Helgarpósturinn - 24.11.1983, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 24.11.1983, Blaðsíða 23
HRINGBORÐIÐ Mér langar og ég vill Veðrið að undanförnu hefur verið. svo dæmalaust gott hér á suðvesturhorninu að ég var búinn að ákveða að skrifa jákvæðan hringborðspistil. Sú ákvörðun var meira að segja svo einlæg að mig dreymdi jákvæðan draum í svefn- rofunum snemma í morgun, þeg- ar regnið lamdi þekjuna. Mér þótti ég vera að tala við Stefán Jökuis- son morgunhana útvarpsins, og um það er vekjaraklukkan hristi mig til daglega lífsins var ég búinn að lofa Stefáni að gerast aðstoðar- maður hans við morgunþáttinn — í jólafríinu. Þarf varla að taka fram að þrátt fyrir jákvætt svar mitt í draumnum þótti mér fjarska já- kvætt að vakna og sannfærast um að þessu hafði ég einasta Iofað í draumi og meira að segja engin hætta á að Stefán hefði verið staddur í sama draumi því hann hefur. örugglega verið kominn niður í Útvarp á þessum tíma og þar með löngu vaknaður. En því er ekki að leyna að það er svolítið erfitt að vera jákvæður um þessar mundir. Að vísu sé ég i Mogga dagsins að 53% þjóðarinn- ar hafa jákvæða afstöðu til verð- bólgulækkandi aðgerða ríkis- stjórnarinnar. Þá veit ég að ég til- heyri enn eina ferðina minnihlut- anum — og það er vitaskuld já- kvætt í eðli sínu því minnihlutinn kvað alltaf hafa rétt fyrir sér. En það lifir bara enginn lengi á að hafa rétt fyrir sér. Úr því verður aldrei góður grautur méls, hvað þá skynsamlegri næring. í raun liggur ástæða þessara já- kvæðu umþenkinga bæði aftar og dýpra en góðviðrið. Ritstjórinn nefndi einhvern tíma í framhjá- hlaupi þann möguleika að taka upp þátt um íslenskt mál/daglegt mál í Helgarpóstinum. Eg tók hug- myndinni svo sem ekkert illa en kvaðst samt ekki hafa trú á gildi þess að hleypa af stokkum enn einum nöldurþætti um méranir og miganir, þéranir og þiganir, hvað þá um nauðsyn þess að segja held- ur en heldur en heldur en. Ég héldi á hinn bóginn gæti verið gaman að sjá hvort ekki mætti skrifa jákvæða pistla um daglegt mál — þætti með ábendingum um eitthvað sem væri vel gert, t.d. þegar einhver úr hinni marg- skömmuðu blaðamannastétt skrifaði fallega setningu, ég tala nú ekki um ef hann dytti niður á að skrifa sanna setningu. Engir nema Hemingwayar heimsins gera kröfu til sönnustu setningar sem til er. Síðan þetta bar á góma hef ég með öðru auganu verið að svipast um eftir einhverju sem vert væri að taka á dagskrá svona jákvæðs málþáttar. Og ég verð að viður- kenna að þetta mitt auga hefur ekki átt erindi sem erfiði. Það er sannast sagna með undrum hversu fátt er vel — hvað þá fállega — orðað í íslenskum dag- blöðum um þessar mundir. En ég hef ekki gefið upp alla von og lesi einhver jákvæður „norrænufræð- ingur“, eins og við heitum þegar á að skamma okkur, þessar línur skora ég á hann að bjóða ritstjór- um Helgarpóstsins lið sitt. Ég ábyrgist náttúrlega ekki að hann fái inni, en ég get staðfest að rit- stjórarnir eru oftast fjarska já- kvæðir piltar. En annars er þetta alvörumál með jákvæðu og neikvæðu af- stöðuna til tungu okkar. Margoft stendur hver íslenskukennari sig. að því að láta eins og fjandmaður alls sem lifir og hrærist. Hann stendur eins og refsiguð með vöndinn á lofti yfir nemendum sínum, krotandi með rauðu í allt það sem ekki stæðist kröfurnar sem Snorri gerði eða Egill, og hann lætur í sífellu eins og íslenska sé þá aðeins nýtilegt tján- ingartæki ef henni er beitt með snilld þessara manna — nú eða í versta falli eins og Halldór Lax- ness héldi á penna. Þetta er ekkert gamanmál. Við erum (eða eigum að vera) að segja unglingum til vegar á vandrötuð- um brautum tungunnar. Ungling- um sem vaxnir eru upp við imbakassa og tölvuspil, amrískar bíómyndir á síðkvöldum, götumál jafnaldra sinna á dögum. Og kvarðinn sem við bjóðum þeim að mæla tungu sína á er kvarði for- feðra okkar sem bjuggu við fá- breytt þjóðskipulag, einhæfa atvinnuhætti, staddir í einkaver- öld þar sem ekkert vídeó, öngvar tölvur né annað slíkt gat truflað. Skilji nú enginn orð mín svo að ég vilji hafna hinum fornu fyrir- myndum (eða ætti ég að skrifa inum fornum fyrirmyndum?). Vitanlega get ég eins og aðrir undrast hvernig nafnleysingjar okkar, höfundar íslendingasagn- anna, gátu stundum komist að orði. Hugsið ykkur bara ef frásögn sem þessa af sjóhrakningum bæri fyrir augu í íslensku dagblaði: Síðan sigldu þeir út úr Eiríksfirði með gleði mikilli; þótti þeim all- vænt um sitt efni. Þá velkti úti lengi í hafi og komu þeir ekki á þær slóðir sem þeir vildu. Þeir komu í sýn við ísland, og svo höfðu þeir fugl af írlandi. Rak þá skip þeirra um haf innan. Fóru aft- ur um haustið og voru allmjög væstir og þrekaðir; koma við vet- ur sjálfan á Eiríksfjörð. STR AU M LOKUR l" Cut out LANDSINS BESTA ÚRVAL STRAUMLOKUR OG SPENNUSTILLAR í nær allar gerðir bifreiða og vinnutækja á mjög hagstæðu verði IjBB -é-m. HABERC ht Skeifunni 5a. sími 84788. í dag skrifar Heimir Pólsson skip hafa á sjó. Og þar að auki gefst ekki tíminn sem þarf að líða frá atburði áður en hægt er að segja frá honum á þessa lund. Þar þarf ekki einasta sögumaðurinn umþóttunartíma heldur þarf fjar- lægðin að vera komin til og hafa sniðið af frásögninni ailt sem ekki skiptir máli. Því engum þarf að detta í hug að þessum orðum hafi Eiríkur sjálfur sagt frá ferð sinni og sinna manna þegar nýliðið var. Þess er engin von að íslenskir unglingar taki íslendingasögurn- ar, Eddurnar, jafnvel ekki Halldór Laxness gild sem fyrirmyndir að rnáli. Sá sem lifir í andránni líkt og nemendur íslenskra skóla verður að fá að skynja og skilja mál sitt sem hluta af þeirri andrá, hann á heimtingu á að gengið sé út frá honum sjálfum, ekki löngu liðnu fólki í öðrum heimi. Og hann mun aldrei skilja að tungunni sé voði búinn þótt sagt sé mér langar í stað mig langar, mig hlakkar til jólanna í stað ég hlakka til jól- anna, þótt hann komist hugsan- lega með innrætingu alls skóla- kerfisins og annarra svo langt að hann spyrji: „Hvort á heldur aö segja mér langar eöa ég vill?“. (Eiríks saga rauða). dagblaði? Atburðurinn er óhugs- Spurningin er bara: Hvernig andi með siglingatækni nútímans gæti nokkuð í þessa veru birst í 0g því fjölfylktu föruneyti sem Okbar framlag í verðbólgubaráttunni Sanitas SANITAS PILSNER að ástæðulausui HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.