Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 03.05.1984, Qupperneq 21

Helgarpósturinn - 03.05.1984, Qupperneq 21
c aumaklúbbar landsins, einsog útvarpsráð og lesendadálk- ar dagblaðanna, fárast gjaman yfir málfari og framsögn starfsmanna ríkisútvarpsins sem tala í dag- skrám þess. Nú hefur stofnunin snúið vörn í sókn. Hún hefur gert „pakkadíl" við Talskóla Gunnars Eyjólfssonar leikara um að taka útvarpsmenn á námskeið til að auka gæði (einsog það er nefnt í fiskmatsmálum) talaðs máls í út- varpinu með önduncir- óg talþjálf- un og öðru slíku. Ekki eru það að- eins fréttamenn og dagskrárgerð- aríólk sem ganga í læri til Gunnars, heldur einnig starfsfólk deilda sem Eildrei komafram í dagskránni,eins og gjaldkercir og tæknimenn. Hefur starfsfólk farið á námskeiðin í smá- skömmtum að undanfömu og mælist kennslan hið besta fyrir. Og fyrsti fréttamaðurinn sem gengst undir slíka þjálfur áður en hann byrjar að tala á öldum ljós- vakans, hefur nú hafið störí og er það Albert Jónsson fréttamað- ur... O^le* tadaheld staðið yfir hjá bóksölum og bóka- útgefendum upp á síðkastið, en þessir aðilar leggja nú allt kapp á að ná samkomulagi um nýjar regl- ur í gamla bóksölukerfinu, sem að uppistöðu er nánast aldargamalt. Þessir fundir koma í kjölfar hasars- ins sem varð út al undirboðum bókaklúbbanna á bókum sem bók- salar höfðu jafnframt til sölu, en sættir hafa nú tekist í þessum efn- um. Nefndir frá þessum aðilum koma saman í næstu viku og er ráðgert að þær leggi þar fram til- lögur sínar um gagngera upp- stokkun á bóksölureglum. Af því sem HP heyrir bendir flest í téðum tillögum tif að meiri sveigjanleika gæti í samskiptum bóksala og bókaútgefenda frzunvegis. Meðcil annars er sú nýbreytni nefnd til sögunnar að bóksalar fái eftirleiðis að bjóða ýmsa titla á tilboðsverði um ákveðinn tíma, þá væntanlega á dauða tímcinum í verslun sinni, sem er nánast éillt árið utan des- embermánuður... |k| ■ ^okkur áhugi mun nú fram , kominn fyrir því að hinn umdeildi yfirmaður Framleiðslueftirlits sjávarafurða, Jónas Bjamason, sitji þar áfram, og er þetta einkum meðal ráðamanna í ríkisapparati og ráðuneytum. Ýmsir sjómenn og útgerðarmenn eru hins vegar enn æfir utí Jónas. Ekki er þó ljóst enn hvort Jónas verður áfram hjá Framleiðslueftirlitinu eða hvort hann verður eftirmaður Björns Dagbjartssonar sem forstöðu- maður Rannsóknsistofnunar fisk- iðnaðarins... N ■ vlú í maímánuði stendur yfir á vegum Lionsmcinna í um- dæmi 109B söfnun til ágóða fýrir augnlækningadeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri, hið þarf- asta málefni (sjá annars staðar í blaðinu). í tilefni þessarcir söfnun- ar verður dreift um Norðurland kynningarblaði í 15.000 eintaka upplagi sem nefnist Sjónvemd. í upprunalegri gerð þessa blaðs mátti meðcd annars lesa eftirfar- andi: ,J aðalatriðum má fullyrða að þeir (þ.e. læknar á augndeild F5A.) búi við frumstæðan og úr- eltan tækjcikost, og það er borin von að hið opinbera bæti þar úr næstu árin“. Eitthvað munu for- göngumenn söfnunarinnar þó hafa heyicst á þessu orðalagi enda margir þeirra að sögn flokksbræð- ur MatthíéiScU- Bjarnasonar heil- brigðisráðherra. Að minnsta kosti verður setningin þannig þegar hún kemur fyrir almenningssjónir: „En deildin hefur því miður að mestu orðið útundcin hvað framcin- greinda tækniþróun Vcirðar, og þessvegna hefur menntun og þjálf- un augnlækncinna ekki nýst sem skyldi...“ ^^^Bkðeins meira úr bókaheim- inum. Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrverandi ráðherra, er nú sestur niður við að skrifa framhald á ævi- skráningu Eysteins Jónssonar. Vilhjálmur rakti lífshlaup Eysteins f bók sem Vadca sendi frá sér fyrir síðustu jól, en ekki vitum við hvað hann er að skrá núna um þennan flokksbróður sinn. Þó heyrum við að bókin verði ekki minni að vöxt- um en fyrri bókin, eða nokkuð á fimmta hundruð blaðsíður... c %^F túdentaleikhúsið hefur fyr- irhugað kabarettsýningu á Lista- hátíð í júní. Þættimir eða „skets- arnir" eru skrifaðir af Eddu Björg- vinsdóttur og Hlín Agnarsdótt- ur. í upphafi stóð til að Sigurður Pálsson skrifaði þættina og Krist- ín Jóhannesdóttir Ieikstýrði, en samningar drógust á langinn og helltust þau hjú úr lestinni. Þór- hildur Þorleifsdóttir mun ieik- stýra sýningunni sem bregður upp myndum af karlmanni 68-kynslóð- arinnar... PARKET Nýtt Nýtt Einu sinni enn er Tarkett-parket í far- arbroddi í parket-framleiðslu. • Á markaöinn er nú komiö parket meö nýrri lakkáferö, sem er þrisvar sinnum endingarbetri en venjulegt lakk. • Veitir helmingi betri endingu gegn risp- um en venjulegt lakk. • Gefur skýrari og fallegri áferö. • Betra í öllu viöhaldi. • Komiö og kynniö ykkur þessa nýju og glæsilegu framleiöslu frá Tarkett. • Alger bylting á íslenska parket-markaö- inum. Harðviðarval hf., Skemmuvegi 40, Kópavogi, sími 74111. HLJÓÐFÆRA- LEIKARAR DIXON TROMMUSETTIN VERÐA TIL AFGREIÐSLU EFTIR HELGI TJjjjjjjjQ- LAUFÁSVEGI 17 - REYKJAVÍK - SÍMI 25336 HELGARPÓSTURINN 21

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.