Helgarpósturinn - 29.03.1984, Side 26
HELGARDAGSKRAIN
Föstudagur 30. mars
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.35 Auglýsingarog dagskrá
20.40 Á döfinni.
20.55 Danskeppni í Tónabæ. Þáttur
frá íslandsmóti unglinga í diskó-
dansi í Tónabæ 16. þ.m. en þá
kepptu átta einstaklingar og sex
hópar úr Reykjavík og nágranna-
byggðum til úrslita. Stjórn upp-
töku Elín Þóra Friðfinnsdóttir.
21.25 Kastljós.
22.25 Sprengjuflugsveitin. (Twelve
O'Clock High.) Bandarísk bió-
mynd frá 1949. Leikstjóri Henry
King. Aðalhlutverk: Gregory
Peck ásamt Hugh Marlowe, Gary
Merrill, Millard Mitchell og Dean
Jagger.
Myndin gerist í heimsstyrjöld-
inni síðari. Sveit bandarískra
sprengjuflugvéla hefur aðsetur í
Bretlandi og fer þaðan til loft-
árása á meginlandið. Sveitin
verður fyrir miklu tjóni og farið er
að bera á stríðsþreytu meðal
flugliðanna. Þvi er skipaður nýr
yfirforingi sem hyggst koma á
aga og góðum liðsanda, en hann
þarf að skipa liði sinu fram á ystu
nöf. Sterk sálræn átök og góður
leikur. 2 stjörnur. Þýðandi Bogi
Arnar Finnbogason.
00.30 Fréttir i dagskrárlok.
Laugardagur 31. mars
15.00 Sundmeistaramót islands.
16.15 Fólk á förnum vegi. 20. I leik-
fangaverksmiðju. Enskunám-
skeið i 26 þáttum.
16.30 iþróttir.
18.10 Húsið á sléttunni. Þögul skila-
boð.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttirog veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Við feðginin. Sjöundi þáttur
21.05 Ferð á heimsenda. (To the Ends
of the Earth - The Transglobe
Expedition). I. Suðurheim-
skautið. Bresk kvikmynd í tveim-
ur hlutum um eina mestu ævin-
týraferð á síðari tímum - fyrstu
hnattferðina sem farin hefur verið
sem næst hádegisbaug með við-
komu á báðum heimskautum.
Leiðangurinn hófst áriö 1979 og
lauk 1982. Ferðalangarnir Sir
Ranulph Fiennes og félagi hans.
22
00.
ýí
" 19.
20.
Charles Burton, höfðu skip og
flugvél til umráða en notuðu auk
þess jeppa, vélsleða og gúmmi"
báta eftir því sem við átti. I fyrri
hluta myndarinnar er fylgst með
leiðangrinum frá Greenwich til
suðurheimskautsins. Þulur er
Richard Burton. Þýðandi Björn
Baldursson.
.00 Á framabraut. (Love Me or
Leave Me). Bandarisk bíómynd
frá 1955. Leikstjóri Charles
Vidor. Aðalhlutverk: Doris Day,
James Cagney og Cameron
Mitchell.
Rut Etting byrjar söngferil sinn á
böllum i Chicago skömmu eftir
1920. Eftir að hún fær harðsnú-
inn umboðsmann fer vegur henn-
ar stöðugt vaxandi, allt þar til
hennar biður stjörnufrægð i
Hollywood. Sá er þó Ijóður á að
umboðsmaðurinn vill einnig ráða
yfir einkalífi söngkonunnar.
Cagney stelur öllum senum sem
umboðsmaðurinn en Doris Day
er mjög frambærileg i þokkalegri
ævisögu úr skemmtiiðnaðinum. 2
stjörnur. Þýðandi Kristrún Þórð-
ardóttir.
05 Dagskrárlok.
Sunnudagur 1. apríl
00 Sunnudagshugvekja.
10 Stundin okkar.
45 Fréttaágrip á táknmáli.
00 Fréttir og veður.
4
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Sjónvarp næstu viku.
20.55 Nikulás Nickleby. Annar áttur.
Leikrit i níu þáttúm gert eftirsam-
nefndri sögu Charles Dickens.
Þegar fjölskyldufaðirinn andast
snauður leitar Nikulás á náðir
föðurbróður síns í Lundúnum,
ásamt systur sinni og móður.
Frændinn útvegar Nikulási stöðu
við drengjaskóla i Yorkshire sem
reynist vera munaðarleysingja-
hæli. Nikulási ofbýður harðn-
eskja skólastjórans en vingast
við bæklaðan pilt, Smike að
nafni. Þýðandi Kristmann Eiðs-
son.
21.50 Ferð á heimsenda. II. Norður-
heimskautið. Bresk kvikmynd
um ævintýralega hnattferð. í sið
ari hluta er fylgst með ferð leið-
angursmanna frá Suðurskauts-:
landinu til Norðurheimskautsins
og heim til Bretlands. Þulur Rich-
ard Burton. Þýðandi Björn Bald
ursson.
22.40 Dagskrárlok.
16
17.
19.
19.
20.
20
21
21
22
23
00
14.
15
16.
16
17.
/
©
Föstudagur 30. mars
14.00 „Eplin í Eden“ eftir Óskar
Aðalstein.
14.30 Miðdegistónleikar.
14.45 Nýttundirnálinni.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöur
20
20
21
22
22
23.
23.
24.
20 Síðdegistónleikar.
10 Síðdegisvakan.
00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
50 Við stokkinn.
00 Lög unga fólksins.
40 Kvöldvaka.
10 Organleikur i Egilsstaðakirkju.
40 Störf kvenna við Eyjafjörð.
40 Djassþáttur.
,20 Kvöldgestir - þáttur Jónasar
Jónassonar.
.55 Fréttir. Dagskrárlok.
Laugardagur 31. mars
,00 Listalíf.
,10 Listapopp
.20 íslenskt mál.
.30 Nýjustu fréttir af Njálu.
00 Frá tónleikum íslensku hljóm-
sveitarinnar i Gamla bíói 27.
þ.m.; fyrri hl.
00 Ungir pennar.
00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
35 Heimaslóð.
00 „Gasparone“, óperetta eftir Carl
Millöcker.
20 Útvarpssaga barnanna:
„Benni og ég“ eftir Robert Law-
son.
40 Norrænir nútímahöfundar 6.
þáttur. Inoorag Olsen.
15 Á sveitalinunni.
00 „Gekkegniðuraðströndinni".
40 Harmonikuþáttur.
10 Létt sigild tónlist.
50 Fréttir. Dagskrárlok.
00 Næturútvarp frá RÁS 2 til kl.
03.00.
Sunnudagur 1. apríl
08.00 Morgunandakt.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
10.25 Út og suður.
11.00 Messa í Saurbæ á Hvalfjarðar-
strönd. Prestur séra Jón Einars-
son. Organleikari Kristjana Hö-
skuldsdóttir.
Hádegistónleikar.
20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir.
30 Vikan sem var.
15 Vegir ástarinnar.
15 1 dægurlandi.
00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
20 Um vísindi og fræði.
00 Tónleikar Sinfóniuhljómsveit-
ar íslands í Háskólabiói 29.
mars; siðari hluti.
18.00 Um fiska og fugla, hunda og
ketti og fleiri íslendinga.
8.15 Tónleikar. Tilkynningar.
8.45 Veðurfregnir. Dagskrákvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.35 Bókvit.
19.50 „Líka þeir voru börn“. Vilborg
Dagbjartsdóttir les eigin Ijóð.
20.00 Útvarp unga fólksins.
21.00 Hljómplöturabb.
21.40 Útvarpssagan: „Syndin er
lævís og lipur" eftir Jónas
Árnason. Höfundur les (5).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 Kotra.
23.05 Tónleikar íslensku hljómsveit-
arinnar í Gamla bíói 27. f.m.;
siðari hluti.
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.
Val Hrafns Gunnlaugssonar
„Ég nenni ekki að horfa á kvikmyndina á föstudaginn,“ segir
Hrafn Gunnlaugsson leikstjóri. „Hún er of gömul og ég þekki ekki
leikstjórann. Ég treysti mér ekki heldur til að horfa á diskódansinn
í sjónvarpinu. A laugardag freistar ekkert mín á skjánum. Ef ég er í
heimilisstuði á sunnudaginn þá horfi ég kannski á Stundina okkar.
Og svo á Nicholas Nickleby, mér er sagt að fyrsti þáttur hafi verið
góður. Ég hlusta yfirleitt á útvarp þegar ég er í bílnum og þá bara á
Kanaútvarpið. Stundum þegar ég borða heyri ég í kvöldfréttunum.
Einu sinni lá ég á spítala og hlustaði á Ríkisútvarpið í fjóra daga
samfleytt. Ég vil helst komast hjá þeirri reynslu aftur. Ég ætla þó að
krossa við Vegi ástarinnar á sunnudaginn, blandaða dagskrá í
umsjón Þórdísar Bachmann.
Föstudagur 30. mars
10.00-12.00 Morgunþáttur.
14.00-16.00 Pósthólfið. Stjórnendur:
Valdís Gunnarsdóttir og Hró-
bjartur Jónatansson.
16.00-17.00 Jazzþáttur. Stjórnandi
Vernharður Linnet.
17.00-18.00 I föstudagsskapi.
23.15-03.00 Næturvakt á Rás 2.
Rásir 1 og 2 samtengdar með
veðurfregnum kl. 01.00 og heyr-
ist þá i Rás 2 um allt land.
Laugardagur 31. mars
24.00-00.50 Listapopp
00.50-03.00 Á næturvaktinni.
Rásir 1 og 2 samtengdar kl.
24.00 og heyrist þá i Rás 2 um
allt land.
SJONVARP
Tveir breskir
Synir og elskendur (mynd) og Nicholas
Nickleby eru stórvirki og sýning þeirra
sterkasti leikur LSD á árinu.
26 HELGARPÓSTURINN
Tveir breskir framhcildsþættir hafa
hafið göngu sína í íslenska sjónvarpinu -
Nicholas Nickleby eftir sögu Charles
Dickens og Synir og elskendur eftir hinni
þekktu skáldsögu D.H. Lawrence. Hér
eru tveir risar á ferð, bæði hvað varðar
tilkostnað, umfang og gæði. Hin sígilda
saga Dickens um Nicholas Nickleby var
sett á svið af leikstjóranum Trevor Nunn,
manninum bak við kassastykkið Cats.
Nunn hafði séð leikuppfærslu á Pick-
klúbbnum eftir Dickens flutta í Gorkij-
leikhúsinu í Leningrad og fékk brenn-
andi löngun til að setja Dickens á svið í
eftir Ingólf Margeirsson
risar
sínu eigin heimalcúidi. Árcingurinn vctr
Nicholas Nickleby, færður í leikform af
breska leikskáldinu David Egdar. Sýning-
in sem flutt vsir af Royal Shakespeare
Compciny í London tók níu klukkustund-
ir í flutningi. Hin mikla lengd hrakti ekki
áhorfendur frá, síður en svo; fyrri hlutinn
var sýndur síðdegis, síðan hlé og síðari
hluti um kvöldið. Lundúnabúar flykktust
til að sjá stykkið og sömu sögu var að
segja í New York þegar stykkið fór upp á
Broadway. Sýningin Vctr sérstaklega tek-
in upp í stereo og video í Old Vic-leik-
húsinu í London með sjónvarpsþætti
fyrir augum og tóku upptökuráttavikur.
Leikstjóri var Jim Goddard og sem dæmi
um hina ströngu sýningu má nefna að
leikararnir eru 39 talsins og þeir leika
rúmlega 130 hlutverk í 315 búningciskipt-
ingum. Geri aðrir betur! Og þvílíkur leik-
ur! Sjónvcupsgerðin hefur nefnilega
haldið leikhússtemmningunni með
áhorfendum og tilheyrandi og allar
skiptingar eru leikhúslegar og gerast
fyrir augum áhorfenda. Hér verður ekki
farið nánar út í hina meitluðu ádeilu
Dickens á skólakerfi þeirra tíma í Bret-
landi en óhætt er að fullyrða að hér er á
ferðinni breskt leikhús upp á sitt besta.
Sömu sögu er að segja af Sonum og
elskendum. Lawrence, sem hve þekkt-
astur er fyrir Elskhuga lafði Chatterleys,
skrifaði skáldsöguna 1911. Synir og elsk-
endur segir frá Morel-fjölskyldunni í litlu
námusamfélagi í Nottinghamfylki. Burð-
cirás bókarinnar er hin sterka móður-
tenging sonarins Paul og hvernig
móðurástin breng.lar áátamál hans sem
fullorðins manns. Sjónvarpsþættimir
eru sjö, umskrifaðir af Trevor Griffiths og
leikstjóri er Stuart Burge.
Undirritaður hefur séð báða þessa
bresku sjónvarpsþætti erlendis og þorir
að fullyrða að þama em á ferðinni tvö
stórvirki sem enginn sjónvarpsáhorf-
andi ætti að missa af.
ÚTVARP
eftir Gisla Helgason
Nýr þjóðsöngur
Þegar kvölddagskrá lýkur, þá er van-
inn að leika eitthvert ættjcirðarlag, svona
til þess að minna okkur á þjóðernið. Fyr-
ir mörgum ámm endaði dagskráin ávallt
á þjóðsöngnum „Ó GUÐ VORS LANDS“.
Mikil mótmælacdda reis upp og menn
kröfðust tilbreytni í enda dagskrárinnar.
Þá brugðu forráðamenn útvarpsins
frekar skjótt við og breyttu um, létu ætt-
jarðarlögin enda 5 daga vikunnar, en á
laugardögum og sunnudögum fengum
við þjóðsönginn. Eftir að rás tivö tók til
starfa, minnkaði vegur þjóðsöngsins enn
frekar og nú er hann aðeins leikinn á
sunnudögum.
Annars hef ég aldrei skilið hvers vegna
þetta lag og kvæði séra Mattliíasar, sem
Jónas Hallgrímsson - kvæðið (sland sem
nýr þjóðsöngur?
heitir reyndcir LOFSONGUR, var valið
sem þjóðsöngur okkar. Efnið í ljóðinu á
ekkert skilt við það, sem tengist þjóð-
ernisbciráttu, nema þá að við séum
heilög þjóð. Svo er lagið með eindæmum
ósönghæft, það næryfir tæpar 2 áttundir
og Islendingcir vel flestir verða sér til
háborinnar skammar, þegar þeir reyna
að syngja þetta ágæta lag Sveinbjöms
Sveinbjörnssonar. Sérstaklega er sárt til
þess að vita, þegcir við emm á miklum
mannamótum, bæði hér- og erlendis.
Ég hef heyrt marga segja, að sjálft lag-
ið við þjóðsönginn sé eitthvert fallegasta
lag, sem notað er sem þjóðsöngur einnar
þjóðar og megum við vera stolt af því.
Þessu er ég sammála, en tel lagið algjör-
lega óhæft til þess að gegna því hlutverki
að vera við ljóðið, sem er þjóðsöngur
íslands. Auk þess er lagið ekki fyrir fimm
aura þjóðlegt; næstum því hvaða tón-
skáld sem væri hefði getað samið það.
Þegar þeir Fjölnismenn, Jóncis Hall-
grímsson og fleiri, hófu endurreisn ís-
lenskrar menningcir á miðri síðustu öld,
þá birti Jóncis kvæði, sem heitir
„ÍSLAND". Þetta er hvatning til þjóðcir-
innar að halda vöku sinni og gæta þess,
sem við höfum hlotið í arf. Kvæðið er
áhrifamikið og fallegt. Miklu nær væri að
nota það lag og Ijóð sem þjóðsöng, en
leggja niður Lofsöng Matthíasar. Lista-
skáldinu Jónasi Hallgrímssyni væri verð-
ugur sómi sýndur, ef kvæði hans ísland
yrði gert að þjóðsöng íslendinga á næsta
ári.en þáeruliðin 140árfráandláti hans.
Auk þess hvílir hann í heiðursgrafreitn-
um á Þingvöllum, ef það er þá hann, sem
liggur þar.
Jafnframt þyrfti að skipta um lag í Hall-
grímskirkjuturninum og láta klukkumar
þar hætta að leika þann ósóma, sem þar
glymur, en spila þess í stað .Jsland far-
sældar frón“.
Auk þess má benda á, að útsetja má
lagið við ísland á margan hátt, m.a. jazz.