Helgarpósturinn - 24.11.1983, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 24.11.1983, Blaðsíða 6
INNLEND YFIRSYN „Dauðasveitin" reyndist réttnefni Hvellur í kerfinu Nefnd sú, sem Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra skipaði í sumar til að end- urskoða stjórnkerfið, hefur borið nafngift Helgarpóstsins með rentu. Þegar nefndin var skipuð kallaði HP hana „Dauðasveit Steingríms." Tillögur nefndarinnar voru lagðar fram í þingflokkum stjórnarliða í vikunni. Þetta eru róttækar tillögur um allsherjar umbyltingu á „Kerfinu" — öllum ráðuneytunum, gervallri stjórnsýslu landsins. Ekki mun ofsagt, að tillögur „Dauðasveit- arinnar" hafi „gert allt vitlaust í stjórnkerf- inu,“ eins og einn heimildamanna HP komst að orði. Menn vita vart hvaðan á þá stendur veðrið og velta fyrir sér hvaðan grunnhug- myndin sé komin. í augum ráðuneytis- manna, manna „í kerfinu," er grunnhug- mynd þeirrar umbyltingar sem gert er ráð fyrir í tillögum nefndarinnar sú, að auka vald ráðherra, pólitíkusanna,og þar með áhrif löggjafarvaldsins á framkvæmdavaldið. Þeir telja hættu á að þessi stórauknu ítök stjórn- málamanna í „kerfinu" þýði aukið flokks- ræði og snarminnkuð fagleg áhrif ráðun^yt- anna og stofnana þeirra. „Það er eðlilegt að tillögur nefndarinnar gangi í þessa átt,“ segir Eiríkur Tómasson, formaður nefndarinnar,! samtali við Helgar- póstinn. „Eitt af markmiðunum sem nefndin hefur miðað tillögur sínar við, er að áhrif lög- gjafarvaldsins á framkvæmdavaldið verði meiri, “ segir Eiríkur. Meðal annarra markmiða sem nefndin hefur unnið eftir er að auka virkni „kerfis- ins,“ auka hagræðingu, koma í veg fyrir ó- þarfa útþenslu ráðuneytanna og stofnana þeirra, tryggja eðlilegt vald ráðherra yfir af- mörkuðum málaflokkum, og tryggja að þekkingu og nútímalegum vinnubrögðum verði beitt við landsstjórnina. Stjórnarblöðin, Morgunblaðið og Tíminn, skýrðu frá tillögum nefndarinnar í gær, mið- vikudag. í „kerfinu" er því slegið föstu að þingflokksformenn stjórnarflokkanna hafi lekið þeim til blaðanna, þeir hafi fyrstir feng- ið að sjá afrit af þessum tillögum hjá forsætis- ráðherra. í fréttum Morgunblaðsins og Tímans hefur mest áhersla verið lögð á fækkun ráðuneyt- anna en minna fjallað um grundvallarbreyt- ingar á æðstu stjórn ráðuneytanna. Nái síð- arnefnda tillagan fram að ganga munu emb- ætti ráðuneytisstjóra verða lögð niður. í þeirra stað verður tekið upp embætti ráð- herraritara sem nýskipaðir ráðherrar koma til með að velja sér sjálfir. Þessir aðstoðar- ráðherrar verða valdarhiklir og Eiríkur Tómasson segir: „Við tökum fram í greinar- gerð með tillögunum að ráðherrar verði að vanda val sitt á þessum mönnum. Þetta verða valdamikil og flókin störf, sem þessir menn koma til með að gegna, ef tillögurnar verða samþykktar. Það dugir ekki að velja ó- reynda menn í þessar stöður. Þetta gætu verið hvort heldur sem er nýir menn eða menn sem þegar eru í störfum innan „kerfis- ins.“ Tillögurnar miða að því að auðvelda ráðherrum að framfylgja stefnu sinni og auka vald ráðuneyta yfir undirstofnunum," segir Eiríkur, „en ég vil leggja áherslu á að þær beinast ekki gegn embættismönnum. Það er misskilningur. Eg held að með þessu væri verið að skapa góða embættismanna- stétt, skapa meiri hreyfanleika og virkni inn- an „kerfisins." Tillögurnar gera ráð fyrir fækkun æðstu embættismanna, ráðuneytis- stjóranna, vegna fækkunar ráðuneytanna, og fækkun ráðherra líka. En þetta er gert til að hagræða, spara og einfalda í stjórnkerf- inu. Yfirbyggingin minnkar. Það er alltaf erf- iðara að spara en að þenja „kerfið" út.“ „Ðauðasveitin" leggur til að ráðuneytum verði fækkað úr 13 í 8. Helstu skipulags- breytingarnar í stjórnarráðinu sem nefndin gerir ráð fyrir eru eftirfarandi: Forsætis- og efnahagsráðuneyti verði myndað. Það yfirtaki hluta af verkefnum viðskiptaráðuneytisins, þ.e. bankamál og verðlagsmál, en viðskiptaráðuneytið verði lagt niður. Forsætis- og efnahagsráðuneytið taki yfir „pólitísk" verkefni Þjóðhagsstofn- unar, s.s. gerð þjóðhagsáætlunar. Ennfrem- ur taki það að sér málefni vinnumarkaðarins úr höndum félagsmálaráðuneytisins. Hag- stofa íslands yrði sjálfstæð stofnun undir for- sætis- og efnahagsráðuneyti. Hennar vegur yrði gerður meiri en Þjóðhagsstofnun yrði lögð niður. I öðru lagi gerir nefndin ráð fyrir að dóms- eftir Hallgrím Thorsteinsson og kirkjumálaráðuneyti verði lagt niður í nú- verandi mynd, en í staðinn kæmi sérstakt dóms- og innanrikisráðuneyti. Undir það ráðuneyti myndu ýmsir málaflokkar falla sem félagsmálaráðuneytið hefur yfirumsjón með núna, þ.á m. sveitastjórnamál, skipu- lagsmál og húsnæðismál. Félagsmálaráðu- neytið myndi verða lagt niður í núverandi mynd. Landbúnaðarráðuneyti og sjávarútvegs- ráðuneyti yrðu sameinuð, svo og iðnaðar- og samgönguráðuneytin. Verkefnum viðskiptaráðuneytisins yrði skipt milli utanríkisráðuneytisins og for- sætis- og efnahagsráðuneytisins. Utanríkis- ráðuneytið tæki að sér utanríkisviðskipti og ráðuneytinu yrði skipt í tvær aðgreindar skrifstofur: í almenn utanríkismál og við- skiptamál. Á sama hátt yrði fjármálaráðu- neytinu skipt í almenna skrifstofu og fjár- lagaskrifstofu. Þessar tillögur eru nú til skoðunar hjá þingflokkunum. Meðal annarra tillagna nefndarinnar sem ekki hafa farið hátt en þykja þó marka viss tímamót eru t.d. afnám æviráðninga og ákveðið skipulag á hreyf- ingu starfsmanna milli ráðuneyta (hver starfsmaður mætti aðeins vera í ákveðinn tíma hjá hverju ráðuneyti). Sumar tillagna ,,Dauðasveitarinnar“ gætu tekið gildi nú þegar, en fækkun ráðherra yrði þó líklega ekki að veruleika fyrr en eftir næstu kosningar. Samkvæmt heimildum HP er útilokað að segja til um það hve mörg stöðugildi myndu falla niður í kerfinu. Á þessu stigi er ekki gert ráð fyrir að embættis- mönnum fækki verulega þótt ráðuneytum verði fækkað, ef undan eru skildir ráðu- neytisstjórar. Stjórnkerfisnefndin hefur starfað síðan í ágúst í sumar og tillögur hennar hafa valdið miklum hvelli í „kerfinu". Búast má við and- stöðu við tillögurnar víða, en þó einkum meðal háttsettra manna í ráðuneytunum og svo þeirra sem telja aukin áhrif löggjafar- valdsins á framkvæmdavaldið af hinu illa. ERLEND YFIRSYN Raúl Alfonsin forsetaefni umkringdur sigurglööum stuðningsmönnum slnum. Lýörædi í Argentínu boöar uppgjör við kúgunina Endurreisn lýðræðis í Argentínugerir boð á undan sér. Mánuði áður en þjóðkjörinn for- seti tekur við völdum af lúpulegum herfor- ingjum, er búið að setja einn af verstu böðl- unum á ógnaröld herforingjastjórnarinnar á síðasta áratug bak við lás og slá. Að boði José Dibur alríkisdómara var Otto Paladino uppgjafahershöfðingi færður í gæsluvarð- hald ásamt nokkrum kumpánum sínum. Þeir eru sakaðir um að hafa á ólöglegan hátt dregið saman birgðir af hervopnum og sprengiefni. Paladino hershöfðingi var yfirmaður leyniþjónustu Argentínu 1976, þegar herfor- ingjar rændu völdum og stofnuðu dauða- sveitir hers og lögreglu, sem á næstu árum rændu fólki unnvörpum, pyntuðu það og myrtu. Tala horfinna frá þessu tímabili er lægst áætluð 6000 og hæst 30.000. Eftir að Paladino lét af herþjónustu, var látið heita svo að hann ræki einkaspæjara- stofu, en nú þykir ljóst að hann hafi í raun- inni verið helsti tengiliður „Öryggisliðsins", eins og dauðasveitirnar voru nefndar, og leynisamtaka ofstækisfullra hægri manna, við að velja fólk til ráns og dráps. Eitthvert síðasta löggjafartiltæki herfor- ingjanna, sem enn lafa við völd, var að á- kveða sakaruppgjöf fyrir hverskonar óhæfu- verk framin í nafni fyrri herforingjastjórna. Meðal kosningaloforða kjörins forseta, Raúls Alfonsins, er að nema sakaruppgjöfina úr gildi og sækja böðlana til saka. Alfonsin er eini argentínski stjórnmála- maðurinn, sem áræddi að taka afstöðu með veikburða mannréttindahreyfingu, meðan dauðasveitirnar voru enn að verki og líf gat legið við að hreyfa mótbárum við athæfi þeirra. Nú hefur hann unnið stórsigur í fyrstu forsetakosningum í landinu í áratug. Sigur- inn vann Alfonsin með þeim hætti, að þátta- skilum veldur í sögu Argentínu. Raúl Alfonsin hefur allan stjórnmálaferil sinn starfað í Róttæka flokknum, sem einatt hélt um stjórnartauma meðan lýðræði ríkti í landinu og lífskjör voru á svipuðu stigi og í Bandaríkjunum á.fyrstu áratugum aldar- innar. En í kreppunni miklu hrifsuðu herfor- ingjar völdin, og í kjölfar þeirra kom veldi Peróns og stjórnmálahreyfingarinnar sem við hann er kennd. Siðan hefur Argentína, eitt gagnauðugasta land jarðar, verið á nið- urleið. Verðbólga stefnir í 800 prósent á ár- inu og landið er komið í greiðsluþrot gagn- vart erlendum lánardrottnum. Við bætist svo ósigur í Falklandseyjaflani einnar her- foringjastjórnarinnar. „Endurnýjun og breyting" nefnist sá arm- ur Róttæka flokksins, sem Alfonsin hefur stjórnað frá 1972. Markmið hans hefur verið að draga að hinum gamla flokki frjálslyndrar borgara- og menntastéttar kjósendur úr röð- um verkalýðsins. í forsetakosningunum um síðustu mánaðamót heppnaðist þetta svo um munaði og tryggði Alfonsin yfirburðasig- ur yfir Luder, frambjóðanda peronista. Þetta er í fyrsta skipti eftir að peronistar komu fram á sjónarsvið fyrir tæpum fjörutíu árum, að þeir tapa i frjálsum kosningum í Argentínu. Lýðskrumarinn Perón og arftak- ar hans náðu fylgi alþýðu með samblandi af þjóðrembingi og gervikjarabótum, sem í raun og veru grófu undan fjárhag landsins og atvinnulífi. Þegar að skuldadögunum kom klofnuðu peronistar í fjandsamlegar fylkingar. Ljóst er orðið, að sumar höfðu samstarf við dauðasveitir herforingjanna til að klekkja á keppinautum sínum. Ýmsir peronistar í forystu fyrir verkalýðs- samböndum notuðu aðstöðu sína til að koma sér í mjúkinn hjá herforingjunum og klófesta hluta af erlenda lánsfénu, sem flóði um gerspillt valdakerfi. Alfonsin sýndi fram á það i kosningabaráttunni, að verkalýðs- rekendur úr hópi peronista höfðu gert leyni- legt samkomulag við herforingja, sem með engu móti vilja hverfa til lýðræðislegra stjórnarhátta, um að þessar klíkur skyldu eftir Magnús Torfa Ólafsson hjálpast að við að falsa kosningar og verja með því forréttindi sín. Fráhvarf argentínsks verkalýðs frá peron- istum, sem nutu stuðnings kommúnista, tryggði Róttæka flokknum sigur, bæði í for- setakosningunum og kosningum til neðri deildar þingsins. Alfonsin hefur mjög gert sér far um að kynnast leiðtogum flokka sósíaldemókrata í Vestur-Evrópu og stefnu þeirra, og sækir þangað fyrirmyndir að end- urreisn argentínsks atvinnulífs og fjárhags. Undirstaðan að sigri hans var traustið sem hann ávann sér á vargöldinni í lok síðasta áratugar og fyrirheit um skuldaskil fyrir níð- ingsverkin, sem þá voru unnin í skjóli stjórn- valda. En það sem drýgst reyndist Alfonsin í kosningabaráttunni við peronistann Luder um fylgi verkalýðsins, var að hann hét því að veita verkafólki tækifæri til að varpa af sér oki verkalýðsrekendanna. Vitað er um verkalýðssambönd, þar sem forustan beitir jöfnum höndum ofbeldi og mútum til að hanga við völd. Alfonsin hefur heitið argen- tínskum verkalýð því, að hann skuli með lagasetningu fá skilyrði til þess að velja sér forustu með lýðræðislegum hætti. Skal gengið til kosninga í öllum verkalýðssam- böndum, þegar lög hafa verið sett til að tryggja að þar birtisti vilji félaganna en ekki valdníðsla forustunnar. Alfonsin og samstarfsmenn hans eiga erf- itt verkefni fyrir höndum, en fögnuður Argentínumanna yfir að sjá nú rofa til eftir svartnætti -undanfarinna ára er slíkur, að nýju stjórninni virðist tryggður vinnufriður fyrst um sinn. Peronistar lofa öllu fögru um þjóðhollustu í stjórnarandstöðu, og meira að segja innan herforingjahópsins eru menn sem vilja hjálpa til að losa landvarnirnar við illvirkja. Blaðamaðurinn Patricio Kelly, sem mest hefur unnið að því að koma lögum yfir Paladino hershöfðingja, hefur notið til þess stuðnings hermanna, sem björguðu Kelly þegar menn Paladino rændu honum í ágúst. 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.