Helgarpósturinn - 19.04.1984, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 19.04.1984, Blaðsíða 7
NÆRMYND Jesús Krístur eftir Sigmund Erni Rúnarsson og Hallgrim Thorsteinsson Jesús Kristur er í nœrmynd fólks á þessum páskum sem endranœr. Myndin sem afhonum birtist hér að ofan, ervalinafbiskupiíslands, herraPétriSigurgeirssyni, til að prýða þá umsögn sem hér fer á eftir um Krist, kenningar hans, œvistarfog áhrif. Um þessa mynd, sem þrykkt var í leður fyrir mörgum öldum, segir herra Pétur: ,,Þaðsem er áhrifamikið viðþessa tilteknu Jesúmynd, eru augun. Þau eru þannig gerð, að við fyrstu sýn þegar horft er á myndina, virðastþau vera lokuð. En sé einblínt í augu Jesú á myndinni, gerist það furðulega, að augun opnast allt í einu fyrir manni. Það er þessvegna sem mér finnst þessi gamla Kristsmynd vera táknrœn fyrir það sem kalla má nœrmynd afJesú. “ Biskupinn segir ennfremur: , ,Það er í raun mikil upplifun að horfa á þessa mynd. Það er eins og eitthvaðgerist í henni með þeim hœtti að maðurinn sem andlitið á stígi Ijóslifandi fram til manns. Og við nánari skoðun getur engum manni komið til hugar að þetta sé einhver annar en Hann sjálfur. “ Nýja testamentið, sem greinir frá ævistarfi og kenningum Jesú Krists, er allfjarri því að geta flokkast undir sagnfræðirit í al- mennum skilningi þess orðs. í þessum hluta Biblíunnar gætir miklu fremur frásagna; munn- mælasagna sem varðveist höfðu mann fram af manni þar til þær loks voru festar á blað. Ritun Nýja testamentisins var í reynd ekki lokið fyrr en tæpri öld eftir að jarðvist Jesú lauk. Það eru því talsverð líkindi til þess að ártöl, staðhættir og ýmsar sagnfræði- legar staðreyndir hafi skolast til í meðförum manna á þeim langa tíma sem leið milli þess að at- burðir Nýja testamentisins gerð- ust og þeir voru skráðir. Það er meðal annars af þessum orsökum sem fæðingarár Jesú hefur allmjög verið á reiki. Svo er enn, þrátt fyrir þrotlausar rann- sóknir á sviði fornleifafræði, stjörnufræði, guðfræði og sagn- fræði, en allar þessar greinar hafa lagt sig í líma við það á umliðnum öldum að finna hið sanna og rétta fæðingarár Jesú Krists. Síðustu og nákvæmustu rannsóknir af þessum toga benda til þess með haldbærum rökum að Jesús hcifi fæðst allnokkru fyrir það núll sem menn hafa alla jafna miðað fæðingu hans við. Talið er að Jesús hafi litið heimsins ljós ein- hverntíma á milli áranna sjö og fjögur fyrir þann tíma sem Krists- tímatalið hefst (en því tímatali var komið á um miðja fimmtu öld). Hvað fæðingardag Jesú snertir er ekkert vitað og heldur engin líkindi á lofti þar um. Það mun enda svo hafa verið á tímum Jesú, að afmælisdagur sérhvers manns hafi ekki skipt eins miklu máli og hann gerir nú í almanaki einstaklingsins. Fæðingardagur og -stund virðast hcifa verið aukaatriði á þeim tíma. María, móðir Jesú, var einungis fimmtán ára gömul þegar hún ól þennan frumburð sinn, að því er best er vitað. Hún var komin af alþýðufólki í smáþorpinu Nazar- et og hafði gengið að eiga Jósef Elí-eða Jakobsson (ekki vitað ná- kvæmlega) nokkru áður. Jósef var trésmiður að starfi og var einnig frá Nazaret. Hann var kominn vel á fullorðinsaldur þeg- ar hann gekk að eiga Maríu, en munnmælasögur eru fyrir því að hann hafi verið kvæntur fyrir og hafi eignast nokkur böm í því hjónabandi, að minnsta kosti fjóra syni og nokkrar dætur. Þeim Maríu hafi hinsvegar ekki orðið barna auðið. Aðrar munnmæla- sögur segja ciftur á móti að Jósef hafi eignast börn með Maríu eftir að Jesús kom í heiminn, og er þar vísað til þessara f jögurra sona og nokkurra dætra sem verið hafi Maríubörn en ekki af hans fyrra hjónabandi. Þannig hafi Jesús átt allmcU'gt hálfsystkina og verið þeirra elstur. Hann var nefndur Jesús strax á fyrstu dögum lífs síns. Nafn þetta var mjög algengt mannsnafn fyrir botni Miðjarðarhafs á hans tíma. Það merkir „drottinn er frelsari" og er Jesús grísk mynd orðsins Jósúa úr máli gyðinga. Nýja testamentið greinir frá því að skömmu eftir fæðinguna hcifi Mciría og Jósef haldið með Jesúm úr landi, allt til Egyptalands. Þetta hafi þau gert af ótta við fyrirætlanir Heródesar konungs, sem hafði fyrirskipað að öll sveinbörn í landi sínu skyldu deydd, en honum hafði borist til eyrna að hinn fyrirheitni frelsari landsins væri að fæðast. María og Jósef munu hafa dvalið fáeinar vikur í Egyptalandi á meðan þessi dráp stóðu yfir, en að þeim loknum héldu þau aftur til sinnar heimabyggðar, Nazaret, þar sem Jesús ólst upp. Það er ekki fyrr en Jesús er orðinn tólf ára gamall að næst er á hann minnst í Nýja testament- inu, þegar hann les upp úr Gamla testamentinu fyrir fræðara í musterinu í Jerúsalem og þeir heillast af. Hvernig uppvexti hans í millitíðinni hefur verið háttað eru ekki nema tilgátur til um. Meðal annars er bent á að í ljósi þjóðfélagsstöðu Maríu og Jósefs hljóti hann að hafa búið við frek- ar lök kjör. Það staðfestir hann reyndar síðar á ævinni þegar hann tekur málstað lítilmagnans. Þegar í æsku hlýtur hann að hafa fundið hvað hinn smái þarf að þola fyrir vald hins sterka. Talið er víst að hann hafi verið bráðger og fljótur til þroska, einkum þó á bókina. Gamla testa- mentið hefur verið til á heimili hans, að minnsta kosti einhver hluti þess, líklega eina lesefnið, og cif því hefur honum verið kennt að lesa. Þá er og talið að hann hafi hlotið einhverja skóla- göngu. Víst er að hann hefur ver- ið mjög fróðleiksfúst barn, því til þess var tekið í musterinu í Jerú- salem að hann kunni Gamla testamentið utan að, spjaldanna á milli, og meira en það reyndar, því þegar á þessum aldri var hann farinn að túlka efni þess á sína vísu. Fræðimenn lögðu fýrir hann spurningar og á hann þá að hafa svarað spaklega, aðeins tólf áragamall. Það mun hafa verið vegna ein- hverskonar helgunaratfiafnar tólf ára barna (fermingar?) að María og Jósef héldu með Jesúm til Jerúsalem svo sem frá er sagt í Nýja testamentinu. Þar greinir einnig frá því að Jesús hafi otðið viðskila við fjölskyldu sína á heimleiðinni og því snúið aftur inn til Jerúsalem. Eftir mikla leit Maríu og Jósefs að honum, fundu þau hann í umgetnu musteri þar sem hann stóð og las reiprenn- andi upp úr Gamla testamentinu fyrir fræðcua hússins sem hlýddu dolfallnir á túlkun hans. Það var þá sem hann sagði við móður sína og Jósef: „Vissuð þið ekki, að mér ber að vera í húsi föður míns.“ Þetta var eiginlega fyrsta vís- bendingin sem hann gaf þeim um það sem koma skyidi. En hvað sem þessum orðum hans leið, tóku María og Jósef drenginn með sér út úr muster- inu og höfðu með sér heim til Nazaret. Þar dvaldi hann næstu átján árin og þótt merkilegt kunni að virðast er þess hvergi getið hvað hann aðhafðist allan þann tíma. Herra Pétur Sigur- geirsson, biskup íslands, segir um þessa dularfullu eyðu í lífi Krists: „Það hefur verið glíma margra að reyna að grcifa upp hvað Jesús hafi aðhafst á þessum átján árum. Meðal annars hefur verið bent á það að viðtekin venja hafi verið á tímum Jesú að elsti drengurinn í hverri fjöl- skyldu tæki við forsjá hennar þegar og ef faðirinn féll frá. í framhaldi af því gera menn sér í hugarlund að Jósef, sem kvæntist Maríu vel á fullorðinsaldri, hafi látist nokkrum árum eða jafnvel mánuðum eftir að hans er getið í Jerúsalemförinni. Það hafi því orðið hlutskipti Jesú öll þessi ár að vera fyrirvinna heimilisins. Þá er einnig bent á þau líkindi að Jesús hcifi átt fjóra yngri bræður og nokkrar systur þar að auki. Þetta hafi verið mjög stór fjöl- skylda og því hafi nánast ekkert borið á visku Jesú öll þessi ár vegna daglegs strits hans og erf- iðis við að sjá heimili sínu far- borða." Undir þessa skýringu taka aðr- ir guðfræðingar sem HP hafði, samband við vegna þessarar greinar. Meðal annars Ólöf Ólafs- dóttir guðfræðinemi, sem um þesscir mundir vinnur að ná- kvæmri rannsókn á frumriti Nýja testcimentisins. Hún segir: „Þótt engar áreiðanlegar heimildir séu fyrir því að Jesús hafi tekið við heimili sínu að Jósef látnum, þá er það mjög líkleg og eðlileg skýr- ing á þessu hvarfi hans.“ Ólöf bendir ennfremur á að Jesús hafi numið handiðn af Jósef í æsku, og því megi ætla að hann hafi aflað heimili sínu tekna með smíðum eftir að Jósefs naut ekki lengur við. „Þá er einnig afar eðli- legt að ætla,“ segir Ólöf, „að allan þennan tíma hafi Jesús verið að búa sig undir það sem koma skyldi, bæði líkamlega og and- lega. í það hafi allur hans frítímij farið á þessum árum.“ * Umskipti verða í lífi Jesú þegar hann, skammt inn- an við þrítugt, hittir Jó- hannes Zcikarícisson frænda sinn á bökkum Jórdanár, skammt frá Nazaret. Jóhannes skírari var á þessum árum einskonar utan- gcirðsmaður, gekk um eyðimörk- ina síðhærður og síðskeggjaður, íklæddur egypskum úlfaldafeldi og boðaði mönnum komu drott- HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.