Helgarpósturinn - 24.11.1983, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 24.11.1983, Blaðsíða 14
MEÐ ÁHYGGJUR HEILLAR ÞJÖÐAR Á HERÐUM eftir Steinunni Siguröardóttur „Ég get því midur ekki komist í viðtal á miðvikudag. Sá dagur er einsog bombarderað hóruhús hjá mér. “ Það varþá eitthvað eftir af skemmtilegasta manni ískólanum (M.R. fyrir 15 árumj, Guðmundi Einarssyni. Sannarlega tilefni til léttis, því maður býst síður við að menn sem eru komnir inn um himnahurðina breiðu á alþingi geti fengið það afsér að vera skemmtilegir framar. Og sú krafa er auðvitað ósanngjörn að þeir hafi nokkra eiginleika aðra en þá að geta stjórnað landinu afviti (eru það annars ekki þeir sem sjá um þetta?). Hvernig kann hann svo við sig í nýja starfinu? „Það er varla hægt að kalla þetta starf. Þetta er frekar way of life. Aldrei búið. Maður tekur þetta með sér heim. Síminn er hringjandi fram eftir kvöldi og byrjar svo á morgnana aftur. Þetta gleypir mann með húð og hári. Annars er ofsnemmt að segja til um hvernig mér líst á starfið. Ég verð bara að segja einsog breskur vinur minn sagði þegar ég gafhon- um harðfisk: It’s very interesting. “ (Afar áhugaverður). — Hvernig vinnustaður er alþingi? „Það er varla hægt að kalla þetta vinnu- stað. Maður kemur og fer, þetta eru hlaup hús úr húsi, milli funda, og heimsóknir út í bæ stundum. Auðvitað er starfið mjög skemmtilegt, þegar á heildina er litið. Eg á ekki von á að nokkur þingmaður segi annað. Eg held að menn væru ekki í þessu nema af því þeir hafa af því ánægju." Þegar við vorum í menntaskóla þá hefðir þú sennilega þótt frekar ólíklegur til að fara á þing... þarf maður ekki að breyta um persónuleika ef maður er þar... ég á við í menntaskóla hefði enginn grunað þig um að ganga með þingmann í maganum.... ,,Eg gekk nú alls ekki með þingmann í maganum. En hvernig svona hlutir gerast, það er náttúrlega mjög erfitt að greina það. Eg held að það sé með þetta einsog svo margt annað í lífi fólks að hlutir eru ýmsum tilviljunum háðir. Ég hafði alltaf áhuga á pólitík, til dæmis hafði ég mikinn áhuga á umhverfismálum, þegar ég var í háskól- anum.“ (Guðmundur er líffræðingur að mennt). „Ég fór á ýmsar ráðstefnur og'las mér til um þessi efni. Það var auðvitað mjög pólitísk. Þetta var á árunum uppúr 1968, tímar stúdentauppreisnanna. Menn voru einsog kaliað er... sko ... mjög meðvitaðir" (Guðmundur hlær, sennilega þurrlega). „Síðan, þegar ég var í Englandi, þá fylgdist ég afskaplega vel með pólitíkinni þar líka. Það er mjög skemmtileg pólitík í Englandi. Bretar eiga góð blöð, sem eru upplýsandi, um pólitík og annað. Ekki má gleyma sjón- varpinu þeirra, þar sem eru svona hetjur einsog Robin Day. Hann er svona spari- fréttamaður hjá BBC. Þegar ég kom heim 76 þá hellti ég mér út í kennslu og að kaupa húsnæði og vann myrkranna á milli. Þetta voru viðbrigði. Ég hugsa að það finnist flestum sem koma hingað frá námi í útlöndum. Það er misjafnt hvernig menn fara út úr þessu þegar þeir koma heim aftur og lenda í lífsbaráttunni aft- ur af fulluip krafti. Ég skipti mér lítið af pólitík fyrr en 78-80 og hef fylgst vel með síðan. Einn þáttur í því var sá að Vilmundur heitinn Gylfason hafði oft og einatt samband við mig m.a. vegna umhverfismála. Ég fylgdist líka vel með því sem hann var að gera. í fyrravetur fór ég að tengjast starfi Bandalags jafnaðarmanna æ meir. Ég tók meðal annars þátt í að semja stefnuskrána, ekki síst þann þátt sem snýr að umhverfismálum. Þetta var mjög skemmti- leg vinna, og margt af góðu og áhugasömu fólki. Áhugi minn fór sívaxandi, þegar fram- boðsmálið kom til skjalanna tók ég mér góð- an tíma ti! umhugsunar. Síðan hef ég lítið getað hugsað." — Er Vilmundur Gylfason að einhverju leyti fyrirmynd hjá þér í pólitíkinni? „Ég geri mér ekki grein fyrir því. En eng- inn er ósnortinn af því að hafa unnið með honum og hafa umgengist hann — til dæmis á kosningafundum, það voru einsog töfra- brögð." — Ætlarðu þér að gera skurk einsog hann? „Ég held að menn eigi ekki að ætla sér slíka hluti. Maður verður hverju sinni að bregðast við einsog eigin hugsun segir til um og eigin reynsla. Ef maður fer að búa sér til einhvern persónuleika einsog þú varst að tala um áðan, þá verður maður afhjúpaður, maður lendir fyrr eða síðar í einhverju sem maður ræður ekki við. Ef það á fyrir mér að liggja að vera lengi í pólitík þá verð ég að byggja á sjálfum mér. Svo eru auðvitað margir sem maður getur lært af.“ — Heldurðu að skemmtilegheitin sem þú býrð yfir geti notið sín á þingi? „Það hlýtur nú að koma niður á manni að vera með áhyggjur heillar þjóðar á herð- unum.“ — Takiði þetta virkilega svona alvarlega? „Ég ætla að vona það. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Hljómaði þetta nokkuð of lands- föðurlega?" Statisti í viðtalinu er Halldór Kristjánsson yfir — templar frá Kirkjubóli, húsvörður í Þórshamri. Hann kemur nú í gættina og seg- ir að Stefán Benediktsson þingmaður og flokksbróðir Guðmundar sé í símanum. (Heppni að ekkert var á borðum nema kaffi). Blaðamaður kemst ekki hjá að heyra sam- talið. Guðmundur segir á ensku: Við steikj- um þá. Svo segist hann ætlá að koma sér í bólið og taka fulla tösku með sér og breyta þjóðfélaginu. Stefán hefur ugglaust sagt eitt- hvað skondið við því, og Guðmundur hlær sínum prýðilega sterka rómi. Þetta með bólið er auðvitað komið til af því að þingmaöurinn er með inflúnsu og bætir við að hann sé orðinn influensial. Hinn statistinn í viðtalinu, Jim Smart Ijós- myndari, tekur ekkert mark á því og hrekur viðfangsefnið út á gaddinn, svo það megi verða ennþá meira influensial. — Virðist það ekki vonlaust verk að hafa áhrif, með fjóra þingmenn, í stjórnarand- stöðu? „Þingmannatalan þarf ekki að segja allt um áhrif. Þingmenn hafa bæði áhrif per- sónulega og sem hluti af sínum flokki. Ég bendi á að Vilmundur Gylfason einn hafði mikil áhrif, þótt ferill hans væri ekki langur. Þessi áhrif eru ekki komin fram nema að litlu leyti. Hann kom til dæmis fram með ýmis ný hugtök, og dustaði rykið af öðrum. Ég nefni: frjálsa samninga, aðskilnað fram- kvæmda- og löggjafarvalds. Það var, einsog einn þingmaður benti á, ofurmannlegt afrek hjá Vilmundi að fá alla þjóðina til að tala um grundvallaratriði í stjórnsýslu. Áhrif þingmanns fara eftir því að hve miklu leyti hjarta hans slær í takt við fólkið í landinu. Það er svo annað mál hver á að lokum frumvörpin sem ná fram að ganga. Þau eiga sér oft mjög flókinn feril. Um það má segja að fáir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá. Við í Bandalaginu gerum okkur ekki vonir um að koma í gegn frumvarpinu með stóru F-i sem breytir íslensku þjóðfélagi. Stjórnar- flokkarnir eiga svo sem ekki eftir að gera það heldur. Annars er mér næstum illa við að tala um okkur í stjórnarandstöðu. Mér þætti nær að tala um þingmenn utan stjórn- ar. Bandalag jafnaðarmanna er ekki sjálf- krafa í stjórnarandstöðu. Hinsvegar hittist svo á, að það sem af er, höfum við haft fleiri tækifæri til að vera sammála en ósammála. Bráðabirgðalögin frá í sumar voru til dæmis ámælisverð, bæði að efni og framkvæmd. — Hvað greinir Bandalag jafnaðarmanna frá öðrum íslenskum stjórnmálaflokkum? „ Ef við lítum á stjórnmál síðasta áratugar þá sést að það eru jafnaðarmannaflokkarnir í Vestur-Evrópu sem hafa staðið bakvið stór- kostlegar framfarir í velferðarmálum sinna þjóða. Það sem stóð undir framförunum var aukning framleiðslu, þetta var á þeim árum þegar allt var á uppleið. Síðan gerist það að menn sjá að auðlindirnar eru takmarkaðar, hagvöxtur minnkar, það kemur kreppa í heiminum. Hagnaðurinn nægir ekki lengur til að standa undir loforðum stjórnmála- flokka um bætt lífskjör. Fólk fer líka að verða vart við flókinn skóg af reglugerðum og lögum sem á að stjórna því eftir, báknið. Uppúr þessu fer fólk að gera aðrar kröfur, það vill ráða sér sjálft og hafa rými til eigin athafna og ákvarðana. Þetta hugtak, frelsi fólks og einstaklings, er tema Bandalags jaf'naðarmanna. Frelsi er Smartmynd að vísu orð sem búið er að koma óorði á, líkt og bytturnar komu óorði á brennivínið. En það voru semsagt nýju frjálslyndu hægri- mennirnir sem beittu orðinu frelsi fyrir sig, markaður og allt átti að vera frjálst, og hver átti að berjast fyrir sínu; þeir afneituðu vel- ferðarþjóðfélögum. En það sem við viljum er að losa fólk úr viðjum miðstýringarinnar, gefa því sjálfu tækifæri til að ráða meiru, ýmist persónu- lega eða í samfélaginu. Við höfum til dæmis lagt til að launþegar semji sjálfir við sína vinnuveitendur. I almennum kosningum viljum við að hægt sé að kjósa fólk af fleiri en einum lista, eða að fólk geti að minnsta kosti raðað á lista. Það er lykilatriði hjá okkur að dreifa vald- inu, að koma því út í hérað. Fólk í Reykjavík á t.d. ekki að ráða yfir bryggjusmíði úti á landi, það á fólkið á staðnum að gera sjálft, það veit best hvað borgar sig. Þannig verð- um við að bregðast við minnkandi þjóðar- tekjum. Nýta betur það sem við höfum. — Finnstþér að mikið hafi verið gert afvit- leysum hér í stjórnun? „Miðað við þjóðartekjur þá ættum við að teljast til tíu eða fimmtán best settu þjóða í

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.