Helgarpósturinn - 19.04.1984, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 19.04.1984, Blaðsíða 6
INNLEND YFIRSÝN Ef ekki tekst að sœtta sjónarmið á okkar litla landi, hvernig í ósköpunum á þá að fá einhverju áorkað útí hinum stóra, vonda heimi? FriSarpáskar - einhvers virSi? Friðarhátíð sem sextán félög og samtök standa að í Norræna húsinu nú um páskana er líklega glæsilegasta friðarhátíð sem nokkursstaðar hefur verið hafdin í heimin- um, og það jafnvel þótt ekki sé reiknað út frá blessaðri höfðatölunni okkar. Tíu daga dagskrá þar sem fram hafa komið ýmsir af fremstu iistamönnum þjóðar, að viðbætt- um fjölda sérfræðinga á ýmsum sviðum, hefur hvergi verið haldin, að því að við best vitum. Spurningin er hvort árangurinn verður í einhverju hlutfalli við glæsileikann. Hafa friðarhreyfingar yfirleitt fengið ein- hverju áorkað, einhversstaðar? Einhverju áþreifaniegu. Eftir því sem ég best veit hafa friðarhreyfingar ekki komið í veg fýrir upp- setningu einnar einustu bombu eða smíði eins einasta nýs vopnakerfis. Kristín Ástgeirsdóttir (Friðarsamtök kvenna) sagði rétt að enn sem komið væri hefði ekki tekist að koma í veg fyrir upp- setningu flauga eða smíði vopnakerfa. Hins- vegar hefðu friðarhreyfingamar haft þó- nokkur áhrif í þá átt. Hún nefndi að í Noregi og Danmörku hefði orðið hugarfarsbreyt- ing hjá stjómmálamönnum hvað varðaði meðaldrægcir flaugar NATO. Þetta taldi hún tvímælalaust vera fyrir þrýsting frá friðar- hreyfingum. Sér Bemharður Guðmundsson (friðarnefnd ísl. þjóðkirkjunnar) tók í sama streng og nefndi að auki Holland sem dæmi, en þcir eiga kjarnaflaugar erfitt upp>dráttcir um þessar mundir, ef svo má að orði kom- ast. En er það ekki dálítið áhyggjuefni að þetta gerist aðeins öðm megin, þess sjást allavega ekki mikil merki að friðarhreyfing- ar hafi mikil áhrif austan jámtjaldsins? „Vissulega er það áhyggjuefni," segir Kristín. .friðarhreyfingar í Evrópu reyna mikið til að ná austurfyrir tjaldið. Auðvitað væri hægt að þrýsta á Sovétríkin ef til þess fengist alþjóðleg Scunstaða. Sovétríkin eiga til dæmis mikilla viðskiptahagsmuna að gæta á Vesturlöndum og ef friðarhreyfingar á Vesturlöndum fá einhverju áorkað sín megin hlýtur að verða aukinn þrýstingur á Sovétríkin. En við erum bara með svo mikla drápsgetu í heiminum að einhliða skref er árangur". Það er ólíklegt að allir skrifi upp á þetta síðsta atriði. Séra Bernharður sagði að prófessor Thompson, sem er einn cif fmmkvöðlum friðarhreyfingar á Vesturlöndum, legði höf- uðáherslu á að styðja frjálsar friðarhreyf- ingar austan jámtjaidsins. Hcmn sagði að menn gerðu sér grein fyrir að fr jálsar friðar- hreyfingar eins og til væm á Vesturlöndum væri ekki að finna austan jámtjalds en það væri mjög mikilvægt að hlúa að þeim sem þar reyndu að hafa sig í frammi í þessu máli. Menn yrðu að gera sér grein fyrir að þetta fólk berðist við allt aðrar aðstæður en á Vesturlöndum og gæti til dæmis ekki gagn- rýnt stjórnvöld í sínu landi með sama hætti og hér. Nú er það svo með friðarhreyfingar að það er ekki alltaf mjög friðsamlegt milli þeirra. Raunar sýnist manni stundum að friðarhreyfingcir hcifi ekki fengið öðm áorkað en skýra á ný þær línur sem skipta mann- skepnunni til vinstri og hægri. Þetta hefur mjög vel komið í ijós í sambandi við þessa Friðcirpáska. Meðai aðilanna sextán em til dæmis Scimtök herstöðvaandstæðinga og Æskulýðsfyiking Alþýðubandalagsins og þessir aðilar lögðust hart gegn því að Varð- berg fengi aðild. Það var ekki fyir en kirkjcin og læknar settu aðild Vcirðbergs sem skil- yrði fyrir áframhaldandi eigin þátttöku að það gekk í gegn. Þjóðviljinn og Morgunblað- ið heifa svo túlkað þetta hvort á sinn veg og bæði í leiðara og fréttaskýringum í Þjóðvilj- anum hefur yfirlýsing Friðarpáska verið túlkuð langt útfyrir það sem hún segir. Að- standendur Friðarpáska telja þó ekki að þessar deilur komi í veg fyrir nokkuð sæmi- legt samstcirf um að þetta geti farið vel fram. Það hafi frá upphafi verið ljóst að þótt menn væm í flestum tilfellum sammála um hver vá kjarnorkuvopn væm þá væri mikill ágreiningur um ieiðir. Séra Bernharður telur að meginvanda- málið í öilum umræðum um stríð og frið sé að fá aðilana til að sjá hlutina frá sjónarmiði hvers annars. Þessvegna sé líka mikilvægt að fá fóik tii að starfa saman þótt það sé á öndverðum meiði í mörgu, eins og til dæmis Varðberg og herstöðvaandstæðing- ar. Megintilgangurinn með Friðarpáskum sé að fá fólk til að hugsa um vandamálið, til að sjá að þetta er mál sem við sem einstakl- ingar bemm ábyrgð á en ekki bara ein- hverjir stjórnarherrar úti í heimi. Það er ólíklegt að á þessum Friðarpásk- um takist að samræma sjónarmið vinstri og hægri manna. Vegna þess hve vinstri menn hafa víða misnotað friðarhreyfingar í póli- tískum tilgcmgi og til einhliða áróðurs gegn Vesturlöndum, eiga friðarhreyfingar ekki upp á pallborðið hjá þeim sem til hægri em. Gallinn er sá að þeir setja allar friðarhreyf- ingar undir einn hatt en auðvitað em til hreyfingar sem berjast aðeins gegn kjarn- orkuvopnum sem slíkum og gera ekki greinarmun á þeim eftir þvf hvom megin járntjaldsins þau em staðsett. En ef ekki tekst að sætta sjónarmið hér á okkar litla landi, hvemig í ósköpunum á þá að fá einhverju áorkað útí hinum stóra. vonda heimi? Til hvers em menn að þessu brölti? Við skulum líta á upplýsingar sem er að finna á töflu í Norræna húsinu. Þar segir meðal annars, um „meðaistórt" kjamorku- stríð á Norðurhveli jarðar: Um 1.100 milljónir manna myndu farast og álíka margir slasast svo alvarlega að þeir þyrftu læknisaðstoð (sem hvergi væri að fá). Mánuðum saman eftir stríðið yrði loft- hiti undir frostmarki og dagsbirta sáralítil. Mikil geislavirkni yrði og aukin útfjólublá geislun frá sólinni. Framleiðni í vistkerfum náttúm og landbúnaðar yrði vemlega skert í ár eða meira. Þeir sem eftir lifðu myndu svelta í kulda og myrkri og verða auk þess að þola allt að banvæna geislaskammta. Næðu áhrifin til Suðurhvels jarðar, sem nú virðist hugsanlegt, er hætta á að allt lífríki jarðarinnar liði undir lok og þar með mað- urinn. Eftir þessa lesningu má skilja af hverju menn em að brölta. ERLEND YFIRSYN Sovéskur tundurspillir búinn eldflaugum á mynd tekinni úr norskri herflugyél - eftirlitskerfi NATÓ brást. Risaæfing sovétflota á Noregs- hafi kom NATÓ-ríkjum á óvart Varla var iokið mestu her- og flotaæfing- um, sem Atlantshafsbandalagið hefur efnt til á norðurslóðum, þegar sovétmenn bmgðu við og tóku að sýna, hvers þeir em megnugir á sama hafsvæði, þeim hluta Norður-Atlantshafs sem takmarkast af ís- landi, Jan Mayen, Noregi og skosku eyjun- um. A þessu svæði safnaðist saman í síð- cista mánuði floti nokkurra ríkja Atlcints- hafsbandalags beggja vegna hcifsins, sigldi til Norður-Noregs og æfði þar landgöngu og viðureign við innrásarlið, komið að austan til að hertaka flugvelli í Norður-Noregi og herskipalægi í norskum fjörðum. Markmið æfingarinnar var að sýna svart á hvítu, að Atiantshafsbandalagið sé fullfært um að koma Noregi til aðstoðar með skömmum fyrirvara, sé á landið ráðist frá stöðvum Sovétríkjanna á Kólaskaga, til- tölulega skammt austan landamæra Nor- egs. Þar er saman kominn öflugasti hluti sovéska flotans, bæði yfirborðsherskip og kafbátcir, mikill fjöldi árásarflugvéla og þær sveitir sovéska hersins sem best eru þjálf- aðar í vetrar- og fjallahemaði. í heræfingum Atlantshafsbandaiagsins á landi í Norður-Noregi tóku þátt yfir 40.000 manns. Samkvæmt ákvæðum Helsinkisátt- málans frá 1975 berríkjum hemaðarbcinda- laganna tveggja að tilkynna gagnaðila fyrir- fram um heræfingar meira en 25.000 manna úr landher og bjóða heim fulltrúum til að fylgjast með æfingunum. Þetta gerði yfir- stjórn Atlantshafsbandalagsins, og sovésk- ur liðsforingi var meðal [jeirra sem þáðu heimboð æfingarstjómarinnar í Norður- Noregi. Helsinkisáttmálinn geymir engin ákvæði um að fyrirfram skuli kunngera um æfingcir flota né flughers, og sovéska herstjómin var því formiega í fuilum rétti, þegar hún sendi fyrirvaralaust mikinn herskipaflota út á Norður-Atlantshaf rúmri viku eftir að æf- ingu Atlantshafsbandalagsins lauk. Her- skipin komu bæði úr Norðurflotanum í flotahöfnum umhverfis Murmansk og úr Eystrasaltsflotanum. Flugvélamar komu frá herflugvölium á Kólaskaga. Norska herstjómin varð fyrst til að kunn- gera komu sovéska flotans á sömu slóðir og herskipa Atlcintshafsbcindcilagsríkja höfðu haldið sig á fáum dögum áður. Norðmenn fullyrtu, að um væri að ræða öflugasta flota sem sovéska herstjómin hefði sent út á Norður-Atlantshaf frá því 1975. Ekki var skýrt nákvæmlega frá tölu herskipanna og fylgdarskipa þeirra, en samanlögð tala þeirra og sprengjuflugvélanna, sem æfðu árásir á flotann, lék á einu hundraði til tveggja. Sovéski flotinn skipti sér í þrennt. Öflug- asti hlutinn, með fomstuskipið, kjamorku- knúið orrustu-beitiskip cif Kíroff-gerð, hélt sig úti fyrir strönd Troms-fyikis í Noregi, en einmitt þar fóm flota- og heræfingar Atl- antshEÚsbandalagsins fram.Önnur flotadeild-' sigldi suður á móts við Hjaltland, á þá sigl- ingaleið sem bandarísku herskipin höfðu komið nokkm áður til æfingarinnar við Noreg. Loks sigldi þriðja sovéska flota- deildin vestur á bóginn á svæðið milli Jan Mayen og íslands, og átti greinilega í æf- ingaáætluninni að mæta flota sem Atlcmts- hafsbandalagsríki sendu um sundið milli Islands og Grænlcinds nyrðri leiðina inn á Noregshaf. Um 50 sprengjuflugvélar af gerðunum Tu- 22 og Tu-16 æfðu árásir á herskipin. Sömu- leiðis æfðu sovétmenn kafbátahemað, að sögn áhafna flugvéla og herskipa, sem Atl- antshcifsbandalagsríki sendu á vettvang í skyndi, til að fylgjast með sovésku æfingun- um. Sovéski flotinn birtist skyndilega á Noregshafi einmitt þá dagana sem land- varnaráðherrar þeirra Atiantshafsbanda- lagsríkja sem standa að kjamorkuvopna- nefnd bandalagsins sátu á fundi í Cesme í Tyrklandi. Hermálafréttaritarar fylgdust með fundinum, og frá þeim bárust fregnir um að meðal ráðherranna ríkti urgur og óánægju yfir að sovésku æfingamar hefðu komið leyniþjónustum ríkja Atlantshafs- bandalagsins á óvart. Að vísu varð að sjálf- sögðu vart við herskipin, þegar þau sigldu fyrir Norðurhöfða í Noregi og um dönsku sundin út úr Eystrasalti, en undirbúningur þessara umfangsmestu æfinga sovétmanna í áratug hafði farið fram hjá eftirlitskerfi NATÓ. Slíkt er mjög alvarlegt mál fyrir bandalag- ið, því fyrsta merki um hættuástand og auk- inn viðbúnað Sovétríkjanna af þeim sökum væri, ef sovéski kafbátaflotinn leitaði í auknum mæli frá stöðvum sínum við Bcirentshaf suður með Noregi og út á haf- dýpi sunnar í Atlantshafi. Geti tilfærsla sovéska kafbátaflotans af því tagi farið fram hjá NATÓ, er bandalagið illa sett. Blaðaskrif um þetta atriði, fyrirfram vitn- eskju yfirherstjómar NATÓ um sovésku flotaæfingarnar, urðu til þess að spurningar vom bornar fram á breska þinginu. Fyrir eftir Magnús Torfa Ólafsson svömm Vctfð John Stanley herstfiaráðherra, sem bar á móti því að vestrænar leyniþjón- ustur hefðu sofið á verðinum og látið um- fang og hraða framkvæmd sovésku flota- æfinganna á Norðaustur-Atlantshaii fram hjá sér fara. En þegar landvamaráðuneytið í Washing- ton lét frá sér heyra um þetta efni tveim dögum síðar, stönguðust upplýsingar þess gersamlega á við hugguncirorð breska ráð- herrans til áhyggjufullra þingmanna. Tals- maður bandaríska landvamaráðuneytisins, Michael Burch, skýrði fréttamönnum svo frá, að sovésku flotaæfingamar hefðu kom- ið flatt upp á NATÓ. Sérstaklega kvað Burch umfcing æfinganna hafa komið á óvart, þótt vitneskja hefði Iegið fyrir um að þess væri að vænta að sovéski flotinn á norðurslóð- um hugsaði sér til hreyfings. Talsmaður bcindaríska landvamaráðu- neytisins skýrði frá því, að af þessu tilefni hefði Bandaríkjastjóm ákveðið að leggja til í yíirstandandi viðræðum um ráðstafanir til að eyða óvissu í skiptum hemaðarbanda- laganna, í framhcúdi cif Helsinkisáttmálan- um, að skylt verði að tilkynna fyrirfram æf- ingar flota og flughers sem fara fram úr ákveðnum mörkum, eins og nú gildir um heræfingar á iandi. Léleg vitneskja NATÓ um að sovéska yfirherstjórnin hafði ákveðið aðsýna mátt sinn og megin á hafinu milli Noregs, Bret- Iandseyja og íslands, kann að einhverju leyti að stafa af ástandinu sem ríkir í fjar- skiptahlerunarstöð Breta í Cheltenham. Að sögn breskra blaða er starfsemin þar í lamasessi, eftir að ríkisstjóm frú Thatcher knúði flesta 7000 starfsmanna til að skrifa undir skuldbindingu um úrsögn úr stéttar- félagi, gegn 1000 sterlingspunda greiðslu á mann. Ella var þeim hótað brottrekstri. Þeg- ar ljóst varð, að um engar uppsagniryrði að ræða í hópi þeirra 120 starísmanna sem neituðu að afsala sér rétt til að vera í stétt- arfélagi fyrr en dómstóll hefði um málið fjailað, töldu þeir sem látið höfðu undan þrýstingi og undirskrifað réttindaafsal með tregðu sig svikna, og síðan er starfsandi við þau vandasömu nákvæmnisstörf sem fram fara í Cheltenham í lágmarki. 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.