Helgarpósturinn - 09.08.1984, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 09.08.1984, Blaðsíða 13
SMAAURASALIR kannski væru þeir oft að skrökva. Ég athugaði yfirleitt það sem þessir menn sögðu við mig og oftar en ekki kom það í ljós, að þeir voru ekki bara að skrökva, heldur ljúga að mér.“ Fylgikvillar smarra hugsana — Nú virðist þetta ekkert sérstaklega þægi- legt hlutskipti sem þú hefur valið þér, að vera alltaf með læti út í þjóðfélagið í kringum þig, aldrei þægur. Hvernig hafa þessar orrustur farið með þig? „Það stendur uppúr í mínum huga, eftir öll mín uppátæki í tilverunni, að þeir menn sem ég hef skrifað um, og kannski vegið að, og eru stór- ir í sniðunum, þeir hafa kunnað að meta mín sjónarmið og fjandskapast ekki útí mig. En hinir sem eru verr gerðir til höfuðsins og hafa ekki miklar víðáttur milli skeljanna, þeir eru náttúru- lega fullir af pirringi og sumir af öfund og öðrum fylgikvillum smárra hugsana. Ég held ég hafi alltaf gert mér grein fyrir því að láti maður höggið ríða, þá hljóti maður að fá högg á móti. Ég hef aldrei tamið mér það að snoppunga ein- hvern þann sem ekki getur veitt mótspyrnu, þannig að það hefur verið eðlilegur hluti af mínu lífi að fá högg á móti. Þau hafa að vísu ver- ið misþung og sum hver undir beitisstað, en ég held líka að ég sé góður tapari." — Það hefur þá verið harður skóli sem kenndi þér að tapa? „Það er harður skóli, já. Kannski lærir maður það talsvert í gegnum skákina, að maður þarf að kunna að tapa í lífinu. Það lærir maður náttúru- lega líka í lífshlaupinu öllu. Þú hefur góðan mál- stað, þú tapar og málinu er lokið, og það er ekkert við því að gera. Að vísu er það sárt til að byrja með, svona fyrstu töpin. Það er kannski réttara að setja þetta þannig upp að málið sé sett í bið með sjálfum manni þegar maður tapar og hefur góðan málstað því að maður gerir sér grein fyrir því að einhvern tíma síðar muni mál snúast öðruvísi. Þá muni maður geta tekið mál- ið upp á nýjan leik og staðið upp sem sigurveg- ari. Annars held ég að þau högg sem ég hef fengið hafi komið miklu verr við mitt fólk, fjöl- skyldu mína, fyrrverandi konu mína, systkini mín og móður, heldur en nokkurn tíma sjálfan mig.“ í sambúð við sjálfan sig Hvað með einkaiíf og fjölskyldulíf? Ertu prív- atmaður fyrir utan bardagana á ritvellinum? „Ég hef fengist við svo miklu meira en að heyja orrustur með pennanum. Ég hef verið mjög mikið í félagsmálastarfi og pólitík og þar- afleiðandi oft á tíðum haft lítinn tíma fyrir fjöl- skylduna, fáar stundir en góðar. Ég var giftur í 17 ár og á þrjá syni, 18,16 og 10 ára. Ég er svona frekar heimakær. Það er líka ómetanlegt fyrir mann sem er mikið í stússi að geta átt góðar og kyrrlátar stundir með sínu fólki, þeim sem næst honum standa, bæði til endurnýjunar og hvíldar." — Þú fórst út úr þessu hefðbundna fjölskyldu- munstri þegar þú fórst að nálgast fertugt. Finnst þér almennt séð að hættur steðji að þessu munstri? „Nei, ekkert endilega. En þetta þjóðfélag okk- ar kallar á alveg feikilegt uppbrot í fjölskyldu- munstrinu. Ungt fólk sem tekur saman notar fyrstu ár samvistanna til að strita daginn langan og nóttina til að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Það hefur ekki tíma til að kynnast almennilega, ekki tíma til að ræða saman og læra að þekkja hvort annað, og svo eftir 10 ár, þegar erfiðasti hjallinn í húsbyggingarmálum er afstaðinn, stendur fólk andspænis hvort öðru og þekkist ekki — á aðeins óljósa minningu um hvort ann- að eins og það var fyrir áratug. Þetta er líklega höfuðorsökin fyrir þessum miklu hjónaskilnuð- um, þó það hafi ekki verið orsökin fyrir mínum skilnaði. Þar var það hins vegar 17 ára hjóna- band, þar sem málin ganga ekki upp. Þá má segja að það sé fullreynt eftir svona langan tíma og því ósköp eðlilegt að slíta samvistum þegar séð er að samfylgdin gefur ekki báðum aðilum það sem samfylgd þarf að geta gefið." — Urðu einhver önnur þáttaskil hjá þér í líf- inu á þessum tíma? Manni virðist þú hafa farið að snúa þér að annars konar verkefnum en áð- ur, prðið meira áberandi. „Ég hafði náttúrulega meiri tíma fyrir sjálfan mig og þurfti ekki að taka eins mikið tillit til minna nánustu eins og ég að sjálfsögðu gerði meðan ég var í hjónabandi. Ég þurfti ekki að vanda mig eins í sambúðinni við sjálfan mig og í samningum við fjölskyldu og fyrir vikið notaði ég meiri orku í ýmis mál sem hafa verið í brenni- depli og þannig í sviðsljósinu, kannski meira í sviðsljósinu en fullkomin ástæða er til, því það er sífelld gúrkutíð í þessu landi hjá blöðunum." Já, Úlfar hefur löngum verið aufúsugestur fjöl- miðla í gúrkutíð. Ef hann er ekki að velgja Frí- múrarareglunni og hennar bræðrum undir uggum með því að skrifa sögu hennar og frímúraratal — „þjóðfélagslega úttekt á reglunni og mannskapnum sem þar er innan veggja" — er hann í Hæstarétti að fá á sig dóm fyrir klám og guðlast, einn íslendinga á 20. öld eða þá niðri á Lækjartorgi að selja bréfið, sem hann skrifaði ríkissaksóknaranum í mesta bróðemi og byrjar svona: „Heill og sæll ævinlega, frændi minn. Þú ert nú meiri ærslabelgurinn...“ En Úlfar hefur líka skrifað fjórar skáldsögur, þá fyrstu 1966. „Það var alltaf meiningin að verða rithöfundur," segir hann, „en hér geta menn ekki verið rithöfundar, ég tala ekki um séu þeir fjölskyldumenn, nema með samþykki fjölskyldunnar, og það þýðir það að fjölskyldan öll kallar hungurvofuna að dyrum, sem er meiri fórn en mér fannst ég geta farið.fram á af mínu fólki á sínum tíma. Þess vegna hefur það dregist að ég hafi einbeitt mér að því að gerast rithöfundur." — Nokkurt svar frá Þórði Björnssyni? _ „Nei, ég hef ekki fengið neitt svarbréf. Ég hef nú ekki sent honum bókina öðru vísi en að setja hana á markað og bjóst við að hann myndi hirða þetta og lesa það, en hann hefur ekki gert það kallinn, ennþá. Ég hef ekki sent honum ein- tak því hann sótti sjálfur allan Spegilinn. Því skyldi hann ekki geta sótt þessa bók? Það er ekkert samræmi í hlutunum nema hann geri þessa bók upptæka. Það er svo sem ekkert í henni klámið, en það eru ærnar ástæður tii að banna hana vegna guðlasts. Hún er full af guðlasti." Kolsvart hyldýpi — Nú er rúmt ár síðan látið var til skarar skríða gegn þér. Hvernig hefur þér liðið, hvern- ig tilfinning er það að vera settur á hausinn á ís- landi 1984? „Það er alveg hroðaleg tilfinning. Við slíkar aðfarir fyllist maður gífurlegri örvæntingu, maður steypist niður í kolsvart hyldýpi — engir veggir. Svo gerir maður sér að lokum grein fyrir því að annað hvort er að sökkva til botns — að láta þá öðrum takast að kremja mann undir hæl- um sér, fyrir réttlætis sakir, svo notað sé biblíu- legt orðalag, eða þá að ryðjast sjálfur útúr myrkrinu. En það gengur enginn útúr örvænt- ingarástandi í hægðum sínum samt. Það þarf að búa til í sér sprengikraft til að geta ruðst eins og raketta uppúr myrkviðnum. Það hefði ég ekki getað nema vegna þess að ég er með réttan mál- stað og á svo margt ógert af hlutum sem ekki hafa verið gerðir áður hér. En peningaleysið er hroðalegt. í þessu landi verður maður til dæmis að eiga það húsnæði sem maður býr í, maður á ekki kost á að vera í ró og spekt í leiguhúsnæði. En þar sem ég er bjartsýnismaður, þá get ég sagt að ég sofni giað- ur í hjartanu á kvöldin yfir því að dagurinn er búinn og maður hefur getað staðið í skilum eða framlengt. En næsti dagur færir manni líka oft alveg feiknarlega angist þegar maður lítur í víxladagatalið. Nú, en svo líður hann og þá gleðst maður aftur. En á þessu síðasta ári og á liðnum árum, þegar ég var að reyna að koma út frímúrarabókunum, þá finnst mér mjög hafa skýrst í mínum huga, og ætti að skýrast í hugum fleiri, uppbygging verkalýðsfélaga eins og Rithöfundasambands- ins. Rithöfundasambandið veitti mér engan stuðning þegar átti að koma í veg fyrir útgáfu frímúrarabókanna og skýringin er kannski sú, að þáverandi formaður er frímúrari, nefnilega Njörður P. Njarðvík. í Spegilsmálinu var enn sami formaður og það gerðist ekkert í málinu fyrr en yngri menn undir forystu Þórarins Eld- járns, Gunnars Gunnarssonar, Steinunnar Sig- urðardóttur og fleiri, beittu sér fyrir því og kröfðust fundar í sambandinu, og það er þvi ekki fyrr en hálfu ári eftir að blaðið er tekið sem eitthvað heyrist loksins frá Rithöfundasam- bandinu. Þar er náttúrulega enn ein hallærisleg smámennamafian. Þeir eru ekki mjög stórir í sniðum, þeir menn sem stjórna menningarmál- unum í þessu landi, en hafa ótrúleg áhrif, bæði inn í Ríkisútvarpið og í þessu verkalýðsfélagi rit- höfunda.” Mafiósar og smáaurasáTir — Er þessi stjórn þeirra á menningarmálun- um meðvituð? „Já, já, auðvitað er þetta meðvitað hjá þess- um mönnum. Það er nýlokið í útvarpinu 18 þátt- um um norræna rithöfunda, sem tveir mafíósar af smáaurasálinni hafa séð um, dagskrárstjóri útvarpsins og fyrrverandi formaður Rithöf- undasambandsins, þar sem þeir töluðu á skand- inavísku við norræna rithöfunda og þar sem rit- höfundarnir lásu á sínu móðurmáli í útvarpið úr verkum sínum. Þeir nenntu ekki að þýða þetta eftir þá og ekki einu sinni samtölin við þá. Fólk- ið í landinu hafði mjög takmarkað gagn af þess- um þáttum. Þetta er meðvitað. Þarna er verið að notfæra sér ríkisfjölmiðlana til að afla sér tekna. Þessir menn eru að misnota aðstöðu sína. Þeir halda ákveðnum mönnum frá útvarpinu en draga sjálfa sig að þessari gullkistu sem útvarpið þó^ er höfundum. í Bréfi til Þórðar vík ég aðeins að þessum mönnum sem segjast hafa hugsanir og telja öðr- um trú um að þeir hafi skoðanir, sem koma sér vel á hverjum tíma og ég kalla þá tækifærissó- sialista. Þetta eru óttalegir álfar greyin, og orðið mafía er allt of stórt fyrir þá. Ég finn að það er vaxandi áhugi hjá ungum listamönnum, og ekki bara hjá rithöfundum, líka leikurum og myndiistarmönnum, að vekja fólk til meðvitundar um það hvernig þetta þjóð- féiag er að fara og hvernig til dæmis þessi ríkis- stjórn er að fara með lífsafkomu fólksins og framtíð þessarar þjóðar. Og það verður ekki gert með löngum þurrum ræðum og hallæris- legum ávörpum steingeldra tækifærissósíalista úr listamannakreðsum." Ríkisstjórnin þyrfti að ganga lengra! — Þetta kynnu einhvern tíma að haf a þótt ör- væntingarfullar aðferðir? „Þær eru það ekki...og þó, það er svo sannar- lega ástæða til að vera í öngum sínum yfir því sem er að gerast hér og hvernig hlutirnir gerast og fátt eðlilegra en það að fólk grípi til þeirra ráða sem gætu skilað skjótum og góðum ár- angri. Hér á dögunum boðaði stjórnarandstað- an til fundar á Lækjartorgi. Ætli það hafi ekki mætt svona 150 manns. Eg gekk þarna um og þekkti hvern einasta mann. Þetta var harðasti fundasóknarkjarninn, aðrir gengu bara fram- hjá. Ef við færum hins vegar í pontuna og notuð- um ekki þessa aðf erð heldur til dæmis þá aðferð að hvetja ríkisstjórnina til dáða, segðum að þetta gengi ekki og það þyrfti að ganga miklu lengra, það þurfi að sauma verulega að fólkinu, það hafi það allt of gott, eða eitthvað í þessum dúrnum, þá færu miklu fleiri en 150 manns að hlusta og árangurinn yrði miklu meiri. Fólk myndi, með afskræmingunni, gera sér grein fyr- ir því að það er eitthvað veruiega mikið að og þá færi vonandi eitthvað að gerast." Nú er aftur heilmikið farið að gerast hjá Úlfari. Maðurinn er kominn á skrið aftur, er með um- svif. Og það á besta stað í bænum. Hvernig má það vera að hann skuli vera risinn upp úr ösk- unni eins og fuglinn Fönix og farinn að reka myndlistargallerí og listaverkamarkað í hjarta borgarinnar? „Ein ástæðan er sú að þeir sem ég hef verið að fjalia um eru, eins og ég sagði áðan, stórir í sniðum og hafa kunnað að meta það sem ég hef verið að gera. Peningar verða ekki rifnir upp af götunni og þessir menn hafa lánað fé í þetta og gert þetta kleift. Ýmsir félagar og vinir hafa heldur ekki viljað vita af mér auralausum og hafa stutt við bakið á mér. Það er annars ánægjuleg breyting sem hefur orðið á bankastjórum síðustu 20 árin eða svo. Nú eru þetta fagmenn, ekki pólitískir varðhund- ar, ekki fyrirgreiðslumenn. Enda sjá þeir að þetta er góð fjárfesting fyrir banka, að lána mér fyrir húsnæði og galleríi, þetta er vænlegt allt saman og ábyrgt af fjölda manns. Svo vilja þess- ir menn líka gera pínulítið fyrir listina. Allaballa- mafian — Hverjir eiga Gallerí Borg? „Það er valið lið: Arnmundur Backman, hrl., Gísli B. Björnsson, auglýsingateiknari, Ragnar Árnason, lektor að verða doktor, Sigurmar Al- bertsson hdl. og Þórður Vigfússon, hagverk- fræðingur, auk mín.“ — Er þetta nýja menningarmafían í Alþýðu- bandalaginu? „Við erum að minnsta kosti miklu betur komnir að mafíunafnbótinni en hinir sem ég tal- aði um áðan. En ég held þó að við séum allir það stórir í sniðum að hafa ekki uppi neina mafíutil- burði. Ég er ekki í vafa um að ef við fáum að vera í friði fyrir Þórði frænda og öðrum verald- arsnillingum, þá verður þetta gallerí orðið ein allra stærsta menningarmiðstöð landsins innan tveggja til þriggja ára.“ Renneríið af fólki niður í kjallara gallerísins þar sem við Úlfar sitjum og spjöllum hefur auk- ist eftir því sem liðið hefur á morguninn. Fólk er að falast eftir myndum. Þarna koma forstjórar og kaupa tvær í einu og spyrja ekki um verðið og millistéttarfólk, sem kaupir eina velvalda á stofuvegginn. Og þennan morgun kemur bráð- falleg stúlka og er að spyrja um Spegilinn og Samvisku þjóðarinnar, bannvöruna. Ölfar vill allt fyrir hana gera. Halldóra Thoroddsen, starfsmaður Gallerís Borgar kallar niður til Úlf- ars og segist ekki geta fundið síðarnefnda blaðið fyrir stúlkuna. „Jú, jú,“ segir Úlfar. „Gáðu upp í hillu, þar er poki með Speglinum og Samviska þjóðarinnar er örugglega þarna líka — ekki í poka, heldur í bunkum...“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.