Helgarpósturinn - 19.04.1984, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 19.04.1984, Blaðsíða 17
Birgir Þorvaldsson með stóra glasið sitt. því miklu vitlegra hjá dyravörðun- um að hvetja fólk til að mæta með sólgleraugu, en að vera að röfla í aumingja Palla. Hérumbil ekta enskur Við Jim lögðum nú land undir leigubíl (90 krónur í viðbót, herra ritstjóri) uppá Hverfisgötu þar sem búið er að opna Pöbb-inn, aðra öl- keldu. Þar var sýnu líflegra en á Gauknum, enda bjórkoilu-unn- endur ekki verið lokaðir úti til klukkan níu. Pöbb-inn er miklu stærri staður en Gaukurinn og þar er meira að segja stór hliðarsalur fyrir ballskákarspilara. Pöbb-inn er líka miklu pöbbalegri í innrétting- um og það lyftist brúnin á mínum engilsóixneska fótógraf þegar hann sá að þarna var fólk í tvöfaldri röð við að styðja barinn. Einhverjir gestir höfðu komið með gítara með sér og stóðu uppi á sviði, syngjandi hástöfum. Gestim- ir tóku hressilega undir þegar þeir kunnu textana og Jim varð dreym- inn á svip; „Þetta er bara hémmbil eins og í London.“ Þótt Pöbb-inn sé nýr staður er hann þegar búinn að fá nokkra fastagesti, sem jafnvel geyma þar sínar einkakrúsir og fá hellt í þær með vægum afslætti. Einn þeirra er Birgir Þorvaldsson sem á þar gríðarlegt bjórglas og svo minni könnu sem hann fékk að gjöf frá Lyndon heitnum Johnson, Banda- níqaforseta. Það var mjög skemmtileg stemning á kránni. Þama vom hópar sem auðsjáanlega þekktust vel og fólkið var staðráðið í að skemmta sér. Barstúlkurnar höfðu engímveginn undcin að afgreiða enda æfingin ekki mikil ennþá, en þær em svo sætar að það gerði ekkert til. Semsagt góður andi og skemmtilegt. Eitt mættu þó þeir sem þcir stjóma húsum taka til endurskoðunar. Það er hvemig komið er fram við gesti þegar ölið hefur borið þá ofurliði. Einn gestanna þarna h;ifði sofn- að ósköp hæglátlega í stólnum sín- um. Dyravörður kom til hans, virti hann fyrir sér andartak. Svo tók hann sér stöðu fyrir aftan gestinn, vafði hann örmum, lyfti uppúr stólnum og dröslaði til dyra. Þegar að dyrunum kom var gesturinn að vakna upp við vondan draum og sprellaði, eðlilega, dálítið. Hinn dyravörðurinn kom samstundis og vafði hann örmum líka og það næsta sem hann vissi var að hann stóð, nývaknaður og kaldur og skjálfandi úti á götu. Þeir fóm ekkert þjösnalega með hann piltarnir en þetta vom samt óþarfar og ósæmilegar aðfarir. Veitingcimenn ættu að hafa í huga, þegar ölið ber gestina ofurliði, að þeir heifa veitt cilla hugscinlega að- stoð til að koma á þessu ástandi og þegið fyrir drjúgan skilding. Eng- um breskum pöbb-hcildara, með nokkra sjálfsvirðingu, myndi detta í hug að setja dauðadmkkinn, sof- andi gest, út á Guð og gaddinn. Hann myndi reyna að vekja hcinn og hressa við og koma svo til síns heima, með leigubíl eða lögreglu. Og svo niðurstaðan Það var dálítið skondið að sjá að með þessum tveimur pöbbum hef- ur biðraðamenningin aftur haldið innreið sína í skemmtanalífið. Þvi Gestirnir tróðu upp á Pöbb-inn. Troðfullt hús af ,,öllurum“. fyrir utan Pöbb-inn var stór biðröð þegar við komum að, sem sýnir vinsældir staðarins. Úr þessu kann að rætast þegar fleiri pöbbar koma en oss er tjáð að um hálft tonn umsókna sé á borðum þeirra sem með valdið fara. Því hefur lengi verið haldið fram að í Reykjavík sé mikil þörf fyrir svona samkomu- staði; þar sem fólk getur komið saman og rabbað yfir ölkollu. Að- sóknin að þessum tveim stöðum virðist renna stoðum undir þá kenningu. Nú, og hvað finnst mér svo um reykvíska pöbba (ég býst við að Árni heimti einhverja niðurstöðu fyrir sjöhundmðogfimmtíu krón- urnar sínar). Ég ætla ekki að fara að leggjast í neinarvangavelturum hvort þetta eykur drykkju landsins barna, sjálfsagt verða aðrir til þess. (Ég get nú satt að segja ekki skilið að þessi óþverri sem þleir kalla bjór sé mjög drykkjuhvetjandi). En þetta em ósköp huggulegir staðir og gestirnir virtust una sér vel. Ef því verða gefin út leyfi fyrir fleiri pöbba þá er það reiðilaust af minni hálfu. Litla matreiöslubókin utgefin af Erni og Órlygi Ib Wessman tók saman. BUFFSTEIK MEÐ KRYDDJURTASMJÖRI • 4 þykkar sneiöar nautafilet = úrhryggvöðva u.þ.b. 200 g hver sneið • matarolía • 75 g smjör • salt, malaður pipar Ofnsteiktir tómatar: 4-8 tómatar, olía, salt. Kryddsmjör: 200 g smjör, 2 msk söxuð steinselja, 2 msk söxuð garðperla (karse) 1 msk smátt klipptur graslaukur og ef vill 1 msk smátt saxaður kjörvill eða estragon, smávegis sítrónusafi, mulinn pipar og nokkrir dropar af enskri sósu. Meðlæti: Franskar kartöflur, ofnsteiktirtómatar, hrafnaklukkublöð (bröndkarse), kryddsmjör. Sláið buffsteikurnar létt til með lófanum eða berjið þær varlega og létt með kjöthamri og formið þær síðan til. Þerriðsíðan steikurnarmeðeldhúsþurrku. Hitið þykkbotnaða steikarpönnu með 1 -2 msk af matarolíu. Snöggsteikið buffin á báðum hliðum á vel heitri pönnunni svo að yfirborð kjötsins loki sér. Takið steikurnar af pönnunni og þerrið en síðan er smjör/smjörlíki brúnað á pönnunni og steikurnar steiktar í 2 - 3 mín. á hvorri hlið allt eftir gæðum og þykkt kjötsins. Snúið steikunum 2-3 meðan á steikingu stendur. Framreiðsla: Steikurnar settar á heitt fat og heitu smjörinu hellt yfir. Ofnsteiktum tómötum raðað til hliðar við steikurnar. Franskar kartöflur og hrafna- klukkublöð borin með. Framreitt strax. Ofnsteiktir tómatar: Skerið lítinn kross í hvern tómat og penslið þá með olíu og stráið salti í þá. Tómatarnir settir í ofnfast fat og bakaðir í miðju ofnsins í 8 - 12 mín. við 200° hita. Kryddsmjör: Hrærið saman linu smjöri og söxuð- um kryddjurtum og bragðbætið með sítrónusafa, pipar og enskri sósu. Smjörinu síðan rúllað inn í smjörpappír og kælt í ísskáp í nokkrar klukkustundir. Vel má laga kryddsmjörið deginum áður. Smjörið skorið i sneiðar og framreitt með steikinni. Þegar steikin er látin á diskinn er smjörið látið á hana en ekki fyrr því þá bráðnar það niður. Verið velkomin NAUTASNITCHEL KR. 390 KG. NAUTAFILET - LUNDIR KR. 467 KG. KJOTMIÐSTÖÐIN Laugalæk 2. s. 86511 Opið til kl. 10 miðvikudag og 7 - 4 laugardag fyrir páska. Ekkert shampoo jafnast á viö EL’VITAL frá L’ORÉAL Fyrir sundiðkendur alveg frábært HELGARPÓSTURINN 17.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.