Helgarpósturinn - 24.11.1983, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 24.11.1983, Blaðsíða 25
skrýtnar hugmyndir um áherslur. Ef orðið var erlent, eða hann hélt það væri erlent, hafði hann áhersl- una ýmist á öðru eða þriðja atkvæði og skipti þá engu hver venjan var í því landi sem orðið kom frá. Það kom jafnvel fyrir að hann bar ís- lensk orð fram á þennan máta, ef hann hélt í fljótfærni að þau væru erlend. Eitt sinn kom frétt um mikil flóð í ánni Gautelfi í Svíþjóð og snemma í fréttinni kom orðið fyrir í eignar- falli: Gautelfar. Þulurinn sneri sér til fréttastjórans, sem var sænsk- menntaður og spurði: „Hvort berðu þetta fram Gátel-far, eða Gát-elfar?“ Eins og margir vita var Sigrún Ög- mundsdóttir fyrsti þulur útvarpsins. Hún var dáð og tilbeðin þau ár sem hún starfaði. Síðan fóru ýmsir þulir aðrir að koma fram á sjónarsviðið. Mér er til dæmis minnisstæðurbónd- inn norðan úr landi, sem kom hing- að suður til þess að iáta draga úr sér tennurnar. Hann ákvað að bíða fyr- ir sunnan meðangómarnir greru og nýja settið yrði tilbúið. Mönnum datt þá það snjallræði í hug, að gera hann að varaþul meðan hann beið. Framburðurinn var ekki upp á það allra besta eins og gefur að skilja. Ég fékk stundum orð í eyra fyrir að framburðurinn hjá mér væri með eilítið sérstökum hætti, en ég held að framburður bóndans hafi verið einstæður. Jón Múli var settur í þularstarf hjá útvarpinu árið 1947, fyrirvaralaust. Hann var þá lausráðinn á fréttastof- unni, sem fréttamaður, en einn dag- inn kemur Jónas Þorbergsson inn á fréttastofu og segir: „Jæja Jón, þú átt að vera þulur." Jón hafði þá aldrei komið fram í útvarpi að öðru leyti en því, að hann hafði verið gestur í jassþætti hjá Einari Páls- syni. Þeir höfðu talast við og Jón kynnt nokkur jasslög. Jón Múli var mjög vondur þulur til að byrja með og ekki áheyrilegur. Hann var hins vegar mjög fljótur að átta sig á hlutunum og varð fljótlega einhver besti þulur sem starfað hef- ur á útvarpinu, að mínum dómi, og innleiddi margar snjallar nýjungar. Ein þeirra var til dæmis í sambandi við kynningar á músík. Það hafði alltaf tekið eilífðartíma frá því að þulur kynnti og þar til tón- listin heyrðist og ástæðan var sú hve grammófónninn var óþjáll í meðförum. Jón kom hins vegar fram með snjalla uppfinningu. Hann lét setja fílt á plötuspilarana sem olli því að hann gat haldið við plötuna. Fónninn snerist, en platan ekki. Hann fann byrjunina á laginu áður en hann kynnti, hélt við plöt- una meðan kynningin fór fram, en sleppti svo og þá hljómaði músíkin strax. Þegar við Jón vorum á ólympíu- leikunum í London 1948 fengum við að vera viðstaddir beina útsend- ingu hjá BBC. Jóni þótti þeir ærið frumstæðir hjá breska ríkisútvarp- inu og kenndi þeim þessa aðferð sína. Þeir urðu yfir sig hrifnir og sögðust mundu taka upp þessa snilldaraðferð strax. Er það rétt sem heyrst hefur og sumir telja heimsmet, að Jón Múli hafi lesið fréttir á nærbuxunum? Já, hlustendur gera sér ekki alltaf Ijóst hvernig ástandið er hinum megin við hljóðnemann. Kvöld eitt á árunum sem fréttastofan var til húsa á Klapparstíg 26 gerist það, rétt fyrir kvöldfréttir, að Ragnari Tómasi Árnasyni, sem þá var frétta- þulur, lendir saman við Högna Torfason, fréttamann. Það upphefst ógurlegt rifrildi er jaðrar við handa- lögmál. Ósköpin verða svo mikil, að Ragnar fer allur að titra og skjálfa og treystir sér ekki til að lesa frétt- irnar. Jón Múli bjó á næstu hæð fyrir of- an ásamt fleiri útvarpsmönnum og Kafli úr nýrri bók um Sigurð Sigurdsson íþróttafréttamann fjölskyldum þeirra. Það er hlaupið upp á loft í leit að honum. Þá vill svo til, að Jón er nýkominn úr baði og rétt búinn að smeygja sér í nærbux- urnar. Menn hafa hins vegar engar vöflur á, og drífa hann niður á fréttastofu á nærbuxunum til þess að lesa fréttirnar, sem hann og gerði með sóma. Við Jón Múli, Auður Óskarsdóttir, sem vann með mér á innheimtunni, Jón Guðmundsson, húsvörður, og fleiri, höfðum það hlutverk í eina tíð að skreyta jólatréð í útvarpssalnum á aðfangadagsmorgun og gera klárt fyrir barnatímann á jóladag. Eitt sinn þegar við erum að klára þessa skreytingu, segir Jón Múli við mig: „Heyrðu, viltu ekki fá þér einn lítinn fyrir matinn." Við höfðum verið að skemmta okkur kvöldið áður og vorum dálítið þurrir í kverkunum. Jón Múli var alltaf þul- ur á aðfangadagskvöld og hafði venjulega hjá sér eitthvað hjarta- styrkjandi, sér til huggunar. Eg fæ mér sopa og Jón segir: „Ef þú verð- ur áfram og þig langar í meira, þá verður þetta hér í skápnum." Ég fór heim skömmu síðar, en eft- ir jólin frétti ég, að þegar Jón kom aftur á vaktina síðdegis, hefði flask- an sem hann ætlaði að gæða sér á um kvöldið verið tóm og einn tæknimannanna sem hafði verið nálægur, þegar Jón var að traktera mig, meðvitundarlaus af drykkju inni í útvarpssal. Jón er tímanlega á ferðinni og honum tekst að kalla út annan tæknimann. Þegar hann er að leggja frá sér símtólið heyrir hann að Jónas Þorbergsson, út- varpsstjóri, og Gunnlaugur Briem, verkfræðingur útvarpsins, koma inn ganginn. Hann rýkur inn í sal og tekst honum á síðustu stundu að vefja tæknimanninum innan í gólf- teppi, þó þannig að fæturnir á hon- um standa út úr. Jón er dauðhrædd- ur um að þeir komi auga á hann. Þeir eru góða stund í salnum, klappa saman höndum til þess að kanna hljómburðinn og eru við ýmsar athuganir, en fara síðan, án þess að taka eftir neinu. Var Jónas Þorbergsson harður húsbóndi, þegar áfengi var annars vegar? Já, en hann var samt alltaf mjög mannlegur. Það kom auðvitað fyrir að menn voru að skemmta sér að næturlagi í Landsímahúsinu, þó að það væri að sjálfsögðu stranglega bannað. Eitt sinn voru til dæmis tveir ung- ir menn að skemmta sér aö nætur- lagi í æfingasal, sem var inn af fréttastofunni og voru með tvær stúlkur með sér. Þeir gengu illa um og það sem verra var, þeir yfirgáfu stúlkurnar, sem lentu i vandræðum og rötuðu ekki út. Þegar ræstinga- konurnar komu, snemma næsta morgun, urðu píurnar á vegi þeirra og allt komst upp. Málið var klagað í Jónas, sem fór og kannaði verks- ummerki og fann frakka og hanska í salnum. Hann hampaði sönnunar- gögnunum og sagði: „Nú höfum við hann í hendi okkar. Sá sem á þenn- an frakka verður látinn fjúka. Þetta verður ekki liðið." Valgerður Tryggvadóttir, auglýs- ingastjóri, heyrði Jónas segja þetta, sá strax hver átti flíkina, fór til eig- andans og sagði: „Nú vil ég ráða þér heilt. Jónas er alveg óður. Þú skal verða fyrri til og fara til hans, segja honum allt af létta og biðjast fyrir- gefningar." Maðurinn verður við þessu og skjálfandi á beinunum fer hann inn til Jónasar og játar allt á sig. Jónas er hinn alvarlegasti, heldur yfir honum þrumandi ræðu og segir að svona nokkuð megi alls ekki koma fyrir aftur. Þegar starfsmað- urinn er að fara út úr gættinni með skrekkinn, kallar Jónas á hann og spyr: „Heyrðu, var hún falleg?" Gefjun AKUREYRI PRJÚNAGARN - ÚTSAUMUR - SMYRNA Parið á ströndinni ásamt mörgum ísaumsmyndum fyrir- liggjandi Sjón er sögu ríkari Póstsendum daglega Mikið úrval af prjónagarni Tugir tegunda Hundruð lita Með haustinu bendum við sérstaklega á mohairgarn fyrir grófa prjóna og ullargarn HflF ~ INGÓLFSSTRÆTM ■ ■ ^ ® (GEGNT GAMLA BÍÓII. SÍM1167«. i Auglýsingasími Helgarpóstsins er 81511 HELGARPÓSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.