Helgarpósturinn - 03.05.1984, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 03.05.1984, Blaðsíða 12
MATKRÁKAN Skýí buxum Með hlýju sunnanvindunum sem gældu við hérlendar kinncir og lendar í fyrstu viku sumars bárust tvö dönsk ský í buxum, tveir mildir og mjúkir Baunar sem stemma við Majakovskí hvar hann segir: Efþiðóskið skal ég ærast af hráu kjöti - og, eins og himinninn skiptir um blæ - skal ég, ef þið óskið - verða óendanlega mildur ekki karlmaður, heldur -ský í buxum! Þessi ský voru náttúrlega skáldið og laga- smiðurinn Benny Andersen og trúbadúrinn Povl Dissing, sem þíddu okkar freðnu hjartarætur með „dansk hygge og humor“, krydduðum með „en masse selvkritik og selvfölgeligheder" á borð við .Jiimlen er temmelig blá og det kan jeg godt forstá" eins og segir í hinni frægu vísu ,3vantes lykkelige dag“og að ,Jykken/livet/glæden er ikke det værste man har og om lidt er kaffen klar“. Þessum sjálfsögðu allífisbrekkuskím- argjöfum hættir maoni til að gleyma, ekki síst við skuldasúpusötrið í skammdeginu. En nú er veturinn fyrir bí, hvem Benny Andersen afgreiðir - eigi sársaukalaust - á eftirfarandi hátt í Árstíðaljóði sínu: Skilsmisser. Dodsfald. Romaner. Hoste og nedfrosne planer. Næsen blir dryppet og tuden blir dyppet for nu er det vinter í Danmark. Altsá: Vorið Er, bjartsýnin blífur, fólk hættir að bömmerast yfir bábiljum vetrar, en fer þess í stað að sinna blóma-, krydd- jurta- og grænmetisrækt í gömlum stígvél- um og öðmm handhægum flátum úti á svölum og glóða á nýmóðins hlóðum á sama stað. Benny útmálar vorið svo fyrir sína dönsku peula í sama ljóði: Blomster pá eng og i potte. Banket blir mangen en mátte. Plæner blir sáet og digte forstáet for nu er det forár i Danmark. Það vom reyndar þeir Benny og Povl sem fengu mig til að endurskoða þjóðrembulega afstöðu mína til Dana fyrir tíu árum, þegar ég neyddist til að millilenda í Kaupmanna- höfn í nokkra daga; fúlt, því ég hafði verið staðráðin í að drepa aldrei niður fæti á danska gmndu, þar sem Danir hefðu selt forfeðrum mínum maðkað kom svo öldum skipti og tóku af oss forðum með tölu hvert einasta skinn gerandi oss skó- og menn- ingarlausa; mér vclt eins og öðrum viti- bomum illa við Dani og alla kúgun og smán. Svo hafði mér verið tjáð af mörgum vel- mígandi að borgin við sundin sem áður hafði verið upplýst með íslenskum grút væri uppfull af klámbúllum, fyllibyttum og dópistum. Eg Vcirð því býsna undrandi þegcir við þangaðkomuna blasti við: hrein torg-fögur borg, „beboet af smilende gale“ (söng Povl inn í hjarta mitt), og mun ætilegri réttir til að renna niður með bjómum en fríkadedlur með rauðkáli, sultu og vart hnígandi brúnni sósu (eina framlagi Dana til íslenskrar mat- argerðar, að sögn), eins og ferska, hráa kjöt- ið á Bpf & Ost við Grábræðratorg, sem er að öðru jöfnu enn ferskara en það franska. Reynslunni ríkari svíf ég inn á meðal skýja- bólstra borgarinnar fögm og mæli um og legg á eftirfarandi gúmmulaði... Hrátt kjöt - boeuf tartare — hakkeboff er tatare Hrátt kjöt er auðmeltara en steikt/soðið kjöt, minni orka fer í að melta það. Þess vegna er hrátt kjöt hollara! Því vil ég minna á fransk-dönsku útgáfuna af hráu nauta- kjöti: boeuf tartare versus hakkeböffer tatcire. Málið er að kjötið sé ferskt og kræsi- Iegt. Ef þið flettið upp í dönskum kokka- bókum stendur þar mjög sennilega: „Tag en nyslagtet okse... os.v.“ Þeim kræsnustu dugar ekkert nema lundir, þeim svæsnari dugcU' venjulegt hakk. Snjallt er að hcikka kjötið sjálfur rétt áður en á að bera það fram, beint á framreiðsludiskana. Þá heldur það sínum guðdómlega hakkavélarstrúktúr í stað þess að líta út eins og heysáta í rign- ingu. Meðlætið getur verið ýmiss konar, t.d. eins og hér segir. Uppskrift fyrir tvo, marg- faldist eftir þörfum. 300^100 g hakkað nautakjöt 2egg 1 stór laukur 1 steinseljuvöndur 2 tsk kapers 4 sardínur 2 sýrðar gúrkur 2 msk matarolía salt, pipar, paprikuduft e.t.v. Worchestersósa 1 epli 1. Hcikkið kjötið beint á framreiðsludisk- ana, ef því verður við komið; þeir mega gjaman vera úr tré eða postulíni.Ellegar komið kjötinu snyrtilega fyrir á diskun- um miðjum (hafi það verið hakkað ann- ars staðar), 2. Myndið dálítið gaphús í miðjar kjöt- dyngjumar og komið þar fyrir hráum eggjarauðunum, sinni í hvorri dyngju. 3. Saxið smátt steinselju, kapers, sardínur, lauk, sýrðar gúrkur og epli og raðið í nettar hrúgur í kringum kjötdyngjuna. 4. Berið fram ásamt kryddi og olíu og t.d. ristuðu brauði og smjöri. Svo skapar hver og einn sinn hráa kokteil að geð- þótta, munnbita fyrir munnbita - líðandi um sjöt Sjafnar ... Ský í buxum Þessi eftirréttur er eftir því sem bestu fáanlegar heimildir herma (les livres de cuisine et mon experience propre) af frönskum uppmna og heitir í þvísa landi „oeufs á la neige" sem útleggst snævcirregg, en í eðli sínu og ásýnd surnpart (eða ófrýnd, ef það rignir ...) minnir hann á buxnaský, og læt ég það standa. Uppskrift fyrir sex. 1 vanillustöng 11 mjólk 6 egg salt á hnífsoddi 2 dlsykur nokkrar msk af rifnu núggati, ef vilji er fyrir hendi 1. Brjótið vanillustöngina í tvennt. Hitið mjólkina ásamt vanillustönginni í stór- um potti. Takið pottinn af hellunni um leið og suðtm kemur upp. 2. Brjótið eggin, skiljið að hvítur og rauð- ur, stíffrauðið hvítumar og setjið salt á hnífsoddi saman við þær, blandið helm- ingi sykursins hægt og sígandi saman við eggjahvítumar þegar þær em orðn- ar að einum samlókuðum stífum massa. 3. Veiðið vanillustöngina upp úr mjólk- inni, setjið pottinn aftur á helluna við vægan hita. Setjið eggjahvítuhnoðra út í heita mjólkina með matskeið og látið fljóta í 2 mín. Snúið þá hnoðrunum við og bfðið í 2 mín. Veiðið hnoðrana upp úr og leggið á eldhúspappír. (Ekki er víst að þið komið cfllri eggjahvítunni fyrir í pott- inum Scimtí'mis og því getur reynst nauðsynlegt að endurtaka jætta ferli 2-3 sinnum.) 4. Síið mjólkina til að fjarlægja hugsanlegt eggjahvítufrauð. Þeytið vel saman eggjarauður og það sem eftir er af sykr- inum.Hellið heitri mjólkinni hægt saman við rauðumar og hrærið vel í á meðan. 5. Setjið blönduna aftur út í pottinn og látið hana þykkna við mjög vægan hita. Hrærið jafnt og þétt í á meðan og gætið þess að suðan komi ekki upp, svo ekki verði blandan gallsprengd gjörð. 6. Þegcir blandan er orðin það þykk að hún toilir aftan á trésleifarbossa, takið þá pottinn af hellunni og skiptið blöndunni niður í 6 skálar og deilið eggjahvítu- hnoðmnum sömuleiðis jcflnt yfir ,)iquid sky“. Berið fram vel kælt, stráið yfir rifnu núggati ef vill. Og þar með svífa skýin í buxum... Frískur og fjörugur... Dreifing 1 > m aaSr tBtmEwr gmm mr .. Wxr ■ Pjf -4 • •:?ár æL. y 40*; 12 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.