Helgarpósturinn - 14.06.1984, Blaðsíða 14
FLugfélag Austurlands
mm
Avsruni*
Fljúgið með ^ ^
Flugfélagi Austurlands
frá Egilsstöðum til:
Bakkafjarðar
Vopnafjarðar
Borgarf jarðar eystri
Neskaupstaðar
Breiðdalsvíkur
Hafnar í Hornafirðí
Reykjavíkur
Otsýnisflug í áætlunarflugi
Góöur
kostur
Feróist áhyggjulaust um ísland.
Við bjóðum eftirtaldar ferðir ísumar.
Askja - Sprengisandur 12 daga tjaldferð.
Verðkr. 12.000.-
Brottför alla mánudaga frá 18. júni til 20.
ágúst.
Reykjavík - Sprengisandur - Mývatn
Alla miðvikudaga og laugardaga í júlí og
ágúst.
Mývatn - Sprengisandur - Reykjavík
Alla fimmtudaga og sunnudaga i júlí og
ágúst.
Öræfi - Kverkfjöll - Sprengisandur, 12
daga tjaldferó. Verð kr. 12.500.-
Brottför alla mánudaga frá 25. júní til 6.
ágúst.
Töfrar Suðurlands, 7 daga hótelferð. Verð
kr. 9.500.-
Brottför á fimmtudögum frá 24. maí til 13.
september.
I öllum ferðunum er innifalið: Gisting, fullt
fæði og leiðsögn.
í Mývatnsferðunum er nestispakki innifalinn.
Bókið timanlega. Allar nánari upplýsingar
Feröaskrifstofa
Guömundar Jónassonar
Borgartúni 34,105 Reykjavík,
simi 83222
Gullfoss-Geysir:
ERU ÞETTA
NÚ ÖLLÓSKÖPIN!
- spurði blaðaljósmyndarinn
sem sá Gullfoss í fyrsta sinn
Einhverju sinni var blaðamaður,
sem þetta ritar.á ferð ásamt öðrum
blaðamanni, Þráni Bertelssyni,
kvikmyndaleikstjóranum víð-
kunna, og Braga Guðmundssyni,
blaðaljósmyndaranum ágæta á
Vísi. Bragi gat komist skemmtilega
að orði og það gerði hann sannar-
lega, þegar hann barði Gullfoss
augum í fyrsta sinn: „Eru þetta nú
öll ósköpin", sagði hann og skotr-
aði augunum út um regnbarðar
rúðurnar á því sem kallað var veit-
ingaskáli við þennan mikilúðlega
foss.
Ef ætlunin er að aka hringinn frá
Selfossi að Geysi og Gullfossi eftir
Skeiðum og Hreppum og aftur til
baka niður Biskupstungnabraut til
Selfoss að nýju, þá er það prýðis
hugmynd. Það er 57 km langur veg-
ur eftir Hreppum og Hrunamanna-
vegi að Brúarhlöðum, leiðin rétt
hálfnuð.
Á þessari leið er komið að Flúð-
um, en þar er ferðamennska í há-
vegum höfð og hótel starfandi auk
Skjólborgar, sem eru skemmtileg
smáhýsi, sambyggð, með heitum
potti fyrir utan hvert herbergi.
Þessar vistarverur eru sérlega góð-
ar, stór og góð herbergi, rúmin
prýðileg og gott baðherbergi, auk
heita pottsins, sem flestir nýta sér
vel.
Á Brúarhlöðum er djúpt gljúfur í
Hvítá og að sjálfsögðu brúað vel.
Héðan er stuttur vegur norður á
bóginn að Gullfossi, sem við ráð-
leggjum fólki eindregið að skoða
vel og fá sér góðan göngutúr um
svæðið. Héðan liggur stuttur vegur
að Haukadal. Geysir á að gjósa
öðru hvoru í sumar á sunnudögum
og hafa margir ferðamenn þegar
fengið að sjá tignarleg gos þessa
frægasta goshvers í heimi. Ef
heppnin er ekki með, þá má þó
alltaf sjá Strokk, sem þrumar úr sér
með stuttu millibili.
Til baka liggur leiðin að Laugar-
vatni - eða þá niður Biskups-
tungnabraut. Eflaust stöðva flestir
við Kerið í Grímsnesinu, en það er
50 - 60 metra djúpt með vatn í
botninum, gamaill sprengigígur.
Skammt fyrir neðan Kerið er
Þrastaskógur, en þar er ágætur
veitingaskáli í fögru umhverfi. Nú
er búið að brúa Sogið á þessum
stað þar sem það rennur í Hvítá/
Ölfusá og er til mikilla bóta. Ennþá
betra er þó að hinn illræmdi vegur
undir Ingólfsfjallí hefur nú verið
lagður undir almenniiegt vega-
gerðarefni, bíll og farþegar eru því
ekki í stórhættu í urðinni, sem
þama var áður.
ÓDÝRAR FERÐIR
AÐ GULLFOSSIOG
GEYSI
- og á Stokkseyri og Eyrarbakka,
og þar er einmitt margt aö skoða
Sérleyfisbílar Selfoss h.f. bjóða i
sumar upp ó ódýrar ferðir frá
Reykjavík á ferðamannaslóðir
austan Hellisheiðar, sem margir
munu hafa áhuga á að fara /',
ekki síst aðkomufólk í Reykjavík,
og reyndar eru ferðirnar ekkert
síður fyrir Reykvíkinga sjálfa, ef
þeir vilja láta aðra aka fyrirsig.
Ein ferðin er að Gullfossi, Geysi
og að suðurströndinni en þar er
ekið um Selfoss og niður til Eyrar-
bakka og Stokkseyrar, sem margir
munu hafa ánægju af að skoða.
Brottfarir daglega frá BSÍ kl. 09.00.
Verðið er aðeins 390 krónur, ein-
stakt tilboð.
Þá er boðið upp á Gullfoss-
Geysisferð fyrir 480 krónur. Farið
er daglega frá BSÍ kl. 09.00. Mögu-
leiki á að gera viðdvöl í Hveragerði
eða á Selfossi.
Loks er suðurstrandarferð fyrir
aðeins 210 krónur. Farið kl. 09.00
daglega frá BSÍ austur á Eyrar-
bakka og Selfoss. Komið þangað kl.
10.30 og viðdvöl tíl kl. 1230. Þar-
næst er ekið tíl Selfoss og Hvera-
gerðis og hægt að hafa viðdvöl til
kl. 1630 eða til kl. 19.00.
Á Stokkseyri er margt að skoða,
fádæma falleg fjara, með miklu
fuglalífi og búð Þuríðar formanns.
Á Eyrarbakka er ,,Húsið“ byggt
1755, og á Baugsstöðum er rjóma-
búið, sem nú er orðið safn.
14 HELGARPÓSTURINN