Helgarpósturinn - 19.04.1984, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 19.04.1984, Blaðsíða 15
MATKRÁKAN Sýti ég í eymd og pín... I ár ber sumardaginn fyrsta upp á sama dag og skírdag. Samkvæmt þeirri hefð sem ég hef skapað í pistlunum ber mér því bæði að skrifa eitthvað glaðbeitt og ærslafengið í tilefni sumarkomunnar á la Pétur Gunnars- son: „Þótt hann rigni snjói frjósi þá kem- urðu yfir fjöll og sjó í dag ó bólugröfnu fjöll: sumardagurinn fyrsti!" - og eitthvað frið- samt, gjcirnan með trúarlegu ívafi, þæ sem hin ýmsu samtök sem þjóðin hefur bundist fjcilla þessa páskana um frið í máli, myndum og tónum í Norræna húsinu; um þennan útópíska frið sem bjartsýnustu menn eygja ef tekst að útrýma því „tjáskiptaformi" kjamorkuvelda í austri og vestri er félags- fræðingar nefna „gagnvirka fælingu". En nú eins og stundum áður kemur vel á vonda, því mér er hvorki friður né fögnuður í hug. Langafastan hefur nefnilega verið mér sannkölluð píslarganga. Hvers vegna? Jú, vegna þess að ég er hryggdýr sem farið er að eldast og þá hefst sprungumyndun í trefjabrjóski hryggjarliðanna og brjósk- kjaminn þrýstist út í sprungumar, festist í trefjabrjósldnu og þjarmar þaðan að taug- um, einkum þeim er leiða niður í mjaðmir og fætur. Þetta er oft kallað og brjósklos og getur valdið hreinustu vítiskvölum. Svo í stað þess að kvaka um frið og fögnuð eins og lög gera ráð fyrir, er mér skapi nær að taka undir með rétttrúnaðarskáldinu sem orti svo: eins og I sauri svin sýti ég í eymd og pin. Mannskepnan hefði aldrei átt að vera að álpast þetta niður úr trjánum með hrygginn í þessu ástandi: „Við erum sköpuð til að hanga en ekki ganga! Hvað þá sitja og standa. Þar fyrir utan er hneyksli hvemig búið er að meira og minna bakveiku vinn- andi fólki í þessu hámarksafkastaþjóðfé- lagi. Ég get heldur ekki séð að mannskepnan hafi gengið til góðs götuna fram eftir veg. Enn minnir ótrúlega margt á Gamla testa- mentið, s^. afstaða manna til annarra kyn- þátta og trúcirbragða en þeirra eigin, til kvenna, til matseidar, svo fátt eitt sé nefnt. Vísa ég í þeim efnum til kafla í III. Mósebók sem ber yfirskriftimcur Um hjónaband og skírlífi, Um sængurkonur, Um rennsli, sáð- lát og blóðmissi og Um hrein og óhrein dýr. En í síðasttalda kaflanum segir ma.: „Og af fuglunum skal yður stugga við þessum - þér skuluð eigi eta þá, þeir em viðurstyggð:- örninn... og valakynið; allt hrafnakynið;... máfurinn og hauícyrinn; uglan, súlan og náttuglan;... storkurinn og lóukynið... Öll fleyg skriðkvikindi ferfætt séu yður viður- styggð." Enn em menn ekki íamir að leggja sér til munns þessa gómsætu fugla, nema í mjög litlum mæli... Jæja. Af framangreindu þusi mætti ætla að fleira hefði losnað í mér en brjósk. Svo sem eins og ein skrúfa ... En ég veit að ég tala hér svo sem fyrir munn fjölmargra þjáningarsystkina í brjósklosi, því miður. Vemm nú bara bjartsýn, réttum hrygginn í Tarsanleik í trjánum! Ekkert mál... Og er svo ekki við hæfi að gæða sér á lambahrygg og stúdera vöðvana í leiðinni? Hér kemur uppskrift að einum slíkum sem ég birti með góðfúslegu leyfi Sigrúncir Davíðsdóttur sem þýddi hana og staðfærði. Hrygginn má t.d. borða með ofnbökuðum kartöflum á franska vísu. Að svo búnu tvöföld kveðja: Gleðilega páska og megum við fá sumar...! Ofnsteiktur lambahryggur með jurtum (handa 6) 1 1/2 kg lambahryggur, mesta fitan skorin burt 2 hvítlauksrif 1 msk blandaðar, þurrkaðar jurtir (timjan, oregano, marjoram, rósmarín) 4 msk olífuolía salt og nýmalaður pipar 5 msk þurrt hvítvín eða vatn 30 g smjör, skorið í bita (ef vill) 1. Núið beinið og kjötið með hvítlauknum. Stráið jurtum yfir kjötið, setjið lítið undir hrygginn og penslið með olíu. Núið kjöt- ið svo þetta jafnist vel yfir allt kjötið. Um leið og kjötið er sett í ofninn, núið þá pipar og salti undir hrygginn, brjótið síðustykkin undir hann þannig að þau snertist. Þið getið bundið kjötið eða stungið í það, svo það haldist í skorðum í ofninum. 2. Setjið kjötið í þröngt, grunnt, þykkt fat (því þá brennur safinn síður við). Ætlið 10 mín. steikningartíma á hver 500 g (hér þá 25-30 mín.). Setjið kjötið inn í 225 gr. heitan ofn og lækkið hitann í 175 gr.eftir 10 mínútur. Sciltið þá og piprið kjötið. Penslið það með kjötsafanum á síðustu 10 mín. Eftir þennan tíma látið þá kjötið jafna sig á volgum stað (í opnum ofnin- um) í um 10-15 mín. 3. Færið steikina á skurðarbretti eða fat. Veiðið fituna ofan af kjötsafanum, hitið hcmn og bætið víninu í. Látið þetta sjóða niður þar til þriðjungur er eftir og hrærið í um leið til að ná upp föstum ögnum. Takið af hitanum og hrærið smjörinu saman við ef vill. Þá verður glær seifinn að flauelskenndri, léttri sósu. 5. Berið steikina fram með grænmeti eftir smekk og sósunni. Skerið kjötið þannig að allir fái bita af hryggvöðvum, síðu- stykkjum og lundum. Berið sósuna ekki á borð fyrr en kjötið hefur verið skorið og safanum, sem þá rennur, bætt í sósuna. Of nbakaðar kartöflur á franska vísu (handa 4-5) 1-1 1/4 kg kartöflur 2 laukar 1 púrra 1 hvítlauksrif 3 dl mjólk eða 1 dl rjómi og 2 dl mjólk 1 tsk salt nýmalaður pipar e.t.v. 1/3 tsk múskat 1-2 dl rifinn ostur 1. Afhýðið kartöflur og lauk og skolið púrr- una vel. Skerið cJlt grænmetið í sneiðar og raðið í smurt eldfast fat. Stráið mörð- um hvítlauknum yfir. 2. Hrærið saman mjólk, salt, nýmalaðan pipar og múskat og hellið yfir grænmet- ið. 3. Bakið í ofni við 225 gr. í u.þ.b. 30 mín. Stráið þá rifnum ostinum yfir og bakið í 15 mín. til viðbótar. JLHÚSIÐ VERSLUNARMIÐSTÖÐ VESTURBÆJARINS Matvörur í miklu úrvali og allar vörur á markaðsverði Húsgagnadeild w w sími 28601 Úrval sófasetta-Mjög fallegir hornsófar Að ógleymdri leðurdeild á 3. hæð Innkaupin eru þægileg hjá okkur Svo geturðu líka slappað af í Kaffiteríunni Jon Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600 HELGARPÓSTURINN 15

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.