Helgarpósturinn - 17.05.1984, Blaðsíða 10
HP
HELGARPÓSTURINN
Ritstjórar: Árni Pórarinsson
og Ingólfur Margeirsson
Ritstjórnarfulltrúi:
Hallgrímur Thorsteinsson
Blaðamenn: Óli Tynes og
Sigmundur Ernir Rúnarsson
Útlit: Björgvin Ólafsson
Ljósmyndir: Jim Smart
Handrit og prófarkir:
Hildur Finnsdóttir
Utgefandi: Goðgá h/f
Framkvæmdastjori:
Guðmundur H. Jóhannesson
Auglýsingar:
Steen Johansson
Skrifstofustjóri:
Ingvar Halldórsson
Innheimta:
Jóhanna Hilmarsdóttir
Afgreiðsla: Ragna Jónsdóttir
Lausasöluverð kr. 30.
Ristjórn og auglýsingar eru
að Ármúla 36, Reykjavík, sími
8-15-11. Afgreiðsla og skrif-
stofa eru að Ármúla 36. Sími
8-15-11.
Setning og umbrot:
Leturval s/f
Prentun: Blaðaprent h/f
Eldvarnir
í molum
íkveikjur hér á landi eru
bæði tryggingafélögum og
opinberum aðilum nokkurt
áhyggjuefni, því talið er að
þeim hafi farið fjölgandi á
undanförnum árum. Það
vekur líka óhug hve þjóðfé-
lagið virðist varnarlaust
gagnvart þessum ódæðis-
mönnum. Helgarpósturinn
birtir í dag niðurstöður úr
tveimur skýrslum um elds-
voða þar sem talið er aö hafi
verið kveikt í og margar fleiri
slíkar er að finna í fórum yfir-
valda.
Þá vekur það einnig at-
hygli að eldvarnir stórra
fyrirtækja eru víðast hvar í
molum og fulltrúar trygg-
ingafélaga hafa skoðað
fyrirtæki þar sem þeir hafa
fundið tugi brota á löggjöf
um brunavarnir.
Frekar lítið virðist gert til
að bæta úr þessu. Til eru
lagaheimildir um refsiað-
gerðir, t.d. dagsektir, en
þeim er yfirleitt ekki beitt.
Bæði tryggingafélög og
opinberir aöilar hafa marg-
ítrekað við fyrirtæki að þau
bættu ráð sitt, en án árang-
urs.
Dæmi um það er bruninn í
Glæsibæ á dögunum. Þar
voru eldvarnir litlar sem
engar og eigendur höfðu
hundsað ítrekuð tilmæli
slökkviliðsstjóra um úrbæt-
ur.
Það kann að þykja ein-
kennilegt, en tryggingabæt-
ur eru yfirleitt greiddar skil-
víslega, hversu mikið sem
eldvarnir hafa verið van-
ræktar. Þetta ástand hefur
leitt til þess að tryggingafé-
lög hafa hækkað iðgjöld sín
til að mæta bótagreiðslum,
en það virðist eina aðgerðin
sem eitthvað kemur við
pyngju manna; sektir eru
nánast óþekktar.
Allir eru sammála um að
þetta sé ófremdarástand
sem ekki verði við unað.
Hinsvegar skortir þá hörku
sem sýnilega er þörf til að
koma þessu í lag. Það er
furðulegt að heyra að
slökkviliðsstjóri hafi um ára-
bil reynt að dekstra fyrirtæki
til að lagfæra hjá sér bruna-
varnir, en án nokkurs árang-
urs. Og að svo þegar brenn-
ur hjá þessu fyrirtæki verði
tryggingafélögin að borga
brúsann.
BRÉF TIL RITSTJÓRNAR
Flóttamenn
Þegar ríkisstjóm íslands hefur
ákveðið að veita hópi flóttamanna
hæii hér á landi, eftir beiðni frá
fióttamannafulltrúa Sameinuðu
þjóðanna, hefur hún farið þess á
leit við Rauða kross íslands að
hann annaðist framkvæmdina.
Þetta gerðist 1956 er 52 Ungverjar
komu hingað, 1979 er 34 Vietnam-
ar komu og 1982 er 23 Pólverjar
komu hingað til lands. Fulltníar frá
RKI hafa því farið út, kynnt ísland í
MÉR LEIST EKKIVEL Á ÍSLAK
'YRST ÞEGAR ÉG KOM HINGA
flóttamannabúðunum og Vcilið síð-
an fólk úr hópi þeirra sem vildu
koma hingað. Síðan hefur koma
flóttafólksins verið undirbúin eins
vei og kostur hefur verið á. RKl
hefur svo séð um móttöku, útveg-
að húsnæði, séð um íslensku-
kennslu, hjálpað fólkinu til að fá
vinnu og koma því inn í þjóðfélag-
ið. Þegar frá hefur liðið hefur þáttur
RKI verið fólginn í því að styðja
þetta fólk, vera því eins og fjöl-
skyldan er okkur sem hana eigum
hérlendis. Eðlilegt er að félags-
málastofnanir tciki svo við stuðn-
ingi að einhverju ieyti.
Á föstudaginn langa 1980 út-
skrifaði fyrsti Vietnaminn sig úr
„prógrammi" Rauða krossins, eftir
6 mánaða dvöl í landinu. Hcinn
hafði þá útvegað sér herbergi sjálf-
ur, vinnu hafði hann og talaði ís-
lensku orðið þó nokkuð vel. Hann
þakkaði kærlega fyrir sig og hefur
spjarað sig prýðilega síðan. Hygg
ég að þetta sé einsdæmi á Norður-
löndum.
Vietnamarnir komu til landsins
20.9. 1979 og þá fengu þeir ís-
lenskukennslu í 8 - 9 mánuði.
Kennslan var hálfan daginn og fór
fólkið fljótt að vinna seinni hluta
dags. i maímánuði flosnaði kennsl-
an upp.
í grein Helgarpóstsins um Viet-
namana kemur í ljós að íslenska
margra þeirra er bágborin. Á það
fyrst og fremst við um fullorðna
fólkið. Börnin þurfa á stuðningi að
halda í skólakerfinu, þar sem
„gamla rnálið" er að mestu talað
heima. Þarf því að fylgjast vel með
PARKET
Nýtt Nýtt
Einu sinni enn er Tarkett-parket í far-
arbroddi í parket-framleiöslu.
• Á markaðinn er nú komiö parket með
nýrri lakkáferö, sem er þrisvar sinnum
endingarbetri en venjulegt lakk.
• Veitir helmingi betri endingu gegn risp-
um en venjulegt lakk.
• Gefur skýrari og fallegri áferö.
• Betra í öllu viöhaldi.
• Komiö og kynniö ykkur þessa nýju og
glæsilegu framleiöslu frá Tarkett.
• Alger bylting á íslenska parket-markað-
inum.
Harðviðarval hf.,
Skemmuvegi 40, Kópavogi,
sími 74111.
orðaforða þeirra, að hcmn aukist
jafnt og þétt og eðlilega miðað við
aldur. Erfiðast er þetta í stórum
systkinahópum. Á barnaheimilum
í Reykjavík og Kópavogi hefur
reglulega verið fylgst með flótta-
mannabörnunum og unnið mark-
visst að úrbótum.
Ekki má heldur gleyma „gamla
málinu". Ailar rcmnsóknir sýna að
málþroski og málnotkun barna
byggir á traustri móðurmálskunn-
áttu. Bergþóra Gísladóttir, sér-
kennslufulltrúi Reykjavíkurborgar,
er mikill áhugamaður um þessi
mál og hefur nú gengist fyrir því að
nokkur barnanna fá kínversku-
kennsiu í tengslum við Námsflokka
Reykjavíkur. (Hér má skjóta því inn
í að flestir Vietnamanna eiga kín-
versku að móðurmáli og aðeins
fimm þeirra eingöngu viet-
nömsku).
Námsefni er ekkert til fyrir þessa
nemendur. íslenskukennarar Viet-
ncunanna hafa verið Tryggvi Harð-
arson og Ásta Kristjánsdóttir. Hafa
þau Scimið námsefnið eftir þörfum,
kennt prýðilega og sinnt fólkinu
langt út yfir það sem þeim ber, hafa
verið þeim bæði vinir og félagar.
Þegar fólkið kom hér 1979 voru
myndaðar hér tenglafjölskyldur.
Það gafst mjög vel í byrjun en eftir
því sem frá leið og fólkið var komið
á haus í vinnu minnkuðu þessi
tengsl. Eins og greinilega kom fram
í viðtölunum við fólkið Vcintar
meiri samgang við ísiendinga og
vináttutengsi.
Fullorðan fólkið þyrfti að eiga
kost á framhaldsnámskeiðum í ís-
lensku. Mig dreymir um að þau yrðu
að hluta tengd verklegu námi þar
sem markvisst væri unnið með ís-
lenskuna.
Fyrir Vietnamana var það gjör-
bylting að koma hingað úr hita-
beltinu. Komudagur þeirra var
svalur septemberdagur, eftir langa
og stranga ferð hingað. (Það er sér-
kennilegt að þeir 17 Vietnamar
sem hingað hafa komið síðan, hafa
allir komið að vetrarlagi í kulda og
snjó). Ég skil ofur vel að þeim hafi
þótt hrjóstrugt og eyðilegt lands-
lagið á Reykjanesskaganum fyrsta
komudaginn. En fólk þetta hefur
náð að aðlaga sig ótrúlega vel ■
lífinu í þessu landi sem er svo gjör-
ólíkt þeirra föðurlandi.
Hólmfríður Gísladóttir
deildarsjóri í félagsmáladeild
Rauða kross íslands.
Ekki er búist við miklum stuðn-
ingi Davíðs Oddssonar borgar-
stjóra í þessu máli þar sem hann á
kött einn mjög kæran. Er jafnvel
sagt að köttur þessi hafi veri«helsti
ráðgjafi hans í hundamálinu.
V
'eitingahúsið Rán hefur tekið
verulegum stakkaskiptum síðan
Sigmar B. Hauksson tók að sér
veitingastjóm. Staðurinn dalaði
SJ41ST
með
endurskini
Umferöarráð
töluvert eftir að Ómar yfirtók
Naustið og helgaði því alla sína
starfskrafta. Sigmar var búinn að
gagnrýna Rán töluvert og endaði
með því að Ómar sagði við hann að
hann skyldi þá bara sýna hvort
hann gæti eitthvað annað en
skammast.
Sigmar hefur tekið þá stefnu að
hafa litla en þónokkuð fjölbreytta
matseðla en láta þá ekki gilda
nema í stuttan tíma og breyta þá
algerlega um. Þetta hefur mælst
vel fyrir og em gamlir fastagestir
Ránar farnir að mæta þar aftur.
u
m þetta leyti árs er oft best
að skíða í Bláfjöllunum. Veðrið fag-
urt og milt og skíðamenn fáir. Þetta
er reyndin í ár, þvi það er enn nóg-
ur snjór í Bláfjöilum. Þetta er ekki
almennt vitað, en ýmis lúxusdýr úr
viðskiptalífinu em þó tíðir gestir í
brekkunum, meðan starfsmenn
þeirra halda baráttunni áfram á
vinnustað.
W
| hinum miklu deilum um
hundamálið svonefnda hefur fátt
eitt verið sagt um þá kattaplágu
sem víða er í höfuðborginni. I sum-
um hverfum kveður svo rammt að
þessu að þar em fuglar hættir að
sjást í görðum.
10 HELGARPÓSTURINN