Helgarpósturinn - 24.11.1983, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 24.11.1983, Blaðsíða 20
POPP Þjódsagnapersón ur Rolling Stones — Undercover Þaö hefur verið viðkvæðið hjá mörgum undanfarin ár, þegar Rolling Stones hafa sent frá sér nýja plötu, að þetta væri nú það lélegasta sem þeir hafi gert. Emotional Rescue var miklu verri en Some Girls og Tattoo You átti að vera enn verri en sú fyrst- nefnda. Þetta sama heyrir maður fólk segja núna um nýjustu plötu þeirra, Undercóver. Sjálfum finnst mér þegar ég hlusta á þrjár fyrrnefndar plötur, að þær séu nokkuð svip- aðar hver annarri að gæðum og í fljótu bragði get ég ekki greint að sú nýjasta sé neitt verri. Að vísu finnst mér Some Girls best þessara platna en hinar eru bara nokk- uð áþekkar. Eg held að menn séu fyrst og fremst óánægðir með að það skuli taka Rolling Stones tvö ár að fullgera nýja plötu hverju sinni og svo er útkoman hvorki betri né verri en áður. Eg veit raunar ekki við hverju á að búast af hljómsveit sem hefur verið starfandi í tuttugu ár og aldrei leikið annað en frekar einfalt rokk. Möguleikarnir eru nú ekki svo ýkja margir og sköpunargáfan ekki óþrjót- andi. Á heildina litið eru lög þau sem þeir hafa sent frá sér, á undanförnum árum, ekki sérlega eftirminnileg og helst að þau lög sem vinsældum hafa náð sitji í manni. Einn er þó stór kostur á Rolling Stones og hann er sá að þeir skuli enn geta framleitt tónlist sem er hrá og þar með hefur þeim tekist að við- halda vissum sjarma, sem flestar hljómsveit- ir tapa eftir að hafa leikið saman í einhvern tíma. Ekki get ég talið upp nein lög á Underco- ver, sem mér finnast betri en önnur utan það að mér finnst Undercover of the Night ágætt. Þetta er bara frekar þokkaleg rokk- plata, en vissulega ætti maður að eiga heimt- ingu á betri plötu frá vinsælustu rokkhljóm- sveit heimsins. Bob Dylan — lnfidles Bob Dylan hefur tekið marga kúvending- una í tónlistarflutningi sínum gegnum árin. Eins og flestum er líklega kunnugt snerist hann skyndilega til kristinnar trúar fyrir nokkrum árum. Hafa því síðustu plötur hans innihaldið kristinn boðskap, mörgum aðdá- andanum til sárrar skapraunar. Þegar fréttir fóru að berast út, fyrr á þessu ári, þess efnis að Dylan væri á leiðinni með nýja plötu, þar sem hann hefði snúið baki við trúarþruglinu, létti mörgum gömlum aðdáandanum. Ekki spillti heldur fyrir að fréttinni fylgdi að Mark Knopfler hefði stjórnað upptökunni og þar lékju auk hans ryþmaparið Sly Dunbar og Robbie Shakespiere og gamli Rolling Stones gítarleikarinn Mick Taylor. Nú er þessi plata loks komin út og nefnist hún Infidles. Víst er það að trúarboðskapn- um hefur að mestu verið ýtt til hliðar en þó spretta upp hér og þar áhrif hans. En hvað er Dylan að fást við í textagerð sinni? í sann- leika sagt get ég varla sagt að ég skilji alltaf hvert hann er að fara, eins og t.d. í Jokerman og Man of Peace. Sumir textanna eru ágætar ádeilur eins og Licence to Kill og Union Sundown og svo eru þarna ástarljóð, eins og Don’t Fall Apart On Me Tonight. Tónlistin er frekar grípandi og þó Iögin séu svipuð því sem Dylan hefur sent frá sér áður, þá eru útsetningar þeirra þesslegar að þau falla strax í kramið. Gítarleikur Knopfler og T aylor er líflegur. Bassa- og trommuleikur er frekar einfaldur en fellur vel inn í myndina. Hljómborð veita ágæta fyllingu og sumstað- ar blæs Dylan í munnhörpuna sína, með þeim stirðbusalega en samt ágæta hætti sem horium hefur ávallt fylgt. Á heildina litið er ég frekar ánægður með Infidles og tel hana mikla framför frá því sem Dylan hefur látið frá sér fara undanfarin ár. Ég held að það sé þó nokkuð Ijóst að hann er kominn yfir sitt fegursta skeið sem afger- andi nafn í tónlistarheiminum og þegar fram líða stundir verða líklega ekki margar af þeim plötum sem hann hefur verið að senda frá sér síðustu tíu árin, eða svo, taldar til hans merkustu platna. En samt sem áður bíða menn sjálfsagt með sama spenningi og hingað til er von er á nýjum plötum frá hon- um. Menn eiga þá líklega eftir að verða fyrir vonbrigðum eða bara sæmilega ánægðir, eins og er um mig núna. Leikfélag Kópavogs — Gúmmí-Tarzan Ef þú lesandi góður lítur á yfirskrift þessa pistils, þá sérðu að þar stendur skýrt og skorinort ,,popp“. Það þýðir náttúrlega að ég eigi að skrifa umpopp, en hvað felur það í raun og veru í sér? I reyndinni hefur það fal- eftir Gunnlaug Sigfússon ið það í sér að ef eitthvað verður ekki flokk- að undir jazz eða klassík, þá sit ég uppi með það. Ég hef þó hingað til sloppið við har- mónikkutónlist. Barnaplötur eru eitt fyrirbrigðið sem ég hef fengið til að gefa umsögn mína. Nú er ég þeirrar skoðunar að, svona innan vissra tak- marka, eigi fullorðið fólk ekki að vera að dæma um hvað sé börnum hollt að hlusta á og hvað ekki. Þess vegna hef ég haft það fyr- ir vana að láta syni mína dæma um það hvort einhverjar barnaplötur séu góðar eða ekki. Það er þó ekki gert með þeim hætti að ég krefji þá svara um gæði plötunnar, heldur gef ég þeim þær og ef þær eru spilaðar aftur og aftur, þangað til maður fær gæsahúð, þá veit ég að þær eru góðar. Bækur Ole Lund Kirkegaard hafa verið í sérstöku uppáhaldi á mínu heimili (enda fjandi góðar) og þau eru ófá skiptin sem ég hef þurft að lesa Fúsa froskagleypi, Ottó nas- hyrning, Gúmmí-Tarzan og hvað þær nú heita hinar. Því var það nú svo að menn drifu sig á Gúmmí-Tarzan, þegar Leikfélag Kópavogs hóf sýningar á honum og vart hef- ur verið meira um annað rætt síðan. Það hef- ur líka verið vandamál fyrir mig að komast í plötuspilarann undanfarna daga, því þar hefur Gúmmí-Tarzan einnig verið þaulset- inn. Dómur strákanna er sem sé að þetta sé góð plata. Minn dómur er sá að þetta sé hressileg og vel gerð plata. Söngur á henni er yfirleitt góður og vil ég þá sérstaklega nefna nöfn Páls Hjálmtýssonar, Sigrúnar Jónsdóttur, ingibjargar Jónsdóttur og Gunnars Magnús- sonar. Söngtextar, sem eru í þýðingu Jóns Hjartarsonar og Þórarins Eldjárns eru góðir og tónlist Kjartans Ólafssonar er ágæt. Hljóðfæraleikur allur er og einnig góður. Leikfélag Kópavogs hefur gert börnum Gúmmí-Tarzan eftirminnilegan með sýn- ingu sinni og er platan þeim kærkomin við- bót. Rakarastofaa Klapparstíg Sími 12725 Hárgreiðslustofan Klapparstíg Tímapantanir 13010 r Ertþú ^ búinn að fara í Ijósa - skoðunar -ferð? SiguróurA. Magnússon , JAKOBSGLÍMAN gefum aóbar bœkur og menning Sögumaður, Jakob Jóhannesson, fermdist í lok Möskva morgundagsins og er því kominn í fullorð- inna manna tölu í þriðja bindi uppvaxtarsögunnar. Aðstæður heima fyrir hafa aldrei verið ömurlegri og framtíðin virðist ekki björt. Jakobsglíman nær yfir þrjú átakaár í lífi drengsins og segir frá tilraunum hans til að komast að heiman, mennta sig og ná fótfestu í KFUM þegar hann hefur játast Kristi. Þar eru fyrir menn sem hafa mikil áhrif á sögumann og auðvelda ekki glímu Jakobs við freistingar holdsins sem með vaxandi kynhvöt valda átakamikilli tog- streitu í sálarlífi hans. Jakobsglíman er næm lýsing á'viðkvæmu skeiði í lífi unglings, um leið og hún sýnir nánasta umhverfi hans og verður sérkennileg heimild um einstakling í Reykjavík stríðsáranna. Uppvaxtarsaga Sigurðar A. Magnússonar í bókunum Undir kalstjörnu (1979) og Möskvar morgundagsins (1981) fékk frábærar viðtökur almennings jafnt sem gagnrýnenda. í Jakobsglímunni erstíl- snilldin hin sama, enfrásögn- in jafnvel enn persónulegri og nákomnari höfundinum. 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.