Helgarpósturinn - 17.05.1984, Side 14
ÞAÐ ERVERIÐ AÐ BODA
Eftir Sigmund Erni Rúnarsson — mynd Valdís Óskarsdóttir
Það er barasta rauður dregill sem liggur eftir öllum gólfum á skrifstofu
Sölu varnarliðseigna viðGrensásveg. Ogþar undir er ullarteppi, þannigað
iljar manns sökkva djúpt í herlegheitin á leiðinni þangað sem dregillinn
endar. Það er við dyrnar hansAlfreðs.
Ég opna að afloknu baríki. Innifyrir situr hann, lítill vexti á bak við
afskaplega stórt skrifborð með plöggum á. Við þekkjumst ekki og því
förum við fyrst að spjalla um veðrið eins og sannir íslendingar í þessari
aðstöðu. Eg segi Alfreð að mér líki rigningin ágœtlega sem úti dynur á
vegfarendum. Hann segist hinsvegar meira gefinn fyrir sólskinið.
,,Jú, og algjöra stillu", bœtirhann við eftir nokkra umhugsun. ,,Veistu,
það er ekkert dýrðlegra í mínum huga en að renna fyrirsilung í heiðríkju
og logni uppi við Brúará þar sem ég á mér sumarbústað. Ertu veiðinn
spyr ég, og hann svarar:, ,Ekkert sérlega held ég. Annars er þetta mitt aðal
áhugamál, veiðar meina ég. “ Kannski líka pólitískar veiðar, spyr ég enn:
,,Nei, ég átti nú bara viðsilungsveiðar. “
Hann er dœmigert Reykjavíkurbarn að eigin
sögn. Og segist varla minnast þess að hafa farið
austur fyrir Elliðaárnar alla sína unglingstíð.
Það var nefnilega fótboltinn sem glapti hugann.
Og i hvert sinn sem hann heyrði foreldra sína
rœða þann möguleika að senda hann í sveit,
var farið í nokkurra daga skœrur. Hann varði
öllum stundum á Framvellinum í Skipholti sem
þá var og hét. Það var eiginlega ekki nema um
tvennt að rœða fyrir pilt eins og hann á þessum
árum: Annaðhvort að spila fótbolta, eða verða
útundan.
Komstu í liðið?
Já, blessaður vertu", segir hann með þeim
orðanna blæ eins og þetta hafi verið fáránleg
spurning hjá mér. „Eg varð margsinnis ísiands-
meistari með unglingaflokkum Fram.“
Varla varstu í marki?
,JVei, ég spilaði sem tengiliður."
Hefur sú staða ekki komið sér vel í lífinu
seinna meir?
„Það má segja að ég sé ennþá nokkurs konar
tengiliður. Ég kann ágætlega við þá stöðu. Hún
gefur yfirsýn. Og leiðir stundum til hnitmiðaðra
sendinga."
En aldrei komst hann í meistaraflokk Fram,
því hann fórnaði ferlinum strax á táningsaldri
þegar honum bauðst aðþjálfa yngstu flokkana í
félaginw
„Maður hélt náttúrlega að maður væri ómiss-
andi, þannig að það var ekki um annað að ræða
en að taka stöðuna.
..Annars var þetta dálítið uppgjör", segir AI-
freð hugsi.
Nú?
Jú sjáðu, eftir á er það náttúrlega dálítið sárt
að hafa aldrei reynt til hlítar hvað maður gat í
greininni. Kannsi hefði ég orðið ferlega góð-
ur...“
Varstu ógurlegur keppnismaður?
„Manni stóð aldrei á sama um úrslitin. Og
heilbrigður metnaður kenndi manni að keppa
alltaf að sigri. Knattspyman hefur reynst mér
góður skóli í lífinu, hvort heldur er í pólitík eða
öðru. Ég kann að taka ósigri jafnt sem sigri. Það
er einmitt gangur lífsins."
Þessi keppnisharka hefur komið sér vel?
Já, maður veit vel að það er ekki alltaf hægt
að sigra. Það geta ekki allir unnið."
Hefurðu annars unnið stóra sigra í lifinu?
„Vissulega. Það er enginn vafi á því.“
Ensyslópœdían til skrauts
Við hœttum að rœða íþróttir i bili en reifum
þess í stað skólagönguna Alfreð segir mér að
hann hafi byrjað í Kennaraskólanum, en áttþar
stuttan stans.
Heillaði bókin aldrei?
,JVei, og hvað þá að fara að kenna sjálfur. Ég
veit ekki afhverju ég var að fara í þennan Kenn-
araskóla. Ég get ekki ímyndað mér mig sem
læriföður. Eg væri hörmulegur sem slíkur."
Ég er að líta í kringum mig á skrifstofunni hans
Alfreðs þegar hann fer með þessa raunasögu.
Þetta er svona tuttugu fermetra salur, allur
klœddur dýrasta viði, listaverk hér og þar,
kannski eftirprentanir... ég sé það ekkisvo vel.
Og svo er þarna sligaður bókaskápur með
Ensyslópœdíunni eins og hún leggursig. Alfreð
sér hvert ég gýt augunum og játar...
„Það verður að viðurkennast að ég fer ekki oft
í Jjetta öndvegisrit."
Hann bœtir því við, án þess að blikna, að
þessi bókastafli sé nú meira svona til skrauts.
„En ætli sú sé ekki raunin á fleiri skrifstof-
um.“
,,Við höldum talinu enn að bókum. Og skól-
um. Ég reyni að verða grimmur í andliti og spyr
Alfreð hvort hann hafi verið hrekkjalómur í
skóla, hrœðilegur kennaraskelfir. Hann heldur
nú ekki.
„Ég held ég hafi þótt afskaplega prúður, allt
frá barnaskóla og upp í efsta bekk gaggó. Ég og
Helgi E. Helgason, fréttamaður Sjónvarps, vor-
um sessunautar lengi vel. Það var aldrei hægt
að klaga okkur.“
Ertu þá prúðmenni, rólegheitamaður?
Ég tel mig vera dagfarsgóðan, já. En auðvitað
getur manni hitnað í hamsi í hita leiksins. Ég gef
ekkert eftir ef svo ber undir."
Er auðvelt að réita þig til reiði?
„Kannski ekki auðvelt. Það er þá kannski
helst þegar mér finnst ég vera ósanngimi beitt-
ur að mér rennur í skap. Annars lærir maður að
sýna stillingu með árunum.“
Eins og fyrr segirþekkjumst viðAlfreð ekki, e'n
ekki get ég ímyndað mér afþessum stuttu kynn-
um okkar, hvernig hann er útlits þegar hann
reiðist mikið. Þegar ég skoða manninn finnst
mér það eiginlega ekki passa honum. Hann
virðist mjög dagfarsprúður, eins og hann sjálfur
komst að orði.
Nú, ég þykist vita til þess að hann starfi mikið
að íþróttamálum enn þann dag í dag. Og reynd-
ar er það varla nokkur setning sem hann segir,
sem ekki er dregin úr líkingamáli sportsins. Ég
spyrAlfreð hvort hann hafi byrjað að vinna að
hagsmunamálum íþróttamanna eingöngu
vegna gamals áhuga á hreyfingunni. „Fyrst og
síðast", svarar hann strax.
Kemur ekki framapotþar inn í myndina, eins
og svo afskaplega vinsœlt virðist vera meðal
íþróttafrömuða?
,JVei. í raun og vem þykir mér það ekki vera
mikilvægast að vera á oddinum. Þessi nefnda-
störf og ógurlegu fundasetur, samfara topp-
mennskunni, fara nefnilega í taugamar á mér.
Þau em fælandi."
Ég þótti efni
Þegar ég hringdi til þín hérna um daginn og
bað þig um þetta viðtal, varstu mjög tregur í
fyrstu, en ég nauðaði náttúrlega. Er ekkert
spepnandi lengur aðkomast í blöðin?
„Eg er ekki fjölmiðlasjúkur, ef þú átt við það.
Ég er löngu vaxinn upp úr því. Ef satt skal segja,
þá er ég bara búinn að vera svo lengi í sviðsljós-
inu að ég er orðinn þreyttur á því.“
Búinn að fá ofbirtu í augun?
Já, það má segja það. Eg er búinn að fá útrás á
þessu sviði. Eg er þessvegna ekkert að sækjast
eftir því.
Þú varst blaðamaður á Tímanum í fimmtán
ár, ekki rétt...?
Jú, og nokkmm mánuðum betur...“
Varstu búinn að fá þig fullsaddan á blaða-
mennskunni?
„Mér finnst ég alltaf vera blaðamaður. Ég
held þetta sé eins og með skátana, einu sinni
snápur alltaf snápur, finnst þér ekki?
Jú, svara ég, en með nokkru hiki, enda ekkert
œstur íþað að láta líkja mér viðskáta...
„Það getur meira en vel farið svo að ég skelli
. mér í blaðamennsku aftur,“ heldur Alfreð áfram.
„Ég ætla mér ekki að vera bundinn við þennan
stól Sölu vamarliðseigna til eilífðar. Til þess
finnst mér blaðamennskan of skemmtileg og
fjölbreytileg, getum við sagt.“
Ertu lítill skrifstofukóngur í þér?
,Mér líður ekkert sérstaklega vel að sitja í stól
við skrifborð langtímum saman. Ég tek að iða,
einkanlega á sumrin, í sólskini og stillu, þegar
ég veit að silungurinn og sumarbústaðurinn
minn kallsir."
En áfram með Tímann. Var þetta gott mál-
gagn þegar þú hófst þar störf?
,/Etli það ekki. Annars ieit ég ekki í fyrstu á
blaðið sam Framsóknarblað einvörðungu. Ég
var enda í íþróttum til að byrja með. Og þar naut
ég mín sérlega vel. Mér fannst ég vera ferskur og
reyndcir tel ég mig hafa veitt fersku blóði inn í
þennan þátt blaðaútgáfu. Ég var til dæmist með
fyrstu íþróttafréttamönnum til að fá að leggja
tvær síður undir sportið. Einnig braut ég fyrstur
upp á þeirri nýbreytni að skrifa um íþróttaleiki
strax að þeim loknum. Þá get ég líka nefnt, fyrst
ég er byrjaður á þessu sjálfshrósi, að ég tók
alvarlega á málum íþróttahreyfingarinnar á mín-
um síðum að staðaldri, sem var óþekkt áður.“
Þú hefur greinilega fílað þig í þessu, svo við
notum ágœta slettu.
Já, ákaflega. Einna skemmtilegast var kann-
ski, að á þessum árum logaði allt í ritdeilum
milli íþróttafréttamanna innbyrðis. Slíkt og því-
líkt þekkist ekki nú, sem er miður, held ég bara.“
Alfreð segist hafa hœtt í íþróttadeildinni um
1970, man það ekki alveg, en við hafi tekið
stjórnmálaskrif. Blaðamennskan var þá bara
stökkpallur út í stjórnmálin, eða hvað?
, JVei, ég leit aldrei á hana þannig. Það var ekki
að mínu frumkvæði að ég tók þátt í prófkjörk
flokksins fyrir borgarstjómarkosningamar
1970. Ég var beðinn um það.“
Hversvegna heldurðu?
„Það hefur sjálfsagt verið tekið eftir skrifum
mínum á íþróttasíðum Tímans, mönnum þótt
að þar færi eitthverl efni.“
Én pólitísku skrifin sem tóku við, jafnhliða
setu i borgarstjórn nœstu tvö kjörtímabil?
,Mér fannst gaman að skrifa um pólitík. Og
það má eiginlega segja að starf mitt sem íþrótta-
fréttamaður hafi verið mér góður skóli fyrir
pólitísku skrifin, að sama skapi og fótboltinn
fyrrum var góður skóli fyrir Iífið."
Svo viðurkennir Alfreð að pólitisk skrif og
seta í borgarstjórn á sama tima hafi oft farið
þœgilega saman. En fékk hann útrás í þessum
pólitísku skrifum?
„Ég neita því ekki.“
Þóttirðu grimm ur penni?
Já, það má segja það. Því er ekki að neita að
ég hafði nokkurt yndi af því að tækla andstæð-
ingana, þó innan ramma leikreglnanna. En ég
áttaði mig þó fljótt á því að þegar boltinn er
sendur hnitmiðað, má alla jafna búast við hon-
um jafn föstum til baka, ef ekki fastari."
Líkar vel við þann Denna
Þarna talar Alfreð enn með líkingamáli
gamla fótboltamannsins. Honum líkar það
greinilega best. En áfram spurt: Fannst þér erfitt
að halda flokkslínunni í skrifunum?
„Nei, nei, enda voru þessir tímar, þegar
ég skrifaði um pólitík í blaðið, mjög góðir
fyrir flokkinn. Við vorum í sókn, og það er alltaf
gaman að spila úr slíkri stöðu.
En auðvitað komu tímar þegar maður var
ekki fyllilega Scimmála flokkslínunni. Oftar en
ekki þurfti að skrifa á móti sinni eigin sannfær-
ingu. Og það gat verið vont. En pólitík er svona,
hún krefst þess stundum cif mcinni að maður
verði að gera fleira en gott þykir."
Hvað finnstþér um blaðamennskuna eins og
hún gerist um þessar mundir?
„Það er talað um þrískiptingu valds hér á
Islandi, en ég tel augljóst að til sögunnar sé
komið fjórða valdið. Það er afl blaðamennsk-
unnar. Það er orðið gríðarlegt. Mér finnst raun-
ar máttur fjölmiðlanna orðinn slíkur, að áhrif
pólitískra ritstjóra eru orðin jafn mikil og þing-
manna og ráðherra, ef ekki meiri í sumum til-
fellum. Þessir ritstjórcir tcika æ meiri þátt í mót-
un almenningsálitsins og hvort sú þróun er til
góðs eða ills er mjög erfitt að dæma um. Mér
finnst ég sem gamall blaðamaður ekki geta tek-
ið afgerandi afstöðu í þessu efni.“
Gamli Tíminn er kominn í nýja gœru. Hvernig
líkarþérhún?
„Mér líst ágætlega á útlitið, en illa á markaðs-
horfurnar miðað við þann útgáfutíma sem blað-
ið virðist hafa ákveðið sér. Þetta er síðdegisblað
í útliti, og mér finnst því hálfraunalegt að það
skuli ekki þora í beina samkeppni við stóra
bróður sinn. Ef NT stekkur ekki strax inn á þann
markað, þá held ég að sé augljóst að þetta
ævintýri springi.
Annars hef ég mjög ákveðna skoðun á því
hvernig útgáfu þessa blaðs eigi að vera háttað,
og ég veit ekki hvort ég á nokkuð að vera að
segja..."
Jú, endilega.
Ja, fyrst þetta blað kallar sig NúTímalegt, þá
ætti það að halda áfram morgunútgáfu með
Scuna hætti og það hefur gert og selja til áskrif-
enda, en síðan ætti það að skipta um útsíður á
hádegi með öllum ferskustu fréttunum og fara
þannig í beina samkeppni við lausasölu DV.“
Þar hafiði það, þið þarna í Stðumúla fimm-
tán.
Alfreð er greinilega ekki hœttur að hugsa um
Tímann sinn. Hann ber að líkindum enn sterkar
taugar til gamla málgagnsins?
Já, vissulega geri ég það.“
Og lest ennþá Denna dœmalausa dag hvern?
„Hvorn?“
Ég á við teiknimyndafígúruna.
Jú, ég held ennþá mikið upp á þann Denna.“
Ég tilheyri braskaralýðnum
Og þá er kannski tímabœrt að vinda sér út í
framsóknarstefnu Alfreðs Þorsteinssonar.
Skyldi hann vera borinn og barnfœddur
Frammari í pólitíkinni?
Hann svararþví neitandi. En...
„Hitt er annað mál, að Framsóknarflokkurinn
höfðaði mjög fljótt til mfn vegna þess að hann
er staddur mitt á milli öfganna. Hann á þess-
vegna fullt erindi sem stjómmálaafl enn þann
dag í dag eins og fýrrum. Það er að vísu ekki í
tísku að menn beiti skynsemi í stjómmálum
sem sakir standa. Menn virðast frekar vilja
leggjast lengst til hægri eða lengst til vinstri,
sem þykir óttalega flott. En þar kemur þó styrk-
ur Framsóknarflokksins í Ijós. Hann getur unnið
til beggja átta...“
Segirðu það styrk?
Já, flokkurinn getur með því móti dregið úr
öfgunum í íslenskum stjómmálum. En þá má
flokkurinn líka passa sig á því að verða ekki
sjálfur öfgafullur. Mér sýnist honum hætta til
þess. Hann skal og verður að hlúa jafnt að
einkarekstri og samvinnurekstri. Því miður sýn-
ist mér hann ekki gera það. SIS vill gleypa flokk-
inn með húð og hári. Og það sem verra er, þvf er
að takast það. Þeir sem em hlynntir einka-
rekstri innan flokksins em kallaðir braskciralýð-
ur og það segir sína sögu. Þetta er einvörðungu
að verða SÍS-flokkur, sem ég hygg að verði
ömurlegur dauðdagi víðsýninnar, sem hingað
til hefur fengið að njóta sín í framsóknarstefn-
unni.“
Tilheyrir þú þessum braskaralýð?
Já, samkvæmt kenningunni."
Er verið að ýta þér til hliðar í flokknum?
„Það er nú erfitt þar sem ég hef eiginlega
engan stað í flokknum. En þetta er alvarlegra
mál en svo að það varði mig einan. Það er stór
hópur manna, sem haldið hefur uppi öflugu
flokksstarfi í Reykjavík, sem verið er að kæfa.
Flokkslífið var geysilega öflugt hér í borginni, en
það á nú mjög undir högg að sækja. Það er verið
að boða almætti SÍS, en það gengur bara ekki.
Flokkurinn stendur ekki undir nafni nema hann
styðji jafn mikið við bæði þessi rekstrarform
sem ég nefndi áðan.
Ég vil samt taka fram að ég er ekkert sérstak-
lega gramur út í SÍS. Það hefur gert ágæta hluti
eins og til dæmis opnun Miklagarðs, svo tekið
sé nýtt dæmi. En SÍS má ekki éta flokkinn."
Ég heyri á þér að það er að myndast djúp og
breið gjá í flokki Framsóknar?
„Það er ekkert launungarmál að það eru átök
í flokknum og farið að gæta klofnings, en sömu
sögu má líka segja um alla hina stjómmála-
flokkana."
Um hvort er meira deilt, menn eða málefni?
„Hvorttveggja. Það sem ég reifaði héma áðan
er bara hluti af þeim deilum sem ríkja í flokkn-
um. Fyrir utan það að SÍS-toppamir vilji ná
algjörum tökum á flokknum, er auðvelt að
nefna annað dæmi um ágreining. Og sá er stór-