Helgarpósturinn - 26.01.1984, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 26.01.1984, Blaðsíða 9
Frá handtöku Islensku lögreglunnar á sovésku sendiráösmönnunum við Hafravatn I byrjun árs 1963, sem Ragnar fjallar um I viötalinu hér á síðunum. ráðinu. Kisilev skildi eftir fjögur þúsund krónur hjá Ragnari gegn vilja þess síðarnefnda, en engu að síður var næsti fundur þeirra ákveðinn á sama stað í byrjun nýs árs. Nokkru áður leitaði svo Ragn- ar til yfirsakadómara, kvaðst vilja binda enda á ásókn þessa og lýsti sig jafnframt fúsan til að stuðla að því að íslenskum yfirvöldum tæk- ist að upplýsa mál þetta. Fundina sem hann sótti síðan til Rússanna, sótti hann að beiðni íslenskra yfir- valda. Fundurinn í ársbyrjun 1963 fór fram svo sem ákveðið hafði verið og höfðu lögreglumenn komið sér svo fyrir að þeir gátu fylgst með viðræðum sendiráðs- mannanna og Ragnars. Að sögn Ragnars fóru sendiráðsmennirnir fram á það við hann á þessum fundi að hann aflaði upplýsinga um ákveðinn bílstjóra er æki verkamönnum til og frá vinnu á Keflavíkurflugvelli. Lögðu sendi- ráðsmennirnir síðan áherslu á að næsti fundur mætti ekki fara fram í heimahúsum þar sem það gæti vakið grunsemdir, og var því ákveðið að hittast næst á vega- mótum við Hafravatn undir lok janúar. Sá fundur fór fram samkvæmt áætlun og fylgdust lögreglumenn með því er bifreiðir Ragnars og sovésku sendiráðsmannanna mættust en á þeim fundi var rætt um framhald athugana Ragnars. Næsti fundur var síðan ákveðinn tuttugasta og fimmta febrúar á sama stað. „A þeim fundi ákváðum við lögreglan að láta til skarar skríða. Ég var ofboðslega spenntur þegar uppljóstrunardagurinn rann upp, fannst í rauninni sem ég væri orð- inn flæktur í lygilegan farsa, ein- hvern spennureyfara sem menn læsu fyrir svefninn," segir Ragnar. En eins og gengur er raun- veruleikinn oft ótrúlegri nokkrum skáldskap, eins og Ragnar lýsir hér á eftir gildrunni sem lögð var fyrir Rússana: „Ég ók á mótsstað á tilsettum tíma. Farartækið var lítill bíll af Austin Mini-gerð og leyndust tveir lögreglumenn í aftursætinu. Á til- settum tíma kom sovéska sendi- ráðsbifreiðin og Lev Dimitriev settist inn í bílinn við hliðina á mér. Ég ók síðan um fimmtíu metra inn á Hafravatnsveg, en þá gerðist það að Dimitriev varð lögreglumannanna var. Hann varð felmtri sleginn og leit til mín ingum — upphæðin skipti engu máli! Fáeinum dögum áður en ég hélt heim lá við að hann væri farinn að hanga á öxlinni á mér, svo ágeng- ur var hann orðinn. Ég var orðinn ógurlega leiður á nuðinu í þessum manni, svo ég tók það til bragðs til þess að eiga síðustu dagana mína í Danmörku náðuga, að láta kunn- ingja minn hjá sænska útvarpinu taka viðtal við mig um þetta mál- efni. Það var sent út um Svíþjóð samdægurs og það var tekið, og að því er ég frétti hvarf Igor vinur minn með það sama frá Dan- mörku. Ég hafði samband við út- lenda blaðamannafélagið til að at- huga hvað orðið hefði af honum og var mér þá tjáð að hann væri komin heim „í framlengt sumar- frí“ Skv. heimildum frá TASS. Ég hef ekkert heyrt til fgors síðan. Það fyrsta sem éggerði svo þeg- ar ég kom heim til Islands var að gefa skýrslu um ágengni þessara Rússa hjá dómsmálaráðuneytinu. Ég vildi láta vita af þessu. Síðan hef ég fengið að vera í friði fyrir Rússum, og er mjög líklega kom- inn á einhvern af svörtu listunum þeirra yfir óæskilega menn.“ Hefurðu haft einhverjar spurnir að íslending- um sem vinna í þágu Rússa eftir þessa reynslu þína í Danmörku? „Nei, ekki get ég sagt það, en það má fylgja hér að eitt sinn náði ég tali af fyrrum kafteini í KGB, sem hafði þann starfa að útvega njósn- ara í Vestur—Þýskalandi, áður en hann gerðist politískur flóttamað- ur. Hann hoppaði vesturyfir 1974. Hann kvaðst hafa yfir mjög yfir- gripsmikilli þekkingu að ráða um njósnakeðju Rússa á Vesturlönd- um og sagði að ísland skæri sig að engu leyti frá öðrum Evrópulönd- um hvað njósnir varðaði. Þessi fyrrum kafteinn í sovésku leyni- þjónustunni sagðist að vísu ekki geta gefið mér nákvænia tölu um þá íslendinga sem hefðu starfað beint fyrir KGB, en sagðist ætla að þeir næðu að minnsta kosti töl- unni tvöhundruð. Hann sagði mér að rússneska leyniþjónustan leitaði mjög eftir því að fá til liðs við sig blaðamenn, fólk á uppleið í kerfinu, stjórn- málamenn og hverskonar aðra gagnlega gripi. Þetta ætti við um Islandi rétt eins og önnun lönd þar sem Rússar reyndu að verða sér úti um njósnara." óttaþrurtgnum augum. „Svikari" var sennilega orðið sem hann vildi mæla af vörum fram, en hann kom þó engu orði upp í geðs- hræringunni sem greip hann,“ segir Ragnar. Það gerðist síðan að fleiri lög- reglumenn dreif að og óskuðu þeir eftir að Rússarnir gerðu grein fyrir hverjir þeir væru, en síðan var þeim leyft að fara. í kjölfar þessa máls kvaddi síðan þáverandi utanríkisráðherra ís- lands sovéska sendiherrann á sinn fund og afhenti honum orðsend- ingu þar sem athæfi hinna sovésku sendiráðsstarfsmanna var mótmælt og þess óskað að þeir hyrfu af landi brott hið fyrsta. Ég hef reynt að gleyma þessu máli, enda finnst mér það leiðin- legt hvernig sem á það er litið," segir Ragnar Gunnarsson. „En þetta varð þó til þess að ég hef ekki fengið rússneska hringingu upp frá þessu." aö 80-150 manna veisl- urnar og árshátiölrnar eru haldnar á Hotel Hofi ■ aö veislumaturinn, kaftiö, meölætiö og þaö allt er ti reiöu'? aö fcér er óhætt aö hringja eöa koma og 1a upp- lýsingar? ____ eigum þá von a pér. RAUÐARÁRSTÍG18 SÍMI28866 ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA SKÓLAVÖRÐUSTÍG 6 - SÍM110470 HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.