Helgarpósturinn - 14.06.1984, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 14.06.1984, Blaðsíða 3
HEFUR KARL BRETAPRINS SNÚIÐ BAKIVIÐ LAXINUM? - Vopnfirðingar sakna kóngafólksins Vopnafjörður og sveitímcir þar í kring er einkar áhugaverður ferðamannastaður. Þó verður að segjast eins og er að staðurinn er talsvert úr cdfaraleið ef svo má segja. Frá þjóðvegi númer eitt er langur spölur niður tíl Vopnafjarð- ar, þó halda margir þangað. Einnig em talsvert margir sem skoða sig um á Melrakkasiéttu og á Langa- nesi og aka síðan Sandvíkmheiði til Vopnafjarðar og skoða sig um þar. Frá Vopnafirði er hægt að aka yfir Hellisheiði hina eystri, talsvert mikinn og erfiðan rall-veg, en und- urfagra leið. Þessi leið er ekki alltaf opin, helst í júlí og ágúst og betra að afla sér upplýsinga áður en lagt er á heiðina. Komið er niður í Jök- ulsárhlíð og ekið sem leið liggur inn dalinn tíl Egilsstaða og Héraðs. Leið sem óhætt er að mæla með, svo fremi að hún sé opin. Á Vopnafirði er lítíð en huggu- legt hótei, sem þau Bjarni Magnús- son og kona hans Suava Víglunds- dóttir reka, Hótel Tangi. Furðu margt hefur verið gert tíl að laða að ferðafólkið og tekist betur en þeir bjartsýnustu þorðu að vona. Þama er í nágrenninu hin konunglega laxveiðiá, Hofsá, auk þess sem blankir menn geta stundað sjó- stangaveiði. Hægt er að leigja sér hesta og fara um skemmtílegar slóðir ríðandi, - eða þá á postul- unum tveimur, ef vill. Að okkar mati er Vopnafjörður einkar viðfelldinn staður og góður heim að sækja. FRÁ MÝVATNI YFIR IATLAVÍK - og stönginni dýft í vatn á Möðrudalsöræfum eða Jökuldalsheiði Þegar haldið er yfir Möðmdals- öræfin stefna víst flestir á Hérað sem áfangastað, - og þá helst af öllu Hcdlormsstaðaskóg, náncir tíl tekið Atlavík, sem margir telja öðm fremur paradís á lcindi hér og þurfa menn þá sannarlega ekki að vera Austfirðingar tíl að hafa þá skoðun. En lítum aðeins á akveginn frá Mývatni tíl austurs. Þegar komið er á Biskupsháls em menn komnir í Austfirðingafjórðung. Aksturinn til Egilsstaða tekur nálægt þrem tím- um, - hálftími í viðbót og fólk er komið í skóginn góða. Á Möðrudalsöræfum og á Jökul- dalsheiði mun vera möguleiki á veiði í vötnum. Rétt að spyrjast fyrir um þetta hjá bændum. Egilsstaðir: ÞJÓNUSTA VIÐ FERÐAFÓLK Það em ekki margir staðir á landinu þar sem þjónusta við ferðafólk er stærsti einstaki liður- inn í atvinnulífinu. Þannig háttar þó til á Egilsstöðum, nær 1300 manna kauptúni, þar sem ferða- maðurinn finnur sig sérlega velkom- inn. Þar er nánast ailt sem ferða- fólkið þarfnast. Hótel er í Valaskjálf, - og Ásdís Sveinsdóttír rekur alltaf eitthvert sérstæðasta og skemmtilegasta hótel landsins á Egilsstaðabúinu. Vcilciskjálf fékk reyndar á baukinn á dögunum, þegar verðlagsstjóri gerði könnun á verði veitínga vítt og breitt um landið, en þar er þó hægt að fá ágæta þjónustu í mat og drykk, og gistiaðstaðan splunkuný. Valaskjálf hýsir einnig fólk í húsi Menntaskólans á staðnum. Matsölustaðir em víðar, t.d. við Lagarfljótsbrú hjá Sigurði Grétars- syni, og einhvem bita er hægt að fá á flugvallarkaffinu hans Þráins Jónssonar, og gott kaffi. Þá er kaupfélagið með matsölu og Skelj- ungur er að byggja nýjan matsölu- stað. Bílaleigur starfa á Egilsstöðum af miklum þrótti og flugvöllurinn er oft eins og einhver vasaútgáfa cif alþjóðaflugvelli, því þar er einatt mikið um að vera, flogið tíl og frá Reykjavík 17 sinnum í viku í það minnsta, auk þess sem Rugfélag Austurlands er stöðugt á ferðinni milli fjarða. Eins og áhugasamir menn um veðurfréttir þekkja, þá er hitastig að sumri oft og einatt hátt á Ey- vindará, en það er veðurathugun- arstaðurinn fyrir Héraðið. Þama er sumablíða með eindæmum mikil. Sannkallað ferðamannakauptún státar að sjálfsögðu af alvöru ferðaskrifstofu, Ferðamiðstöð Austurlands. Þar geta ferðamenn fengið allar upplýsingar, auk þess sem hægt er að kaupa spennandi hestaferðir í eyðibyggðir í fjórð- ungnum. Farcirstjóri í ferðunum er Anton Antonsson, forstöðumaður Ferðamiðstöðvarinnar, franskur maður að uppruna, en íslenskari en cdlt það sem íslenskt getur tcil- ist. Þessar ferðir eru reyndar aðeins fyrir þá sem ekki kalla allt ömmu sína í ferðamennskunni. Meðal viðkomustaða í hesta- ferðunum er Loðmundaríjörður, fallegur dalur, sem nú er í eyði, en • var blómleg byggð til skamms tíma. Frá Egilsstöðum ferðast menn gjciman um nágrennið, t.d. inn að Eiðum, en þar er Edda með hótel á sumrum, að maður tali ekki um Hallormsstað og Atlavík, en þar er fegurð og friður í ómælanlegu magni. HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.