Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 29.03.1984, Qupperneq 21

Helgarpósturinn - 29.03.1984, Qupperneq 21
- LÍTILL HÓPUR MANNA VÉKMÉR eftir Ingólf Margeirsson mynd Jim Smart UR RITSTJORASTOU Elías S.Jónsson, fráfarandi ritstjóri Tímans, segir frá átökunum eftir stofnun Nútímans ,,Ég varð ákaflega undrandi þegar ég var ekki endurráðinn sem ritstjóri Tímans. Menn í hinni nýju útgáfustjórn höfðu alltaf talað þannig við mig að endurráðning lœgi Ijós fyrir. Steingrímur Hermannsson, formaðurFramsóknarflokksins, segist ekki hafa vitað fyrr en eftir á að ég hafi ekki verið endurráðinn og að hann hafi ekki fengið fullnœgjandi skýringu á þessum aðgerðum. Ég sé enga ástœðu til að rengja orð hans en tel það furðulegt að formaður flokksins hafi ekki úrslitavald um hversitji i ritstjórastól Tímans. “ Þessi orð mœlir Elías Snœland Jónsson, fráfarandi ritstjóri Timans, sem flestum að óvörum var ekki endurráðinn í starfið þegar nýtt útgáfufélag, Nútiminn, tók við rekstri blaðsins. I viðtalinu hér á eftir segir Elías m.a. að fámennur hópur hafistaðiðað brottvikn- ingu sinni frá blaðinu og að hann hafi skilað greinargerð um uppbyggingu Tímans sem síðdegisblaðs skömmu áður en hann var látinn vtkja úr ritstjórastóli fyrirMagnúsi Ólafssyni, sem er tengdasonur Þórarins Þórarinssonar Tímaritstjóra. Elías Snœland Jónsson hefur verið ráðinn aðstoðarritstjóri DV frá 1. apríl n.k. „Ég á langan feril að baki sem blaðamað- ur á Tímanum," segir Elías. „Þegar ég fór af blaðinu árið 1973 og hóf störf á öðrum vett- vangi, voru Tímaárin orðin ein tíu. Ráða- menn Tímans höfðu alltaf öðru hverju sam- band við mig og buðu mér að vinna við Tímann á nýjan leik, en ekkert gerðist fyrr en undir árslok 1980, þegar Halldór As- grímsson, þáverandi stjómarformaður út- gáfufélags Tímans, ræddi við mig og bauð mér ritstjórastarf við blaðið. Ástæðan var einkum sú að Tíminn hafði farið illa út úr samkeppni við önnur blöð á árunum á und- an, 197S-80; mikið söluhrun átti sér stað og menn vildu stöðva þessa þróun. Lengi var ég efins um hvort ég ætti að slá til eða ekki, en að lokum samþykkti ég að taka að mér ritstjórastarfið. Ég hóf síðan störf 1. apríl 1981. Ég varð ritstjóri Tímans á mjög ákveðn- um grundvelli og setti þá kröfu að skýr verkaskipting yrði milli ritstjóra blaðsins. Annars vegar sæi Þórarinn Þórarinsson um pólitíska ritstjóm, tengsl við flokk og hreyf- ingu, en mitt hlutverk yrði að ritstýra al- mennri ritstjórn, sem sæi um fréttir, al- mennt efni í blaðinu, helgarblaðið og þess háttar. Nokkrir góðir menn á Vísi fóm með mér yfir á Tímann, m.a. lllugi Jökulsson sem tók við Helgar-Tímanum, Páll Magnússon sem gerðist fréttastjóri og Gunnar Trausti. Þetta vcir því hópur nýrra manna sem hóf störf við Tímann með það að markmiði að breyta blaðinu, hressa það og rétta við. Vorið 1981 gerðum við síðan miklar breyt- ingar á Tímanum. Ég veit ekki hvort nokkur man eftir því hvernig Tíminn var þá, en ég get fullvissað menn um, að Tíminn var afspyrnulélegt blað. Það er ekkert leyndar- mál að þær tölur sem þáverandi fram- kvæmdastjóri, Jóhann Jónsson, lagði fram, sýndu að blaðið h;ifði tapað mörgþúsund kaupendum á tímabilinu 1976-1981.“ Við bjuggum til gott blað - Hverjar voru helstu breytingatillögur þínar? „Við lögðum einkum áherslu á tvennt. Að gera blaðið að mjög góðu og sannferðugu fréttablaði og búa til gott helgarblað. Þetta tvennt var framkvæmt og útliti og umbroti blaðsins var gjörbreytt. Ég vil leggja áherslu á það að þessar breytingar voru fram- kvæmdar af hópi manna en voru ekki verk eins manns. Þessar breytingar höfðu það í för með sér að hrunið, sem verið heifði á blaðinu, stöðvaðist. Ætlunin var sú að þessu yrði fylgt eftir með verulegu átaki í markaðs- og sölumálum en sú hlið málsins fór öll meira og minna í handaskolum þann- ig að grunnbreytingamar fengu þar engein stuðning." - Þannig að markinu varekki náð? „Við náðum í fyrsta lagi að stöðva þróun- ina niður á við og í öðru lagi jukum við hægt og rólega við sölu blaðsins. Alla tíð síðan hefur söluaukning átt sér stað þótt hægfara hafi verið. Þetta stefndi því allt í rétta átt en ekki jafn hratt og margir hefðu kosið. Það var ekki fyrr en á siðasta ári að eitthvert átak var gert í sölumálum. Feu-ið var í áskriftarherferð sem skilaði á þeim tíma nokkuð góðum árcingri. Hins vegar var alveg ljóst að söluaðferðimar vom yfirleitt ekki nógu virkar. Það er nefnilega ekki nóg að búa til gott blað; það þarf líka að selja það.“ -Ritstjórn þín bjó til gott sölublað að þínu mati? „Ég tel það. Eftir breytinguna 1981 vorum við með góða söluvöru í höndunum, að vísu með þeim annmörkum sem stærð blaðsins og fjárhagserfiðleikar settu okkur. Við gát- um ekki gert öllum til hæfis líkt og stóm blöðin en varðandi innlendar fréttir og heigarlesningu vomm við með gott blað.“ Skrifaði greinargerð um síðdegisblað - Hvernig voru viðbrögð þín þegar nýtt hlutafélag - Nútíminn - tók við rekstri blaðsins í ár? „Við vomm lengi búnir að bíða eftir því að nýtt hlutafélag tæki við. Þetta nýja félag tók við blaðinu á sléttu, þ.e.a.s. hinir nýju aðilar tóku ekki við meiri skuldum en námu eignum blaðsins. Rekstrargrundvöllur blaðsins var því allur annar en verið hafði." - Voru einhverjar viðræður hafnar við þig á þessu stigi málsins um breytingar á blaðinu? „AHur undirbúningur að hlutafélaginu nýja er búinn að standa frá síðasta sumri. Þeir menn sem unnu að þeim undirbúningi em flestir þeir sömu og skipa stjóm félags- ins í dag. Allt frá fyrstu viðræðum um breyt- ingu á blaðinu var látið að því liggja að ég héldi áfram ritstjóm blaðsins. Sem dæmi get ég nefnt að í byrjun september kallaði þessi nefnd mig tií fundar og var þá með hugmyndir um að fara út í síðdegisútgáfu. Þar var m.a. talað um að þeir óskuðu eftir því að ég tæki þann slag að mér. Ég var beðinn að skrifa greinargerð um gerð og uppbyggingu síðdegisblaðs og ég varð við þeirri beiðni. Greinargerðin fjallaði ítarlega um nauðsynlegar breytingcu- og forsendur sem yrðu að vera fyrir hendi ef ráðist yrði í síðdegisútgáfu. Þessar niðurstöður lagði ég fyrir nefndina í septembermánuði." - Varstu hlynntur síðdegisútgáfu Tím- ans? „Tíminn á í rauninni tvo Vcdkosti. Ann- ars vegar að halda áfram sem morgunblað og styrkja sig í sessi hægt og sígandi. Eða hins vegar að gerast síðdegisblað sem kost- ar miklu meiri peninga. A ýmsum sviðum kostar slík breyting alveg nýtt skipulag; nýtt dreifingarkerfi, nýja markaðsstefnu, stækk- un á blaðinu, sem kallcir á fleiri starfsmenn. En þar er einnig meiri von um að ná inn aukinni sölu og á skemmri tíma. Hins vegar er það spurning hvort sú aukna sala dugcir upp í allan kostnaðinn. Þetta er erfitt dæmi að gera upp og í greinargerð minni lagði ég til að ítarleg fjárhagsáætlun yrði gerð um rekstur síðdegisblaðs og setti jafnframt fram hugmyndir um aðgerðir sem fram- kvæma þyrfti ef blaðið ætti að eiga afkomu- von á síðdegismarkaðinum." - Hverjar voru helstu tillögur þínar? „Það var t.d. alveg ljóst í mínum huga að stækkun á blaðinu yrði að koma til, lágmark 28 síður; það þýðir aukinn kostnað á öllum sviðum. Nýtt dreifingarkerfi yrði að byggja upp og efnistök yrðu að vera önnur, svo eitthvað sé nefnt. Ég lagði einnig áherslu á að breyttur útt .ifutími væri ekkert töfraorð í sjálfu sér, margt annað yrði að koma til. Þess vegna yrði að framkvæma þessa breyt- ingu með fastan grunn undir fótunum." - Varaðir þú við síðdegisútgáfu? „Nei, en ég varaði við að ana út í síðdegis- útgáfu að óathuguðu máli.“ Óvœnt uppsögn -Hvað gerðist nœst? „Öllu starfsfólki var siðan sagt upp um áramótin. Föstudaginn 13. janúar í ár, dálít- ið skrýtin dagsetning, kallar formaður hinn- ar nýju útgáfustjórnar, Hákon Sigurgríms- son, mig til fundar við sig. Við spjölluðum ítarlega saman um málin í nokkra klukku- tíma með þeim hætti að ég gat ekki skilið annað en það lægi beint við að ég yrði endurráðinn sem ritstjóri Tímans." - Varþér lofað stöðunni? „Það var talað þannig cillt kvöldið að ég gat ekki skilið annað en það lægi alveg ljóst fyrir. M.a. kom það fram að þeir voru búnir að ákveða að ráða nýjan framkvæmda- stjóra og vildu leggja mikla áherslu á að ritstjóri og framkvæmdastjóri gætu unnið vel saman. Þess vegna yrði ég að hitta hinn nýja framkvæmdastjóra strax eftir helgina svo við gætum rabbað samcin. Þeim fundi var svo frestað eftir þá helgi. Það næsta sem gerist er svo að formaður útgáfustjómar kallar á mig og tilkynnir mér að búið sé að ráða annan mann sem ritstjóra." - Hvernig varð þér við? „Fyrst Vcir ég áikaflega undrandi á þessari skyndilegu breytingu og reyndi að fá ein- hverjar skýringcir á henni. Þær fékk ég engar nema að þeir væru búnir að ráða fram- kvæmdastjóra sem hefði mun meiri völd á blaðinu en venja væri um framkvæmda- stjóra. Menn hefðu talið rétt að þegar búið væri að velja framkvæmdastjóra með þeim hætti þá yrði ennfremur fenginn nýr maður í ritstjórastólinn." - Túlkaðir þú þessar aðgerðir þannig að þú vœrir óhœfur að mati útgáfustjórnar til að ritstýra hinu nýja blaði? „Það tel ég ekki. Ég get alls ekki lagt þann dóm á aðgerðir hinnar nýju stjómar að mér hafi verið sparkað fyrir vainhæfni í starfi. Geysilega margir í Framsóknarflokknum, og eins þeir sem standa kringum blaðið, höfðu samband við mig og ræddu við mig þegar þetta fréttist. í öllum þeim viðræðum kom hvergi frcim gagnrýni á mín störf sem rit- stjóra Tímans, nema síður væri. Menn hafa viðurkennt að ákveðinn árangur hafi náðst eftir að ég tók við ritstjóm á blaðinu. For- maður flokksins ræddi við mig og sagðist ekki hafa fengið neina fullnægjandi skýr- ingu á því hvers vegna ég hefði ekki verið endurráðinn. Þama er því aðeins lítill hóp- ur manna á ferðinni sem tekur að því er virðist skyndiákvörðun í þessu efni.“ Pílatus ársins - Hvernig stóð flokkurinn í þessu máli? „Það er dálítið sérkennilegt. Framsóknar- flokkurinn er aðaleigandi að hinu nýja út- gáfufyrirtæki, Nútímanum. M.a. tilnefndi formaður flokksins, Steingrímur Her- mannsson, þrjá menn í stjóm útgáfufélags- ins og situr flokkurinn sem slíkur að meiri- hluta til í stjóminni. Þannig skipaði Stein- grímur þá Hákon Sigurgrímsson, Hauk Ingi- bergsson og Þorstein Ólafsson í stjóm. Til viðbótar eru Hallgrímur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Scimvinnutrygginga, og Einar Birnir stórkaupmaður. Hins vegar hefur það verið afstaða flokksforystunnar að útgáfu- stjórnin hafi verið kosin til að sjá um rekst- ur blaðsins. Formaður flokksins orðaði það í samtali við mig, að að hans áliti ætti útgáfu- stjórnin ekki að vera nein leppstjóm heldur frjáls framkvæmdaaðili óháður flokki. Allar framkvæmdir útgáfustjómcir ættu því að vera fullkomlega sjálfstæðæ. En þetta er náttúrlega eins og annað í pólitík; spuming um vilja.“ - Vissi Steingrímur Hermannsson að það átti ekki að endurráða þig? „Hann hefur tjáð mér að hann hafi ekkert vitað um þá ákvörðun, fyrr en hún hafði verið tekin. Ég hef svo sem enga ástæðu til að rengja það. Hins vegar finnst mér mál Framsóknarflokksins vera orðin skrýtin þegar formaður flokksins hefur ekkert um það að segja hver skipar ritstjórasæti á mál- gagni Framsóknar. Þá er nú margt orðið öðruvísi en áður var.“ - Hver voru viðbrögð manna við þig? „Fjölmargir aðilar í flokknum, svo og margir lesendur, höfðu sainband við mig og kepptust við að fordæma þá ákvörðun að endurráða mig ekki. Fiestöllum í flokknum var líka mikið í mun að þvo hendur sínar af þessari ákvörðun. Um tíma var þetta orðin eins konar samkeppni um Pílatus ársins. Hins vegar verð ég að viðurkenna að af þeim sem höfðu samband við mig vcir eng- inn úr innstu röðum Sambaridsins.“ - Hvernig fannst þér að vera allt i einu kominn út í kuldann? „Það var mjög óþægileg tilfinning, bæði fyrir mig og fjölskyldu mína. Viðbrögð manna hresstu mig þó mjög við. Ég fann að mjög víða þótti mönnum þetta hin furðu- legasta ráðstöíun og í fyllsta máta órétt- mæt. Síðan fékk ég fljótt ýmis atvinnutilboð og ég sá að ég þurfti ekki að kvíða framtíð- inni.“ - Hver er tilfinning þín fyrirþessari með- höndlun eftir á? „Mér finnst þessi ráðstöfun útgáfustjóm- arinnar bera vinnubrögðum vitni sem eng- um eru til sóma og síst forystumönnum stjórnmálaflokks." -Og hugurþinn til blaðs og flokks? „Ég tel mig hafa fengið verulegan stuðn- ing meðal ýmissa foystumanna flokksins og margra annarra flokksmanna og lesenda blaðsins. Það var því fámennur hópur sem tók þessa ákvörðun um að endurráða mig ekki og formaður flokksins hcifði ekki næg- an pólitískan vilja til að fá þeirri ákvörðun breytt þótt margir flokksmenn hvettu til þess. Það er hans mál. Þetta er því ekki ákvörðun flokks né flokksmanna almennt og breytir ekki hug mínum til þeirra. Hins vegar sé ég útgáfustjómina í nýju ljósi.“ - Aldrei aftur Tíminn? „Þegar ég hætti á Tímanum 1973 reiknaði ég ekki með því að fara aftur á Tímann. Ég sagði upp starfinu m.a. vegna piólití'skra deilna. Tíu árum síðar tók ég aftur til starfa á blaðinu. Maður á því aldrei að segja aldrei. Hins vegcir tel ég engar líkur á því að ég muni nokkru sinni hefja störf aftur áTíman- um.“

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.