Helgarpósturinn - 17.05.1984, Page 18
Islensk klassík
GESTI R
LISTAHATIÐAR '84
Akjarvalsstooum
Tiu islenskir myndlistarmenn sem starfaö hafa
erlendis undanfarna aratugi syna malverk.
skulptura. videolist og fleira
10 Islendingar
búsettir erlendis
Lokið er frágangi á röð tónleika á
Listahátíð þar sem rjóminn af ís-
lenskum klassíkerum kemur fram.
Þetta er hið „föngulegasta lið“,
segir okkur Guðbrandur Gíslason
hjá Listahátíð, og nefnir nokkur
helstu atriðin á þessari dagskrá.
Gunnar Kvaran cellóleikari
verður með tónleika í Bústaða-
kirkju sunnudaginn þriðja júní, en
Gunnar Kvaran.
þar hefur hann ákveðið að draga
með sér upp í kórinn átta nemend-
ur sína og aukinheldur söngkon-
una Elísabetu Erlingsdóttur.
Kvintett Jóns Sigurðssonar
verður að leik á sama stað þann
fimmta júní, en Helga Ingólfsdóttir
á öðrum stað þann sjöunda; nefni-
lega með sembaltónleika í Krists-
kirkju.
Helga Ingólfsdóttir.
Þá leikur strengjasveit Mark
Reedmans í Bústaðakirkju ellefta
júní og þessari tónleikaröð lýkur
svo með samleik þeirra Péturs
Jónassonar gítcirleikara og Hafliða
Hallgrímssonar cellóleikara í sama
guðshúsi þann þrettánda júní. Allir
áðurnefndir konsertar hefjast
klukkan háilfníu að kveldi.
Elísabet Erlingsdóttir.
Framkvæmdastjóm Listahátíð-
ar í Reykjavík 1984 hefur í sam-
vinnu við stjórn Kjarvalsstaða
boðið 10 íslenskum myndlistar-
mönnum, sem búsettir hafa verið
erlendis undanfama áratugi, að
sýna verk sín á Kjarvalsstöðum nú
í sumar.
A sýningunni verða málverk,
teikningar, skúlptúrar og mynd-
verk af ýmsu tagi, svo og mynd-
bönd.
Þeir sem eiga verk á sýningunni
em:
Erró sem kemur frá París (með
málverk)
Louisa Matthiasdóttir frá New York
(með málverk)
Kristín og Jóhann Eyfells frá Flor-
ida (með skúlptúra og fleira)
Steinunn Bjarnadóttir frá New
Mexico (með myndbönd o.fl.)
Tryggui Ólafsson frá Kaupmanna-
höfn (með málverk)
Hreinn Friðfinnsson frá Amster-
dam (með myndverk ýmiss konar)
Sigurður Guðmundsson frá Amst-
erdam (með skúlptúra o.fl.)
Kristján Guðmundsson, sem bjó
lengi í Amsterdam en er fluttur
heim
og Þorður Ben Sveinsson, sem
kemur frá Dússeldorf (með teikn-
ingjir o.fl.).
Sýningin kemur til með að fylla
hvern krók og kima Kjarvalsstaða
og taka part af Miklatúni.
Sýningin verður opnuð laugar-
daginn 2. júní n.k.
Listamennirnir eru væntanlegir
til landsins vel fyrir opnun sýning-
arinnar, og er gert ráð fyrir að þeir
verði allir viðstaddir opnunina.
POPP
Svefnlausir á puttanum
Roger Waters - The Pros And
Cons Of Hitchhiking
Það er skammt stórra högga á milli hjá
liðsmönnum Pink Floyd um þessar mundir.
Fyrir nokkrum vikum sendi Dave Gilmour
frá sér sólóplötu og nú hefur Roger Waters
sent frá sér eina slíka og ber hún yfirskrift-
ina The Pros & Cons of Hitchhiking. Það
leynir sér ekki á þessum plötum að þar eru
liðsmenn Pink Floyd á ferðinni, en samt
sem áður eru þær mjög ólíkar. Gilmour-
platan minnir kannski meira á Pink Floyd
áður en þeir fóru að senda frá sér sögu-
plötur (concept albums) en Waters-platan
sver sig mjög í ætt við síðustu plötur hljóm-
sveitcU'inneu', og þá einkum þeirrar nýjustu,
The Final Cut.
Það er óhætt að segja að The Pros &
Cons Of Hitchhiking er mun betri plata en
The Final Cut, þótt að mörgu leyti séu þetta
svipuð verk. Sérstaklega er það eftirtektar-
vert að Waters virðist vera orðinn mjög
staðnaður sem lagcismiður. Einnig er rödd
hans fremur leiðigjöm og raunar finnst mér
Gilmour mun betri söngvari, þótt hcinn hafi
lítið fengið að spreyta sig á því sviði á síð-
ustu Pink Floyd-plötum. Þá er ég ekki sáttur
við að Waters þurfi að láta allar plötur sem
hann sendir frá sér innihalda heila sögu í
stað-styttri verka.
Þá em upptaldir helstu gallar plötu þess-
arar og þótt þeir kunni að virðast stórvægi-
legir, þá em kostimir stærri, sem gerir það
að verkum að hér er um hið ágætasta verk
að ræða. Það sem einkum gerir plötu þessa
jafn góða og raun ber vitni, er að hljóðfæra-
leikur er cúlur sérlega góður. Útsetningar
em einnig góðar og á þann veg að hljóð-
færaleikararnir fá virkilega að njóta sín.
Waters hefur kallað sér til aðstoðar
marga fræga og hæfa menn. Fyrstan skal
telja gítarleikarann Eric Clapton, sem fer
víða á kostum. Það er langt síðan ég hef
heyrt Clapton leika jafn kraftmikið og hann
gerir á þessæi plötu. Hann stingur inn nett-
um nótum hér og þar, auk þess sem stór
hluti sólóa í verki þessu er leikinn af honum
og þá annaðhvort á rafgítar eða dobro. Aðr-
ir sem mikið koma við sögu em Andy Bown
sem leikur á Hammond-orgel og 12 strengja
gítar. Trommurnar lemur Andy Newman.
David Sanbom blæs í saxófón og er sóló
hans í 450 AM (Go Fishing) sérlega kraft-
mikið og gott. Ray Cooper sér urn ýmiss
konar ásláttcU'Ieik. Michael Kamen leikur á
pícmó auk þess sem hann útsetti fyrir
hljómsveitina, sem hann stjómar. Em þess-
ar útsetningar hans nú mun sparlegri en á
The Final Cut, þar sem þær hreinlega kýldu
niður tónlistina í stað þess að lyfta henni
eins og núna. Um bakraddir sjá þær Made-
leine Bel, Katie Kissoon og Doreen Chanter
og bjarga þessar raddir takmörkuðu radd-
sviði Waters mjög mikið. Þá er þess ógetið
að Waters leikur á ryþmagítar og bassa. Því
má heldur ekki gleyma að allmikið er notast
við hljóðeffekta og vissulega er Waters
snillingur í notkun slíkra aukahljóða í tón-
Iist sinni, en sumir þeir effektar sem hér er
notast við hcifa áður heyrst hjá honum, svo
sem klukkutif, mótorhjól og skvaldur en
það breytir því ekki að þeir em nú rétt
notaðir sem áður.
The Pros & Cons Of Hitchhiking er sem sé
í flesta staði vel lukkuð plata, sem ætti að
falla Pink Floyd-aðdáendum vel í geð. Sjálf-
um finnst mér það ekki minni kostur að
þetta er einhver besta Clapton-plata sem
Iengi hefur komið út.
King Crimson -Sleepless
Sleepless er þriðja platan sem King
Crimson senda frá sér eftir að Robert Fripp
endurstofnaði hljómsveitina árið 1981.
Þess má líka geta að aldrei áður hefur King
Crimson sent frá sér þrjár plötur í röð án
þess að breytingar hafi orðið á mannaskipan
hennar. Fyrri plötur þessarar nýju hljóm-
sveitar heita Discipline og Beat og em það í
marga staði hinar ágætustu plötur, þó
vissulega standi þær alllangt að baki því
besta sem út hefur komið undir nafni King
Crimson, og detta mér þá fyrst í hug plötur
eins og In The Court Of The Crimson King,
Lizard og Larks Tongues In Aspic.
Um Sleepless er það að segja að mér
finnst hún standa Discipline og Beat nokk-
uð að baki. Fyrri hliðin er léttari hluti plöt-
unnar og er þar að finna fimm lög. Er greini-
legt að þar fer mest fyrir áhrifum gítarleik-
arans og söngvarans Adrian Belew. Er þessi
hlið mun áheyrilegri en hin síðari, en samt
sem áður hef ég heyrt kraftmeiri leik frá
þeim í lögum sem svipar til þessara og sér í
lagi hafa sólóin hjá Belew oft verið betri.
Seinni hliðin er að stofni til þungt efni,
sem að mestu er án söngs. Nú er það ekkert
nýtt að efni sem þetta sé að finna á plötum
King Crimson og oft hefur það verið meðal
þess besta sem á þeim hefur verið að finna.
Nú bregður svo við að þessi þáttur er kraft-
laus, litlaus og blátt áfram leiðinlegur. Þetta
virðist allt hálfgert kák, ef undan er skilin ný
útgáfa af laginu Larks Tongues in Aspic, en
þessi nýja útgáfa er þó til muna kraftminni
en sú sem kom út fyrir ellefu árum.
Frá því hin nýja King Crimson var stofnuð
hef ég verið að bíða eftir verulega góðri
plötu frá þeim og með Sleepless finnst mér
þeir fjær því að gera slíkan grip en nokkru
sinni áður.
,,Vandaður hljóð-
færaleikur og snjall-
ar útsetningar gera
einkum hina nýju
plötu Roger Waters
að góðri vöru,“ segir
m.a. í dómi Gunn-
laugs Sigfússonar.
18 HELGARPÓSTURINN