Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 17.05.1984, Qupperneq 17

Helgarpósturinn - 17.05.1984, Qupperneq 17
LISTAPÓSTURINN 7 ’68-maðurinn í leit að bláum blómum Stúdentaleikhúsið með hressandi framlag til Listahátíðar Sextíuogáttamaðurinn gengur aftur á sviði Stúdentaleikhússins undir miðjan júnímánuð. Hcinn er orðinn þrjátíu og sjö ára gamall, en er ern vel og minnugur blómatím- ans þegar hann lék lausum hala í ástum og pólitík. Og reykti meira en sígarettur. Þetta er leikrit. Edda Björgvins- dóttir og Hlín Agnarsdóttir luku við að semja það fyrir fáeinum dögum. Þær ákváðu 'að skíra af- kvæmið „Láttu ekki deigan síga, Guðmundur." Það er þessi Gvend- ur sem er sextíuogáttamaðurinn. Og hann verður framlag Stúdenta- leikhússins til Listahátíðar í næsta mánuði. Þórhildur Þorleifsdóttir leik- stjóri var á fullu að æfa stykkið í gærkveldi. Henni varð þá að orði: „Þetta verk er fullt af góðum húmor og á að geta orðið öllum góður brúnalyftir. Þá kannski eink- um sjálfri ’68-kynslóðinni sem sér sjalfsagt sjálfa sig í honum Gumma. En mikil ósköp, það er hverjum manni hollt að hlæja eilít- ið að sjálfum sér.“ Það er létt yfir þessu stykki þeirra Eddu og Hlínar, eiginlega má kaila þetta revíu hjá þeim, þvf efnistökin eru af léttara taginu. Sextíuogáttamaðurinn sest niður með syni sínum Guðmundssyni í upphafi verksins og rifjar upp með honum hvernig hann hegðaði sér á þessum blómatíma og hvemig hann hafi breyst með ámnum, allt þar til að hann er nú orðinn nærri fertugur. Þeir feðgar skoða meðal annars gamalt ljósmyndasafn Guðmundar frá því á árum áður; hinar furðulegustu myndir.en það leikræna við þær er að þær lifna við á sviðinu, atburðimir sem þær sýna em leiknir og það cif alls tuttugu og þremur leikurum sem koma við sögu utan feðganna. Já, þetta er mannmörg sýning, „fjömg og geysimikið sjó,“ sagði Hrefna Haraldsdóttir, fram- kvæmdastjóri Stúdentaleikhúss- ins, þegar við slógum á þráðinn til hennar í gær. Hún sagði okkur líka að það væri mikið cif hljómlist og söngvum í verkinu og nefndi þá Jóhann G. Jóhannsson lagasmið og Þórarin Eldjám skáld sem ábyrgð- armenn þess hluta leikritsins. Svo hélt hún áfrcim að tína til ýmis nöfn. Eins og til dæmis að Stígur Steinþórsson gerði leik- myndina, Egill Ámason sæi um lýsinguna og búningana væm þær Magga og Ellen að sauma. Kjartan Bergmundsson verður sextíuogáttamaðurinn Guðmund- ur í þessari gimilegu uppfærslu, en Frá æfingum á sextíuogáttamanninum, en leikritið heitir nú raunar „Láttu ekki deigan síga, Guðmundur". Þórhildur leikstjóri og Kjartan aðalleikari eru á myndinni. Smartmynd son hans mun Hilmar Jónsson leika. Þetta byrjar alltsaman í Félags- stofnun stúdenta að kveldi níunda dags júnímánaðar. Sex sýningar verða á verkinu á vegum Listahá- tíðar, en að því búnu hefur Stúd- entaleikhúsið heimild til þess að halda svo lengi áfram með sjóið sem áhorfendur bjóðcist. Hrefna framkvæmdastjóri þessa fríska leikhúss segir í lokin: „Ég er mjög lukkuleg með þetta uppátæki okk- ar og ákaflega hrifin af stykkinu, sem er hressandi að mínu viti.“ BOKMENNTIR Haltu áfram! ísak Harðarsow RÆFLATESTAMENTIÐ. Mál og menning 1984. Ljóð, 63 bls. Það er alltaf heldur ánægjulegt ef bóka- forlög gefa út bækur af nokkrum metnaði utan hins hefðbundna bókaflóðs. Þannig er gleðiefni að fá nú í hendur tvær nýjar ljóða- bækur efnilegra ungskálda frá Máli og menningu. í þessum pistli verður að annarri þeirra vikið og væntanlega hinni (Tvíbreiðu (svig)rúmi Gyrðis Elíassonar) í næstu viku. ísak Harðarson var óþekkt skáld þegar hann vann til viðurkenningar á afmæli Al- menna bókafélagsins fýrir ljóð þau er birt- ust í bókinni Þriggja orða nafn (1982). Nú eykur hann við hæð sína og sýnir ótvírætt að hann er skáld í þróun, alvarlegt skáld sem lætur sig samtíð og menningu miklu skipta, en beinir hugsun sinni þó ekki síst að hinum sammcinnlega tilvistarvanda nú- tíðar. Frjálsræði ljóðsins á síðustu árum leggur skáldum mikinn vanda á herðar. Ekki svo að skilja að bundið ljóðform hafi sjálfkrafa leyst einhvern vanda, en í höndum þeirra sem með kunna að fara verður það ótvírætt stundum tíl þess að stuðla að agaðri og málalengingalausri framsetningu. Þegar okinu hafði verið sökkt í djúpið varð svig- rúmið svo mikið að stundum hefur manni þótt nóg um. ísak gengur að mér finnst stundum í þá gildru að láta orðin tala fyrir sig, láta frelsið hlaupa með sig í margorðan stíl sem getur orkað á lesandann dálítið eins og blaða- grein. Þetta finnst mér einkum áberandi í ljóðum eins og Andlit heimsins (bls. 54) eða Tilgangur lífsins (45). Skáldinu er þá mikið niðri fyrir og það les mönnum pistilinn - takandi þá áhættu að lesandanum / áheyr- andanum finnist sig hafa dreymt þetta nokkuð oft áður. Ekki fyrir það að synja að kannski er nauðsynlegt að segja gild sann- indi nokkuð oft! Miklu betur tekst predikunin þegar hún verður knappari, háðskari - eins og í ljóð- inu Ekki ég (sem vissulega minnir mann á Þorstein frá Hamri - og ekki leiðum að líkj- ast). Þar nýtist ísak hversdagslegt ljóðmál mjög vel til að gagnrýna og stunda hæfilegt sjálfsháð. Og það gerir hann víðar með góð- um árangri. Það sem einkum gerir bók ísaks að þessu sinni spennandi eru tilraunir með fram- setningu og form (óbundið form er nefni- lega líka form!). Annars vegar birtist þetta í því að hann „fléttar” bókina sem heild og hefur til þess ljóðasamstæður sem dreift er um hana og lesanda verður alls ekki ljóst við fyrstu sýn að allt hangir Scuncin. Hér má nefnaDómsdagsviðbrögðin átta(bls. 15,22, 28 o.s.frv.) sem hljóma eins og dómsdags- lúðrar (óvenju háðskir að vísu) alla bók- ina. Einnig má benda á ljóðin um „guðsa" - þótt ég játi gjarna að efnislega höfða þau ekki beinlínis til mín - og bent skal á laglega leikfléttu sem felst í ljóðunum þrem Nýjasta tœkni..., Hjágaldralœkninum og... ogvís- ísak Harðarson: Ljóðabók hans Ræflatestamentið býr yfirspennandi tilraunum með framsetningu og form. eftir Heimi Pálsson undar (bls. 34-7) þar sem fomeskju gcildra- læknisins er skotið inn í útúrsnúning úr sjónvarpsþætti. Hins vegar hættír ísak sér út í tilraunir með orð og uppsetningu og kemur best fram í Þrengsta Ijóði í heimi (bls. 24-5) þar sem ma er ort „grafískt" þ.e.a_s. teiknað á ritvél. Þetta hafa íslendingar lítið stundað í ljóðagerð sinni en mér þykir ísak takast býsna vel upp. Maðurinn er alltaf einn og getur fundist erfitt að ná sambandi, meira að segja við sjálfan sig. ísak orðar það svo að ,3amt er alltaf á tali / þegar ég hringi í mig,...“/ (bls. 5). Sú tilvitnun er sótt í fyrsta ljóð bókar- innar, FFO (Fljúgandi furðuorð) sem flytur hina hefðbundnu bæn skáldsins til lesand- ans en í skemmtilega nýstárlegum búningi og lýkur svona: En það er geimskip á leið til Úranusar og þessi orð á leið til þín. Skjóttu þau ekki niður þótt þau virðist ókennileg og angri segulsvið þitt. Leyfðu þeim að lenda. Vonandi tekst ísak Harðarsyni að angra segulsvið margra iesenda, þeir þurfa á því að halda. Það er gaman að geta hvatt alla ljóðunnendur til þess að leyfa orðum hans að Ienda hjá sér og gott að geta sagt við hann sjálfan: Haltu áfram. Það verður fýlgst með þér. Og á þessum tímum ógnajafnvægisins er ekki úr vegi að ljúka pistlinum með einu af Dómsdagsviðbrögðunum. Þetta er nr. 6: Þeir segja atómstríð í vændum. Væri ekki ráð að byrja að lifa, svo þeir hafi eitthvað að drepa?

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.