Helgarpósturinn - 17.05.1984, Síða 26
HELGARDAGSKRÁIN
Föstudagur 18. maí
19.35 Umhverfis jörðina á 80 dögum.
J 2. þáttur.
1#5 Fréttaágrip á táknmáli.
tíj.00 Fréttir og veður.
20.35 Auglýsingarog dagskrá.
20.40 Börn i bil. Fræðslumynd frá Um-
ferðarráði um notkun bilbelta og
öryggisstóla.
2*50 Á döfinni.
*I 05 I kjölfar Sindbaðs. Fyrsti hluti.
Bresk kvikmynd í þremur hlutum
um óvenjulega sjóferð frá Óman
við Arabiuflóa til Indíalanda og
Kína. Farkosturinn var arabískt
seglskip og tilgangur leiðangurs-
ins að kanna sagnirnar um ferðir
Sindbaðs sæfara sem segir frá í
Þúsund og einni nótt. Leiðang-
ursstjóri var Tim Severin. Þýð-
Æ aridi Gylfi Pálsson.
W.OO Viskíflóð. (Whisky Galore).
’ Bresk gamanmynd frá 1948
23.15 Fréttir í dagskrárlok.
Laugardagur 19. maí
13.15 Enska bikarkeppnin. Úrslita-
leikur Everton og Watford. Bein
útsending frá Wembleyleikvangi
iLundúnum. „
16.00 Hlé.
16.15 Fólk á förnum vegi. Lokaþáttur.
16.30 Iþróttir. Umsjónarmaður Bjarni
Felixson.
18,55 Hlé.
W5 Fréttaágrip á táknmáli.
af .00 Fréttir og veður.
20,25 Auglýsingar og dagskrá.
B5 í blíðu og stríðu. 1. þáttur.
Bandarískur gamanmyndaflokk-
ur, framhald fyrri þátta um lækn-
inn Sam (Richard Crenna) og
lögmanninn Molly Quinn (Patty
Duke Astin) í Chicago og fjöl-
skyldulif þeirra. Þýðandi Þrándur
Thoroddsen.
21.05 Þegar ritsíminn var lagður
vestur. (Western Union).
Bandariskurvestri frá 1941 gerð-
ur eftir sögu Zane Greys.
Flokkur simamanna, sem
er að leggja ritsímalinu frá
Omaha í Nebraska til Salt Lake
City í Utah, lendir i ýmsum ævin-
týrum og útistöðum við bófa og
indiána. Góður vestri, enda leik-
stjórinn þýskur meistari. 2 stjörn-
ur.
22.10 Tvær leikkonur. Kinversk bió-
mynd. Leikstjóri Xie Jin. Aðal-
hlutverk: Xie Fang, Cao Yindi og
Li Wei. Saga tveggja leikkvenna
sem bindast ungar vináttubönd-
um og þola lengi saman súrt og
sætt. Síðar skilur leiðir í tvennum
skilningi en eftir byltinguna ber
fundum þeirra saman á ný.
00.30 Dagskrárlok.
Sunnudagur 20. maí
18.00 Sunnudagshugvekja.
Pjetur Þ. Maack flytur.
18.10 Afi og billinn hans. 6. þáttur.
18.15Tveir litlir froskar. 6. þáttur.
18.25 Nasarnir. 3. þáttur. Sænsk
teiknimyndasaga um kynjaverur,
sem kallast nasar og ævintýri
þeirra.
18.35 Veiðimenn á hjara veraldar.
Sænsk heimildamynd um líf eski-
móa á Norður-Grænlandi.
'Hlé.
_ Fréttaágrip á táknmáli.
PFréttir og veður.
Auglýsingar og dagskrá.
Sjónvarp næstu viku. Umsjón-
armaður Maghús Bjarnfreðsson.
20.55 „Nóttlaus voraldar veröld...“
Þýsk heimildamynd um norska
tónskáldið Edward Grieg (1843-
1907) og verk hans. Með tónlist
eftir Grieg er brugðið upp svip-
myndum af Noregi, landi og þjóð-
lífi sem var uppspretta margra
verka tónskáldsins.
21.45 Nikulás Nicideby. Lokaþáttur.
Breskt framhaldsleikrit gert eftir
samnefndri sögu Charles Dickens.
Þýðandi Kristmann Eiðsson.
22.45 Dagskrárlok.
0
Föstudagur 18. maí
v#4.00 Ferðaminningar Sveinbjarnar
w Egilssonar; seinni hluti. Þor-
steinn Hannesson les (27).
14.30 Miðdegistónleikar.
14.45 Nýtt undir nálinni.
15.30 Tilkynningar.
16.00 Fréttir.
16.20 Síðdegistónleikar.
17.00 Fréttirá ensku.
17.10 Síðdegisvakan.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrákvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Við stokkinn.
20.00 Lög unga fólksins.
20.40 Kvöldvaka.
21.10 Frá samsöng Karlakórsins
Fóstbræðra í Háskólabiói 26.
apríl s.l.
21.35 Framhaldsleikrit: „Hinn mann-
, legi þáttur" eftir Graham
g Greene. Endurtekinn II. þáttur.
>|!2.15 Veðurfregnir. Fréttir.
22.35 Traðir. Umsjón: Gunnlaugur
Yngvi Sigfússon.
^.15 Kvöldgestir
%$3.55 Fréttir. Dagskrárlok.
Næturútvarp frá RÁS 2 hefst með
veðurfregnum kl. 01.00 og lýkur
kl. 03.00.
Laugardagur 19. maí
14.00 Listalíf. Umsjón: Sigmar B.
Hauksson.
15.10 Listapopp.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15. Veður-
fregriir.
16.20 Framhaldsleikrit: „Hinn mann-
legi þáttur" eftir Graham
Greene. III. þáttur: „Brúðkaup
og dauði“. Leikgerð: Bernd Lau.
17.00 Fréttirá ensku.
17.10 Síðdegistónleikar.
18.00 Miðaftann í garðinum með Haf-
steini Hafliðasyni.
18.10 Tónleikar. Tilkynningar.
1 ftsí 5 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
^p.OO Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.35 „Guðs reiði“. Útvarpsþættir
eftir Matthias Johannessen. III.
hluti: „Vax, kopar og hold“.
20.00 Ungir pennar. Stjórnandi: Dóm-
hildur Sigurðardóttir (RÚVAK).
20.10 Góð barnabók.
20.40 Á slóðum John Steinbeck’s.
Anna Snorradóttir segir frá.
21.15 Á sveitalínunni. Þáttur Hildu
Torfadóttur, Laugum í Reykjadal
(RÚVAK).
22.00 Þrjár stuttar smásögur eftir
Garðar Baldvinsson. „I gini
Ijónsins", ,,Orð“ og „Spor í
snjónum”. Höfundurles.
22.15 Veðurfregnir.
22.35 Harmonikuþáttur.
231)5 Létt sigild tónlist.
.2/50 Fréttir. Dagskrárlok.
\p.00 Næturútvarp frá RÁS 2 til kl.
03.00.
Sunnudagur 20. maí
10.25 Út og suður. Þáttur Friðriks Páls
Jónssonar.
Val Guðbjörns Ásgeirssonar
kokks
„Ég get ekki annað sagt en mér hafi líkað vel við sjónvarpsdagskrána í
vetur. Mér finnst engin þörf að kvarta. Ég lít á þetta sem afþreyingar-
miðil fyrst og fremst, og sem slíkur hefur hann staðið sig ágætlega."
Þetta segir Guðbjörn Ásgeirsson, kokkur áTrillunni í Ármúla. .JVlér líður
ekki vel ef ég hef misst af fréttum, hvort heldur er sjónvarps eða
hljóðvarps, þannig að ég reyni að koma í veg fyrir að ég missi áf þeim.
Nú, við sjónvctrpsdagskrána þessa helgi er það eitt að athuga, að boðið er
upp á kínverska mynd á laugardagskvöldið. Ætli maður smelli ekki
frekctr spennumynd í vídeóið, ef konan heimtar þá ekki frekctr hroll-
vekju!“ Guðbjörn segist einkum bera sig eftir tónlist í útvarpi: „Rás 2 er
á allan liðlangan daginn héma í vinnunni og mér líkar það vel.“ Þá vill
Guðbjörn hæla umsjónarmönnum þáttarins Á virkum degi og svona í
lokin hvetja Svavar Gests til að hafda áfram með Dægurlandið sitt svo
lengi sem hann geti.
11.00 Samkoma hjá Hjálpræðishern-
um á Akureyri.
Hádegistónleikar.
12/10 Dagskrá. Tónleikar.
4f20 Fréttir.
13.45 Nýjustu fréttiraf Njálu.
14 15Rakarinn Fígaró og höfundur
i hans; seinni hluti.
'W-15 í dægurlandi.
16.00 Fréttir.
16.20 Háttatal. Þáttur um bókmenntir.
17.00 Fréttiráensku.
17.10 Frá lokatónleikum Sinfóníu-
hljómsveitar íslands í Háskóla-
bíói 17. þ.m.; síðari hluti.
17.40 „Klukkan hálf þrjú“, smásaga
eftir Solveigu von Schultz.
18.00 Við stýrið. Umsjónarmaður:
Arnaldur Árnason.
18.15 Tónleikar. Tilkynningar.
18fl5 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
w:00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
T9.35 Eftir fréttir. Þáttur um fjölmiðlun,
tækni og vinnubrögð.
19.50 Ljóð eftir Grétar Fells.
20.00 Útvarp unga fólksins.
21.00 Hljómplöturabb
21.40 Útvarpssagan: „Þúsund og ein
nótt“.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
22.35 Kotra.
23.05 Djassþáttur. - Jón Múli Árna-
son.
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.
Föstudagur 18. maí
12.00 Morgunþáttur. Stjórn-
endur: Páll Þorsteinsson, Ásgeir
Tómasson og Jón Ólafsson.
16.00 Pósthólfið. Stjórnandi
Valdís Gunnarsdóttir.
17.00 Bylgjur. Stjórnandi Ás-
mundur Jónsson.
18.00 í föstudagsskapi. Stjórn-
andi Helgi Már Barðason.
03.00 Næturvakt á Rás 2.
Stjórnandi Ólafur Þórðarson.
Rásir 1 og 2 samtengdar með
veðurfréttum kl. 01.00 og heyrist
þáíRás2um allt land.
Laugardagur 19. maí
24.00-00.50 Listapopp (endurtekinn
þáttur frá Rás 1). Stjórnandi
Gunnar Salvarsson.
00.50-03.00 Á næturvaktinni. Stjórn-
andi Kristin Björg Þorsteinsdótt-
ir.
Rásir 1 og 2 samtengdar kl.
24.00 og heyrist þá i Rás 2 um
allt land.
SJÓNVARP
eftir Árna Þórarinsson
Um dagskrá sjónvarps
ÚTVARP
eftir Árna Gunnarsson
Pólitískur varðhundur
Útsýnið úr glugganum hjá mér á Helg-
arpóstinum er eldd tiltakanlega fallegt.
Flöt þök, aflóga bátar og bílar, tómt rusl,
varla mannveru að sjá. Samt finnst mér,
þegar ég sest niður við þennan glugga til
að skrifa um sjónvarpsdagskrána, að út
um hann sé fleira skemmtilegt að sjá en
á skjánum. En ég geri líka aðrar kröfur til
baklóða í Armúlanum en ég geri til dag-
skrár Ríkisútvarpsins-sjónvarps. Við
sem höfum skrifað þessa dálka í vetur
höfum reyndar gert þá kröfu til fyrr-
nefndrar dagskrár að hún sé frekar góð
en slæm. Eins og þeir vita sem lesið hafa
dálkana hefur okkur oftar fundist hún
slæm en góð. Það er slæmt. Það er
slæmt að þurfa sífellt að þusa og nöldra í
stað þess að gleðjast.
Með fáum undantekningum hefur
dagskráin í vetur verið óþolandi leiðin-
leg og tilþrifalaus. Ég held að þessi fuli-
yrðing geti flokkast undir staðreyndir.
Sjónvíupið hefur að vísu ekki verið eitt
um þennan doða; hljóðvarpið og leik-
húsin í Reykjavík hafa til dasmis þjáðst
af uppdráttarsýki. En það eykur ekki
gróskuna hjá sjónvarpinu að hún sé lítil
annars staðar.
Ég verð að taka hjartanlega undir með
Magnúsi Torfa þegar hann skrifaði í
þetta hom í næstsíðasta blaði að þessar
vorvikur fengjum við úrkastið úr úrkast-
inu. Þrátt fyrir tvær menningarlegar
Út um gluggann-
sjónvarp síðustu viku
stórseríur (Nikulás Nickleby og Syni og
elskhuga, og núna Fassbindermaraþon á
miðvikudögum), þá er undanrennan á
skjánum alveg yfirgengileg: Innlendir
þættir sjást ekki, og erlenda efnið er
meira og minna ónothæfur arfi.
Dettur til dæmis einhverjum hjá sjón-
varpinu í hug að „sovéska gamanmynd-
in“ Nevsorof greifi, sem sýnd var s.l.
föstudagskvöld, sé til einhvers annars
brúkleg en að svæfa fólk? Hefur hún
nokkurt annað „gildi“? Fannst einhverj-
um gaman? Ég lýsi eftir þeim manni utan
sovéska sendiráðsins og Novosti-frétta-
stofunnar sem skemmti sér yfir þessari
mynd. Og ég fullyrði að það er ekki hlut-
verk sjónvarpsins að svæfa fólk. Hlut-
verk sjónvarpsins er að halda fólki vak-
andi. Dettur einhverjum hjá sjónvarpinu
í hug að einhver hafi ánægju af að fylgj-
ast með grískri jussu syngja á þýsku í
klukkutíma, eins og boðið var upp á s.l.
laugardagskvöld? Ég lýsi eftir þeim
manni. Eg ætla hins vegar ekki að lýsa
eftir þeim manni sem hafði unun af því
að horfa á mynsturdans í einn og hálfan
tíma á sunnudagskvöldið. Ég tek ekki
svoleiðis sjensa.
Þegar þannig er á málum haldið þarf
enginn að furða sig á sældarlífi vídeó-
sjónræningjanna. Eg þakka bara fyrir
vídeósjóræningja. Guð blessi þá.
Nú, þegar það sem gerist innan fjög-
urra veggja víkur fyrir því sem gerist
utan þeirra, þuría ráðamenn sjónvcirps-
ins aéi hugsa ráð sitt. Útsýnið héðan úr
glugganum veitir ekki ótæmandi sam-
keppni. Og þegar skrifað er um sjón-
varpsdagskrána er betra að skrifa um
það sem er á sjónvarpsdagskránni en
það sem ekki er á sjónvarpsdagskránni.
í næsta þætti mínum um dagskrá
sjónvarps ætla ég svo að fjalla um úðun
garða. Góðar stundir.
Ég hefi lengi verið þeirrar skoðunar, að
hlutverk útvarpsráðs sé ranglega skil-
greint í útvarpslögunum. Af þeim sökum
hafi útvarpsráð oft verkað sem dragbítur
á starfsemi Ríkisútvarpsins. Ástæðumar
fyrir þessu áliti mínu eru þessar:
1. Ötvarpsráði hefur verið ætlað það
hlutverk að vera einskonar pólitísk eftir-
litssveit. Ráðsmenn hafa því oft verið á
löngum og árangurslitlum fundum og
notað ómældar vinnustundir til að fjalla
um tortryggílega þáttastjómendur, flytj-
endur dags og vegar og einhver raun-
vemleg og ímynduð afglöp í efnisflum-
ingi. .
2. Útvarpsráð situr löngum stundum
og horfir á kvikmyndir til að ákvarða
hvað hæfi íslenskum sjónvarpsáhorf-
endum.
3. Útvarpsráð er í eðli sínu þröngsýn,
pólitísk kerfisstofnun, sem hefur dregið
fmmkvæðið úr höndum starfsmanna
stofnunarinnar, Ríkisútvarpinu til stór-
tjóns.
4. Útvarpsráð reynir að ákvarða
hverju sinni hvaða menningarstraumar
skuli berast frá stofnuninni, og þá um
Útvarpsráð er pólitískur varðhundur sem
lamar eðlilega þróun útvarpsins.
leið hvað sé menning og hvemig hún
skuli matreidd.
5. Pólitískir hagsmunir em um of ráð-
andi afl í allri ákvarðanatöku ráðsins.
Þar eru gæði manna og málefna metin
undir pólitísku stækkunargleri.
Þessu verður að breyta, og það hið
fyrsta. Hlutverk útvarpsráðs á að vera
allt annað. Útvarpsráð á að hætta smá-
smugulegu athugcisemdaþmgli um
menn og málefni, og taka annan pól í
hæðina. Hann er þessi:
1. Útvarpsráð á að móta dagskrár-
stefnu Ríkisútvarpsins til langs tíma, en
láta síðan sérfróðum starfsmönnum
eftir að frcimkvæma hana í friði fyrir póli-
tískum eða öðmm hagsmunaþrýstingi.
2. Útvarpsráð á að taka miÚu meiri
fjárhagslega ábyrgð á gjörðum Ríkisút-
varpsins, og f jalla meira en það gerir um
fjárhagsáætlanir stofnunarinnar.
3. Tæknileg uppbygging, dreifikeríi
útvarps og sjónvarps á að vera mun
meira í valdi útvarpsráðs en nú er. Það
er í raun fáránlegt, að Póstur og sími
skuli áikvcu-ða hvernig háttað er dreifi-
kerfi stofnunarinnar.
4. Útvarpsráð á að vera miklu virkara
en það er til að ýta fram nýjungum og
fylgjast með þeim framförum, sem hvar-
vetna em í útvarpi og sjónvarpi.
5. Útvarpsráð á ekki að fjalla um dag-
skrárgerð frá degi til dags, nema um sé
að ræða ótvíræð brot á óhlutdrægnis-
reglum stofnunarinnar.
Niðurstaða mín er þessi: Útvarpsráð
þjónar nú hlutverki hins pólitíska varð-
hunds, og leggur þcir með lamandi hönd
á eðlilega þróun. Útvarpsráð eiga að
skipa fleiri fulltrúar stofnunarinncir
sjálfrar og útvcirps- og sjónvcirpsnot-
enda. Þannig skipað á það að hleypa inn
fersku lofti nýrrar tækni og nýrra hug-
mynda.
26 HELGARPÓSTURINN