Helgarpósturinn - 14.06.1984, Page 6

Helgarpósturinn - 14.06.1984, Page 6
LOFTTÆMDAR UMBÚÐIR EFNAINNIHALD: Eggjahvlta 83,6% Fita 0,8% Vatn 9,8% Salt 2,2% FRAMLEIÐANDI: B.E. FISKVERKUN GAGNHEIÐI 9, SELFOSSI SÍMI 99-2240 HÖGGDEYFAR í MIKLU ÚRVALI Viö opnum kl. 8.30 og höfum opið í hádeginu Næg bílastæði HABERG hC Skeifunni 5a, sími 84788. Velkomin á Laugarvatn Frístundir: Seglbrettaskóli, hestaleiga, veiðileyfi, gufubað, gönguferðir, sundlaug, leikvellir, o.fl., o.fl. Tjaldmiðstöð: Hjólhýsa- og tjaldstæði, snyrtiaðstaða og sturtubað, verslun: - alm. matvörur, -samlokur, - hamborgarar, - sælgæti, o.fl., o.fl. Matvöruverslun Kjötborð, úrval nýlenduvara, hreinlætisvara, ferðamannavörur. Opið alla daga vikunnar frá 9-23.30. ÞJÓNUSTA (jjfo Kaupfélag Árnesinga ÚTIBÚ LAUGARVATNI. S:99-6126 Reyðarfjörður: FYRSTI FRlKIRKJUSÖFNUÐ- UR LANDSINS STOFNAÐUR Frá Egilsstöðum liggur leiðin niður firðina, ekið um Fagradal til Reyðarfjarðar í fyrstu lotu, stuttur akstur á vegi sem oftast er í ágætu standi, varla nema 30 - 40 mínútna akstur í það mesta. Búðareyri er hið rétta nafn á bænum, en Reyðarfjörður hefur orðið fast í munni fólks. Hér á staðnum er að finna margskonar þjónustu við ferðamenn. Gamcilt hótel er hér að finna, sem rekið er á vegum Kaupfélags Héraðsbúa, - en annað er í uppbyggingu, gamalt hús sem verður stækkað og endur- bætt á ýmsan hátt. Innarlega í firðinum er vinsæll heitur pottur, sem fólk notar sér. Þetta er smálaug, þar sem gaman er að slaka á í ferðalaginu. Á Reyðarfirði Vcir á sínum tíma stofnaður fyrsti fríkirkjusöfnuður lcuidsins 1880 og starfaði í 50 ár. Kirkjur safnaðarins voru á Eskifirði og á Ketilsstöðum. Ekki er úr vegi að kanna það á Reyðarfirði hvort far gefst út í Skrúð, eyna í mynni fjarðarins. Skammt fyrir austan bæinn er væntanleg lóð kísilmálmverk- smiðju á svokölluðu Framnesi. Eskifjöröur: STOLT BÆJARBÚA SKYGGIR Á SÓLINA Það tekur vart nema stundar- fjórðung að aka frá Reyðarfirði á Eskifjörð, sem stendur utar við hinn mikla Reyðcirfjörð. Bærinn er einn þeirra, sem byggst hafa upp í kringum einkaframtak eins manns að mestu, Alla ríka, sem hér var kynntur um daginn í hópi ríkustu íslendinga. Og það er ekki annað að sjá en að íbúamir hér hafi gert það gott á umliðnum árum, ef dæma má eftir húsakosti og öðru, sem mætir aug- anu. Hólmanes heitir nesið milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar, fal- legur staður með fjölskrúðugu fúgla- og jurtalífi með tveim tilkomumiklum klettaborgum. Hólmanes er nú friðlýst svæði. Upp af nesinu rís Hólmatindur í nær 1000 metra hæð. Eru Eskfirð- ingar ekki síður stoltir af þessu fagra fjalli en Reykvikingar af Esj- unni. Þó fylgir sá böggull skamm- rifi að fjallið torveldar sólinni að skína á Eskfirðinga meira en hálft árið. Hótel er á Eskifirði, en í bænum búa liðlega 1100 manns. ■ 6 HELGAFIPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.