Helgarpósturinn - 19.04.1984, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 19.04.1984, Blaðsíða 23
c ■Wigurður Helgason hefur að undanfömu styrkt verulega stöðu sína innan Flugleiða og er þar óneitanlega hæstráðandi til sjós og lands um þessar mundir og þá ekki síst eftir stöðuhækkun Leifs Magnússonar sem sagður er hon- um handgenginn og er orðinn einskonar yfirframkvæmdastjóri. Það mun fara verulega í taugamar á Albert Guðmundssyni fjár- málaráðherra hvað Sigurður hefur styrkt sig í sessi og munaði litlu að upp úr syði er stjóm Flugleiða neitaði að sel ja starfsmönnum Am- arflugs hlutabréf Flugleiða í Amar- flugi sem þó höfðu verið afskrifuð og vom einskis metin. Mun Albert nú vera að leita leiða til þess að koma sölunni í kring og er sagt að hann myndi ekki harma það þótt Fiugleiðir fengju það fyrir bréfin sem þau em bókfærð á í reikning- um félagsins - nefnilega ekkert... lUft ■ WMeirihlutinn í borgar- stjóm hefur haft mikinn ahuga á því að auglýsa hugmyndsam- keppni varðandi nýbyggingar við Skúlagötuna. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur staðið mik- ill styrr um „Berlínarmúrinn" svo- nefnda og hefur Arkitektafélagið látið málið mjög til sín taka, eink- um vinstri menn í félaginu. Sjálf- stæðismenn í borgarstjóm em því farnir að heykjast á hugmynda- samkeppninni því dómnefndin verður þannig samsett að útkom- an gæti orðið minnihluti borgar- stjómæ í vil. Samkvæmt lögum eiga nefnilega 5 aðilar sæti í nefnd- inni, 3 frá borgarstjóm og 2 úr Arkitektafélagi Islands. Vitað er að fulltrúar Arkitektafélagsins em úr vinstri arminum og einn af þremur fulltrúum borgarstjómar er vinstri maður. Þar með em þrír vinstri menn í dómnefnd og hugmynd sjálfstæðismanna um Skúlagötu- múrinn fallin. Mjög líklegt er því að meirihluti borgarstjómar muni hætta við hugmyndasamkeppnina og fela einum af „sínum mönnum" að hanna Skúlagötuna... V íða um land em menn nú að verða búnir eða jafnvel búnir með þorskveiðikvóta sinn og því vand- séð hvað verður seinni hluta árs- ins. Menn taka þessu misjafnlega þunglega og enn er sannarlega til skopskyn,svo sem hjá skipstjóran- um sem var alveg að verða búinn með kvótann og kom í land með fáeina þorska úr róðri. Hann var spurður hvemig hefði gengið og svaraði að bragði: „Illa - sem betur fer...“ ^^stahátíð á að fara fram í Reykjavík í sumar og er það til- hlökkunarefni. Mesta umræðan varðandi dagskrá hátíðarinnar hef- ur orðið um hvaða erlenda popp- hljómsveit beri að fá hingað og hef- ur sú umræða einkum farið fram í lesendadálkum dagblaðanna. En þótt aðdáendur hinna ýmsu hljóm- sveita setji þar fram sínar óskir, mun langt frá því að vel gangi að verða við þeim. Til marks um það - og kannski líka til marks um það hversu vel að sér stjórnendur há- tíðarinnar em um poppheiminn núna - er að HP heyrir að Fálk- anum hafi um daginn borist bréf frá Listahátíð þar sem óskað er eftir milligöngu fyrirtækisins um útvegun erlendrar p>opphljóm- sveitar á hátíðina í sumar. Þar var ofarlega á blaði breska rokksveitin Led Zeppelin, sem hefurekki ver- ið starfandi í f jölda ára... Æ kvisögur stjómmála- manna hafa notið mikilla vinsælda á bókamarkaðinum á undanföm- um ámm og sumar þeirra verið í flokki metsölubóka. Ekki er vitað um neinar bækur á þessum vett- vangi sem verið er að undirbúa fyrir næstu jólavertíð nema bók um Jón Sóínes sem sagður er ófeiminn að senda mönnum tón- inn. Mörg bókaforlög em á höttun- um eftir minningabók eða bókum frá Gylfa Þ. Gíslasyni og Hanni- bai Valdimarssyni en þeir em báðir sagðir mjög tregir til og mun Hannibal hafa gefið öllum afsvar við máledeitcuiinni... A ^^^^nnað vinsælt bókaviðfangs- efni er fiugið og endurminningar flugfólks. Bækur Jóhannesar Snorrasonar hafa fengið hinar bestu viðtökur og mun þriðja bindi æviminninga hans jafnvel væntan- legt á næsta jóiamarkaði. Þá er ver- ið að vinna að endurminningabók Alfreðs Elíassonar og er það Jakob Ásgeirsson blaðamaður á Morgunblaðinu sem þá bók skrifar og eins hefur heyrst að Setberg áformi að gefa út bók um íslenskar flugfreyjur. Verður það væntcin- lega viðtalsbók og er sagt að Bryn- dís Schram sjónvarpsstjama og ritstjóri hafi verið fengin til að skrifa bókina... ifisvert söguleg auglýsinga- myndataka fyrir sjónvcirp átti sér stað í kringum opnun bílasýning- arinnar Auto ’84. Þórhalli Sig- urðssyni (Ladda) og Baldri Brjánssyni var falið að hanna auglýsinguna en ísmynd fengin til að annast tæknivinnuna. Taka við myndina hófst um hádegi á föstu- deginum, sama dag og sýningin var opnuð, og er skemmst frá því að segja að myndin var tekin, kiippt og hljóðsett til bráðabirgða á 24 klukkustundum, þannig að hún fór til útsendingar í sjónvarpi kvöldið eftir. Er ekki vitað til að jafn viðamikil leikin auglýsing hafi verið unnin á jafn skömmum tíma áður hér á landi. Við auglýsinga- gerðina var notuð ný upptöku- tækni sem byggist á svokallaðri sambyggðri sjónvarpstökuvél og myndsegulbandi en ísmynd mun nýverið hcifa fengið slfkan upp- tökubúnað, einn hinn fyrsta sinnar tegundar á Norðurlöndum... Aldraðir þurfa líka að ferðast — sýnum þeim tillitssemi V nmliins; skírtemi AIJr(ðu- bankaiis Þú færð 6% hærri vexti af innlánsskírteinum Alþýðubankans en af almennum sparisjóðsreikningum. Þú leggur einfaldlega inn ákveðna upphæð (lágmark kr. 3.000) og sex mánuðum síðar tekurðu hana út ásamt vöxtum, sem á ári nema nú 21%. Með því að leggja inn upphæðina ásamt vöxtum í aðra sex mánuði nærðu 22,1% ávöxtun á ári af innlánsskírteininu. Eftir fyrstu sex mánuðina reiknast annars almennir sparisjóðsvextir af innlánsskírteininu þar til þú tekur út. Innlánsskírteini Alþýðubankans eru skattfrjáls eins og almennar sparisjóðsbækur. Þau eru afgreidd frá og með 16. apríl í Alþýðubankanum, Laugavegi 31, og útibúum Suðurlandsbraut 30 og á Akureyri. Alþýðubankinn hf. HELGARPÓSTURINN 23.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.