Helgarpósturinn - 19.04.1984, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 19.04.1984, Blaðsíða 2
hreint aiveg hrikalega stressaöir rétt í þann mund sem veislan var aö hefjast, Þegar HP varð 5 ára Helgarpósturinn - óstýrilát- asti krógi íslensks blaöaheims - varð fimm ára síðastliðinn föstudag. Það var því að hann hóaði í alla vini sína nær og fjær og bauð þeim í partí á Borginni. Þar vartroðfullt. Á sjötta hundrað manns sáu sér fært að koma, og hvort þeir skemmtu sér? Mikil ósköp, stuðið geislaði af andlitum viðstaddra, allt frá sjö um kvöldið fram til þrjú um nóttina, enda var boðið upp á vegleg skemmtiatriði í millitíðinni. Þar bar náttúrlega hæst númer norsku heiðurshjónanna Jahn Teigen og Anitu Skorgan, sem flugu sérstaklega yfir Atlants- ála til að stuða liðið. Annars var skemmtidagskráin undir öruggri handleiðslu Henríettu og Rósamundu sem gáfu hvergi eftir í galsanum. Og Davíð Oddsson borgarstjóri fór á kostum í afmælisávarpi sínu. Við skulum skoða þetta nánar á Ijósmyndum sem hér fylgja, en afmælishátíðin leggur undir sig næstu síðurnar í þessu fyrsta tölublaði á sjötta aldursári Helgarpóstsins. Kynnar og dagskrárstjórar afmælisveislu HP, stöllurnar Henríetta og Rósamunda, gefa heiðursgesti kvöldsins orðið. I stórskemmtilegri ræðu sinni kom borgarstjórinn meðal annars inn á baksíðufréttir Helgarpóstsins og sagði um þær: „Stjórnmálamenn eins og ég verða alla jafna mjög reiðir ef eitthvað er skrifað um þá í slúðrinu. En reiðari verða þeir þegar ekkert er minnst á þá þar.“ Að iíkindum talaði Davíð fyrir munn margra pólítíkusa. Heiðursgestur afmælishófsins, Davíð Oddsson, býður heiðursskemmtikraftana velkomna til veislunnar, þau Jahn 'Teigen og Anitu Skorgan. Hjá þeim stendur veislustjórinn, Ingólfur Margeirsson, að öðru jöfnu ritstjóri HP. Þegar talsvert var liðið á afmælis- hófið og hljómsveit kvöldsins, Pónik og Einar, var byrjuð að leika fyrir dansi, skellti Teigen sér upp á sviðið með bassa í hönd og hóf að rokka liðið í alminlegt stuð. Þar birtist hans rétta eðli, enda ætlaði allt um koll að keyra á dansgólfinu þegar áköfustu kviðurnar ruddust upp úr rokkaranum. Gamlirslagarareins og ,,Summertime“ voru útsettir á staðnum, Teigen leiddi þennan söng sem allir kunna, ásamt því að stjórna danssporunum sem hann gaf einkunnir með vel völdum innskotum. Óneitanlega maður kvöldsins, hinn eitilhressi Norsari, sem er svo sannarlega velkominn til landsins aftur og aftur... Veislustjórinn þakkar kokkum Borgarinnar fyrir matreiðslL".j og þá einkanlega matreiðslu- meistaranum Páli Árnasyni, en ríflega 230 matargestir hófsins smökkuðu hjá honum Matkráku- grytu á la creme og eðalvín og luku allir upp einum rómi um ágætið. ,, Víst flytur þú ræðuna, varst búinn að lofa því bölvaður!“. Ritstjórar HP, þeir Ingólfur Margeirsson og Árni Þórarinsson, Leitarþjonusta ANPRO leit- ar aö hinni réttu eign án allra skuldbindinga af þinni hálfu. 2JA HERBERGJA: Kambasel 70 ferm. Rétturtil að kaupa bílskúr. Verð 1400 þús. Hamrahlíð 50 ferm. Nýstandsett. Verð 1300 þús. Holtsgata Hafnarfirði 55 ferm rishæð, sama og ekkert undir súð. Verð 1200 þús. 3JA HERBERGJA: Blöndubakki Aukaherbergi í kjallara. Verð 1750 þús. Kaplaskjólsvegur 100 ferm 3ja herb. + inn- réttað ris. Verð 1500 þús. Lindarhvammur Hafnar- firði Risíbúð, mjög gott útsýni, gróið hverfi. Verð 1500 þús. Leirubakki 3ja herb. + aukah. í kjall- ara. Verð 1700 þús. 4RA HERBERGJA Lindarhvammur Hafnar- firði 110 ferm hæð í þríbýli - miðhæð, bílskúr. Verð 2 millj. SÉRHÆÐIR: Urðarstígur Lítil sérhæð í eldra húsi. Verð 1500 þús. Miðstræti 160 ferm íbúð á 2 hæðum í gömlu timburhúsi. Verð 2,5 millj. Mánastígur Hafnarfirði 110ferm + ris. Verð 1900 þús. Öiduslóð Hafnarfirði 150 ferm sérhæð + bíl- skúr. Verð 2,5 millj. Ölduslóð Hafnarfirði 70 ferm. Stór gróinn garð- ur. Verð 1450 þús. Mánastígur Hafnarfirði 85 ferm. Verð 1450 þús. Rauðalækur 140 ferm + bílskúr, gróinn garður, frágengin bíla- stæði. Verð 2600 þús. Leitum að 2ja-3ja herb. vandaðri íbúð fyrir fjársterkan kaupanda utan af landi. Góðargreiðslur. FASTEIGNASALAN Símar: 687520 32494 ” Bolholti 6, 687521 4. hæð •:• •V •V •V

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.