Helgarpósturinn - 26.01.1984, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 26.01.1984, Blaðsíða 6
INNLEND YFIRSYN Leynifundir eða opinberar viðræður? Bak- tjaldasamningar eða vinsamlegar þreifing- ar? Þessar spurningar hafa vaknað eftir að fjölmiðlar skýrðu frá viðræðum þeirra Ás- mundar Stefánssonar, forseta ASÍ, og Magn- úsar Gunnarssonar, framkvæmdastjóra VSÍ, með kjarasamning í sjónmáli. Viðræðurnar hafa staðið yfir allt frá áramótum og halda áfram. Að sögn dagblaða hafa viðræður þeirra Ásmundar og Magnúsar m.a. fætt af sér fastmótaðar hugmyndir um þrjár áfanga- hækkanir, 4—5% hækkun við undirritun samnings, 3% 1. júlí og 3% 1. desember. Forystumenn iaunþegahreyfingarinnar hafa gefið út ýmsar yfirlýsingar í þessum efnum, sömuleiðis Ásmundur og Magnús, en allir virðast sammála um að þessar tölur séu út í bláinn; hér hafi aðeins verið um lausar hugmyndir að ræða og ekkert sé til í því að samningar ASÍ og VSI séu í burðarliðnum. En hvernigeru þá möguleikarnir á að end- ar vinnuveitenda og launþega nái saman? Munu slíkir samningar hugsanlega sprengja öll verðbólgumarkmið ríkisstjórnarinnar? Eða slitnar uppúr samningaviðræðunum og verkföll blasa við? Víst er að launakröfur starfsmanna ISALs hafa gert ákveðið strik í reikninginn. Starfs- menn álverksmiðjunnar í Straumsvík hafa löngum staðið utan við önnur verkalýðsfé- lög varðandi samninga vegna sérstöðu þeirrar vinnu sem þar er innt af hendi. Fyrstu kröfur þeirra um 40% launahækkun sprengja þó allan ramma kauphækkana og þótt málamiðlun náist, þykir víst að keðju- verkun eigi sér stað; launakröfur rísi meðal starfsmanna Grundartanga, RARIK og í skyldum starfsgreinum. Þröstur Ólafsson, hagfræðingur hjá Dagsbrún, er ekki þeirrar skoðunar að samningar náist á næstunni í ÍSAL-deilunni en telur hins vegar fráleita þá kröfu starfsmanna ISALs að endurheimta kaupmátt Iauna eins og hann var að jafnaði árið 1982: „Verði gengið að slíkum kröfum mun það bitna á heildarafkomunni m.a. í stigvaxandi verðbólgu." Þröstur bendir enn- ■ Vísitölubindingin get- ur orðiö erfiðasta þrautin í samninga- viðræðunum Hræöslubandalagid VSÍ/ASÍ tremur á að erfitt'sé að segja til um afstöðu Dagsbrúnar í kjarasamningum þar eð ekkert , haldfast liggi fyrir. Dagblöð hafa gefið í skyn að Dagsbrún muni ekki ganga að umtöluð- um samningum ASÍ og VSÍ. Þröstur segir við HP: „Það er ljóst að flöt prósentutöluhækk- un eða ákveðin lágmarkslaun eru ekki heppileg fyrir okkar verkalýðsfélag, vegna þess að allir taxtar munu þá sökkva og m.a. verður enginn munur á dagvinnu og eftir- vinnu." Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri VSÍ, telur ekki að ISAL-samningarnir muni hafa veruleg áhrif á heildarkjarasamninga í landinu og Ásmundur Stefánsson segir að það sé mjög erfitt að meta slík áhrif. Sá þáttur hugsanlegra kjarasamninga sem mikið hefur verið hamrað á, er vísitölubind- ing launa. Magnús Gunnarsson segir við HP: „Það hefur aldrei komið til greina að hálfu Vinnuveitendasambandsins að semja eða skrifa undir vísitölubindingu.“ Ásmundur Stefánsson segir hins vegar: „Alþýðusam- band íslands telur fyrir sitt leyti að það sé erfitt að gera samninga tii lengri tíma án þess að vísitölubinda laun.“ Aðilar VSÍ og ASÍ hafa enn ekki rætt ítarlega um vísitölu- bindingu. Enn er slík umræða of viðkvæm og báðir aðilar vilja nálgast hvor annan í já- kvæðu umræðuformi áður en sverfir til stáls. Forystumönnum launþegahreyfingar- linnar er ljóst að vísitölubindingin verði biti sem vinnuveitendur kyngja seint eða aldrei. VSÍ-forystunni er ljóst að vísitölubinding er frumkrafa margra verkalýðsfélaga. Þess vegna er talað diplómatískt um endurskoð- un launa með reglulegu millibili og fjölda- mörg dæmi reiknuð á vasatölvur Ásmundar og Magnúsar með mismunandi gengisferli og kauphækkanaferli. Magnús Gunnarsson segir við HP: „Fólk verður að hætta að horfa á prósentur sem lífskjör. Það sem gildir er styrkleiki krónanna." Hinar óformlegu viðræður ASÍ/VSÍ hafa einnig snúist um bættan hag hinna lægst launuðu. En spurningin er ennfremur: Hverjir eru verst settir? Eru það hinir lægst Iaunuðu? Magnús Gunnarsson telur að þetta sé afstæð spurning og ekki sé hægt að rýna á krónutölu Iauna heldur verði að líta á mál- in í stærra félagslegu samhengi. Því hafi um- ræður samningsaðila snúist mikið um at- huganir á ýmsum félagsmálapökkum sem gætu bætt afkomu hinna verst stöddu. Ljóst er að fjölmiðlasprengjan mikla um leynisamningana er mikill reykur og lítill eldur. „Leynifundirnir" voru ekki svo ýkja spæjaralegir, heldur almennar heildarvið- ræður aðila vinnumarkaðarins í gervi for- ystumannanna Ásmundar og Magnúsar. Það var einnig Ijóst að hinar óvenjulegu að- stæður — bágt efnahagsástand, slæm af- koma þjóðarbúsins og þar fram eftir götun- um — setja mikinn lit á þessar hægu og gæti- legu þreifingar. Samkvæmt heimildum HP verða engin verkföll í ár. Vinnuveitendur — og reyndar alþjóð — óskar einskis fremur en að verðbólgubálið réni og slokkni jafnvel alveg. Þótt þessir tveir aðilar hafi enn ekki náð að draga upp heillega mynd af kjara- samningum, halda þeir viðræðunum áfram. Báðir gera þeir sér grein fyrir mikilvægi áframhaldandi kjarasamninga en jafnframt er þessum aðilum ljóst að verðbólgumarkm- ið ríkisstjórnarinnar muni raskast verulega við gerð kjarasamninga. Það gildir því að semja án þess að kollvarpa verðbólgumörk- unum og ræsa verðlagshraðlestina. Þess vegna hafa hinar fjölskyldulegu viðræður VSI og ASÍ tekið leynt og Ijóst á sig einkenni hræðslubandalagsins. ERLEND YFIRSYN Upplausn vofir yfir stjórn Kohls kanslara Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, hefur í tveim þýðingarmiklum ráðuneytum ráðherra, sem reynst hafa slíkir vandræða- gemlingar, að vandséð er hvernig stjórnin lifir af, fari mál þeirra beggja á versta veg. Á miðvikudag settist á rökstóla sérstök rannsóknarnefnd allra flokka á Sambands- þinginu í Bonn, sem á að kanna ákæru um mútuþægni á hendur Otto Lambsdorff efna- hagsmálaráðherra og mesta áhrifamanni í flokki Frjálsra demókrata. Kohl á Lambs- dorff kanslaratignina að þakka öðrum mönnum fremur, því það var hann sem mestu réð um að miðflokkurinn sleit stjórn- arsamstarfi við sósíaldemókrata og hallaði sér til hægri að kristilega demókrataflokkn- um. Fljótlega tekur svo til starfa önnur rann- sóknarnefnd Sambandsþingsins, sem fær það hlutverk að kanna embættisfærslu Man- freds Wörners landvarnaráðherra í hneyksl- ismáli, sem síðasta hálfan mánuð hefur skyggt á allt annað í fréttaflutningi í Vestur- Þýskalandi. Málið snýst um það, hvort Wörner hafi hrakið annan æðsta hershöfð- ingja sambandslýðveldisins úr starfi með smán fyrir lognar sakir. Mútumálið sem kennt er við Flick-sam- steypuna, eitthvert öflugasta fyrirtæki í Vestur-Þýskalandi, varðar marga aðra stjórnmálamenn en Lambsdorff og úr öllum flokkunum þrem sem að kvað fyrir hálfum áratug. Þá græddi Flick mjög á sölu hluta- bréfa í Daimler-Benz bílasmiðjunum, og fékk úrskurð um skatteftirgjöf af gróðanum, þar sem honum hefði verið varið til atvinnu- aukningar. Þá eins og bæði fyrr og síðar lét Flick miklar fjárhæðir renna í flokkssjóði, sérstaklega hjá kristilegum og frjálslyndum. Efnahagsmálaráðherra um þessar mundir var Friderichs úr hópi frjálslyndra, en Lambsdorff var gjaldkeri flokks síns. Eftir áralanga rannsókn hefur ríkissaksóknari komist að þeirri niðurstöðu að þarna hafi ekki verið um að ræða venjulegar gjafir í flokkssjóð, heldur mútur til að fá viður- kenndan rétt til skattundanþágu, án þess að rétt rök lægju tif undanþáguveitingar. Eru því Lambsdorff, Friderichs og þriðji maður sakaðir um að hafa hver um sig tekið við hálfri milljón marka af Flick með saknæm- um hætti. Lambsdorff heldur fram sakleysi sínu og greiddi sjálfur atkvæði með að svipta sig þinghelgi, svo málið mætti hafa sinn gang. Kohl kveðst þess einnig fullviss að ráðherra sinn verði hreinsaður af öllum sakargiftum, en sú afstaða er að minnsta kosti í og með af pólitískum ástæðum sprottin. Frjálsi demó- krataflokkurinn er ekki aðejns ómissandi til að tryggja Kohl þingmeirihluta, heldur er hann þar að auki brjóstvörn kanslarans gegn erkióvini hans, Franz-Josef Strauss, foringja kristilega flokksins í Bajern, CSU. Strauss telur sig í alla staði hæfari til að gegna kansiarastöðu en Kohl, og kanslarinn losnaði aðeins við að fá hann í návígi við sig í Bonn með því að fela frjálsum demókrötum einmitt þau ráðuneyti sem Strauss telur sér samboðin. Það pólitíska jafnvægi sem Kohl hefur með þessum hætti komið á til að tryggja völd sín, færi allt úr skorðum yrði Lambsdorff að iáta af ráðherraembætti vegna mútumálsins. Til þess getur komið síðar á þessu ári, löngu áður en málið er útkljáð. Lambsdorff á pólitíska framtíð sína undir dómara þeim sem nú fer yfir gögn málsins. Hann ákveður í fyllingu tímans hvort sakargiftir ríkissak- sóknara séu svo veigamiklar og vel rök- studdar, að málið verði að ganga til dóms. Fari svo er pólitísk framtíð Lambsdorffs talin úti, hvort sem hann svo yrði sakfelldur eða sýknaður að lokum. Háskinn af Flick-málinu er gamalkunnur, en nú hefur Manfred Wörner Iandvarnaráð- herra og flokksbróðir Kohls kanslara kallað fram annan engu viðurhlutaminni. Á gaml- ársdag vék Wörner úr starfi Gúnter Kiessling hershöfðingja, þrem mánuðum áður en hann átti að láta af herþjónustu og fara á eft- irlaun. Síðustu tvö árin hefur Kiessling verið einn af staðgenglum yfirhershöfðingja Atl- antshafsbandalagsins, Bandaríkjamannsins Bernards W. Rogers, og starfað í aðalstöðv- um bandalagsins í Brussel. Komið er á daginn, að frá því í september hefur Wörner látið snuðrara vesturþýsku gagnnjósnastofnunarinnar fara um kynvill- ingabari í Köln með mynd af Kiessling hers- höfðingja og spyrja gesti, hvort þeir könnuð- ust við að maður sá sækti þessa staði. Með fjóra vitnisburði fengna með þessum hætti hófst Wörner handa og rak hershöfðingjann á þeim forsendum að hátterni hans gerði hann óhæfan til að gæta trúnaðarmála sem öryggi ríkisins varða. Þegar Wörner neitaði að nafngreina vitni sín af kynvillingabörunum og láta þau standa fyrir máli sínu, höfðaði Kiessling hershöfðingi tvö mál, annað á hendur ónafn- greindum rógberum og hitt á hendur Wörn- er landvarnaráðherra, til að fá uppreisn æru með aðstoð dómstólanna. Jafnframt varð uppi fótur og fit á Sambandsþinginu. Kristilegu flokkarnir hafa ævinlega reynt að láta líta svo út að herinn og landvarnirnar sé þeim miklu meira hjartans mál en öðrum flokkum, og þegar í ljós kom að Wörner hafði tekið undirskrift fjögurra kynvillinga, sem hann fæst ekki til að nafngreina, fram yfir drengskaparorð og eiðstaf hershöfð- ingja, leist mörgum í þeim hópi ekki á blik- una. Við bættist að ljóst varð að Wörner hafði það í fyrstu út á Kiessling að setja að honum lynti ekki við bandaríska yfirhers- höfðingjann í Brussel, og þá magnaðist gagnrýnin á ráðherrann um allan helming. Dregger, formaður þingflokks kristilegra, tók undir kröfu stjórnarandstöðunnar um sérstaka rannsóknarnefnd þingsins til að kanna málið. Strauss, foringi CSU, lýsti yfir að í þessu máli yrði tillitið til hersins að ganga fyrir öllu, og felst í orðunum að ráð- herra sem valdi þeirri stofnun skaða eigi að fjúka. Loks hafa allir hershöfðingjar Vestur- Þýskalands fundað um málið, og ályktun þeirra ber vott um að þeir telja ráðherra hafa haldið þannig á að starfsbróðir þeirra hafi ekki fengið það tækifæri sem honum bar til að fría sig sök. Hermt er í Bonn að Wörner hafi boðið Kohl kanslara að leggja fram lausnarbeiðni viku eftir að ljóst varð hverja stefnu mál Kiesslings hershöfðingja myndi taka, en kanslari hafnað því boði. Er því ábyrgð kanslara meiri en ella. Með þing og þjóð í uppnámi heldur hann svo í viku heimsókn til ísraels. Fréttaritari Reuters í Bonn hefur eftir sendimönnum erlendra ríkja þar í borg, að traust á Kohl kanslara, starfshæfni hans og stefnu, sé í rénun í Vestur-Þýskalandi. Hann þyki aðgerðalítill og afskiptalaus, láti hlutina danka. Framkoma hans í Kiessling-málinu styrki þessa skoðun og verði Wörner að segja af sér, sé óvíst að Kohl fái staðist. 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.