Helgarpósturinn - 08.09.1983, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 08.09.1983, Blaðsíða 8
8 sÝirinflsirssilir Norræna húsið: Norsku hjónin og listamennirnir Ve- björg Hagene Thoe listvefnaðarkona og Scott Thoe málari sýna verk sin. Sýningin er I kjallara og er opin kl. 14—19 daglega til 14. september. i anddyri fer fram sýning á islenskum sjófuglum og eggjum þeirra. Hun heitir Fuglabjarg og þaö er Náttúru- gripasafnið sem hefur lánað hana. Kjarvalsstaðir: Hagsmunafélag myndlistamanna sýnir afurðir um 40 félagsmanna sinna i vestursal og á göngum. Áhugaverö sýning. Um helgina verða gjörningar og videosýningar. í Kjar- valssal er sýningin Kjarval á Þingvöll- um. Húsið er opiö alla daga kl. 14—22 og sýningunum lýkur 18. sep- tember. Listasafn Einars Jónssonar: Dulmagnaöar höggmyndir. Opiö alla daga nema mánudaga kl. 13.30—16. Höggmyndasafn Ásmundar Sveinssonar: Stórbrotin verk. Opiö daglega kl. 14—17. Lokaö mánudaga. Galierí Lækjartorg: Tvíburabræöurnir Haukur og Hörður opna sýningu á sunnudag. Þar veröa höggmyndir, mikró-relief, þrykk og ýmislegt fleira. Opið daglega kl. 14—18 nema fimmtudaga og sunnu- dagakl. 14—22. Lýkur 18. september. Ásmundarsalur: Garöar Jökulsson opnar myndlistar- sýningu á iaugardag. Þar verða oliu- og vatnslitamyndir. Sýningin stendur til 18. september og er opin kl. 16—22 virka daga og kl. 14—22 um helgar. Listmunahúsið: Eyjólfur Einarsson sýnir málverk. Sýningunni lýkur á sunnudag. Hafið hraðann á. Lesið opnuviðtaliö. Mokka: Hanna Jórunn Sturludóttir sýnir túss- og blýantsmyndir. Síðasta sýningar- helgi. Njótið góða kaffisins. Ásgrímssafn: íslensk list eins og hún gerist hvaö best. Opiösunnudaga, þriöjudagaog fimmtudaga kl. 13.30—16. Stýrimannastígur 8: Hallgrimur Helgason og Elsa Jóns- dóttir sýna teikningar, keramik og postulin. Þeirra sýninjj er opin kl. 16—22 virka daga og 14—22 um helgar. Henni lýkur nú á sunnudag. Stýrimannastígur er falleg gata. Listasafn ASÍ: Sigurður Þórir og Ingiberg Magnús- son sýna afurðir sínar. Siðasta sýn- ingarhelgi. Lýkur á sunnudag. Opið virka daga kl. 16—22 og 14—22 um helgar. Árbæjarsafn: Opiö samkvæmt samkomulagi. Upp- lýsingar fást á skrifstofu safnsins. Bogasalur: Myndir úr islandsleiðöngrum og fleiri myndir úr fórum safnsins sem ekki hafa verið sýndar áður. Gallerí Grjót, Skólavörðustíg 4a: Nýtt galleri gamalreyndra lista- manna, sjö talsins. Þeir sýna og selja skartgripi, grafík, leirmuni, málverk, skúlptúr, fjölva, handprjónaöar flíkur oa fleira. Opið virka daga kl. 12-18. Djúpið: Dagur Sigurðarson opnar myndlistar- sýningu i dag, fimmtudag. Sýningin er opin daglega kl. 11—23.30 og stendur til 2. október. viíburiir Hallgrímskirkja: Hiroshima-vaka kl. 21. Bombunnar verður minnst með kvikmyndasýn- ingu, hugvekju, söng o,fl. Laugardalshöll: Á laugardagskvöld veröa haldnir þrumutónleikar undir kjörorðinu: Viö krefjumst framtíðar. Meðal þeirra sem leika veröa Megas, Bubbi, Tolli, Einar Örn að ógleymdum hinum bresku Crass. Þjóðleikhúsið: Á sunnudag kl. 14 efna listamenn til hátíðarinnar Lífið er þess virði. Þar veröur leiklist, upplestur, dans, tónlist og fleira skemmtilegt. Margfaldir listamenn mæta til leiks. Norræna húsið: í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30 verður fyrsta dagskráin af þremur um danska skáldið Grundtvig.Séra Sigur- jón Guðmundsson heldur fyrirlestur um trúarskáldiö Grundtvig og Gústav Jóhannesson leikur undir og stjórnar almennum söng. Á föstudag kl. 20.30 verða fáein orð um feril Grundtvigs. Heimir Steinsson flytur ávarp og Kol- beinn Þorleifsson erindi. Gústav leik- ur enn fyrir almennum söng. Á laug- ardag kl. 15 verður hátíðardagskrá þar sem Ragnhildur Helgadóttir flytur ávarp og Eiríkur J. Eiriksson flytur há- tiðarræðu. Ólöf Kolbrún Haröardóttir syngur við undirleik Jóns Stefánsson- ar. Fimmtudagur 8. september 1983 Helgai----- , posturinn Þjóðleikhúsið vaknað úr sumardvala: íslensk leikrit í meirihluta Sinfónían mætt Þjóðleikhúsið hefur lifnað aftur við eftir sumardvalann. Æfingar komnar í hvert horn og fyrsta frum- sýningin í lok mánaðarins. Skvaldur heitir fyrsta verkefni vetrarins, breskt gamanleikrit eftir Michael Frayn í leikstjórn Jill Brooke-Árnason. Þar segir frá sein- heppnum leikflokki, sem ferðast um með gamanstykkið Klúður. Og eins og vænta má er sýningin al- gjört klúður (þ.e. sýningin í sýning- unni). Annað verkefnið verður nýtt leikrit eftir Odd Björnsson, Eftir konsertinn, í leikstjórn höfundar. Við höfum áður sagt 'frá verki þessu, en þar segir frá því sem gerist eftir konsert hjá frægum póiskum píanista, þegar hann er heiðursgest- ur í samkvæmi hjá hjónum af betri sortinni. Frumsýning um miðjan október. Nóvemberleikritið verður annað íslenskt stykki, Návígi eftir Jón Laxdal, sem er öllu þekktari sem leikari í Brekkukotsannál og fleiri Á sviðinu í Háskólabíó eru fiöl- ur, selló og önnur klassísk hljóð- færi tekin að hljóma á ný morgun hvern. Sinfóníuhljómsveit íslands er farin að æfa eftir sumarfrí. Að venju er margt á dagskrá fyrir unn- endur sígildrar tónlistar. Austfirð- ingar fá fyrsta skammtinn, því hljómsveitin heldur austur á firði 15. september með Guðmund Emilsson sem stjórnanda, Sigríði Ellu Magnúsdóttur sem einsöngv- ara og Einar Jóhannesson sem ein- leikara. í október hefst svo hljóm- leikahald í Reykjavík. í samtali við Sigurð Björnsson, framkvæmdastjóra Sinfóníunnar, kom fram að auk venjulegra á- skriftartónleika verður boðið upp á fernakammertónleika í Gamla bíó. Síðast liðirm vetur var gerð skoð- anakönnun meðal tónleikagesta um það hvaða breytingar þeir vildu gera á starfi hljómsveitarinnar og má segja að kammertónleikarnir séu í framhaldi af óskum sem þar komu fram. Á dagskránni í vetur er margt kræsilegt. Fyrsti gesturinn verður Erling Blöndal Bengtson sellóleik- ari sem margoft hefur leikið með Sinfóníuhljómsveit íslands. Á öðr- um tónleikunum spilar píanóleikar- inn Pascal Rogé, síðan kemur Per Flannesdal fagotleikari sem m.a. frumflytur verk eftir Atla Heimi Sveinsson. Okkar yndislega Manu- ela Wiesler kemur næst með flaut- una sína og fiðluleikari að nafni Wallez ásamt hljómsveitarstjóran- um Claus Peter Seibel frá Þýsklandi fylgja í kjölfarið. Þá syngur Sigríð- ur Gröndal í fyrsta sinn á tónleikum með hljómsveitinni undir stjórn Gabriel Chmura. Síðan leikur Gísli Magnússon píanóleikari og loks verða tónleikar með Fílharmóníu- kórnum undir stjórn Guðmundar Emilssonar. Þar með lýkur fyrra misseri. Auk þess sem nú hefur verið nefnt, verða aukatónleikar 17. október. Þá koma til landsins tveir söngvarar frá Scalaóperunni í Míl- anó á Ítalíu og syngja óperuaríur og dúetta. Aðaihljómsveitarstjóri veróur sem fyrr Jean-Pierre Jacquiliat. Áskriftarkort kostar i.500 kr. og 1.200 kr. á efstu bekkjunum. Sem sagt margt forvitnilegt og yljandi í veröld tónanna á komandi vetri. — ká er Benedikt Árnason. Góði dátinn Svæk er góðvinur margra eftir dvöl hans í ríkisútvarp- inu um árið. Bertolt Brecht tók sig til á sínum tíma og skrifaði leikrit eftir þessari vinsælu sögu, en breytti atburðum þannig að Svæk tók þátt í heimsstyrjöidinni síðari en ekki þeirri fyrri. Kemst kappinn m.a. í hendur Gestapo og hittir Hitler sjálfan í lokin. Þórhildur Þorleifsdóttir mun leikstýra. Ekki verður hægt að þreyja heil- an vetur balletlaus og íslenski dans- flokkurinn ætlar því að flytja Öskubusku við tónlist Prokofévs. Auk þess verður 10 ára afmælis flokksins minnst með sýningu á nokkrum stuttum ballettum í nóv- ember. Söngleikir láta sig heldur ekki vanta. Nú er það Guys and Dolls eftir þá félagana Frank Loesser, Jo Swerling og Abe Burrows. Á Litla sviðinu fáum við að sjá Lokaæfingu Svövu Jakobsdóttur, sem frumsýnd var í Færeyjum í lok sjónvarpsmyndum eftir verkum Halldórs Laxness. Hér segir frá tveimur kvikmyndagerðarmönn- um, sem ræða ný áform. En eru þau nokkuð annað en loftkastalar? Brynja Benediktsdóttir leikstýrir ásamt höfundi. Jólaleikritið er líka íslenskt, Tyrkja-Gudda eftir séra Jakob Jónsson. Leikritið var fyrst frum- sýnt árið 1952, en höfundur hefur nú endursamið það frá grunni. Eins og nafnið segir til um fjallar verkið um Guðríði Símonardóttur og fjöl- þætta lífsreynslu hennar. Leikstjóri ágúst. Þar segir frá hjónum, sem halda æfingu í kjarnorkubyrgi sínu. Leikstjóri er Bríet Héðins- dóttir. Night, Mother heitir nýtt banda- rískt verðlaunaleikrit sem flutt verður síðla vetrar á Litla sviðinu. Það er eftir Marsha H. Norman og er samið fyrir tvær konur, móður og dóttur. Dóttirin tilkynnir í upp- hafi að hún ætli að skjóta sig eftir einn og hálfan tíma. Þá hefst spennan. íslenskt heiti á verkinu er óákveðið. Loks verður haldið áfram að sýna Súkkulaði handa Silju eftir Nínu Björk Árnadóttur. Börnin verða ekki útundan. Lína langsokkur er komin úr sumarfríi og ætlar að halda áfram að skemmta yngri kynslóðinni. Afsláttarkort eru seld að venju og gilda þau inn á fyrstu sjö verkin, sem talin eru upp hér að framan. Gísli Alfreðsson þjóðleikhússtjóri Starfslið þjóðleikhússins á komandi leikári. S.IÓKVAKI* Föstudagur 9. september. 20.35 Á dötinni. Birna Hróltsdóttir og félagar segja frá listviðburðum dagsins. Fornar hetjur ganga Ijós- um logum. 20.45 Þaö kemur allt með kalda vatnlnu. Sjónvarpið skvettir á hetjurnar. Hér er það þáttur um Vatnsveitu Reykja- víkur og alla þá krana sem hún hef- ur sett upp um dagana. 21.20 Hafa þau aöra lausn? Svo sannar- lega vona ág það. Það þarf svo sem ekki að hafa margar og merkilegar til aö skjótast fram fyrir hina. Helgi Pétursson fréttamaður stjórnar um- ræðum þar sem fréttamenn spyrja fulltrúa stjónarandstööunnar spjör- unum úr. 22.20 Ég, Natalie (Me, Natalie). Banda- rísk biómynd, árgerð 1969. Leik- endur: Patty Duke, James Faren- tino, Martin Balsam, Elsa Lan- chester. Leikstjóri: Fred Coe. Vesl- ings stúlkan er oröin átján og þjáist af alls kyns vaxtarverkjumvHún er halló og svo framvegis og strýkur loks úr foreldrahúsum til New York, þar sem hún hittir gæja. Hvað hald- iöi að gæjanum takist að sannfæra hana um? Laugardagur 10. semptember. 17.00 íþróttlr. Umsjónarmaður er Bjarni Felixson fyrrum káerringur og höf- uö óvinur okkar hinna gömlu úr Hlíðunum. 18.55 Enska knattspyrnan. Það er greini- legt hvaða karlrembuhugsunar- háttur ríkir hér. Það er sko örugg- lega konan á þessum bæ sem á að elda. 20.35 I blíðu og stríðu. í svona myndum sigrar ástin alltaf aö lokum, hin þögla og undirgefna. Ég felli stund- um tár. No kidding. Þó svo aö Kiddi sé hættur. 21.00 Afrikufíllinn. Bandarisk kvikmynd, árgerð 1971. Stjórnandi og kvik- myndatökumaður: Simon Trevor. Ahmed er stór og sterkur karlfill í Afríku. Hér er fylgst með honum og hjörðinni hans. Sjáfsagt mjög spennandi og skemmtilegt. Kannski i ætt við hákarlinn? 22.20 Þar er allur sem unir (Staying On). Bresk sjónvarpsmynd, árgerð? Leikendur: Trevor Howard, Celia Johnson. Leikstjóri: Silvio Narizzano. Breskur offusti ákveð- ur aö vera um kyrrt á Indlandi, þegar landið fær sjálfstæði. Kon- an hans er kviðin. Og kannski ekki aö ástæðulausu. Framtiðin er alltaf eins og óskrifað blað. Ha, ha, ha. Sunnudagur 11. september. 18.00 Sunnudagshugvekja. Það er naumast hvað það eru til margir prestar í þessu landi. Hér er þaö prestur þeirra í Aðventukirkjunni í Reykjavik. Hannheitir Jón Hj. Jóns- son. 18.10 Amma og átta krakkar. Oftar en ekki voru það bara vandræöi. 18.30 Samastaður á jörðinni. Svíar buðu sér i brúökaup 14 ára Afrikustúlku. Og skemmtu sér vel. Hvað um hina? 20.35 Sjónvarp næstu viku. Guðmundur Ingi Kristjánsson hefur gert hallar- byltinguna. 20.50 Amma og himnafaöirinn. Amma gamla heldur áfram að rabba við guð gamla almáttugan. Gráhærð- an og góðan. 21.50 Martin Berkofsky. Hann er píanó- leikari. Hann er bandariskur. Hann er skyggn. Hann býr llklega á Islandi. Hann er góöur listamaöur. Tónlistin er eftir Brahms. Og þarf þá ekki fleiri vitnanna við. ÍITYAKP Föstudagur 9. september. 8.40 Tónbilið. Þegar Pétur þylur er gaman að giska. Þegar Jón Múli þylur, þá er ekkert til að giska á. Hann segir frá öllu. 10.35 Méreru fornu minnin kær. Og leið- in fær. Einar Kristjánsson frá Her- mundarfelli rifjar upp gamlar og góðar sögur. 11.35 Sumardagar á fjöllum. Guðmund-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.