Helgarpósturinn - 29.03.1984, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 29.03.1984, Blaðsíða 20
SIGILD TONLIST Islenskt tónverkamet eftir Leif Þórarinsson Það er með ólíkindum hvað flutt hefur verið aí nýjum íslenskum tónverkum í vetur og maetti segja mér að þetta verði metár tónskáldskapar hér á lcindi. Á s.l. tíu dögum telst mér til að flutt hafi verið tæplega tuttugu ný íslensk tónverk á opinberum tónleikum og flest í fyrsta sinn. Eru þar auðvitað þyngstir á metunum tónleikar á vegum Tónlistarskólans að Kjarvalsstöð- um, þar sem frumflutt voru þrettán verk eftir nemendur. Segir það sitt um fjörið í yngstu kynslóðinni og leiðbeinendum hennar, með Atla Heimi í broddi fylkingar. Sinfóníuhljómsveitin frumflutti þá um dag- inn ásamt Einari Jóhannessyni nýjan klari- nettkonsert eftir John Speight, sem er ís- lenskur borgari af breskum uppruna,og svo var íslenska hljómsveitin með ný verk eftir Atla Ingólfsson (burtfararprófsnemcmda úr T.R.) og Pál P. Pálsson í gær eða fyrragær. Það segir sig sjálft að það er ekki nema fyrir harðsvíraða atvinnukrítikkera að sitja undir öllum þessum tónaflaumi. Amatörar verða að velja úr og er þá oft úr vöndu að ráða og ræður oftast tilviljun niðurstöð- unni. Svo einkennilega vildi til að á þeim tvennum tónleikum sem undiritaður hcifði sig á um daginn voru íslensku verkin á báð- 14m eftir Þorkel Sigurbjömsson. Þeir fyrri voru fyrir sléttri viku í Gamla bíói þar sem blásarasveit úr Sinfóníunni var að verki undir stjórn Páls P. Þetta voru tónleikar í svokallaðri kammermúsíkseríu hljómsveit- arinnar, en hún virðist vera orðin hálfgert vandræðabarn vegna skipulagsleysis og vægast sagt undarlegs efnisvcils. Þarna var t.d. byrjað á heljarlöngum lagaflokki úr „Brottnáminu úr kvennabúrinu" sem Jó- hann Nepomúk Wendt, óbóleikari í Burg- theater í Vín, útsetti fyrir u.þ.b. tvöhundruð ámm. Það var skelfilega leiðinlegt uppá- tæki og ótrúlegt að velja svona vitleysu vit- andi um alla þá dýrðlegu músik sem Mozart fmmsamdi fyrir blásarasveitir. Sama verður að segjast um „Kleine Dreigroschenmusik" Kurt Weills, sem var lokaverkið, því þessi lög, sem em einhver flottasta leikhúsmúsik seinni tíma þegar þau fylgja texta Brechts í Túskildingsójremnni, em ótrúlega þunn og lífvana ein og sér í konsertbúningi. Skiptir varla máli hvort þau em vel eða illa leikin, þó auðvitað hefði mátt vera meira fútt í þessu hjá þessum annars snjöllu hljóðfæra- leikumm og stjórnanda. Ég vona hins vegar að menn muni, næst þegar þeim dettur Weill í hug í sambandi við sinfóníu eða kammertónleika, að hann samdi fullt af góðum verkum fyrir hvomtveggja. Sama má segja um annað ,J3rechttónskáld“, Eisler, sem nú er verið að syngja og leika lög eftir í „Góða dátanum“ í Þjóðleikhúsinu. Það var því tónverkið ,Saman“ fyrir 10 blásíira (tvöfaldan kvintett) og píanó eftir Þorkel sem helst gerir þessa tónleika um- talsverða og þó má ekki gleyma einleik Ás- geirs Hermanns Steingrímssoncir á tromp- et, í „Lied“ eftir Karl Amadeus Hcirtmcmn, sem var meistaralegur í einu orði sagt. Ekki þar fyrir að hvorki „Saman“, né kóralfanta- sían ,Auf meinen lieben Gott“ geta talist til bestu verka Þorkels og einkennast þau bæði af fjöldaframleiðsluvinnubrögðum hans með þrástefjun (ostinato) sem er að verða dálítið þreytcindi og hugmyndasnauð ef ekki beinjínis leiðinleg. Kóralfantasíuna lék Hörður Áskelsson á orgel Kristskirkju á sunnudaginn og sannaði hann það, sem ég raunar vissi áður, að hann er einn af okkar allra snjöllustu organistum, sannkallaður listamaður. Var aðdáanlegt hvemig hann stillti Sciman röddum orgelsins, mér liggur við að segja af glæsilegu látleysi, í verki Þorkels svo og nítjándualdarmannanna Regers og Boellmanns og ekki var verra að heyra hann í barrokkmúsík, sem cildrei hef- ur rekið hér á fjörur fyrr, eftir Þjóðverjann Nicolaus Bruhn og Frakkann Guilain. Hann hafði líka stemmt orgelið, sem oft er illa falskt af vannotkun og erfiðu loftslagi og kunna allir hlutaðeigendi honum miklar þakkir fyrir. Væri óskandi að hann kæmi sem oftast í Landakot. POPP Geggjaðar viðvaranir eftir Gunnlaug Sigfússon Madness - Keep Moving Fáar hljómsveitir hafa notið jafnmikilla vinsælda í Bretlandi á undanförnum cirum og Madness. Þeir hafa sent frá sér ótöluleg- an fjölda af litlum plötum, sem nær allar hafa fcirið inn á topp tíu. Það eru heldur ekki margir sem hafa not- fært sér betur videotæknina. Flestir hafa víst séð smellnar myndir þeirra í sjónvarpi og hafa þær tvímælalaust hjálpað þeim til að ná til fleiri aldurshópa en flestar aðrar hljómsveitir. Lengi vel leit ekki út fyrir að Madness tækist að hrífa Bandaríkjamenn og er ástæðan einkum talin vera sú að viðfangs- efni texta þeirra voru ákaflega bresk. í fyrra tókst þeim loks að koma lagi hátt á lista vestanhafs og framtíðin virtist bjartari. Fyrir skömmu bárust þær fréttir að hljómborðsleikari hljómsveitarinnar, Mike Barson, væri hættur. í fljótu bragði virtist því útlitið ekki gott, því hann var líklega besti hljóðfærcdeikcirinn af þeim og v£ir í raun sá sem mestu réð , að minnsta kosti í upphafi. Hann er líka sá meðlimur Madness sem hefur samið flest hittlögin þeirra. Ef grannt er skoðað er útlitið þó ekki svo svart. Á síðustu tveimur árum eða svo, hef- ur hlutverk Barsons breyst. Hann er ekki. lengur sá foringi sem hann var. Hinum hefur farið mikið fram sem lagasmiðum og nú er svo komið að Barson kemur aðeins nálægt tilurð tæplega helmings laganna. Sagt hefur verið að jafnframt þessu hafi hann sífellt verið að f jarlægjast félaga sína í hljómsveit- inni. Barson var þó til staðar við upptöku nýj- ustu breiðskífu Madness sem nú er nýkom- in út og heitir Keep Moving. Þeir eru nú komnir alllangcm veg frá því sem þeir voru að gera í upphafi. Tónlistin er fyrst og fremst slípaðri og ef til vill þeirrar gerðcir að hún geti fallið Bandaríkjamönnum betur í geð. Galsinn er ekki eins mikill en því fer þó fjarri að þeir séu orðnir of alvarlegir, sem er nú eins gott, því hvað væru Madness án léttleikans og grínsins? Þegar ég renndi Keep Moving fyrst í gegn, fannst mér satt að segja heldur lítið til hennar koma. Hins vegar þurfti ég ekki að hlusta oft til að gera mér grein fyrir að hér væri um virkilega góða plötu að ræða. Ég er nefnilega ekki frá því að þetta sé jafnbesta plata sem Madness hafa sent frá sér til þessa. Næstu lög sem Madness senda frá sér á litlum plötum verða sjálfsagt tekin cif þess- ari plötu en hvaða lög það verða er eríitt að segja til um. Ég veðja þó á lög eins og Samantha, Time for tea, Prospects og Tum- ing Blue. Madness hefur verið „hittmaskína" fram að þessu og ég get ekki séð að á því eigi eftir að verða breytingar á næstunni. Þeir hafa með sér mjög færa upptökustjóra, jafnframt því sem þeir hafa haft lag á því að láta tónlist sína fylgja því sem er að gerast í kringum þá, þó án þess að glata sérkennum sínum. JAZZ Aftur blús íReykjavík eftir Vernharð Linnet Mikið ósköp er langt síðan við höfum átt þess kost að hlusta á kolsvartan blús í Reykjavík. Satt að segja hefur það aðeins gerst tvisvar og í bæði skiptin var það Mississippi Delta blúsbandið sem heim- sótti okkur undir forustu þess ágæta munn- hörpuleikara og söngvara Sam Myers. Síð- ast komu þeir hingað í desember 1982, svo það er rúmt ár síðan hinn lifandi blús hrísl- aðist um íslenskar æðar. Nú er von á öðru blúsbandi: San Fran- cisco blúsbandinu. Það er dálítið meiri borgarbragur á því en Mississippiliðinu einsog nafnið ber með sér. Þó starfa böndin bæði á vesturströndinni og tveir þeirra er nú skipa San Francisco bandið hafa komið hingað með Mississippi bandinu. Gítarleik- arinn og söngvarinn Craig Horton, sem hingað kom í desember 1981 og bassaleik- arinn og söngvarinn Larry Young er hingað kom í desember 1982. Craig Horton er fæddur og uppalinn í Pine Biuff í Ankara og hin sterku áhrif sveitablússins eru augljós í gítarleik hans og söng. Frá níu ára aldri lék hann á gítar í kirkjunni heima ásamt foreldrum sínum. Hann hefur búið á vesturströndinni undan- farin ár og var einn af stofnendum San Fran- cisco blúsbandsins og er aðcdsöngvari og lagasmiður á samnefndri skífu þeirra (TJ 1056) er fengist hefur hérlendis. Meðal laga hans á þeirri skífu er kraft mikill blús er nefnist: Icelantic Woman þarsem segir ma.: I’m gonna get on my telephone and call 15,000 miles away/ Call my Icelantic woman £md tell her I’m coming home to stay. Þetta var samið áðuren hann kom til íslands svo t-ið slæddist inní nafnið. Að sjálfsögðu er annar gítarleikciri í hljómsveitinni og syngur hann líka. Sá er Warren Cushenberry, sem er frá Louisiana einsog Leadbelly. hann hefur lengi búið á Vesturströndinni og hljóðritað með blús- köppum á borð við Slim Harpo og Guitar Slim. Hann hefur aldrei sótt Evrópu heim áður. Ekkert blúsband af þessari tegund getur verið án munnhörpuleikara. I San Francisco bandinu leikur Gene Pittman á munnhörpu og syngur einnig. Hann er gjaman kallaður Bird Legs og hefur verið með eigin hljóm- sveit árum saman og leikið í San Francisco og þarum kring. Hann blæs í munnhörpuna í stíl Sonny Boy WiIIiamsons og Sonny Terrys og er ekki leiðum að líkjast. Larry James er bassaleikari sveitarinnar og syngur einnig ágætlega einsog þeir muna er hlustuðu á Mississippibandið er það var hér síðast, trommciri er svo Robert Denegal og hefur hann ekki áður gist í Evrópulandi. Það er hörkulið sem leikur í þessu bandi og er ekki að efa að það verður heitt í kol- unum í Sigtúni sunnudagskvöldið 1. apríl. Blúsunnendur eru fjölmargir á íslandi og þeir kunna að meta þann kraft og eld er stafar frá góðu blúsbandi. Svona í Iokin er rétt að geta þess að skífa með Mississippi Delta blúsbandinu hefur fengist í hljómplötuverslunum hér, er það skífan Chromatic Harp þar sem Sam Myers er í framvarðasveitinni. Auk þess hefur ver- ið til skífa með þeim ágæta söngvara og gítarleikara Cooi Papa, en hann kom hingað með Mississippibímdinu í seinni heimsókn þess. 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.