þýðingarmikið er, að einfaldleikinn njóti sín. Svo heyrði ég sumarsnældu Sólveigar Halldórsdóttur, laugar- daginn 27. ágúst. Það var ágætur þáttur, fjallaði m.a. um Reykja- víkurvikuna. Reyndar finnst mér fremur ósmekklegt að nota þátt- arlag, sem er sungið og í rauninni er það alls ekki viðeigandi. Sóí- veig á nú ósköp létt með að breyta því. Þegar maður er lítill og óreynd- ur, þá ætlar maður sér að uppfylla marga óskadrauma. Eitt af því, sem marga langar til er að verða skáld. Sumir verða það, aðrir reyna og verða það , en svo eru þeir hinir, sem geta engan veginn orðið það. Ríkisútvarpið hefur á dagskránni þátt fyrir börn, sem heitir Ungir pennar. Þar gefst börnum kostur á að senda inn skrifað efni og stjórnendurnir ræða síðan við þau. Þetta eru oft stórskemmtilegir þættir og hefur þeim Dómhildi og Hildi tekist nokkuð vel upp. Þó var ég miög óánægður með síðasta þátt Hildar, þegar hún ásamt tveimur börnum flutti leikritið Brunann eftir unga þingeyska stúlku. Þar hefði þurft að leggja miklu meiri vinnu í það að þjálfa krakkana upp í að flytja þetta sæmilega og eins hefði Hild- ur átt að fá einhvern annan en sjálfa sig til þess að leika hlutverk þess fullorðna. Þetta er ef til vill vitlaust hjá mér að halda þessu fram, líklega hafa krakkarnir haft gaman af þessu og þá er tilgang- inum náð, en mér finnst þetta nú samt. Ef rétt væri á málum haldið, þá myndi vandað barnaefni auka til muna hlustun barna og ungl- inga á útvarp. Sérstök ástæða þykir mér að minnast á þátt Helga Más Barða- sonar frá Akureyri. Þar er að mínu mati einhver sá allra besti útvarpsmaður, sem komið hefur fram á þessum síðustu og verstu tímum. Hann hefur einkar gott lag á að fá ungt fólk til samstarfs við sig og hann sjálfur hefur góða útvarpsrödd, hann talar til unga fólksins, en les ekki einhvern þurran teksta. Hið sama má segja um Guðrúnu Birgisdóttur og Eðvarð Ingólfsson, en honum hættir stundum til að vera dulítið tilgerðarlegur. G.H.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.