Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 17.05.1984, Qupperneq 12

Helgarpósturinn - 17.05.1984, Qupperneq 12
MATKRAKAN Innan sleiki ég askinn minn Reykvíska sumcirið lætur á sér standa að vanda. Ef menn fara of léttklæddir að heim- an gerir norðangolan þá samstundis að glænepjulegum viðundrum. Samt hefur sprottið upp úr maibiki höfuðborgarinnar einkennilegur blómi: sólbrún ungmenni klædd eins og tískufrömuðir ímynda sér að eigi að klæða sig fyrir Safariferð. Og ýmsir af eldri kynslóðum eru sólbrúnir líkk, mikil lifandi skeifing. Nú eru nefnilega þeir sem vinnuvettlingi geta valdið (eða hvað?!) að undirbúa sig fyrir sumarfrí á suðrænum pálmaströndum. Til að geta tekið sig vel út þar er mörgum nauðsynlegt að grenna sig, brúnka og teygja í tólum, til að bera uppruna sínum ekki alltof glöggt vitni. - Og svo þarf náttúr- lega að öngla saman fyrir ferðinni með auknum sparnaði og sjálfsafneitunum (þótt ferðaskrifstofurnar hcífi vissulega brugðist við kreppunni með fyrirgreiðslu sem sparar viðskiptavinum þeirra bcinkastjórasmæl- in). Men þurfa semsé að grennast og spara. Einfaidasta lausnin er að sjálfsögðu fasta. Auk þess myndi hún mjög bæta heilsuna, hreinsa líkamann cif þeim sora úrgangsefna sem safnast hefur þar fyrir yfir veturinn. Verst að lögbundnir föstudagar skuli vera fyrir bí; þeir voru þó ailltént freistinga- bremsa. Fjórði föstudagur eftir páska (sá sem rennur upp á morgun) var t.d. um rúmlega tveggja alda skeið (1686-1893) lögskipaður einn allsherjcir iðruncir-, bæna- og föstudagur, gangsettur af Kristjáni kon- ungi 5.. Þá skyldi hringja kirkjuklukkum kl. 6, loka öilum verslunum og krám (sem þá voru vitaskuld ekki< til hér), menn skyldu veskú ganga tii guðshúss en iáta sér verk úr hendi detta. (Sbr. Ámi Bjömsson: Saga daganna, bls. 53). Opinberlega hét þessi dcigur Hinn al- mennilegi bænadagur, en íslendingar, sem þótti víst sem lögskipaðir föstudcigar væru æmir fyrir, tóku fljótlega upp á að kalla dag þennan Kóngsbænadag; skildu hann þannig að þá ætti að biðja alveg sér- staklega fyrir Danakóngi og hyski hans og fannst ósvinna að láta gamimar gaula heil- an dag í blessunarskyni við búsorgir hans, yfrið að biðja honum guðs blessunar við messu hverja. Kóngsbænadagurinn virðist þvf, ef marka má varðveittan keðskap frá löggiltu tímabili hans, hafa verið heidur óvinsæll, sbr. eftir- farandi vísukorn: Innan sleiki ég askinn minn ekki er fullur maginn. Kannast ég við kreistinginn kóngs- á bænadaginn. Annað erindi og lengra, um hvemig megi svindla á kónginum í mat téðan dag, hefst á þessum yndislegu línum: Um ísalönd aukast nú vandræðin. Fer í hönd f östudagssu Iturinn. Fyrir því kvíða margur má matbráður dóni (. • •) Ég gríp frasana á lofti og ráðlegg öllum matbráðum dónum, yfirlýstum rotinpúr- um, borðhaldssvínum og matarskepnum, en einkum og sérílagi elskulegu og dagfars- prúðu fólki sem játast undir að vera í fram- anlýstum sumarleyfispælingum að fasta, 1-2 daga í viku, eða alfarið fréim að sumar- ' leyfi. Kostum föstunnar hef ég áður lýst f jálglega á þessum vettvangi og endurtek þá því ekki hér og nú. Þess í stað gauka ég að ykkur tveimur uppskriftum: grennandi, góðum og pyngjuutanumhaidandi. En íhugið - fyrir sumarreisuna - hverjar væntingar þið hafið í fcirteskinu. Er um að ræða ferð án fýrirheits? Verðiði að henni lokinni aðeins upplituð mynd á sýningu haustsins t.a.m. eins og sú sem Einar Már Guðmundsson hefur málað í Róbinson Krúsó snýr aftur(1981): Þrátt fyrir ferðaskrifstofubrjóstin mæjorkamjaðmirnar og tívígræn augun er magasintiiveran martröð milli sjússa þú ert einmana einsog kartöflugras sem haustið hefur skilið eftir en heimspekilegar vangaveltur varanna fótógrafísk stellingin við barinn pornótaktarnir úr orðabók eros gera akademísk höfuðin að engu — yfir syfjulegu glasinu ertu sökksess i samförum við einsemdina sem diggar þetta meiköpp Æ,æ, um leið og minnst er á kartöflugras þessa dagana, fer ég að gráta. Það er nú svo. Hrífandi hrogn Niðursoðin þorskhrogn eru ódýr og fima holl. Þau má nota í margvíslegustu rétti, en þau henta þó alveg sérlega vel í ýmis konar viðbit út á brauð. Gott er að búa til dágóðan skammt í einu og geyma í ísskápnum. Hér kemur uppskrift að einu slíku viðbiti sem er í feikilegu uppáhaldi hjá mér. 200 g niðursoðin þorskhrogn u.þ.b. 3 msk majónes 5 msk sýrður rjómi u.þ.b. 8 msk óhrært skyr 1 msk gott karrý 1 msk franskt sinnep salt og nýmalaður svartur pipar Hrognin em stöppuð með gaffli í skál og síðan er öllu hinu hrært saman við. Það má alveg breyta hlutföllunum á majónesi, sýrð- um rjóma og skyri; eða sleppa sýrða rjóm- anum og nota 1/3 hluta cif majónesi á móti 2/3 hlutum af skyri. Borðist með brauði og gjaman einhverju fersku grænmeti, t.d. gúrku og alfalfaspír- um. Pönnukökur með fiskafgöngum Fleygið aldrei fiskafgöngum; þá má t.d. nýta í þessar gómsætu pönnukökur. Upp- skrift handa 4. Pönnukökudeig: 2egg 2 1/2 dl mjólk 2 1/2 dl hveiti 1 msk matarolía 1/2 tsk salt Auk þess: afgangur af beinlausum fiski, soðn- um eða steiktum smjör eða smjörlíki til steikingar timjan söxuð steinselja saxaður graslaukur, dill eða púrra Hrærið pönnukökudeigið þar til það er kekkjalaust, heliið því þá á pönnuna eins og um venjulegar p>önnukökur væri að ræða; en um leið og deigið er komið á pönnuna, er fiski, kryddi og kryddjurtum stráð yfir. Þeg- ar neðra byrði kökunnar er bakað, er henni snúið við eins og venjulegri pönnuköku og hún bökuð hinum megin. Síðcin eru pönnu- kökurnar borðaðar vel heitar ásamt t.d. blaðsalati með edikssósu. VERSLUNARMIÐSTÖÐ VESTURBÆJARIN ^ AHar ^ \l£gT, 0 gL^6>£ ÁT vorur JllVí j| á markaðsverði. f & V B E g RAFTÆKJADEILD II. HÆÐ Raftæki-Rafljós og rafbúnaður JL-GRILLIÐ Grillréttir allan daginn MUNIÐ OKKAR HAGSTÆÐU GREIÐSLUSKILMÁLA Innkaupin eru þægileg hjá okkur Svo geturðu líka slappað af í Kaffiteríunni OPIÐ: Mánud.-fimmtud. 9-19. Föstud. 9-20. Laugard. 9-16. ’A A A A. A A Jli Jon Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 106Ö0 “ q ciuqlF ~ L.juuua3j/Í í rir sundiðkendur alveg frábært Laugaveg 178 - P.O. Box 338 - 105 Reykjavík - lceland Ekkert shampoo jafnast á við EL’VITAL L’OREAL 12 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.