Helgarpósturinn - 14.06.1984, Qupperneq 18

Helgarpósturinn - 14.06.1984, Qupperneq 18
abriel O'uggir höggdeyfar Á GÓÐU VERÐI Póstsendum samdægurs. Úrvaliö er hjá okkur Sími 36510-83744 G.S. varahlutir Hamarshöfða 1. PARKET Nýtt Nýtt Einu sinni enn er Tarkett-parket í far- arbroddi í parket-framleiöslu. • Á markaöinn er nú komiö parket meö nýrri lakkáferð, sem er þrisvar sinnum endingarbetri en venjulegt lakk. • Veitir helmingi betri endingu gegn risp- um en venjulegt lakk. • Gefur skýrari og fallegri áferö. • Betra í öllu viöhaldi. • Komiö og kynniö ykkur þessa nýju og glæsilegu framleiðslu frá Tarkett. • Alger bylting á íslenska parket-markaö- inum. Harðviðarval hf., Skemmuvegi 40, Kópavogi, sími 74111. Þingvellir: HILLIR UNDIR RYKLAUSAN ÞINGVALLAH RING Þegar útlendingurinn í gulu regnkápunni strippar sig af flíkinni, þá er hægt aS mæla með íslensku veðurfari. Helgarpóstsmenn sáu þetta reyndar með eigin augum núna fyrstu helgina í júlí. Hópar erlendra ferðamanna voru þama á ferð, og þúsundir innlendra sól- dýrkenda. Við mælum reyndar með Þing- völlum í svona veðri, en slíkt verð- ur víst ekki hægt að ábyrgjast allt sumarið. Sólbaðið þama eystra er hreint afbragð, mun betra en á alit of heitri sólarströnd, náttúran margfalt fegurri, það dylst engum. Syðra er að vísu hægt að fá sendcin svaladrykk á sundlaugarbarminn; það er ekki hægt inni í Bolabás. Og talandi um Bolabás, — þá dettur okkur í hug hvar í veröldinni Vegagerðinni hefur tekist að út- vega þetta ógnarlega vegagerðar- efni, sem er í spottanum frá mal- bikaða kciflcinum, framhjá Skógar- hólum og inn í Bolabásinn. Hvílíkt stórgrýti! Þjónustumiðstöðin á Þingvöll- um er hið mesta þarfaþing og selur dvarargestum í þjóðgarðinum nánast flest sem til þarf, en í Val- höll er sem fyrr allan beina að fá, gistingu ef menn vilja, góðcin mat í veitingasal, og þar em vínveitingar fyrir þá sem það vilja. Flestir láta sér þó greinilega nægja að renna við í sjoppunni meðan verið er að fylla bensíngeyminn. Þegcir blaðcimaður átti leið um hlaðið á Þingvallabæ var Stein- grímur forsætisráðherra, kona hans og ungur sonur að kveðja eft- ir boð með Schlúter hinum danska. Sonurinn myndaði af kappi fugla- lífið af mikilli bjartsýni, en föðum- um fannst fjarlægðin um of fyrir slíka myndatöku. A hlaðinu sveim- uðu ferðamenn í hitasvækjunni og knúðu dyra á litlu kirkjunni, — sem var læst, því miður. Þar er að skoða merkar altaris- töflur og cdveg einstaka stemningu. Við Peningagjá var og slangur af fólki. Merkilegt er það annars á þessum helga stað þjóðarinnar hvað upplýsingar eiga lítið upp á pallborðið. Skilti með nöfnum og örfáum upplýsingum em nánast hvergi. Kemur þetta leiðinlega út fyrir ferðamenn, og þá sama hvað- an þeir eru ættaðir. Tillaga okkar er að átak verði gert í þjóðgarðinum í því skyni að fræða fólk meira en nú er gert. Einnig ætti að vera til sölu stutt- orður uppiýsingabæklingur um staðinn. Erlendis er síkt gefið út af minna tilefni, en mælist hvarvetna vel fyrir. Gjábakkavegur svokallaður virðist stöðugt svolítið afsíðis á staðnum. Þama er þó glæsilegur cikvegur og útsýni yfir staðinn með eindæmum fögur. Vegurinn var upphaflega gerður vegna þjóð- hátíðar 1974, en svo fór eins og margir vita, að sárafáir notuðu veginn, enda hafði mönnum víst láðst að upplýsa nægilega um þennan veg. Fyrir Reykvíkinga, sem ekki hafa nýlega lagt leið sína til Þingvalia eða farið Þingvallahringinn er rétt að geta þess átaks sem orðið hefur í vegamálum síðari árin. Frá vega- mótunum við Mosfellsdal em nú 13 kílómetrar vegar undir bundnu slitlagi, og þeim kílómetrum á að fjölga í sumar. Semsé helmingur ieiðarinnar til Þingvalla er skikkan- legur, afganginn af veginum ágæt- ur, en rykið tekur út yfir allcin þjófabálk; óhollt, hættulegt og stuðlar að minnkandi ferðamanna- straumi og bilunum í ökutækjum. Þingvöllur er hinn prýðilegasti ferðakostur, hvort heldur er fyrir Reykvíkinga eða aðra landsmenn. Þangað er upplagt að fara með tjaldið og slá þar upp helgarbúð- um, grilla og hafa það notalegt. Loftslag er með allt öðm og betra móti en í Reykjavík, enda kular þar ekki frá opnu.úthafi. Lyngdalsheiði: VANDAMÁLIÐ SEM SNARRÁÐI RÚTUBI'LSTJÓRINN LEYSTI Fréttamaður Helgarpóstsins var að ferðast um fagra staði á Suður- landi á dögunum og átti þá leið um Lyngdalsheiði. Ók sem leið liggur frá Þingvöllum eftir Gjábcikkavegi og yfir heiðina til Laugarvatns. Á einum stað á veginum þurfti að mæta hópferðabifreið frá Helga í Gröf, HP-rútu. Þama voru góð ráð dýr. Báðir reyndu ökumenn sitt ítr- asta, en því miður. Vegurinn var of mjór fýrir báða. Bílstjórinn þumlungaðist áfrcim og hallaði rútunni fskyggilega, fjar- lægðin milli bíla aðeins örfáir sentimetrar. En það er ekki að spyrja að þess- um vönu mönnum á stóm rútun- um, sem aldrei hlekkist á, enda þótt bílarnir séu ekki beinlínis sniðnir fyrir íslenska vegi. Hann kom út og hafði með sér nokkra káta sveina frá Svíþjóð. Næst var lausu grjóti kastað burt, síðan var blaðamannsbílnum lyft að aftan, — og bílarnir gátu haldið hvor sína leið. Álit okkar á þessum dugmiklu bílstjórum vex stöðugt, þeir eru al- mennt talað einstaklega úrræða- góðir og taugasterkir menn. 18 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.