Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 03.05.1984, Qupperneq 23

Helgarpósturinn - 03.05.1984, Qupperneq 23
HRINGBORÐIÐ í dag skrifar Sigríður Halldórsdóttir Það er ekkert betri fjósalyktin þar en hér Nú er lóutíminn runninn upp. Þessir dagar þegar fólk spyr hvert annað kurteislega hvort það hcifi heyrt í lóunni. Ekki lítið hvað einn fugl getur vakið mikla gleði í mörgþúsund brjóstum og von um eitthvað yndislegt. Eins- og að ganga í stuttum sumarkjól uppá Hengil. Spásséra um Þingvöll með skyggni og nefhlíf. Fara á ströndina Grafningsmeg- in. Þar er nú ekki amalegt að vest- anverðu, öldumcir gæla mjúklega við Scindinn, maður horfir letilega á fátæka bændur koma með urriðann að landi. Boðið er uppá fjölbreyttar skoðunarferðir, til dæmis í hina geysiskemmtilegu þjónustumiðstöð þjóðgarðsins. Þar er hægt að fá lókalsmárétti, enginn skyldi láta hjá líða að bragða pulsu með tómat og sinn- epi. Fimmstjömu tjaldstæði, full- komin hreinlætisaðstaða í spúttnikkunum. Ferð í sérflokki. Ferðamálaráð óskar eftir fólki að ferðast um eigið land í sumar og maður er svo sem til í tuskið þessa vorfuglamorgna, sér sig í anda dunda við að tjalda í hlýrri sumarkyrrðinni í júlí. En það er bara einn hængur á þessu núorð- ið, það er engin sumarkyrrð og hlýja lengur. Það komu tveir hlýir dagar árið 1980 og þá hefði verið hægt að tjalda og elda nokkrcir pulsur á prímus en síðcin ekki, nema kannski á Egiisstöðum. Það langar alla að ferðast um eigið land án þess að vera sýknt og heilagt að hugsa um veður. Fyrsta skiiyrði er að hætta að spekúlera í þessum tjöldum. Það er ekki lengur tjaldhelt á landinu. Svo hvað á að taka til bragðs annað en opna þessi gufuiegu Edduhótel þrjá mánuði á ári? „Þjónustumiðstöð" er líka óskaplega myndarlegt nafn yfir úldna gotteríissjoppu með kamri. Ömurlegri flóttcimanna- búðir er ekki hægt að hugsa sér fyrir hrakið útilegufólk sem er búið að tapa tjaldinu útí veður og vind. Hvað býður ein þjónustu- miðstöð uppá? Til dæmis þetta stolt þjóðarinnar á Þingvöllum? Svitcilyktareyði, klámmyndir að hengja á spegilinn í bílnum, puls- ur. Edduhótel eru góð hugmynd. Nýting á góðu húsnæði sem annars stæði autt. En þau eru sérkennilega dauf og litlaus. Vantar í þau sálina. Mér er sem ég sæi fólk gera sér þau að góðu í einhverjum hundómerkilegum sumarbúðum í Þýskalandi og Hollandi. Afhverju ætla íslend- ingar að streyma á þessa staði í. sumar? Ekki útaf veðrinu, það þori ég að hengja mig uppá. Það sem fólkið sækir í er fullkominn aðbúnaður. Ferðamálafólk segir að fleiri útlendingar komi til Is- lands í sumcir en nokkumtíma áður. Þetta fólk veit að hér er ekki logn og blíða sumarsól, en það veit ekkert um þjónustumið- stöðvar og deyfðina á strjálu Edduhótelunum. Það hlakkar til að éta lambakét og urriða á litlum greiðasölum meðfrcim vegunum, baða sig í þessu heimsfræga hveravatni, sitja við gleðiiegan arineld á kvöldin og hlusta á létt- an harmónikkuleik, sofna uppá lofti í litlum bárujámshótelum undir dúnsæng, typisch islánd- isch. Þetta em ekkert öðmvísi kröfur en við gerum í „Dánæfel" og þessum plássum ef þar væri eickert nema logn og sól og þjón- ustumiðstöð sem seldi gcimalt þýskt gotterí og áttasinnumfjóra- svitaeyði? Við yrðum cifskaplega vonsvikin og spæld, búin að hlakka svo til að njóta þýskrar gestrisni. Borða svínaskánka með súrkáli og hlusta á smá jóðl á kvöldin, sofa á tíbískum þýsk- um, svissneskum, hollenskum, enskum,ítölskum þorpskrám og örsmáum vingjamlegum fjalla- hótelum. Þjónusta í sérflokki í hverju einasta krummaskuði í Evrópu, nema einu. Þjónusta er ekki sama og gest- risni. íslendingar em gestrisnari en Bretar, Þjóðverjcir og Sviss- lendingar samanlagðir án þess miðað sé við höfðatölu. Þessar þjóðir em ævintýralega fúlar heim að sækja prívat og persónu- lega. Lognið og sólarglennan þeirra er ekki það eftirsóknar- verðasta, heldur hitt að geta látið sér líða vel í ókunnu landi, borða, hvílast, skoða, njóta þess að vera ferðamaður af því þjónustan er „prófessjónal". ísland er ævintýraland, það vita þeir best sem búa í þessum evrópsku kúabjölludölum og sjóðheitu stórborgum. Þess- vegna er það ljótt gagnvart ís- lendingum að láta þá hópast burt héðan yfir sumcirmánuðina til þess að sitja uppí sveit í Sviss og Hollandi af því þar fæst þjónusta fyrir peninga. Það er lítill vandi að kveikja í þjónustumiðstöðinni á t.d. flötunum við Þingvöll, brenna hana með innvolsinu og skjóta kömmnum til tunglsins. Taka pulsusjoppurnar um land allt og snara þeim í vingjamleg fjallahótel, ódýr og elskuleg, hafa kýr á beit þarsem því verður við komið. Eins ætti að vera hægt að gera stórfenglegar rennibrautir útí sundlaugar lcindsins. Manni skilst að fólk fari til Hollands og Ítalíu að renna sér þar í sund- laugarennibrautum? Aningarstaðir skipta miklu máli á ferðalögum. í köldu landi og erfiðu yfirferðar ættu þeir að skipta öllu máli. Sjoppumenning- in fæiir fólk frá því að ferðast. Þessir milljón pulsufýlukofar með bensíntönkum og kamarsað- stöðu sem er dritað niður um allt land eiga ekkert skylt við þjón- ustu. Eða þá tjaldstæðin; ferða- málaráð ætti að selja Sólarlönd- um h.f. þá hugmynd og fá nokkrar laufléttar frá þeim í staðinn. Of- mikil sól gerir stór svæði óbyggi- leg, Kostadelsól var á mörkunum fyrir nokkmm áratugum, það skein svo mikil sól. En þeir létu ekki veðrið aftra sér þar. Þeir kunnu að elda fisk og breyta hænsnakofa í hótel. Það held ég nú. Ékkert shampoo jafnast á við EL’VITAL m frá L’ORÉAL ELVITAL BAtSAM ELVITAL W»»*N mmpoo SHAMPOO WAíkt OQktiX**& t'ORÉAt Laugaveg 178 - P.O. Box 338 - 105 Reykjavik - lceland Litla matreiöslubókin utgefin af Erni og Örlygi Ib Wessman tók saman BUFFSTEIK MEÐ KRYDDJURTASMJÖRI • 4 þykkar sneiðar nautafilet = úr hryggvöðva u.þ.b. 200 g hver sneið • matarolía • 75 g smjör • salt, malaður pipar Ofnsteiktir tómatar: 4-8 tómatar, olía, salt. Kryddsmjör: 200 g smjör, 2 msk söxuð steinselja, 2 msk söxuð garðperla (karse) 1 msk smátt klipptur graslaukurog efvill 1 msksmáttsaxaðurkjörvilleða estragon, smávegis sítrónusafi, mulinn pipar og nokkrir dropar af enskri sósu. Meðlæti: Franskar kartöflur, ofnsteiktir tómatar, hrafnaklukkublöð (bröndkarse), kryddsmjör. Sláið buffsteikurnar létt til með lófanum eða berjið þær varlega og létt með kjöthamri og formið þær síðan til. Þerrið síðan steikurnar með eldhúsþurrku. Hitið þykkbotnaða steikarpönnu með 1-2 msk af matarolíu. Snöggsteikið buffin á báðum hliðum á vel heitri pönnunni svo að yfirborð kjötsins loki sér. Takið steikurnar af pönnunni og þerrið en síðan er smjör/smjörlíki brúnað á pönnunni og steikurnar steiktar í 2 - 3 mín. á hvorri hlið allt eftirgæðum og þykkt kjötsins. Snúið steikunum 2-3 meðan á steikingu stendur. Framreiðsla: Steikurnar settar á heitt fat og heitu smjörinu hellt yfir. Ofnsteiktum tómötum raðað til hliðar við steikurnar. Franskar kartöflur og hrafna- klukkublöð borin með. Framreitt strax. Ofnsteiktir tómatar: Skerið lítinn kross í hvern tómat og penslið þá með olíu og stráið salti í þá. Tómatarnir settir í ofnfast fat og bakaðir í miðju ofnsins í 8 - 12 mín. við 200° hita. Kryddsmjör: Hrærið saman linu smjöri og söxuð- um kryddjurtum og bragðbætið með sítrónusafa, pipar og enskri sósu. Smjörinu síðan rúllað inn í smjörpappír og kælt i ísskáp i nokkrar klukkustundir. Vel má laga kryddsmjörið deginum áður. Smjörið skorið í sneiðar og framreitt með steikinni. Þegar steikin er látin á diskinn er smjörið látið á hana en ekki fyrr því þá bráðnar það niður. Verið velkomin 'A NAUTASKROKKUR TILBÚINN í FRYSTINN AÐEINS KR. 100.- KG. KJOTMIÐSTOOIN Laugalæk 2. s. 86511 HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.