Helgarpósturinn - 29.03.1984, Blaðsíða 10
HELGARPÓSTURINN
Ritstjórar: Árni Þórarinsson
og Ingólfur Margeirsson
Ritstjórnarf ulltrui:
Hallgrímur Thorsteinsson
Blaðamenn: Egill Helgason
og Sigmundur Emir Rúnarsson
Útlit: Björgvin Ólafsson
Ljósmyndir: Jim Smart
Handrit og prófarkir:
Hildur Finnsdóttir
Utgefandi: Goögá h/f
Framkvæmdastjóri:
Guömundur H. Jóhannesson
Auglýsingar:
Áslaug G. Nielsen
Skrifstofustjóri:
Ingvar Halldórsson
Innheimta:
Jóhanna Hilmarsdóttir
Afgreiðsla: Þóra Nielsen
Lausasöluverð kr. 30.
Ritstjórn og auglýsingar eru
aö Ármúla 36, Reykjavík, sími
8-15-11. Afgreiðsla og skrif-
stofa eru aö Ármúla 36. Simi
8-15-11.
Setning og umbrot:
Leturval s/f
Prentun: Blaðaprent h/f
Ónýt barnalög?
Alþingi samþykkti sam-
hljóöa ný barnalög áriö
1981. Þau áttu meöal ann-
ars aö tryggja forræöislaus-
um foreldum þau mannrétt-
indi aö geta umgengist börn
sín reglulega. Fram aö því
hafði forráðamanni barna
verið nokkurn veginn í sjálfs
vald sett hvort hann leyfði
fyrrum maka sínum aö njóta
samvista viö börn þeirra.
Framgangur þessara laga
hefur misheppnast í afar
mörgum tilvikum þegar í
hart hefur stefnt í umgengn-
isrétti. Þau eru mjög seinleg
í framkvæmd aö mati starfs-
manna dómsmálaráðuneyt-
isins, vitagagnslaus í hugum
þeirra sem þurft hafa aö
sækja umgengnisrétt sinn á
þessum vettvangi.
Forræðislausir foreldrar, í
langflestum tilvikum feður,
þurfa enn aö heyja baráttu til
að fá aö umgangast börn
sín. Fjöldi mála af þessum
toga er í gangi hjá dóms-
málaráðuneytinu, mála sem
sum hver hafa tekið mörg ár.
Helgarpósturinn kynnir eitt
slíkt í blaðinu í dag. Þarseg-
ir af píslargöngu ungs
manns sem hann hefur mátt
ganga vegna þess eins aö
hann hefur löngun til aö fá
aö umgangast fjögurra ára
gamla dóttursína.
Þrátt fyrir ný barnalög hef-
ur hann staðið nær varnar-
laus gagnvart kerfinu. Hann
hefur ekki fengið aö sjá barn
sitt nema tvo daga undan-
farin þrjú ár, þrátt fyrir harða
baráttu. Mál hans er ekkert
einsdæmi; þvert á móti
munu umgengnisréttarbrot
vera algengur eftirmáli
hjónaskilnaða þar sem öðru
foreldri er dæmdur forráða-
réttur barna.
Það sem er þó kannski al-
varlegast við þessi nýju
barnalög, er sú staðreynd
að enn er hægt að ættleiða
barn án vilja föður þess. Þaö
eina sem barnalögin breyttu
í reynd var að mæður mega
ekki gefa börn sín til þriðja
aðila án leyfis föður. Hins-
vegar gilda ættleiðingalögin
frá 1978 ennþá, en sam-
kvæmt þeim getur maður
sem giftist einstæðri móður
ættleitt barn hennar án þess
að faðir þess fái því mót-
mælt.
Stofnað hefur verið Félag
forræðislausra feðra, og
ekki að ástæðulausu, því
hagsmunamál þessa hóps
eru mörg og flókin. í Helgar-
póstinum í dag segir einn fé-
lagsmanna þess: Allt til
þessa hafa málefni forræð-.
islausra feðra verið þeim
mikið feimnismál. Menn
hafa kyngt því hljóðalaust
sem að þeim hefur snúið.
Margir hafa þó lagt út í bar-
áttu fyrir umgengnisrétti
sínum, en fleiri ekki þorað
eða gugnað..
BREF TIL RITSTJORNAR
Ríkið
kaupi íslensku
tölvuna
Vegna greinar Helgarpóstsins í
síðasta tölublaði um fyrirsjáanlega
tölvuvæðingu ríkisgeirans, langar
mig að koma eftirfarandi á fram-
færi:
Á hinum ýmsu tímum hefur ver-
ið rætt um opinbera innkaupa-
BARÁTTAN
= UM
RÍKISTÖLVURNj
‘ ■*;*"■ —* *• Rikið hefur boOiB út kaup »in á einkatðlvuni tyrir —
——: — r* ~ • IramhaklsaköU og ráOunéyti og stotnanir sinar. Nú JSHtT!
~ slist tðtvuseijmdur um þessi viðskipti og iSS’J'
samkeppnin er haifiari en nokkru sinni tyrr.
stefnu og möguleika á að beita
slíkri stefnu til að hafa jákvæð áhrif
á iðnþróun í landinu. Því miður
hefur þessi umræða ekki leitt til
neinnar markverðrar niðurstöðu
og fá dæmi um það að opinberum
innkaupum hafi verið beitt á þann
hátt.
Þessi umræða hefur oftast leiðst
út í það hvort eða hversu miklu
dýrara væri að kaupa íslenska vöru
miðað við erlenda út frá þessum
sjónarmiðum og þar hefur hún
strandað.
NOACK
FYRIR ALLA BÍLA 0G TÆKI
Saensku bilaframleiöendurnir VOLVO. SAAB og SCANIA
nota NOACK ralgeyma vegna kosta þeirta.
Nú ér í mínum huga kjörið tæki-
færi til að láta efndir fylgja orðum
í þessu efni, því að nú þegar fyrir
dyrum stendur tölvuvæðing opin-
bera stjórnkerfisins og skólanna
blasir sú ánægjulega staðreynd
við, að völ er á íslenskri tölvu sem
á allan hátt er sambærileg við það
sem býðst frá erlendum tölvufrcun-
leiðendum, hvort heldur sem litið
er til verðs eða gæða. Reyndar er
hún ívið ódýrari heldur en sam-
bœrilegar innfluttar tölvur, sam-
kvœmt verðkönnun tœknideildar
Félags íslenskra iðnrekenda sem
framkvœmd var fyrir tveimur vik-
um.
Það er því kjörið tækifæri í mín-
um huga fyrir ríkið að slá nú tvær
flugur í einu höggi; kaupa íslenska
gæðatölvu á hagstæðu verði og
jafnframt styðja við bakið á ungri
og álitlegri grein iðnaðarins; raf-
eindaiðnaðinum, sem allir mæna
til sem eins af álitlegustu iðnþró-
unarkostum okkar íslendinga í
framtíðinni.
Vonandi verður okkur ekki fóta-
skortur á svellinu í þetta sinn.
Víglundur Þorsteinsson,
formaður Félags ísl. iðnrekenda.
Leiðrétting
Meinleg missögn kom fram í við-
tali við Þuríði Bergmcinn Jónsdótt-
ur skreytingamann í siðasta HP, en
þar var fjallað um gluggaútstilling-
ar. Þar átti að standa að verð
meðal gluggaútstillingar væri á bil-
inu tvö til tíu þúsund krónur, en
ekki þrjátíu þúsund krónur eins og
ranglega kom fram í viðtalinu.
Þuríður og stétt hennar er beðin
velvirðingar á þessum rangindum.
jr
| síðasta tölublaði HP var sagt
frá nýstofnuðu ríkislögmannsemb-
ætti og greint frá því að Gunn-
laugur Claessen, deildarstjóri
eigna- og málaflutningsdeildar
fjármálaráðuneytisins, hefði hlotið
stöðuna. Þetta er rangt því ekki er
búið að ráða í stöðuna en hún hef-
ur verið auglýst laus til umsóknar.
Hins vegar mun Gunnlaugur sækja
um stöðuna og að öllum líkindum
hljóta hana. Onnur atriði fréttar-
innar höfðu einnig skolast til. Sagt
var að þeir Árni Kolbeinsson,
deildarstjóri tekjudeildar fjármála-
ráðuneytisins, og Gunnlaugur
hefðu báðir sótt um stöðu skrif-
stofustjóra ráðuneytisins þegar
Þorsteinn Geirsson settist í stól
ráðuneytisstjóra sjávarútvegs-
ráðuneytisins. Hvorugur sótti um
stöðuna en Árni var ráðinn af ráð-
herra eftir samkomulagi. Þá var
sagt að réttarfarsnefnd hefði talið
embætti ríkislögmanns með öllu
óþarft, en nefndin mun ekki hafa
minnst einu orði á embættið í
skýrslu sinni...
VARAHLUTIR
í ALLA JAPANSKA BÍLA
Honda, Mazda, Mitsubishi, Toyota og Datsun
NP VARAHLUTIR
Ármúla 22 — 105 Reykjavík. Sími 31919
Draupnisgötu 2, 600 Akureyri. Sími 26303.
Hvergi hagstæðara verð.
MIKIÐ ÚRVAL
PRJÚNAGARNI.
Mikið úrval af bóní-
ullargarni og alullar-
garni
Opið
laugard.
frá 10-12
AUK ÞESS MIKIÐ ÚRVAL AF
PRJÓNUM, SMÁVÖRUM
TILBÚNUM DÚKUM 0G
SMYRNA.
TÍSKUGARN, VENJULEGT GARN
HVERGI MEIRA ÚRVAL.
SJÓN ER SÖGU RÍKARI
PÓS TSENDUM DA GLEGA
HOF
- INGÓLFSSTRÆT11 Sími 16764
▼ VARTA
_ OFURKRAFTUR -
“ ÓTRÚLiG ENDIIMG
u
SAMAN
VERÐ OG
I INGU
Eyðirðu stórfé í rafhlöður?
Þá skiptir máli að velja þær
sem endast best.
. Hefur þú reynt VARTA rafhiöður?
kí flokki algengustu rafhlaðna,
leiðir verðkönnun
verðlagsstofnunar í Ijós
að VARTA rafhlöður
eru með þeim ódýrustu:
VERÐKÖNN
Rafhlöður fyrir vasa
útvörp, segulbönd, rafk
VarTA
B:
Varta super . 21.35
Berec power 22.25
Wonder top1) .. 23.00
Hellesens rauð . 25.00
National super .. 27.00
C:
Phillps super .. 19.75
Varta high
performance2’ .. 25.10
Wonder super . 26.40
Ray-O-Wac
heavy duty 27.00
Varta super dry 29.05
Berec power plus .. 30.25
Hellesens gold . 34.00
Við erum óhræddir við samanburð -
VARTA vestur þýsk háþróuð framleiðsla
VARTA GÆÐIÁ GÓÐU VERÐI
ávallt í leiðinni
10 HELGARPÓSTURINN