Helgarpósturinn - 08.09.1983, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 08.09.1983, Blaðsíða 2
Fimmtudagur 8. september 1983 /p'ésturinn Skólar og stéttarfélög Endurmenntun fyr- ir háskólamenn Ert þú að leita að hillum í stofuna. barnaherbergið, geymsluna, lagerinn eða verslunina? Þetta er lausnin. FURUHILLUR Þjóðfélagið breytist hratt og hvers kyns nýjungar rigna yfir okk- ur á öllum sviðum. Atvinnulíf og skólar hafa brugðist við með ýms- um hætti og nú undanfarin ár er orðið algengt að efna til námskeiða fyrir þá sem þurfa að halda við menntun sinni eða bæta við hana. Háskóli Islands og Tækniskóli íslands hafa tekið upp samvinnu við ýmis stéttarfélög háskóla- menntaðra manna um endur- menntun. í sumar var Margrét S. Björnsdóttir þjóðfélagsfræðingur ráðin starfsmaður nefndar áður- nefndra aðila til að skipuleggja námskeiðahald og upplýsingar um endurmenntun til háskólamanna. Að sögn Margrétar hefur endur- menntun verið með mismunandi formi erlendis, en hún sagðist ekki vita til þess að stéttafélag og skólar Margrét Björnsdóttir Veðrið um helgina Æ veðrið. Hinir vinsælu veður- fræðingar vita að það verður norðaustanátt um allt land. Á föstudag er líklegt að hann létti til á Suðurlandi. Það er gott. En skúrir verða hins vegar á Norður- og jafnvel á Austurlandi. Það er allt í lagi. Á laugardag verður veðrið svipað, ef til vill ögn hæg- ara. Á sunnudag litlar breytingar, víða bjartviðri á Suðvesturlandi, einhverjar skúrir fyrir norðan og austan. Tími til kominn að Hall- ///////" ormur fengi vætu. Hittumst í Kjallaranum. Súperklóið Þér er mál. Þú gengur upp að hurðinni, stingur pening í rauf og dyrnar Ijúkast upp. Sjálfvirk vigt í gólfinu inni fyrir mælir vigt þína, sértu minna en 25 kg gerist ekkert — sem sagt börn verða að vera í fylgd með fullorðnum — en ef þú ert meira, þá ger- ist eftirfarandi: Loftræsting og kynding byrja, hitinn inni er 19 gráður, vatnið fer að renna úr krananum og disco musik berst úr hátalara. Þú tekur niður um þig buxurnar og sest. Þeg- ar þessu er aflokið „og þegar örygg- iskerfið hefur gengið úr skugga um að enginn sé lengur á staðnum", þ.e.a.s. þegar þú ert farinn út á götu aftur, lokast dyrnar og hreinsunin hefst. Gólfið og seta salernisins lyftast uns hvoru tveggja er í sömu hæð og vaskurinn. Sjálfvirkur bursti skrúbbar innveggi, gólf, salerni, vask og krana með bakteríudrepandi sápu. Að hreins- uninni lokinni, hún stendur í sextíu sekúndur, fer allt á sinn stað aftur og ilmefni er sprautað yfir hreina dýrðina. Ekki er hún þó öll upptalin enn: Sjálfvirkt kerfi lætur miðstöð vita sé nokkurs vant, sápu, pappírs o.s. frv. Á þakinu eru auk þess kyrfilega læstar dyr handa löggunni að komast inn um, fari eitthvað úr- skeiðis. Það er svo sem aldrei að vita nema eitthvað bili. í ágúst árið 1981 læstist átta ára gömul telpa inni og lenti í hreingerningunni, barnið lést af sárum sínum. Eftir það var öryggiskerfið endurbætt! Slíkt er nýja súperklóið, almenningssalerni, sem nú þegar hafa verið tekin í notkun í Frakk- landi, Englandi og Þýskalandi. í til- raunaskyni. í Hamborg hefur þremur verið komið upp og almenningur ku ánægður með kló- in og ekki síður borgaryfirvöld. Veggirnir eru báraAir til að koma í veg fyrir piaköt og dónalega skriffinnsku. Eins og er eru 250 almennings- salerni í Hamborg og 250 klósett- verðir, allt konur. Rekstrarkostnað- urinn nemur 10 milljónum marka á ári en tekjurnar eru 400.000 mörk. Ef gert er ráð fyrir 120 neytendum á dag í súperklóinu, sem borga 50 pfenniga hver, verða tekjurnar 22000 á ári svo það tekur ekki lang- an tíma að ná stofnkostnaðinum, 30.000 mörkum. Þessi kostnaðar- áætlun ætti að standast, hverjum neytanda er gert að eyða ekki meira en 15 mínútum á klóinu og ekkert múður. Því að 15 mínútunum liðn- um opnast dyrnar átómatískt, hvort sem kúnninn er búinn að girða upp um sig eða ekki. BB . SÖLUDEILD 24220 AFGREIÐSLA 33533 ættu samstarf með þeim hætti sem hér er að fara af stað. Fyrsta námskeiðið verður nú í september og fjallar um tölvur og gagnavinnslu. Þau næstu verða um tölvur í iðnaði og ljósleiðaratækni. Þá verður fólki bent á þau nám- skeið sem eru á kennsluskrá Há- skólans og Tækniskólans og nýst geta sem viðbót við fyrri menntun. Margrét S. Björnsdóttir sagði að þessi námskeið yrðu nánar kynnt í blaði BHM og fréttabréfum verk- fræðinga og tæknifræðinga. Með þessum endurmenntunarnám- skeiðum er verið að tengja saman skólana og atvinnulí fið og auðvelda fólki að fylgjast með því sem gerist í grein þeirra. % Matthías Á. Mathiesen, við- skiptaráðherra hefur ráðið Hrein Loftsson lögfræðing og framámann í Félagi frjáls- hyggjumanna til að sjá um verð- lagsmál innan ráðuneytisins. Mun Hreinn hefja störf þar alveg á næst- unni.... Útsölustaðir: REYKJAVÍK: Liturinn, JL-Húsið, KÓPAVOGUR: BYKO, Nýbýla- vegi 15, HAFNARFJÖRÐUR: Málmur, Reykjavíkurvegi, AKRANES: Verslunin Bjarg, BORGARNES: Kaupfélag Borgfirðinga, STYKKISHÓLMUR: Húsið, PATREKSFJÖRÐUR: Rafbúð Jónasar, BOLUNGARVlK: Jón Fr. Einarsson, ISA- FJÖRÐUR: Húsgagnaverslun (safjarðar, BLÖNDUÓS: Kaupfélag Húnvetninga, EGILSSTAÐIR: Verslunarfélag Austurlands, SEYÐISFJÖRÐUR: Verslunin Dröfn, REYÐARFJÖRÐUR: Verslunin Lykill, FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: Verslunin Þór, VÍK í MÝRDAL: Kaupfélag Skaftfellinga, VESTMANNAEYJAR: Þorvaldur og Einar, SELFOSS: Vöruhús K.Á. VELKOMIN I JAZZ - LEIKFIMI, JAZZ - DANS OG JAZZ - BALLET GLÆSILEGT UMHVERFI A GÓÐUM STAÐ Við byrjum 12. sept. Innritun haf- in í síma 25170 frá kl. 14—17 alla virka daga. jazz spottm HVERFISGATA 105 SÍMI: 13880 ASTA, JENNÝ OG SÓLVEIG SHÉHHhSh ÞAKPAPPI

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.