Helgarpósturinn - 26.01.1984, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 26.01.1984, Blaðsíða 3
mm wm mm Úlpur á apana! ■^Apamir í Sædýrasafninu voru frekar miður sín þegar HP heimsótti safnið um helgina. Enda engin furða, þvi fannfergi var mikið og bylurinn stóð inn í húsið þegar lokið var upp. í sama húsi lágu Ijónin og sváfu og gáfu ekki mikið út á lífið á Fróni en dreymdi um sæluslóðir f Afriku. Oft var erfitt að grilla í háhyrning- ana þrjá í sundlaug þeirra því skuggsýnt er i húsinu og vatnið gruggugt. En þeir voru hinir hressustu og syntu með miklum bægsla- gangi og dæstu sterklega þegar þeir stungu hausnum upp úr vatnsskorpunni. Gæsirnar voru hálfálappa- legar i snjónum og kengúr- urnar botnuðu hvorki upp né niður í tilverunni þar sem þær hímdu í rauða skúrnum sínum og gæddu sér á fóðri. Sæljónin öskruðu án afláts, hvort sem þarvar um lífs- gleði eða einhverjar aðrar hvatir að ræða. Einu dýrin sem voru fullkomlega róleg og virtust stödd í réttu um- hverfi voru isbirnirnir. Þeir hlupu um gryfju sína eins og unglömb, veltu sér upp úr snjónum og tuskuðust glettilega eða voru með til- burði til að stinga sér koll- hnís. Þetta eru nú einhver önnur viðbrögð konunga norðursins en þegar þeir eru sleppa alveg Afríkudýrunum. Eða hvað? Alla vega sagði einn drenghnokkinn við mömmu sína þegar hann sá apann skjálfa og hósta: „Heyrðu mamma, komum í bæinn og kaupum handa ’onum úlpu!“ lokaðir inni í daunillum gryfj- um ( stórborgum útlanda að sumarlagi. Selirnir voru reyndareinnig mjög ánægðir með sitt hlutskipti og litu á umhverfið vönum augum. Kannski væri ráðið að koma upp heimskautadýrasafni og í HJARTA BORGARINNAR HJÁ MAGNA LAUGAVEG115 ÚRVALS TAFLMENN úr tré og plasti Taflborð Tafldúkar Skákklukkur Plastspil Landsins mesta úrval spila, leikspila og tölvuspila. í tilefni 5 ára afmælis verslunarinnar — 10% afsláttur. Hjá Magna Símf23011 — Bjórkráin? Ég er nú dáldið feiminn við að kalla það bjórkrá. Yfirvöldin hafaverið mikið með okkur undir smásjá, mæla mjöðinn, klóra sér f hausnum og velta því fyrir sér hvort þarna sé um lögbrot að ræða. Sem það er náttúrlega ekki, því við seljum krúsina sem bjórbollu, samanber vín- bollu sem er á boðstólum annars staðar. Annars er þetta bjórbann ekki aðeins hlægilegt, heldur fáránlegt. — Hvað er bjórinn, fyrirgefðu, bjórbollan sterk? „Fjögur og hálft prósent." — Altsó eins og sterkur bjór? „Já, ætli það sé ekki eitthvað svipað. Annars gengurvel. Þettaer jú staðurinn sem allirvildu fá; sem vantaði inn í borgarlífið. Gaukurinn er þó ekki hverfisknæpa. Hingað kemuralls konar fólk, kon- ur og karlar á öllum aldri. Um daginn sagði einn eldri maðurvið mig að hann hefði beðið í 40áreft- ir svona stað.“ — Hann hefur verið orðinn þyrstur. „Bjórbollan og umhverfið hefur glatt ævikvöld hans, alla vega. — Umhverfi já, þetta er dálítið þýskt, er það ekki? „Jú, það má segja það. Við miðum við að hafa innréttingarnar notalegar í miðevrópskum stíl.“ — Hvaö er í bjórbollunni? „Geheimlich, mein freund. Algjört leyndarmál." — Gefðu ábendingu. „Það eru fjórar tegundir af vini. Hörðustu bjór- drykkjumenn segja okkur að þetta sé hinn full- komni mjöður. Enda er bjórbollan vinsælust og langmest drukkin." — Hvað kostar krúsin? „Hundrað kall, en þá færðu líka 0,4 lltra." — Og svona að lokum, Sveinn. „Við seljum ennfremur úrvals mat, létta kjöt- rétti og skemmtilega fiskrétti að viðbættri matar- mikilli súpu. Síðar verðum við með þýskan mat, sauerkraut og eisbein einu sinni I mánuði" - Oj ... „Af hverju segirðu það? Frábærir svínaskankar í pækli. Nú.viðerum að þessu vegnaídeólógíunn- ar einvörðungu; erum fimm sem eigum þetta, en allir I öðrum störfum og höfum fólk sem rekur staðinn." — Ágætar hliðartekjur? „Við erum að greiða niður stofnkostnaðinn en það væri ekki rétt að kvarta." Sveinn Úlfarsson er fæddur í Reykjavík 1950. Hann er rekstrar- hagfræðingur að mennt fró hóskólanum í V-Berlín. Hann er einn af stofnendum veitingastaðarins Gauks ó Stöng. Sveinn rekur Verkfræði- og rekstrarróðgjöf hf. (skammstafao VOR) ósamt Elíasi Gunnarssyni sem einnig er einn eigenda Gauksins. Hvernig gengur bjórkráin? HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.