Helgarpósturinn - 24.11.1983, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 24.11.1983, Blaðsíða 17
LISTAPOSTURINN Skíthrædd við að falla í alvörutrans Talad viö Þuríði Pálsdóttur óperu- söngkonu um hlutverk hennar í Miðlinum Þurlður Pá'lsdóttir Isnýr aftur á óperu- Isviðið — „ég er vön að bjarga mér“. Hver er þar? Hver er þar? Svara mér. Sviðið er æfingaherbergi Þuríð- ar Pálsdóttur óperusöngkonu, heima hjá henni, í Vatnsholtinu. Úr kassettutæki heyrist píanótón- list, og Þuríður syngur með, fyrr- greindan texta, og miðar ímynd- aðri byssu á blaðamann. En þegar þar að kemur verður hún auðvitað með alvörubyssu. Að kvöldi annars desember í Gamla bíói. Þá frumsýnir íslenska óperan Miðilinn eftir Gian-Carlo Menotti. Þuríður Pálsdóttir syngur aðalhlutverkið, miðilinn Böbu. „Það er svakalega erfitt að syngja þetta. Takturinn er það erfiðasta. Eg spila ýmsa kafla inn á kassettu, geng svo um og syng og memoræsa. Það er eitt við að læra hlutverk, það er ekki hægt að kenna manni hvernig á að fara að því. En ég er vön að bjarga mér. Margt af þessu eru mjög erfiðar senur, einsog lokasenan sem ég var að syngja. Það er svo mikill leikur í þessu, og mikill bisniss, verið að slá og lemja og skjóta. Og syngja um leið, auðvitað. Óperan fjallar í stuttu máli um svikamiðil, og börnin hennar tvö sem aðstoða hana í sjónhverfing- unum.“ (Eitt er nú það, bætir Þuríður inní. Ég er skíthrædd við að falla í alvörutrans á sýningu. Á æfingu um daginn barðist ég við svefninn. Ég hugsaði með mér: Ég verð ekki eldri ef þetta kemur fyr- ir mig á sýningu.) „Baba lendir í því að á miðilsfundi er komið við hana, og allir viðstaddir neita að hafa gert það. Hún verður rugluð út af þessu því hún trúir ekki á að slíkt geti gerst, og í æðiskasti flett- ir hún ofan af sjálfri sér. En þótt gestir hennar sjái svikin svart á hvítu, neita þeir að trúa, og halda því fram, að það sé víst eitthvað á ferðinni. Verkið er að mtnum dómi afar skemmtilegt, bæði sem leikhús- verk og tónlistarlega. En hún er erfið músíkin. Magnús Ásgeirsson þýddi og mér finnst óperutextinn sá fallegasti sem til er á íslensku. Ég reyni það sem ég get til að láta hvert einasta orð heyrast." Þuríður fer með nokkur dæmi. „Er þetta ekki fallegt?" Nei nei að látnir lifi nei. Þeir látnu eru úr leik. Já duft eru beir duft sem á sér engan draum og ekkert utan þögn um enga leynd. Auðn, tóm, ekkert, ekkert. Söngur Þuríðar í Miðlinum verður come-back einnar af okkar helstu prímadonnum á óperusvið- inu. Hún hefur sungið fjölmörg óperuhlutverk, og auðvitað alltaf aðalhlutverk. Fyrir tólf árum varð hún fyrir því að veikjást alvarlega í baki og ákvað að „Snúa mér alfarið að kennslu. Ég hef verið yfirkennari Söngskólans frá stofnun, í 10 ár. Svo hringdi Garðar Cortes í mig í haust og bað mig að syngja Böbu. Ég sagði: nei ertu brjálaður. Hann vildi að ég hugsaði mig um, ég fékk ekki nema einn dag, og ég var hin fúlasta og sagðist ekkert ætla að gera það. En Garðar ýtti mér út í einsog hann er vanur, og annað hvort verður maður að synda í land eða drukkna. En ég heimtaði að Mark (Tardue) hlust- aði á mig. Það hefur alveg vantað fólk á íslandi einsog hann. Hann er hljómsveitarstjóri og hann er líka það sem kallast repetitör, sá sem spilar á píanó og æfir með manni. Við höfðum úrvalsmenn á þessu sviði einsog Urbancic, Róbert A. Ottósson og Weisshappel. Mér finnst starfskraftar píanó- leikara ekki nýtast í þessu sam- bandi. Þeir eru allir að kenna börnum úti í bæ.“ Miðillinn hefur áður verið sýnd- ur á íslandi, í Iðnó 1952. Þuríður söng líka þá, en annað hlutverk, Moniku. „Guðmunda Elíasdóttir söng Böbu og gerði það mjög fallega. En hlutverkið var allt öðru vísi hjá henni, hún var gerð að lit- ríkri sígaunakonu, en ég er mið-evrópsk borgaraleg kona. Það er í þessu einkennilegar til- viljanir. Einar Pálsson bróðir minn var leikstjóri þá, og ég söng Moniku. Nú syngur Katrín Sigurð- ardóttir Moniku, og Hallmar Sigurðsson bróðir hennar er leik- stjóri . Róbert A. Ottósson stjórn- aði uppfærslunni í lðnó.” Miðillinn var fyrst sýndur á Broadway 1947, ásamt Síman- um, einþáttungi eftir sama höfund. Það er hefð að flytja verk- in saman. Manni verður á að hugsa að Miðillinn hljóti að verða hvalreki fyrir hina dulrænu þjóð íslendinga í skammdeginu. Auk þess sem það hefur orðið vinsælt í raunveruleikanum að fletta ofanaf íslenskum svikamiðlum. StS. LEIKHUS Sjón sögu ríkari? Stúdentaleikhúsiö: Draumar í höföinu. Stjórn: Arnór Benónýsson. Leiktól: Sigríöur E. Siguröardóttir og Þórdís Ágústsdóttir Tónlist: Jóhann G. Jóhannsson Frumsýning 20. nóvember Það eru búmenn sem stjórna Stúdentaleik- húsinu, þessum skrýtna bastarði áhugafólks og atvinnumanna; í allt sumar og fram á haust stóðu þeir fyrir skemmtidagskrám í kuldalegum mötuneytissal Félagsstofnunar Stúdenta og leituðu víða fanga. Bar márgt á góma á sýningum flokksins, flest heilsusam- legt og andlega nærandi. Á sunnudagskvöldið var boðið uppá nýtt úrval, að þessu sinni sótt í nýútgefinn/óút- gefinn skáldskap eftir rithöfunda á fertugs- aldri. Þrettán manna flokkur flutti, og ný- næmið við dagskrána var sú tilraun að svið- setja flutninginn, taka sögu og ljóð og gera úr atriði, atburði á sviði. Tilraunin var spennandi: hvernig koma sögukaflar Þórar- ins, Óla Hauks, Einars Más, Einars Kára, Steinunnar Sig. og Páls Pálssonar út á sviði? — Misjafnlega reyndust þeir leikhæfir og hafa samt örugglega verið tínd úr atriði sem líklegust voru til sigurs á sviðinu; milli þeirra var skotið ljóðum eftir Berglindi Gunnarsdóttur, Sigmund Erni Rúnars- son, Birgi Svan, Gyrði Elíasson, Kristin Sæmundsson, ísak Haröarson og Krist- inu Bjarnadóttur. Lestina rak Vigdís Grímsdóttir með sína texta, mitt milli ljóðs og sögu. Tilraunin leiddi í ljós enn einu sinni að ljóð vorra tíma eru brothættur varningur, eink- um á vörum fólks, sem ekki hefur yfirstigið þröskuld raddþroskans, eins og var með hluta flytjendanna. í blönduðum hóp þjálf- aðra manna og óþjálfaðra er afar erfitt að koma á hlutverkaskipan sem er í senn ögr- andi viðfangsefni fyrir vana og óvana og fá á allan hópinn samstilltan svip. Jafnvel með- al atvinnumanna sjáum við í sýningu eftir sýningu illa samstillta krafta, svo einn skarar annan, heildarsvipur rofinn án tilefnis. í sviðsetningu Arnórs Benónýssonar bar lítið á þessum mun, leikflokkur hans var mis- jafnlega í stakk búinn að takast á við leik- hlutverk af stærri gerðinni, sum tókust vel, t.d. Lína Margrétar Pálmadóttur, önnur miður, t.d. sýslumaður Eyþórs Árnasonar. Framsögnin skilur milli feigs og ófeigs, á- hugamaður kann ekki að samræma tal og öndun, hann gleypir orðin eða andar þeim frá sér svo göt detta á orðræðuna. Hann „í blönduöum hóp þjálfaðra og óþjálf- aðra er afar erfitt að koma á hlutverka- skipan sem erlsenn ögrandi viðfangs- efni fyrir vana og óvana og fá á allan hópinn samstilltan svip“, segir m.a. I gagnrýni Páls Bald- vinssonar um sýn- ingu Stúdentaleik- hússins „Draumar I höfðinu". eftir Pál Baldvin Baldvinsson kann ekki að fyglja hljómi eftir með hreyf- ingu, hræringu, svo eitt styðji annað eða sé því í mót. Hópurinn náði sér best á strik í söguköflum sem fjölluðu um ungt fólk: rokk- ara á Grímsstaðaholtinu fyrir 1960 og ung- linga okkar tíma. Þá skyggði enginn á ann- an, öryggi ríkti í leiknum, tungutakið tamt eða nálægt. Það var í sögubrotum Einars Kárasonar og Páls Pálssonar. Annað var impá teningnum í miðaldramillistéttarblús Olafs Hauks: uppskrúfað mál og ósénni- leiki svo leikendur áttu fótum fjör að launa. Þar slapp Eyþór vel frá erfiðum texta. Þegar hópatriðum sleppti stóðu flytjendur einir og berskjaldaðir með vandmeðfarna texta. Rósa Marta og Daniel Ingi skiluðu strengbrúðum Steinunnar með prýði í tveim meinlegum eintölum sem voru illu heilli slitin sundur með pásu. Breyta því! Þá má hvetja ljósamenn til að hraða dimmu á nokkrum stöðum, ekkert er eins hryggilegt og leikari á sviði sem bíður þess að Ijósin dofni á honum. Eins mætti einfalda skipting- ar til að hraða framrás dagskrárinnar. Tónlist var flutt milli atriða, smellin og ein- föld, passaði vel við íburðarlítinn stíl á svið- setningu Arnórs. Hreyfingar voru litlar og ekki miklar tilfærslur á sviðinu. Hópatriðum smekklega uppstillt. Stundum þótti mér nokkuð langt gengið í undirbúningi, margir stólar bornir á svið af litlu tilefni. En það er smekkurinn, maður verður víst hengdur fyr- ir hann að lokum. Síðasta myndbrotið var úr bók með Tíu myndum úr lífi þínu eftir Vigdísi Grims- dóttur. Sólveig Halldórsdóttir og Mar- grét Pálmadóttir fluttu af æðruleysi og innileik sem hæfði og fylgdi manni út í frost- kalda nóttina og lengra. Við skáldskap Vig- dísar vildi ég helst eiga meira kynni eftir þetta kvöld. Þessi stutti kafli var nógu kraft- mikill í einfaldleika sínum til að gera það eft- irminnilegt. Þar voru eitt, orð og æði. HELGARPÓSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.