Helgarpósturinn - 09.08.1984, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 09.08.1984, Blaðsíða 16
„Músíkin er púlvinna“ > - Kristinn Svavarsson saxófónleikari í Mezzoforte er hættur að blása með sveitinni „Það eru bara ýmsar per- sónulegar ástæður að baki 'ieimkomu minnar," segir Kristinn Svavarsson fyrrum saxófónleikari í Mezzoforte en eins og fram hefur kom- ið áður í Helgarpóstinum er Kristinn alkominn heim til íslands og hættur að spila með Mezzoforte. „Það var enginn ágreiningur innan hljómsveitarinnar, ég var ekki heldur rekinn eða neitt svoleiðis. Það var aðeins um að ræða ýmis persónuleg mál sem ég þurfti að glíma við og þess vegna hætti ég. Ég hef mikla trú á því sem strákarnir í Mezzoforte eru að gera en það er svo margt ann- að skemmtilegt til í heiminum sem hægt er að gera, margt skemmtilegra en það að vera frægur. Það er ekki einu sinni víst að það sé skemmtilegt að vera frægur. Sjáðu til, ég hef alltaf litið á músíkina sem vinnu. Þetta er nefnilega púl. Hún getur verið skemmtileg en ef maður ætlar að standa í þessu á alþjóðamarkaði þá kostar það til dæmis mikla fjar- veru frá heimili og það er gjald sem maður verður að greiða ef maður ætlar að standa í þessu." Eins og komið hefur fram í blöðum mun Mezzoforte senda frá sér nýja skífu í haust. Hver er hlutur hans í henni? „Minn hlutur á plötunni er enginn,“ sagði Kristinn, „þeir byrjuðu á upptökum á henni í lok júlí og þá var ég kominn heim. Ég var aðeins með á fyrstu æfingunum vegna þess að það var í og með æft fyrir plötuna um leið og fyrir jazz- festívalið sem grúppan var á um miðjan júlí. Ég er búinn að fá mér vinnu til bráðabirgða meðan ég er að átta mig. En maður hleypur náttúrulega ekki í vinnu sem maður er fullkomlega ánægð- ur með. Ég spila sennilega eitt- hvað í vetur eftir gott frí í sum- ar en eins og allir vita er ekki hægt að lifa á launum hljóð- færaleikara á íslandi. Það er ekki það mikil vinna í þessum bransa hér,“ sagði Kristinn Svavarsson fyrrum saxófón- leikari í Mezzoforte. -GHS JAZZ Af jazzgeggjurum í Kaupmannahöfn ettir Vernharð Linnet Að upplifa eina átján tónleika á þremur vikum er nóg fyrir mig. Ég hefði ekki viljað vera í sporum kollega minna á Politiken og Information — Boris Rabinowitch og Erik Widerman heita þeir — og sitja fyrsta sett í Unicorn, annað í Monmartre og kannski það þriðja í Slukefter, fara svo heim og skrifa um herlegheitin fyrir morgunblaðið. Að vísu var það ekki svo stíft hjá þeim á hverju kvöldi, en stundum. Ég kom til Kaupmannahafnar þann 1. júlí ásamt konu og börnum og var svo Ijónhepp- inn að kvöldið eftir var gítarleikarinn James ,,Blood“ Ulmer með sveit sína í Montmartre. Þetta var kröftugur rokkaður djassforréttur að hátíðinni sjálfri, sem hófst þann 6. júlí klukkan hálftvö er Orion Brass bandið hóf lúðrablástur á Ráðhústorginu, marséraði upp Strikið, gerði stuttan stans á Amákurs- torgi og lauk göngunni á Kóngsins nýjatorgi. Þetta voru Danir að blása einsog gömlu kapparnir í New Orleans uppúr aldamótun- um — tónlistin var ekki uppá marga fiska, en þetta setti svip á bæinn. Það fór ekki á milli mála að tíu daga djasshátíð var hafin. Um kvöldið var glatt á hjalla við Jazzvakningar- borðið á Montmartre þar sem undirritaður ásamt varformanni hreyfingarinnar, Sigur- jóni Jónassyni, bassaleikaranum Tómasi R. Einarssyni, djassmálaranum Tryggva Ólafs- syni og tónmeistaranum Bjarna Rúnari Bjarnasyni ásamt frým hlustuðum á George Adams, Don Pullen, Danny Richmond og Cameron Brown ásamt gesti þeirra Archie Shepp leika dýrðlega hefðbundið avant- garde. Flestir djassnautnarmenn eða djass- geggjarar muna er þeir félagar trylltu alla uppúr skónum í Austurbæjarbíói í nóvem- ber '79. Tónlistin var sú sama nema helst að Cameron Brown hafi færst í aukana, en mik- ið var skemmtilegra að hlusta á þá í návígi klúbbsins en fjarlægð hljómleikasalarins. Archie Shepp var hálf utangátta í þessum þrælsamspilaða kvartett en hann blés samt eins og engill og blúsinn er honum svo eðli- legur að það var einsog einhver hinna gömlu skarfa sveitablúsins stæði á sviðinu — blástur hans angaði af gróðri jarðar. Síðast er ég hlustaði á Shepp í Juan-les-pas árið 1970 var hann í afrískum klæðum — nú er hann í „jakafötum" — en hann blés betur nú, enda djassinn nær Evrópu en Afríku. Daginn eftir átti að vera mikið um dýrðir á 5-oren í Strandgarði Amákurs — þar áttu að leika tríó Niels-Hennings Orsted Peder- sens og kvartett Randy Breckers. Niels mætti ekki, enda í sumarfríi á vesturströnd Jótlands og hafði fyrir löngu sagt skipuleggj- endum hátíðarinnar frá því, en Brecker kvartettinn lét ekki á sér standa og lék með miklum ágætum. Randy er hörku trompet- leikari og ekki voru félagar hans síðri, eigin- konan Eliane Elias á píanó, Eddie Gomez á bassa og Adam Nussbaum á trommur. Adam heimsótti okkur í desember sl. með John Scofield, enda bar hann kennsl á syni mína tvo sem farnir voru að sveifla sér í köðlum á sviði í lok tónleika. „Ég þóttist þekkja villi- mennina litlu frá íslandi," sagði hann. Úti- tónleikar eru alltaf útitónleikar, en það var margt aðdáunarlega vel gert þarna og sérí lagi sólóar Eliönu. Þegar hún söng í falsettu í sömbunni eins og við höfum heyrt Tainu Mariu gera hér, sauð á hjörtunum þótt sólar nyti ekki og aðeins hoff í flöskunum. Auk Jazzvakningarborðsins voru mættir ágætir íslenskir hljóðfæraleikarar í garðinn, Kristj- án Magnússon og Ágúst Elíasson og ljómaði Ágúst eins og júiísól er Brecker blés sem heitast. Daginn eftir skein sól í heiði og eftir að fjöl- skyldan hafði bakað sig á Bellevue strönd var haldið á Kolatorg þarsem þeir ágætu menn Richard Boone, fyrrum básúnuleikari og söngvari í hljómsveit Count Basie, og ten- órjöfur jdanskra Bent Jædig blésu. Alltaf fjölgaði íslendingum, því nú höfðu Þórhallur Ásgeirsson og Sverrir Hólmarsson bæst í hópinn og Boone og Jædig fóru á kostum í fjörugri sveiflu og Boone söng og brosti, því eins og hann sagði við son minn ungan sem prílaði á sviðinu í hléi: Þú ert yndislegur drengur, ef þú hellir ekki niður vodkanu mínu! Um kvöldið var mikið söngævintýri á Montmartre. Vocal Summit, þ.e.a.s. Urzsula Dudziak, Jeanne Lee, Jay Clayton og Bob Stoloff sungu. Það vantaði fimmta manninn Bobby McFerrin og þótt hann sé þeirra best- ur fóru fjórmenningarnir á kostum og hefur slíkur sönghópur ekki litið dagsins ljós í djassi síðan Lambert, Hendricks og Ross. Bob Stoloff söng bassann og munaði lítið um þótt ekki færi hann eins á kostum og tveir piltar gerðu næsta kvöld á sama stað. Voru þar komnir Miroslav Vitous og Stanley Clarke með tvo kontrabassa og nokkra raf- bassa. Það var kraftur og lífsgleði í tónlist- inni og þeir skemmtu sér konunglega og það gerðu hlustendur einnig (við höfðum tvo bassa við Jazzvakningarborðið, Tómas og Kristin Hallsson), nema gagnrýnendurnir sem ég minntist á í upphafi — þeir komu í seinni hálfleik og voru svo fúlir að undrum sætti. Widerman sagði í sinni krítík að Clarke og Vitous hefðu eins getað sent spólu með leik sínum. Það var vegna þess að þeir leyfðu sér að nota trommuheila í síðasta verkinu. Að vísu var það mjög ósmekklegt og verkið það slappasta á tónleikunum, en finnirðu laufblað fölnað eitt einsog þar stendur. Daginn eftir hlustaði ég á tvenna útitón- leika. Á Koiatorgi kvartett sænska klarin- ettuleikarans Putte Wickmans og píanista MJQ, John Lewis. Þetta var dálítið sætur kammerdjass og nú höfðu FIosi Ólafsson og co. bæst í íslendingahópinn. Einna eftir- minnilegust var túlkun Putte á Misty, en það lag átti eftir að hljóma söngva oftast á hátíð- inni. Annars var Putte langt frá sínu besta — Lewis jók ekki á djarfleikann sem er aðal klarinettuleikarans sænska. Horace Parlan lék á Grábræðratorgi og hefur ekkert breyst síðan hann var hér — ljúfur og fágaður. Það var því mikil hressing að setjast við Jazzvakningarborðið í Mont- martre og hlýða á djass einsog hann gerist heitastur. Þar voru komnir saxafónjöfrarnir Eddie Lockjaw Davis og Johnny Griffin ásamt rýþmasveit er jafnan leiicur með Johnny. Þarna var nú blásið svo um munaði og hápunkturinn var í mínum eyrum stór- kostleg túlkun Eddie Lockjaws á Misty, ópus Garners. Þar var allt hið besta í djassinum sameinað: fegurð ballöðunnar, hiti rýþm- ans, mýkt tónsins og eldur andans. Griffin tók svo blúsinn að venju og blés allt sundur og saman. Það var sosum ágætt að slappa af á sama stað kvöldið eftir þarsem mandólín- leikarinn David Grissman ásamt kvartetti sínum sveiflaði sínum létta blágresis sig- aunadjassi. Þann 12. júlí lék septett DoIIar Brands í Montmartre og var löngu uppselt á þann við- burð. Það er mikill seiður í tónlist hins suður- afríska Brants og allstaðar skín Ellington einsog glóandi gull í tónlist hans. Margir ágætir sólistar voru í septettnum, og voru þar fremstir saxistarnir Carlos Ward og Ricky Ford. Þá er aðeins eftir að geta tveggja tónleika í Montmartre. Áætlað var að brasilíumaður- inn Gilberto Gil léki þar á laugardagskvöld, en af því varð ekki, djassmönnum til mikillar gleði, því í staðinn kom sá söngvari er einna ferskastur er í djassi og vantaði svo tilfinnan- lega í Vocal Summit hópinn: Bobby McFerr- in. Fyrsta settið var einsöngur en í því siðara söng hann við undirleik Tomasar Clausen, Mads Vindings og Aleks Riel svoog gítarist- ans Pierre Dorge í nokkrum lögum. McFerr- in afhenti Dorge JASA-verðlaunin — flugmiða til New York og heim aftur. Á eftir brugðu þeir á leik í Well You Needn't eftir Monk og allt fór á fullt í St. Louis Blues. Það lag er á hinni stórgóðu skífu Dorges: Brik- ama, er SteepleChase gaf út nýlega. McFerr- in söng líka Misty og það með glæsibrag, rýþmískur og leiftrandi af krafti og á tækn- ina skortir ekkert — þar minnir hann á hina miklu einleikara. Thomas Clausen lék eins- og við var að búast — ég er ekki í neinum vafa um að hann á eftir að verða ein af skær- ustu stjörnunum í evrópskum djassi. Hátíðinni lauk sunnudaginn 15. júlí með tónleikum Brasilíumannanna Egberto Gis- monti og Nana Vasconcelos í Montmartre. Þeir hljóðrita báðir fyrir ECM og segir það nokkuð um tónlistina. Gismonti er ágætur píanisti en heldur leiðist mér gítarleikur hans. Nana er einn skemmtilegasti ásláttar- leikari um þessar mundir og syngur oft skemmtilega í falsettu. Auðvitað var oft fjörugt á nóttunni hjá Finn Ziegler á La Fontaine og Kenny Drew í Grock á Lorry en frá þeim tónleikum verð- ur ekki sagt nánar hér. í lokin skal minnst á tvenna eftirminnilega tónleika er hátíðinni var lokið — dúó gítar- istanna Doug Raneys og Nikolja Gromins í Unicorn og Joe Pass og Niels-Hennings 0r- sted Pedersens i Slukefter. Sá bandaríski Raney og rússneski Gromin eru frábærir gít- arleikarar, en heldur finnst mér Gromin hafa misst sinn sérrússneska blæ er hljómaði á plötum hans með Wadim Sakun 1962. Dúett Niels-Hennings og Pass var frábær. Pass lék að vísu of mörg einleikslög í upphafi — hann er dálítið einhæfur og svo voru allir að bíða eftir bassaleikaranum - og þvílíkur bassa- leikur! Ógnvekjandi hraði í geislandi tóna- hlaupum í Donnu Lee, ægifegurð í tónaljóðinu Old Folks, tónlist sem talaði til hjartans og hljómaði lengi eftir að heim var komið — og gerir enn. Niels bað að sjálfsögðu fyrir kveðjur til ís- lenskra djassgeggjara og mun heimsækja oktur á næsta ári, eða jafnvel fyrr. Hér hefur verið stikað á stóru. Hafnar- djassinn hefur verið kvaddur, en varla hafði maður fyrr stigið fæti á islenska jörð fyrren Gammarnir náðu eyrum manns og á fimmtudagskvöldið var heyrði ég einn fall- egasta gítarsóló er ég hef lengi heyrt. Það var Jón Páll að spila Darn That Dream í Skálkaskjóli 2 ásamt Kristjáni Magnússyni, Árna Scheving og Guðmundi Steingríms- s_yni, en þeir félagar eru á leiðinni til að leika á djasshátið Færeyinga. 16 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.