Helgarpósturinn - 17.05.1984, Síða 24
FLUGMENN
eftir Hallgrím Thorsteinsson myndir Jim Smart og Flugleiöir
INIÐUR-
STREYMI
Sú var tíðin að litið var upp til
flugmanna. Það var nánast
eins og þeir væru hálfguðir; í
sérstöku sambandi við almættið
þarna uppi.
I það minnsta voru þeir hetjur,
hetjur háloftanna. Flugkappar fyrri
tíma, menn eins og Balbo hinn
ítalski .með hópflugið sitt, voru í
augum samtímamanna sinna engu
minni hetjur en sægarpcir landa-
fundanna miklu. Þetta voru menn
sem sigruðu heiminn með því að
fljúga í kringum hann. Þeir voru
umvcifðir dýrðarljóma. Svo komu
geimfararnir. Þeir stálu senunni
með því að sigra geiminn, og flug-
menn féllu um mörg þúsund fet í
áliti.
Fieira varð til þess að slá á goð-
sögnina um flugmannsstarfið. Al-
menningur fór t.d. að ferðast fiug-
leiðis. Venjuiegt fólk var hafið upp
til skýjanna og rúmlega það. Allt í
einu sat cdmúginn í heiðríkjunni
veðrum ofar, með vodka og kók, í
sömu hæð og á sama hraða og
flugmaðurinn. Og fólk fann út að
sennilega væri enginn vandi að
stýra þotu um loftin blá. Krakkar
sögðust meira að segja hafa fengið
að stýra. Fullorðna fólkið brosti í
kampinn, vissi sem var að sjálfstýr-
ingin var á.
Nú er öldin sem sagt önnur
og það kemur glögglega
fram í yfirstandandi kjara-
deilu flugmanna hjá Flugleiðum.
Þegar almenningur heyrir frá Fiug-
leiðum að flugmennirnir vilji í
sumum tilvikum 70% hærri laun
en þeir hafa á meðan aðrir sætta
sig við 5% hækkun, er ekki verið að
vanda hetjum háloftanna kveðj-
urnar: Hálaunahyski, segir fólk...
En flugmenn kæra sig kollótta,
segjast ekki þurfa á samúð fólks að
halda í launabaráttunni. Þessi af-
staða þeirra er hluti af flugmanns-
ímyndinni, þetta er áræði og þor. Á
enskunni, sem flugmenn nota mik-
ið, heitir það að vera „cooi“.
En hvað annað felst í því að vera
flugmaður? Þægilegur vinnutími til
dæmis. Flestir flugmenn sem HP
ræddi við nú í vikunni nefndu
vinnutímann, þegar þéir voru
beðnir um að telja upp kosti flug-
mannsstarfsins. Meginkosturinn
við vinnutímann er hvað hann er
stuttur, og frítíminn þá langur.
Strangar reglur gilda um hvíldar-
tíma flugmanna, þannig að algeng-
ur meðalfjöldi vinnustunda á viku
er 25-30. Á sumrin, þegar mun
meira er að gera í fluginu, er vinnu-
tíminn þó jcifncin lengri, fer upp í
45-50 klukkustundir á viku, segja
flugmenn.
.Almenningur gerir sér mjög
óraunhæfar hugmyndir um vinnu-
tímann og kaupið," segir flugstjóri
hjá Arnarflugi í samtali við HP.
„Fólk heldur að við séum með
miklu meira kaup en við segjumst
hafa. Ég er til dæmis með 58.000
krónur á mánuði eftir sjö ára starf,
og búið. Ég fæ alveg sama kaup
hvort sem ég flýg mikið eða lítið,
um helgar eða virka daga, og við
fáum enga sérstaka næturvinnu
greidda. Þetta er kaupið. Erlendis
fáum við dagpeninga eins og aðrir
sem þurfa að fara erlendis, en þar
með eru greiðslur upptaldcir.“
Hæstu flugmannslaun á Islandi eru
laun flugstjóra á þotum Flugleiða.
Þeir sem hafa hæstan starfsaldur
komast upp í um 85.000 króna
mánaðariaun.
Vegna anna í flugi á sumrin
skipta flugmenn fríunum sínum í
sumar- og vetrarfrí. Algengt er að
þessi frí séu samtals einn og hálfur
24 HELGARPÓSTURINN