Helgarpósturinn - 26.01.1984, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 26.01.1984, Blaðsíða 17
Ný Bjarmalands- kvikmynd í bígerd Handritshöfundar nýju Bjarmalandsmyndarinnar? Jakob Frímann Magnússon, Valgeir Guðjónsson og Egill Ólafsson. Smartmynd Metnabarfyllsta verk okkar til þessa Hann talar af yfirvegun. Röddin hljómar einkar vel í síma. Jakob Frímann Magnússon heitir hann og segist vera að bursta í sér tennurnar rétt í þessu. Hann kveðst engu að síður geta tjáð mér iítillega af fyrirhugaðri kvikmynd Bjarmalands esseff svo árla morguns. Og byrjar . . . „Það má kalla þetta gamanmynd með al- vöruþrungnu ívafi, ellegar öfugt; alvöru- mynd með gamansömum fléttum." Hann segir undirbúning vegna myndar- innar vera á fullu um þessar mundir. Aætlað sé að byrja tökur í júní og ljúka þeim um mitt sumar, en síðan verði þetta stykki frumsýnt um miðjan desember. ,,Nei, þessi kvikmynd verður á engan hátt framhald af Stuðmannamyndinni ,,Með allt á hreinu'1. Hér verður um algjörlega sjálf- stæða mynd að ræða sem vonandi mun ekki eiga nokkurn sinn líka.“ Um þá Bjarmalandsmenn sem standa að þessari filmu segir Jakob — og er nú loks bú- inn að leggja rafmagnstannburstann á hill- una: „Við erum þrír sem sjáum um handrits- gerðina. Auk mín eru það Valgeir Guðjóns- son og Egill Ólafsson. Eg verð sjálfur leik- stjóri myndarinnar, en mér til fulltingis á því sviði verður Egill Eðvarðsson. Tökumaður verður síðan Karl Óskarsson." Og Jakob heldur áfram: „Bjarmalandsmenn verða í ýmsum hlut- verkum myndarinnar, en hvað öðrum rull- um viðvíkur hefur ekki verið ráðið í þær enn sem komið er. Ætlunin er þó að nokkrir landsfrægir leikarar og túlkarar taki að sér veigameiri hlutverkin.“ — Verdur eirts mikid sungid í þessari mynd og heyrdist í ,,Með allt á hreinu"? „Það er allt útlit fyrir að svo verði ekki. Að minnsta kosti verður myndinni ekki haldið uppi af tónlist í jafn ríkum mæli og var í Stuð- mannamyndinni. En þarna verða samt einhverjar ballöður, enda byggist söguþráður myndarinnar að hluta til upp á sögu tónelskra fjölskyldna á landsbyggðinni," svarar Jakob og vill að öðru leyti ekki tjá sig um efni verksins. Það er Bjarmaland esseff sem mun fram- leiða þessa kvikmynd og að henni standa flestir þeir sem voru á bak við Stuðmanna- myndina, að undanskildum Ágústi Guð- mundssyni leikstjóra. Hvað kemur til? „Ástæðan er einfaldlega sú að hann er á kafi í öðru verki og átti því ekki heiman- gengt þegar við hinir duttum niðrá þá hug- mynd að leggja í þetta verk. Nei, nei, Gústi er ekkert dottinn út úr Bjarmalandi. Við vonumst til að hann stýri okkur þegar við tökum til við framhald Stuð- mannamyndarinnar, sem verður ef til vill á næsta ári. — Er hugmyndin um gerð Tívolí-myndar- innar úr sögunni? „Nei, nei, sú mynd er ennþá í bígerð. Og hún verður framkvæmd einhverntíma, enda fer þar góð og gild saga, symbólísk og geðsleg." — Snúum okkur aftur afþvísem þið œtlið að fara að filma í sumar. Kemur sú kvik- mynd til með að verða á einhvern hátt viða- meiri en „Með allt á hreinu"? Já, það verður öðruvísi að þessu verki staðið og eiginlega hálf erfitt að bera það saman við Stuðmannamyndina. Með þessari mynd erum við að búa til mjög óvenjulega samsetningu af mannlegum þáttum, svo maður gerist dálítið dulur í tali. Þetta er metnaðarfyllsta verk sem við félagarnir höf- um lagt í til þessa.“ -SER KVIKMYNDIR Og daginn þaráeftir: Ekkert. Bíóhöllin. The DayAfter. Bandarísk, árgerð 1983. Framleidd af Robert A. Papazian fyrir ABC sjónvarpsstöðina. Handrit eftir Edward Hume. Tónlist: David Raskin og Virgil Thomson. Kvikmyndataka: Gayne Rescher. Aðalhlutverk: Jason Robards, Jobeth Willi- ams, Steven Guttenberg, John Cullum o.fl. Leikstjóri: Nicholas Meyer. „Kannski mikilvægasta kvikmynd, sem nokkurn tíma hefur verið gerð,“ segir í und- irtitli þessarar kvikmyndar. Nokkuð mun það ofmælt, en hitt er þeim mun vissara að hún fjallar um mikilvægasta efni, sem hægt er að taka til umfjöllunar á vorum dögum, sama í hvaða miðli er, semsé ógnir kjarn- orkuvopna. Með hverjum mánuðinum sem líður fáum við nánari útlistanir á hvað það hefði í för með sér ef kjarnorku„stríð” skylli á. Mann- legt samfélag mundi leggjast í rúst — þeim fáu sem eftir lifðu sprengingarnar sjálfar yrði í einu vetfangi skotið aftur á steinaldar- stig; fimbulkuldi og helmyrkur mundi ríkja um jörðina gervalla. Síðast en ekki síst mundi hver einasta manneskja, og að líkind- um hver einasta lifandi vera (hugsanlega að undanteknum fáeinum skordýrum) á jarðar- kringlunni deyja á einn eða annan hátt næstu misserin eftir að sprengjurnar spryngju. Hér er um að ræða svokallaða gereyð- ingu, fyrirbrigði, sem afar erfitt er að skilja^ þó merking orðsins sé nokkuð auðskilin. I ljósi þessa er einfalt mál, að ekki.er hægt að taka fyrir mikilvægara efni en kjarnorkuger- eyðinguna. Því hvers virði er nokkur hlutur, nokkur húgsjón, nokkur skapnaður yfirleitt, ef engin skyniborin vera er eftir á jörðinni til að skynja hann eða njóta hans. Það er þessi hlið gereyðingarinnar, sem er nokkuð torskilin, eða kannski réttara sagt torskynjuð. Okkur eru gefin einhver innri apparöt til að skynja okkar eigin persónu- lega dauða og vera hrædd við hann (flest okkar), en við eigum enga náttúrulega inn- byggða hræðslu við eyðingu alls kynstofns- ins. Fólk kýs sér til leiðsagnar menn, sem hlaða upp gereyðingar„vopnum“ „til þess að vernda lýðréttindi og frelsi" (sumum eru reyndar skikkaðir svipaðir leiðtogar), eins og hverjum meðalhálfvita ætti ekki að vera fullljóst að lýðræði og frelsi eða kommún- ismi eru harla lítils virði dauðu fólki. Heimskan og geðveikin eru orðin svo gegndarlaus að manni blöskrar þegar há- menntaður maður — og sagður skynsamur (!) — eins og Henry Kissinger, lætur hafa eftir sér, þegar búið er að sýna The Day After í bandaríska sjónvarpinu, að: „Við getum ekki látið stefnu okkar byggjast á hræðslu." En þetta á víst að heita kvikmyndaumfjöll- un, og því varla tóm til að fara nánar útí or- sakirnar fyrir ástandi mála, eða umræðu um hvaða afleiðingar þessi fallöxi, sem hangir yfir hvers manns höfði, hefur á tilfinninga- og vitundarlíf okkar, bæði leynt og ljóst. Þó eftir Lárus Ými Óskarsson að ekki fari hjá því, að þetta sé nokkuð á heilanum. Kvikmyndin, sem fjalla ber um, byrjar á að kynna okkur fyrir nokkrum venjulegum manneskjum, sem búa í og í námunda við borgina Kansas í Bandaríkjunum, gleði þeirra og sorgum. í bakgrunni eru fréttir um síharðnandi átök í Þýskalandi, sem enda á að Bandaríkjamenn senda kjarnorku- sprengjur á Sovétríkin eftir gegndarlausan yfirgang þeirra síðastnefndu, sem var aftur afleiðing af því sem Bandaríkjamenn höfðu gert áður o.s.frv. Síðan er lýst óttanum og æðinu sem grípur fólk, eftir að vitað er að sprengjurnar eru lagðar af stað beggja vegna hafsins. Þar á eft- ir sjálfri sprengingunni, með hennar að- greinanlegu fyrstu afleiðingum. Mestur hluti myndarinnar fer samt í lýsingu á hörmung- um þeim sem á eftirlifendum dynja. Þvi lýsir myndin betur en minn sljói penni og skal því ekki tíundað hér. Svo mikið þori ég þó að fullyrða, eftir að hafa gluggað nokkuð í lærð- ar skriftir um efnið, að þarna er á ferðinni mjög væg lýsing. Þó nógu krassandi til að fólki með skynfærin í lagi og eitthvað af til- finningum eftir undir húðinni þyki nóg um, Okkur sem búum á þessum annálaða hjara veraldar hættir til að láta okkur litlu skipta karpið á fjölbýlli slóðum, og er ekki illt eitt um það að segja, en þegar málið snýst um hvort við lifum af morgundaginn og hvort niðjar okkar ná að komast til vits og ára eða yfirleitt sjá dagsins ljós, þá ættum við að sperra eyrun, draga okkar ályktanir og breyta þar eftir. Við skulum láta hrellast, og ein aðferð til að gera það, og skilja kannski aðeins betjir hvað á seyði er, er að far^ í Bíó- hóllina tif áð sjá Dagirin eftir. Myndin er allvel gerð. Hún byggir á heim- ildamyndum að hluta, sem laglega eru ofnar inn í það sem sértekið er. Ekki er hún hræði- legri en svo, að þið, sem teljið ykkur við- kvæmar sálir, getið farið. H E LGARPÓSTU Rl N N 17

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.