Helgarpósturinn - 19.04.1984, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 19.04.1984, Blaðsíða 19
LEIÐARVÍSIR PÁSKANNA SVNINGAR Listasafn alþýðu Valgerður Hauksdóttir og Malcolm Christhilf sýna í Listasafni alþýðu til 1. maí. Opið verður á virkum dögum kl. 16-22 og helgidaga kl. 14-22. Sýndar verða stórar grafíkmyndir, teikningar og myndir unnar með blandaðri tækni. Gerðuberg Föstudaginn 20. apríl kl. 15 opnar í Gerðubergi sýningin: Átök, hneyksli og nekt á Apaplánetunni. Það er sam- sýning 18 súrrealistafráNorð- urlöndum. Þeir sem verk eiga á sýningunni eru, auk Medúsukarlaklúbbsins (sem stendur fyrir henni), Alfreð Flóki, Uno Svensson, Reigge Gorm Holten, Georg Broe, Öi- vind Fenger, Kjell Erik Vind- tarn, Jörgen Nash, Lis Zwick, Ole Ahlberg og Tony Pusey. A sýningunni eru um 120 verk: grafík, olíumálverk, teikning- ar, grímur, klippimyndir, fánar, Ijósmyndir, skúlptúrar o.fl. og eru flest verkanna til sölu. I tengslum við sýninguna verða kvikmyndasýningar, ávörp, break-dansar, óhöpp, verð- launagetraun, barna- skemmtun, tónleikar og ýmis- legt óvænt. Við opnunina mun Lúðra- sveitin Oxmá leika létt lög og Medúsumenn ganga grímu- klæddir um sali og afhjúpa sig. Abdou, Björk og Sigtryggur sjá um helgistund ásamtstrengja- sveit. Sýningin er opin virka daga frá kl. 16 - 22 og um helgarfrá 14-18. Listmunahúsið „Leir og lín“ samsýning 11 listakvenna sem stendurtil 29. apríl. Til sýnis og sölu eru leir- munir og textílverk. Listmuna- húsið er opið kl. 14 - 22 um helgar og 10 - 18 virka daga. Lokað verður 24. apríl. Ásmundarsalur í Ásmundarsal við Freyju- götu er Hanna Gunnarsdóttir með sýningu á vatnslitamynd- um . Sýningin verður opin alla dagafrákl. 14-22. Henni lýk- ur 23. apríl. Vesturgata 17 Þar sýnir Gunnar Örn Gunn- arsson Monotypur, vatnslita- myndir og m.fl. Opið daglega kl. 9 - 17. Ekki opið um pásk- ana. Kiarvalsstaðir A Kjarvalsstöðum standa nú yfir þrjár sýningar. Baltasar sýnir málverk í vestursal.' Ragnhildur Stefánsdóttir sýnir skúlptúr í v-forsal og Borealis, norræn listasýning, hefur verið sett upp í austursal og austurforsölum. Sýningun- um lýkur annan í páskum. LEIKHÚS Þjóðleikhúsið Gæjar og píur Söngvar og dansar blíva á sviði Þjóðleikhússins yfir páskana. Þetta er söngleikur, Gæjarog píur, sem byggðurer á sögu og persónum eftir Damon Runyon, en tónlistin og textar eru eftir Frank Loesser. Damon Runyon var einn ágætasti smásagnahöf- undur amerískur á sinni tíð. Heimur hans var undirheimur stórborgarinnar, hann þekkti persónulega fólkið sem hann var að skrifa um, smáglæpa- menn og stórbófa Nýju Jórvík- ur, og hann þykir hafa skapað mjög persónulegan stíl. Heim- ir Pálsson segir í umsögn sinni um uppfærslu Þjóðleikhússins á Gæjum og píum að ,,því mið- ur er söngleikurinn sem þeir Loesser, Serling og Burrows gerðu eftir smásögum Runy- ons sjaldan eins fyndinn og sögurnar sjálfar, en margt verður til að bæta það upp og í heild er músíkallinn þeirra rækalli góður kall - ef menn hafa á annað borð gaman af söng og dansi með skemmti- legum leikfléttum inn á milli.“ Þetta verkefni Þjóðleikhússins hefur fengið afbragðs dóma í öllum dagblöðum og er þar umsögn Heimis engin undan- tekning. Hann segir ennfrem- ur: ,,í heild ersýning Þjóðleik- hússins ágætlega heppnuð.“ Og segir hann þar nánast alla þætti hjálpast aö. Leikendur eru fjölmargir í þessu verki, en þeir helstir Egill Ólafsson, Ragnheiður Steinþórsdóttir, Sigríður Þorvaldsdóttir og Bessi Bjarnason auk Flosa Ólafssonar sem einnegin þýddi verkið með ágætum, eins erfitt og það hefur verið talið. Leikstjórar eru Kenn Oldfield og BenediktÁrnason. Leikfélag Reykjavíkur Bros úr djúpinu Páskaleikrit L.R. heitir Bros úr djúpinu, en það er eftir ein- hverja skærustu stjörnu skandinavískra leikhúsbók- mennta um þessar mundir, Svíann Lars Norén. Hann var þekktur á árum áður sem Ijóð- skáld, en snéri sér fyrir fáum árum að leikritun og eftir eina misheppnaða frumtilraun á því sviði, sló hann í gegn. Bros úr djúpinu er hans þekktasta og umtalaðasta verk til þessa. Það fjallar um rithöfund sem ekki hefur getað skrifað í nokkur ár og konu hans, ballerínu sem fer yfirum eftir sinn fyrsta barnsburð, afneitar krakkanum, og gerist leikurinn á heimili þeirra hjóna kvöldið þegar hún kemur af geð- veikrahæli. Gunnlaugur Ást- geirsson segir í umsögn sinni um verkið: ,,Það eru engin hversdagsvandamál sem per- sónur leiksins eiga við að stríða. Allar eru þær tilfinn- ingalega tættar í sundur . ..“ og síðar í dómi sinum: ,,Sál- fræðin í verkinu er bæði marg- slungin og djúphugsuð, en ég á nú samt bágt með að trúa henni. Ég trúi til dæmis illa því að manneskjurnar séu jafn viljalaus fórnarlömb uppeldis og aðstæðna og verkið vill vera láta . . . Leikrit eins og þetta gerir miklar kröfur til leik- stjóra og leikenda, en þó fyrst og fremst þá að þeir trúi verk- inu og persónunum. En það sýndist mér þeir gera illa..." Helstu leikendur þessarar uppfærslu L.R. eru Sigurður Skúlason og Hanna María Karlsdóttir, en leikstjóri er Kjartan Ragnarsson. Alþýðuíeikhúsið Undirteppinu hennarömmu Vorkonur Alþýðuleikhúss- ins sýna leikverk Nínu Bjarkar Árnadóttur, ,,Undir teppinu hennarömmu“, í ráðstefnusal Hótel Loftleiða á 2. í páskum kl. 21.00. Miðasalan á Hótel Loftleið- um er opin alla daga kl. 17-19. Sýningardaga kl. 17—21. Sími 22322. Lokað á föstudaginn langa. Atriði úr leiknum verður flutt á dagskrá ,,Friðarviku“ í Norræna húsinu á föstudaginn langa kl. 20.30. Leikfélag Akureyrar Kardimommubærinn Varla hefur nokkurt barna- leikrit notið eins mikilla vin- sælda á Norðurlöndunum undanfarin ár og Kardi- mommubærinn, nema þá ef vera skyldu Dýrin í Hálsa- skógi, en þessi leikrit eru reyndar eftir sama höfundinn, þann eina sanna Thorbjörn Egner úr Norðurvegi. Leikfé- lag Akureyrar er nú um stundir með þetta verk á fjölunum undir brekkubrúninni í höfuð- stað Norðurlands. Óþarfi erað rekja efnisþráð verksins hér, en okkar dómari norðan heiða, Reynir Antonsson, segir um uppfærsluna: „Sýning Leikfé- lags Akureyrar á Kardimommu- bænum er sannkölluð vorsýn- ing, full kátínu og hlýju, prýði- legur endapunktur eftir sér- lega velheppnað leikár." Það var gífurlegur fjöldi leikara sem Theodór Júlíusson þurfti að stýra við æfingar þessa verks; við skulum til dæmis nefna ræningjana sem eru í höndum Þráins Karlssonar, Gests E. Jónassonar og Bjarna Ingvarssonar. Soffíu frænku leikur hún Sunna Borg sntnpinMM SÖLUBOÐ LEl m EI^DHÚS- RULLUR 4rl FRIG ► IVA G ÞVOTTAEFNI 2,3 kg FRIG< ► ÞVOL g ÞVOTTALÖGUR1/2 fl SiC m tómatsósa 300 gr SINNEP 300 gr KORNIHRÖKKBRAUÐ 250 gr ...vöruverð í lágmarki HELGARPÓSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.