Helgarpósturinn - 17.05.1984, Page 23
HRINGBORÐIÐ
Vor á torgi
Hann sat á torginu, gamall
maður og hvíldi hökuna á stafn-
um, kyrr eins og myndverk úr
steypu, eins og hann væri sjálfur
bekkurinn. Hann kom upp úr
gangstéttinni með vorinu þama
um daginn, þegcU" hitamælar
rugluðust og þóttust hanga á
suðrænum húsveggjum, þið vit-
ið; þar sem konumar dökku með
svart hárið á öxlum skúra gólfin
sín út á götu og hengja rauðar
rósir á hvíttaða veggina því þeir
neita að láta vaxa út úr sér. Sfðan
setjast þessár konur á harðan
stól við dyrnar og byrja að
harnpa börnum meðan karlcunir
setjast á krána og spila og drekka
úr miðalausum flöskum heit vín
og rauð.
Maðurinn á bekknum hreyfist
ekki, varla hann andi svo eftir
verði tekið, en dettur þó ekki um
koll. Augun em opin og dálítið
rauðir hvarmar eins og hann hafi
rétt áðan grátið æsku sína svo
sárt að brjóstið féll inn og vestið
varð of stórt honum. Augun fylgj-
ast með vegfarendum án þess að
elta.
Ég sest hjá honum og segi út í
heitt loftið:
- Daginn...
- Jcunm, segir hzuin aðeins.
Röddin dimm og kemur úr
djúpinu. Ég halla mér aftur og
horfi á unga fólkið sem situr eða
stendur og er með elskulega
frekju æskunnar í svipnum. Það
setur hann upp þegar maður
gengur frcunhjá, með öll árin á
herðunum og ekkert fcilið.
- Líklega er vorið komið, segi
ég og orðin svífa upp í loftið með
varma hitabylgjunnar frá göt-
unni.
- Jamm, segir sá gamli.
Bekkurinn þegir.
- Sjá þetta unga fólk, segi ég
nú, til að við sitjum ekki umvafðir
þögninni.
- Jamm, segir úr djúpinu.
Hcum hvílir enn hökuna á
stafnum. Jakkinn hans er slitinn á
ermum, ögn blettóttur. Ekkert
hálsbindi. Flibbalaus skyrtan
eins og faðir minn gekk í þama
um árið og festi á hvítan harð-
flibba og varð glerfínn. Ungu pilt-
arnir þama á torginu ganga í
svona skyrtum en enginn harð-
flibbi. Lífið er hringur. Allt hefur
gerst áður og gerist bráðum aft-
ur. Unga fólkið hlær. Þvílík frekja!
Hvað er svona hlægilegt? Gamall
maður á bekk í slitnum jakka?
Ungur gamall maður á sama
bekk? Heimurinn? Nú er ekki tími
fyrir húmor eða hvað?
Unga fólkið hlær samt og mér
kemur í hug göfug vinkona mín
sem sagði eitt sinn: Mér er ekki
sama, að tímanum, sem við eig-
um mestan ctllra gersema, sé sól-
undað án gamansemi.....
Gcunli maðurinn á bekk sér
umhverfi sitt án þess að horfa og
ungt fólk í götu horfir án þess að
sjá.
- Ósköp er heimurinn fallegur
þegar vorið er mætt á svæðið,
segi ég eins og unglingur.
- Jamm, segir gamall háls,
flibbalaus.
- Var vorið svona fallegt í þínu
ungdæmi?
- Jamm.
Unga fólkið í rykinu hlær. Orð
þess eru skemmtiieg, jafnvel
fyndin.
Svartur hundur stór kemur
brokkandi yfir torgið og er búinn
að týna eigandanum. Þegar
hundur heyrir hlátur ungs fólks
lyftir hann nefi upp úr gömlum
sporum og fer til hópsins glaða.
Honum er fagnað eins og einum
úr hópnum. Ekkert er eins
skemmtilegt og ungt fólk sem
tekur hund eins og hund og reyn-
ir ekki að slíta af honum skottið.
Unga stúlka sem var að borða ís
gefur hundinum botninn. Vorið er
gott við þennan hund. Svo man
hann eigandann og tekur á rás
upp götu og gamansöm kveðju-
orð fylgja honum og hcinn horf-
ir snöggvast til baka og byrjar svo
að þefa í spor eða árómuna í loft-
inu.
Gömul kona í kápu frá þvi í
haust kemur gangandi og heldur
utan um tösku brúna og slitna.
Hár hennar er grátt og stutt og
erfitt.
Gömul augu í höfði sem hvílirá
staf sjá hana svo að ég finn. Svo
kemur hún að bekknum.
- Jæja, segir hún.
- Jamm, segir hann.
Svo sest hún.
- Þá er þetta búið, segir hún
við gamla manninn.
- Jamm, segir hann.
- Þetta meðal kostar bcira heil-
mikla peninga, segir hún. Og af
því það svarar henni enginn, segi
ég:
- Það kostar að vera lasinn.
Hún snýr höfði í átt til mín.
Augun góðleg, blá eins og slikja á
himni.
- Það kostar allt nú til dags.
Unga fólkið hlær svo skellur í
götuna.
- Það er gaman hjá vorinu, seg-
ir hún og horfir á unga fólkið.
- Var ekki vorið skemmtilegt í
gamla daga? spyr ég.
- Það held ég, segir gamla kon-
an og horfir á vanga gamla
mannsins.
Hún heldur utan um töskuna
gömlu og dýru meðulin. Hendur
hennar eru æðabercir og þreytt-
ar, en sterkar hafa þær verið og
haidið á hrífu.
Svo er þagað á bekknum. Fólk í
erli gengur fram og aftur torgið
og sumir kannast ekki við vorið.
Unga fólkið situr áfrcun eins og
ævin verði milljón ár.
Gamla konan stendur á fætur
og snýr sér að gcimla manninum.
- Jæja, segir hún, eigum við að
koma Guðmundur minn?
- Jamm, segir flibbalaus maður
með mörg ár á herðum og er víst
búinn að gleyma vorinu.
Svo tekur hún undir hcmdlegg
hans og saman ganga þau yfir
torgið, fram hjá ungu fólki sem
situr ryk götunnar og kannast
ekkert við haustið. Gömul augu
horfa á þessa æsku sem hlær
þrátt fyrir bombuna.
Ungu augun horfa á haustið
fara framhjá án þess að sjá það.
Ég sit áfram á bekk meðan
vorið leikur sér á torginu.
Svo kemur aftur haust.
Miðstðð
innréttinganna
Skammur afgreiðslutími
TRÉ -A
Islensk framleiðsla í hæsta gæðaflokki á góðu verði
Tré-x búðin Ármúla 17 er svo
sannarlega miðstöð innréttinganna
Klæðningar í loft og á veggi
Milliveggir
Inni- og útihurðir
Eldhúsinnréttingar
Fataskápar, sólbekkir, bitaloft
HELGARPÓSTURINN 23