Helgarpósturinn - 26.01.1984, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 26.01.1984, Blaðsíða 12
 Onnur píning Haldiö saman þessum píning- ardæmum og límiö þau eins og mataruppskriftir í Píningabókina ykkar. Það er aldrei að vita hvenær þið þurfið á rækilegri píningaraðferð að halda en hafið enga handbæra sjáif, enda eruð þið öll svo afskaplega góð og dagfarsprúð, og þá er gott að geta flett upp „í öðrum". Ykkur mundi sjálfum aldrei detta neitt jafn ljótt í hug og þeirri sem þetta skrifar handa ykkur sem hjálp í algerum viðlögum. Nú vitið þið auðvitað ekki hvað jafn algeng og saklaus heimilisstörf og bráðnauðsynleg og þau að skúra gólf geta farið í taugarnar á sumum. Og hér á ég auðvitað við eiginmanninn. En ég skal segja ykkur það að skúr- ingar eru skelfing góðar til brúks ef þess gerist þörf að pína karl- menn. Segjum nú sem svo að þú eigir eiginmann sem vinnur allan lið- langan daginn og kemur ör- þreyttur heim og er ekki óðar búinn að éta en hann er bara lagstur fyrir og farinn að hrjóta með handaslætti eins og dauð- þreyttir karlmenn gera á dívan- inum svo furða er að sjá. Nú skaltu breiða yfir hann teppi og heyra hvernig hann muldrar. Ef hann vaknar vill hann auðvitað draga þig til sín undir teppið en þú skalt segja: Nei, ég á óvaskað upp eftir kvöldmatinn. Ekki gerir þú það. Nú geturðu verið viss um að hann sofnar ekki aftur ef þú hef- ur verið nægilega neyðarleg í orðanna hljóðan, eins og þeir segja sem kunna íslenskt mál sem þú kannt auðvitað ekki en það kemur þér að góðu gagni. Vaskaðu nú upp og vertu lengi að því. Láttu skarka í pottum, berðu fram kvöldkaffið og geisp- aðu ógurlega eins og þú sért grútsyfjuð. Pá fer hann auðvitað að geispa líka, enda er hlátur og gleðin ekki það eina sem er smitandi, heldur líka geispinn og leiðinn. Eftir geispann skaltu segja: Eg stend valla á löppunum. Og þá segir hann auðvitað: Við skulum bæði fara snemma í rúmið. Síðan fer hann að hátta sig og hendir fötunum frá sér á gólfið. Þú skalt taka þau upp og þykjast vera að „fara yfir þau“ og það fer auðvitað strax í taugarnar á honum, vegna þess að hann seg- ir: Þetta eru garmar. Nú skaltu ekki fara að sauma, vegna þess að píningar varðandi saumaskap koma á eftir, heldur skaltu fara fram í eldhús. Og gera hvað? Nú þú ferð auðvitað að skúra gólfið. Hann liggur lengi í rúminu og ákveður að láta ekkert bíta á sig. Hann hemur sig í fimm mín- útur og á meðan dregur þú stól- ana eftir gólfinu og líka eldhús- borðið. Þá helst hann ekki leng- ur við í rúminu heldur fer fram í dyrnar á eldhúsinu, stendur þar kyrr og segir ekkert en myrðir þig með augunum. Líttu þá til hans og spurðu: Nú ertu ekki sofnaður? Hvað ertu að skúra núna og komið að miðnætti? spyr hann. Einhver þarf að gera það ein- hvern tíma, segir þú og bætir við: Nú ekki skúrar eldhúsgólfið sig sjálft og ekki gerir þú það. Um leið verður hann æfur og kveðst heldur vilja skúra en að haldið sé vöku fyrir sér. Þið skuluð nú togast á um tuskuna og skrúbbinn og ef hann ætlar að sigra skaitu velta fötunni um koll með fætinum, óvart. En ef hann gerir ekkert heldur fær fyrir hjartað og ætlar að fara að vera með hljóðum og barma sér og kannski ákalla mömmu sína, þá skalt þú fá voðalegan verk fyrir brjóstið og leggjast í rúmið á undan honum og vera þar alla nóttina með háum hljóðum en neita að hann sæki næturlækninn til þín — „enda gera þeir aldrei neitt." Og svo skaltu sofna vært undir morgun. En þú skalt vorkenna honum innilega áður, fyrir að eiga jafn voðalega viðkvæma konu. Það fer alveg með hann. MATKRÁKAN Sigmarínerað á Rán „Mikið gasalega langar mig stundum í venjulegan lambahrygg með karamellukart- öflum og brúnni uppbakaðri sósu. Allt sem ég fæ að éta er svo ferlega kryddlegið eitt- hvað og innbakað." Þetta heyrði ég haft eftir Helgu Thorberg, eiginkonu Sigmars B. Haukssonar, sem sér um matseldina á heim- ili þeirra hjóna. Eg sel þetta náttúrlega ekki dýrar en ég keypti. En eftir að hafa borðað oftar en einu sinni undir framkvæmdastjórn Sigmars á veitingahúsinu Rán myndi ég nú ekki kvarta í Helgu sporum. Sigmar þarf varla að kynna lesendum, hann hefur t.a.m. skrifað í áraraðir um mat- argerð í DV og séð um ýmsa þætti í útvarp- inu. Því er þá helst við að bæta að hann er fæddur í Vogarmerkinu, semsé mýktin af holdi og blóði, en segist aftur á móti breytast í Naut í umferðinni. Þessar vikurnar og mán- uðina sér Sigmar um daglegan rekstur veit- ingahússins Ránar við Skólavörðustíg. Verkahringur hans er margslunginn, t.a.m. að setja saman matseðlana, velja hráefnið í réttina og rabba við matargestina undir borðum, eftir því sem ráðrúm leyfir. Þess má geta að Sigmar ræktar sínar eigin baunaspír- ur í vínkjallaranum sem var notaður sem loftvarnarbyrgi í stríðinu. Sigmar kennir matargerð sína við hina margumtöluðu frönsku nýbylgju í franskri matargerð — la nouvelle cuisine frangaise — sem leggur áherslu á að gera matinn léttari og spara hitaeiningarnar án þess að slaka nokkuð á ströngustu kröfum matargerðar- listarinnar. Helsta leiðin er sú að matreiða hráefnin sem minnst, sleppa öllu brasi, nota aðeins úrvals hráefni og stefna að því að láta þau halda bragði sínu og öðrum sérkennum, í stað þess að drekkja þeim í pernod og koní- aki, eða kæfa þau undir dúnsæng majónesu og annarra bosmamikilla sósa. Einn helsti frumkvöðull þessarar matar- gerðarstefnu var Fernand Point (Freddi punktur) sem rak hinn rómaða veitingastað La pyramide í Vienne nálægt Lyon á árun- um 1923-55. Hann lagði ríka áherslu á „la cuisine de marché", þ.e. að miða elda- mennskuna frá degi til dags við það fersk- asta á markaðnum. „Un oeuf sur le plat est la grande cuisine," á Point að hafa sagt — ,,að spæla egg er meiriháttar matartilbún- ingur," um leið og hann braut klukkustund- ar gamalt egg á þvítan disk og lét það síðan líða niður á pönnuna þegar nýstrokkað smjörið hafði náð réttum hita og áferð. Hann sagðist geta skorið úr um hæfileika lærlinga sinna á því hvernig þeir steiktu egg. — Mér láðist að vísu alveg að láta Sigmar gangast undir spæleggsprófið, en hitt veit ég að hann endasendist út um allar trissur á morgnana að ná í ferskt grænmeti á salatbarinn. Matseðillinn Svo langt sem skilningarvit mín náðu gat ég ekki fundið betur en að réttirnir á mat- seðli Ránar kæmu prýðilega heim og saman við skilgreininguna hér að ofan: einfalt, ferskt og létt. — Einu sinni var borið á borð fyrir mig úti í Frakklandi — á stað sem kenndi sig við téða matargerðarlínu — lambakjöt í jógúrtsósu kryddaðri með engi- fer og í eftirrétt karamelluhúðaðir gúrkubit- ar á tertubotni; uppfinningasemi sem orkar tvímælis. Gúrka er úrvals grænmeti, en kann því heldur illa að láta dulbúa sig sem ávöxt. Svoleiðis réttir eru ekki á boðstólum hjá Sigmari. Af forréttum má nefna tungugæl- andi pönnuköku fyllta með kræklingi, rækj- um og reyktum laxi með camembertsósu. — Allmiklu snjallara er að nota camembert í sósur sem hafðar eru með fiskmeti en venju- legan ost, því sá dregur til sín safann úr fisk- inum, svo hann verður þurr. Slíkar upp- skriftir eru margar hverjar upprunnar hjá hinum ostkæru Svisslendingum sem hafa lít- ið vit á fiski. — Þessi camembertsósa er sér- deilis Ijúffeng og þess má auk þess geta að dill er í pönnukökudeiginu. Meðal forrétta er og afar lokkandi kjúklingalifur, rauðvínsleg- in (sjá uppskrift). Af fiskréttum má nefna kryddsoðinn lax í estragonsósu, glóðaðan skötusel í humar- sósu og djúpsteiktar gellur, sem heilluðu mig alveg sérstaklega, bornar fram með létt- steiktum eplum, blaðselleríi, krydduðum hrísgrjónum og paprikukarrýsósu. Þá svífur á milli borða á Rán víetnamskur engiferkjúklingur, steiktur í jarðhnetuolíu, hunangi, sojasósu og sherrý og piparsteikt lambainnlæri með próvensalskri rauðvíns- sósu líða meyr um diska. Af eftirréttum tiltek ég ágætlega bragð- sterkan vanilluís með heitri súkkulaðisósu bragðbættri með armaníaki koníaksbróður. A vínlistanum má finna ýmis „greatest hits“ af Reykjavíkurlistanum eins og frönsku hvítvínin Gewúrztraminer og Riesling Hugel, hið bragðmikla bandaríska hvítvín Pinot Chardonnay, spánska rauðvínið Marques de Riscal og ítalska freyðirauðvínið Lambrusco Riunite sem hefur runnið í stríð- um straum niður kverkar borgarbúa sl. mán- uði. — Ég vil benda vínsnobburum á að gleyma ekki að „hreinsa góminn"áður en þeir bragða á víninu, annað hvort með því að fá sér vatnssopa eða maula bita af hvítu brauði, nema hvort tveggja sé. Við það upp- skera þeir óskipta aðdáun þjóna og mötu- nauta sinna og e.t.v. annarra gesta ef þeir eru nógu lengi að. Innvidir og andrúmsloft Rán er um margt skemmyiega innréttaður staður: mátargestir fljóta innan um netakúl- ur og sjávargróður. Myndir, á veggjum undir- strika þá staðreynd. Þó næst dýpt hafsins og blámi vart í myrkum litum gluggatjalda, hvar svartur tónn mengar-um öf lit þeirra. Tærleiki réttanna fellur illa að honum og sömuleiðis drungalegu málverki innst í saln- um. Auðvelt væri án efa að breyta þessu til hins betra því ekki er verra að sjónræna matsölustaða blotni í safa tungunnar. Básar einangra vel af hvert borð fyrir sig, þ.a.l. geta matargestir rætt saman undir fjög- ur augu eða sex og notið réttanna í næði, nema náttúrlega þegar drukknir menning- arvitar hertaka staðinn (sbr. t.d. „raunsann- ar“ lýsingar í skáldsögu Ólafs Hauks Simon- arsonar, Vík milli vina), en slíkt getur hent bestu bæi. — En í mestu hláturs- eða gráturs- köstunum skal gæta varúðar í bakföllum, því vera kann að þau raski matarró gesta við næsta borð! Bök bása hreyfast semsé í takt við ofsafengnar hreyfingar matargesta. Hér á eftir fylgja uppskriftir að tveimur réttum sem má fiska upp á Halamiðum Rán- ar um þessar mundir. — Að lokum er rétt að geta þess að í hádeginu má oft hafa þar stað- góðan alíslenskan hversdagsmat, ævinlega saltkjöt og baunir á fimmtudögum, og næstu vikur ýsu, hrogn og lifur á þriðjudögum. Rauövínsiegin kjúklingalifur Hvergi er hægt að ganga að nýrri kjúk- lingalifur hér í kjötverslunum, en vel má sér- panta hana með nokkurra daga fyrirvara. Frosin fæst hún víða. Þetta er einfaldur rétt- ur og firna góður. Uppskriftin miðast við for- rétt handa fjórum. 250 g kjúklingalifur 6-8 sveppir 1 hvítlauksrif 1 msk söxuð steinselja ögn af óhvíttuðu hveiti svartur nýmalaður pipar smjör til steikingar 2 dl rauðvín Sigmar á Rán — „að spæla egg er meiriháttar matar- tilbúningur." eftir Jóhönnu Sveinsdóttur 1. Hreinsið lifrina, fjarlægið tægjur, sinar og æðar, þerrið hana í klút og látið liggja í rauðvíninu yfir nótt. 2. Þvoið sveppina og sneiðið, látið vínið drjúpa af lifrinni, veltið henni upp úr hveiti; pressið hvítlaukinn. 3. Bræðið nokkrar msk af smjöri á pönnu, takið pönnuna af hellunni og minnkið hit- ann. Lifrin er svo fyrst brúnuð ásamt sveppunum í 1 mín. við vægan hita, þá er pressuðum hvítlauknum og saxaðri stein- seljunni bætt saman við og þetta steikt í 2 mín. til viðbótar. 4. Þá er pannan tekin af hellunni og lifrin látin jafna sig á pönnunni í 2-3 mín. áður en hún er borin fram ásamt góðu brauði og smjöri. Kryddlegiö lambakjöt aö marókönskum hætti Þessi arabíska kryddblanda er virkilega góð, hún og systur hennar hafa gert víðreist, t.d. í Suður-Frakklandi. Kjötbitana má hvort heldur sem er glóða á teini eða steikja á pönnu. Aðalréttur handa fjórum. 800 g fitulaust lambakjöt, skorið í bita 2 dl ólífuolía 2 hvítlauksrif Vt tsk steytt kóríander Vi tsk turmeric Vi tsk paprikuduft nýmalaður svartur pipar nokkur korn cayennepipar ögn af stjörnuanís safi úr V2 sítrónu. 1. Pressið hvítlaukinn og hrærið honum ásamt öllum kryddunum saman við olí- una. Látið kjötbitana liggja í leginum í a. m.k. 4 tíma. 2. Steikið kjötið á pönnu eða á teini eftir smekk. Ef kjötið er glóðað er kryddlögúr- inn borinn á kjötið áður. Margt kemur til greina sem meðlæti. Á Rán er glóðað kjötið borið fram með krydd- uðum hrísgrjónum, rósakáli og sæt-súrri sósu. Uppskriftin að henni er að sögn runnin undan rifjum móður eins þjónsins sem er júgóslavneskur. Hún (þ.e. uppskriftin) er al- gjört hernaðarleyndarmál. .. Ef þið lítið við á Rán gleymið þá ekki að lesa það sem stendur framan á matseðlinum: „Með aðalréttunum bjóðum við grænmeti dagsins þ.e.a.s. það grænmeti sem best er á markaðnum, að auki getur þú valið um þær kartöflur sem þú vilt helst, t.d. bakaðar, soðnar, eða franskar, einnig færðu þá sósu sem þú vilt helst. (. . .) Ef þú hefur einhverjar sérstakar óskir þá láttu okkur vita og við munum gera okkar besta til að sinna þeim." 12 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.