Helgarpósturinn - 24.11.1983, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 24.11.1983, Blaðsíða 7
Vændi í Reykjavík Síðari grein Blíða fyrir dóp eftir Egll Helgason Greinin sem hér fer á eftir er sjálfstætt fram- hald af grein sem birtist í síðasta Helgarpósti um miðaldra vændiskonu sem hefur komið sér þœgilega fyrir í hási í gamla bœnum og stundar þar þessa iðju sína eins og hverja aðra vinnu. Nú skyggnumst við undir steininn og vekjum athygli á vandamáli sem lítið hefur farið fyrir hérlendis, en þeim mun meira í nágrannalöndunum — vœndi unglinga. Þar hefur víðast hvar mátt greina ákveðið munst- ur eða ferli: með aukinni fíkniefnaneyslu sem krefst sífellt meiri fjárútláta verða góð ráð dýr til að verða sér úti um fé til eiturlyfjakaupa og þá er oft nœrtœkt ráð að grípa til þess að selja sinn eigin líkama. Fíkniefnaneysla fœrist mjög í vöxt hér á landi og því er kannski ekki óeðli- legt að álykta að hið sama geti oröiö uppi á teningnum hér. í eftirfarandi grein kemur fram að sú er raunin. Helgarpósturinn hafði áreiöanlegar spurnir af að minnsta kosti þremur stúlkum sem stunda vœndi í einhverri mynd. Heimildamenn blaðsins í þessu máli eru aö mestu leyti ungt fólk, unglingar sem eiga greiðan aðgang að því sukksama mann- lífi sem dafnar í kringum skiptistööina á Hlemmtorgi. ...Einusinni hafði ógeðslegur kall boðið þeim stuð og pening ef þeir redduðum honum píu en hún varð að vera ókynþroska pældíðí ókynþroska og þeir höfðu sagt að þeir vildu fyrst fá í nokkrar pípur og kallinn fór með þá uppá hótel- herbergi sem hann var með og gaf þeim að reykja en þeir létu hann alltaf fýra þangaðtil hann koxaði, þá rændu þeir hann.... Ofanskráð er tilvitnun úr nýrri bók, Beðið eftir strætó eftir Pál Pálsson; bók sem fjallar um mann- lífið, sukklífið, unglingalífið í kringum skiptiskýlið á Hlemmi, og er byggð á samtölum við sjálfa unglingana sem þar halda til. Unglinga sem eru flestir upp á kant við þjóðfélagið, eins og sagt er. Samkvæmt skáldlegri skil- greiningu Megasar mundi „ógeðs- legi kallinn" í frásögninni líklega fylla flokk svokallaðra „krókó- dilamanna," en flestum mun í fersku minni þegar atferli þeirra komst í hámæli síðastliðinn vetur og vor. Ef einhver ekki man, þá er eðli krókódílamanna að aka um í nóttinni á höttum eftir unglings- stelpum, sem þeir reyna að lokka upp í bíla sína. Óviljugar væntan- lega í flestum tilvikum. Unglingavændi — sannarlega alvarlegt vandamál í nágranna- löndunum, til dæmis í nánd við Karl Jóhannsgötu í Osló og við Banhof Zoo í Berlín, eins og frægt varð af bókinni og bíómyndinni Dýragarðsbörn, og þó oftast tengt neyslu eiturlyfja; áfengis, hass, amfetamíns, heróíns og svo fram- vegis. Eftirspurnin eftir ungum stúlkum og jafnvel börnum er líka alltaf næg — fyrir því sér hálfært hvatalíf Vesturlandabúans. Og í framhaldi af því og umræðunni um krókódílamennina má líta í eigin barm. í grein í nýlegum Helgarpósti kom berlega fram að sala og neysla sterkra fíkniefni færist mjög í vöxt hér á landi eins og víðar í okkar heimshluta, jafn- vel svo nánast er hægt að tala um flóð. Og hvað þá með fylgifiskana, eða öllu heldur fylgikvillana — er ekki rökrétt að álykta að þeir komi í kjölfarið, til dæmis ungl- ingsstelpur sem stunda vændi til að fjármagna kaup á eiturlyfjum? — Unglingavændi er útbreitt er- lendis, verður það einnig raunin hér? Áreiðanlegar heimildir Helgar- póstsins segja að slíkt sé einmitt farið að gera vart við sig í Reykja- vík, einkum í tenglsum við það sukksama mannlíf sem blómstrar í nágrenni biðskýlisins á Hlemm- torgi. Opinberir aðilar sem Helg- arpósturinn talaði við sögðu flestir sömu sögu — Útideildin, Ungl- ingaathvarfið, fíkniefnalögreglan: þar hafa menn heyrt af slíku at- hæfi, beint eða óbeint, þótt mál af þessu tagi hafi enn ekki komið inn á borð hjá þessum stofnunum. Einstaklingar sem þekkja vel til unglingamála tóku í sama streng. Heimildamanneskja okkar ein, stúlka sem vann í biðskýlinu á Hlemmi í vor en er nú hætt, segir að starfsfólkið þar hafi talsvert orðið vart við ungar stúlkur sem dvöldu löngum stundum í skýlinu, en áttu það til að hverfa annað veifið í fylgd með hinum og þess- um karlmönnum, stundum eldri mönnum. Ekki treysti hún sér til að dæma um það hverjar voru bara lausar í rásinni og hverjar stunduðu beinlínis vændi. Þó hafi ein stúlka, „ósköp venjuleg útlits," verið talsvert áberandi fyrir slíkt háttarlag um tíma. Páll Pálsson segir að í viðtölum sínum við unglingana á Hlemmi hafi hann haft talsverðar spurnir af hópi unglingsstelpna á aldr- inum 14-16 ára, sem voru tilleið- anlegar til að veita blíðu sína fyrir áfengi, eiturlyf eða smávegis pen- ingaþóknun. Viðskiptavinirnir voru að sögn viðmælenda hans einkum strákar um og undir tvít- ugu, en einnig voru brögð að því að eldri menn reru á þessi mið. Á máli unglinganna sem sækja þessa staði eru stúlkur sem stunda slíka iðju kallaðar „dópmellur." „Herdís" er 16 ára. Hún er dökk yfirlitum, frekar smávaxin og ör- lítið þybbin. Að sögn heimilda- manns Helgarpóstsins selur hún sig nær daglega til að standa straum af fíkniefnaþörf sinni. Hún notar flestöll fíkniefni sem hún kemst yfir, en sækist helst eftir amfetamíni, kókaíni, sem er fá- gætt og óhemju dýrt, og ACH, sem er mjög sterkt afbrigði af am- fetamíni. Viðskipti hennar fara einkum fram innan hóps fíkni- efnaneytenda og hún tekur gjarn- an við eiturlyfjum sem greiðslu fyrir blíðu sína. Verðið sem hún setur upp er um 800 krónur eða magn af fíkniefnum sem samsvar- ar því. „Kúnnana" hittir hún oftast nær á Hlemmi eða þar í grennd, í leiktækjasalnum gegnt biðskýlinu eða á Ásnum, nýjum stað sem er andspænis lögreglustöðinni. Á báðum þessum stöðum mun vera auðvelt að verða sér úti um fíkni- efni. Þarna heldur hún til mestall- an daginn í von um að birtist strákar sem eiga peninga eða dóp. Viðskiptavinirnir eru oft á svip- aðri bylgjulengd og hún sjálf, á- hugasamir um vímur af öllum stærðum og gerðum, stundum sjó- menn sem skjóta upp kollinum á Hlemmi með ómælt áfengi, fulla vasa af peningum og jafnvel eitur- lyf. Stöku sinnum er hún líka með eldri mönnum — „geðfelldari rón- unum", eins og einn heimilda- mannna Helgarpóstsins kallar það. Oftastnær fer hún með við- skiptavinunum heim eða á gisti- heimili i nágrenninu, þar sem mun vera auðvelt að leigja her- bergi til einnar nætur án þess að spurninga sé spurt. „Þórdís," vinkona Herdísar, er líka 16 ára og gerir út á svipuð mið og hún. Þórdís er meðalmann- eskja á hæð og vöxt, með skolleitt hár, ósköp venjuleg ásýndum mætti ef til vill segja. Hún selur líka blíðu sína til að fjármagna fíkniefnakaup sín, en hefur hingað til haldið sig nær eingöngu við hassið. Hún tekur líka 800 krónur fyrir greiðann, eða samsvarandi magn af hassi — um tvö grömm. Hún heldur sig á sömu slóðum og Herdís og viðskiptavinir hennar eru af svipaðri gerð; ungir menn sem koma og fara og svo fáeinir sem hún hittir oftar. Eins og geta má nærri sjást nokkur þreytumerki á þeim stöll- unum Herdísi og Þórdísi eftir lang- varandi eiturlyfjaneyslu og sukk- líf. Þær eru báðar teknar og Framhald á nœstu síðu HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.