Helgarpósturinn - 09.08.1984, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 09.08.1984, Blaðsíða 19
HRINGBORÐIÐ Ur hernámunni í dag skrifar Pétur Gunnarsson Það var mikið sólskin í ræðum mannaáLýðveldishátíðinni 1944. Ólafur Thors sló tóninn í upphafs- orðum ávarps síns: „íslendingar, vér erum komnir heim, vér erum frjáls þjóð!“ Þrátt fyrir rigninguna var eins og menn væru sér með- vitandi um að búa á eina sólskins- blettinum í gervallri Evrópu. Athygli vekur hve litla rellu menn virðast gera sér út af svo- nefndum öryggis- og varnarmál- um. I 500 bls. riti Þjóðhátíðar- nefndar þar sem safnað er saman ræðum og ávörpum frá hátíðinni, ber varnir Islands tæplega á góma. Vissulega má ef grannt er skoðað greina skugga og váboða, „Það kann að virðast glæfraspil að skapa litla lýðveldið okkar vopnlaust og varnarlaust í veröld grárri fyrir járnum," segir í ávarpi Einars Olgeirssonar. Og talsmað- ur Framsóknar, Eysteinn Jónsson spyr: „Fáum vér starfsfrið og tækifæri til að sýna, hverju lítil frjáls þjóð getur áorkað? Getur 125 þús. manna þjóð stofnað raunverulega frjálst lýðveldi á þessum tímum, þegar margfalt stærri þjóðir hafa verið lagðar undir okið og er haldið í áþján?“ Spurningunni svarar hann sjálf- ur á þessa lund: „Vér íslendingar munum kappkosta að koma þann- ig fram við aðrar þjóðir, að vér öðlumst vináttu þeirra og traust. Vér munum unna öðrum réttar og sannmælis, en halda á rétti vor- um. Slíkar verda landvarnir þjóö- arínnar og adrar eigi. “ Af þessu mætti ráða að lýðveld- isstofnunina hafi borið að í alþjóð- legu góðviðri en ekki í miðjum hildarleik Heimsstyrjaldarinnar síðari þegar himinn, haf og jörð loguðu og ísland var hersetið land. Enginn sem tekur til máls svo mikið sem ýjar að þeirri hug- mynd að í framtíðinni sé heilla- vænlegast að afhenda varnir Is- lands erlendu stórveldi. Þetta er þeim mun undarlegra þegar eftir- leikurinn er hafður í huga, en segja má að frá og með herstöðva- samningnum við Bandaríkja- menn árið 1946 hafi hersetan bor- ið öll önnur mál ofurliði á íslandi. „Frá þeim degi er aðeins spurt um eitt, barist um eitt: Á ísland að vera áfram útlend herstöð eða ekki? Önnur mál eru hégómi. - Þetta eitt eru íslensk stjórnmál, skrifar Halldór Laxness sama ár og reyndist sannspár: hermálið hefur verið einskonar æxli á heila íslenskra stjórnmála allar götur síðan. Rétt stöku sinnum að menn hafa neyðst til að líta upp og ræða aðkallandi mál á borð við land- helgismálið og síðan sokkið aftur í eymd hermálsins. Árið 1945 þegar Bandaríkja- menn lögðu fram fyrstu kröfur sínar um herstöðvar í Keflavík, Fossvogi og Hvalfirði til 99 ára, var borin von að fullvalda þjóð gæti gleypt við þeim. Eins og lesa má um í frægri grein Þórs White- head: Lýðveldi og herstöðvar (Skírnir, 1976), fólust baktjalda- viðræður Bandaríkjamanna við íslenska stjórnmálamenn í því að snikka bitann til og laga að munn- stærð þeirra. Með því að tak- marka herstöðina við Keflavík, dvalartímann við sex og hálft ár og tengja samþykki viðskipta- hagsmunum íslendinga í Banda- ríkjunum, opnaði meirihluti þing- manna munninn (32:19). Arkitektar samningsins munu hafa litið á herstöðina sem að- skotahlut í þjóðarlíkamanum sem þjóðin með tíð og tíma myndi laga sig að og venjast. Aldrei mun hafa hvarflað að neinum hernáms- sinna að leggja þennan samning undir dóm þjóðarinnar í þjóðarat- kvæðagreiðslu og allt fram til þessa dags hefur þjóðin aldrei þurft að horfast í augu við her- stöðvamálið og taka til þess af- stöðu. Og ef marka má nýlega skoðanakönnun Ólafs Þ. Harðar- sonar á viðhorfum íslendinga til öryggis- og utanríkismála, kann enn að verða bið á því að þjóðin verði formlega spurð álits. Sam- kvæmt henni eru 30% kjósenda andvígir herstöðinni og 15% telja að hún skipti ekki máli. Þrátt fyrir áratugaáróður um bandaríska hervernd í Islendinga þágu virðist engin húð hafa náð að myndast utan um kjarna málsins eins og hann lá fyrir strax 1946: stór hluti íslendinga leggur þann skilning í málið að herinn sé hér alfarið vegna bandarískra hagsmuna einna. Þegar spurt er um aðildina að Nató vekur athygli hve margir hafa enga skoðun á því máli, 34%. Þetta háa hlutfall kjósenda sem veigrar sér við því að taka afstöðu til Nató stafar ugglaust af því að hverjum manni er það ljóst að við verðum að halda hér uppi lág- marks vörnum. Hér er alþjóðleg- ur flugvöllur sem útheimtir þjálf- aða sveit til að kljást við tilfallandi flugræningja og önnur hryðju- verkalið. Island hefur landhelgi og lofthelgi sem þarf að gæta og fylgj- ast með. Landhelgisgæslan hefur verið á könnu okkar sjálfra allt frá 1920 þegar við tókum hana að okkur vegna slælegrar frammi- stöðu Dana. Hvað lofthelgina áhrærir þyrftum við að yfirtaka hér ratsjárstöðvar sem gera eftirlit og gæslu mögulega. Varnarstarfið felst í því að þegar óboðinn gestur birtist á ratsjánni (oftast rússnesk flugvél á leið fram hjá landinu), hlaupa tveir flugmenn út í aðra af tveimur Phantomvélum varnar- liðsins og þjóta á móts við hinn óboðna gest líkt og hundar á sveitabæjum þegar bíll fer eftir þjóðveginum. Snúa síðan við í sælli vissu þess að hafa rekið hann á brott. Ég leyfi mér að álíta að þetta hlutverk gætu íslendingar innt betur af hendi en Bandaríkja- menn þar eð hermennirnir dvelja hér ekki nema í eitt til tvö ár og sí- fellt þarf að þjálfa nýja menn til starfans. Fyrirhöfn sem sparaðist ef verkið væri í höndum íslenskra flugmanna. Það er ábyggilega rétt sem Björn Bjarnason segir að „í raun og veru er það vera íslands í Atl- antshafsbandalaginu og varnar- samstarfið við Bandaríkin, sem gerir mönnum kleift að ræða um öryggi landsins af ábyrgðarleysi". Bandaríska setuliðið hefur firrt ís- lendinga allri ábyrgð á eigin vörn- um. Vegna hersetunnar hefur um- ræða um íslensk öryggismál allar götur frá 1946 verið í fjötrum sjálf- virks ágreinings. Andstæðingar hersetunnar hafa nánast flokkað undir landráð að ræða varnarmál, en á hinum kantinum eru svo- nefndir varnarsinnar en draum- sýn þeirra er bandarískt víghreið- ur í hverjum landsfjórðungi. Með löggum skal land byggja. Þó hefur sú mikilvæga breyting orðið í alþjóðamálum síðan í stríðslok að vinstrimenn hafa snú- ið baki við Sovétríkjunum. Það er staðreynd að harmsöguleg glám- skyggni vestrænna vinstrimanna á Sovétríkin jók á spennu í al- þjóðamálum. Svo gat virst sem Sovétríkin ættu ítök á Vesturlönd- um sem veiktu varnir þeirra að sama skapi. í dag standa Sovétrík- in afhjúpuð á brauðfótum ofbeldis og kúgunar og einangrun þeirra léttir á spennu Vesturlandamegin. Þótt ísland sé legu sinnar vegna hernaðarlega mikilvægt, breytist þetta mikilvægi samstíga tækni- byltingum í vígbúnaði. Á því tölvustýrða eldflaugastigi sem hernaður stendur á í dag þegar unnt er að senda flugskeyti meg- inlanda á milli og hitta skotmörk með nákvæmni sem jaðrar við smásmygli, hefur hlutverk hreyf- anlegra skotstöðva aukist í líki flugmóðurskipa og kafbáta. Jafn- framt hafa Bandaríkjamenn þró- að njósna- og eftirlitskerfi í gegn um gerfihnetti sem hlera og skoða það sem fram fer á himni bæði og jörð rúnt um heimsins punkt. Það sem að okkur Islendingum snýr er fyrst og fremst að fylgjast með því sem er að gerast í nágrenni okkar og okkur ætti að vera í lófa lagið að gera það á eigin spýtur í góðri samvinnu við þjóðir Átlantshafs- bandalagsins. Af augljósum orsök- um verða íslendingar aldrei þjóð með eiginlegan her og þar erum við raunar á báti með fjölda smá- þjóða sem hafa her að nafninu til, einskonar dulbúna öskukalla sem koma fram í sviðsljósið þegar sorp tekur að hlaðast upp vegna lang- varandi verkfalla. Frelsi okkar fylgir augljós hætta, en í stað þess að dópa okkur upp með banda- rísku herliði þarf meðvitund um hættuna að efla okkur til dáða og þjappa okkur saman um sjálfstæði þjóðarinnar í stað þeirrar sundr- ungar og sljóleika sem af herstöð- inni stafar og stefnir öllu þjóðlífi hér í tvísýnu. Á 40 árum hefur ekkert grafið jafn duglega undan sjálfstæði íslendinga og herstöðin og dregur enn af þjóðinni, saman- ber að 63% kjósenda skuli vera hlynntir gjaldtöku fyrir aðstöðu hersins og gera hann þannig að beinum áhrifavaldi í íslensku efnahagslífi. Það hefur verið haft á orði að á meðan erlendar þjóðir viti það eitt um ísland að hér sé bandarískur her, væri íslenska þjóðin sú eina sem vildi ekkert af því vita og kysi að geyma höfuð sitt í sandi. Til hægðarauka skul- um við því flytja íslenskar stað- reyndir út til Danmerkur. ímynd- um okkur að á undanförnum 40 árum hefðum við haft þær fréttir af frændum okkar Dönum að þar í landi sæti 100 þúsund manna bandarískt herlið, að herstöðin hefði um tíma annast allan sjón- varpsrekstur í Danmörku, að Dan- ir hefðu ekki döngun í sér til að halda uppi sjúkraflugi nema með aðstoð bandaríska hersins, að Kastrúp-flugvöllur væri gerður fyrir bandarískt fjármagn og í bí- gerð væri flugstöð Dana kostuð af Bandaríkjamönnum og að yfir helmingur danskra kjósenda væri vælandi um að bandaríska herlið- ið bæri að mjólka enn frekar með sérstakri gjaldtöku. . . Ætli okkur þætti ekki einu gilda hvoru megin hryggjar þessi óhamingjusama þjóð lægi? Og hefði hún þó sér til afbötunar að hafa verið hernumin af nasistum í síðasta stríði. Bolholt sæluvika \C EE O O EH3 D C [»!«] O C EEl Suðurver 4x í viku í 3 vikur Já! nú er þaö sæluvika í Bolholti 10.—16. ágúst. 80 mínútna hörkupúl og svitatímar. 20 mín. Ijós — heilsudrykkur í setustofu á eftir. Ath.: aðeins fyrir vanar. Gjald 1200 kr. Kennari Bára. Síðan 20. ágúst 2ja vikna 4x í viku 60 mínútna tímar, strangir. Gjald 960 — kv. Innritun í síma 36645 Líkamsrækt JSB Og nú hætta allir aö slóra! Suöurver opnar meö fullum krafti. Tímar 4x í viku í 3 vik- ur 13.—30. ágúst. * Líkamsrækt og megrun fyrir konur á öllum aldri. * Morgun — dag — kvöldtímar. * Lausir tímar fyrir vaktavinnufólk. ☆ Sturtur — sauna — Ijós. Þú finnur örugglega flokk viö þitt hæfi í Suðurveri. Byrjendur — framhald eöa rólegri æfingar. Innritun í síma frá kl. 9—18 9. og 10. ágúst. 83730 EEI H0 [•!•] r«Y«1 o O EEl J o EEJ OOEB OO EEl OO EEI HELGARPÓSTURINN 19 [33 r33 EH EX3

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.